Vísir - 09.05.1969, Blaðsíða 10

Vísir - 09.05.1969, Blaðsíða 10
/0 V í S I R . Föstudagur 9. niaí 1969. ANDLAT Sigríður Jónsdóttir, Hringbraut 69 i Hafnarfirði andaðist í Land- spitalanum 83 ára að aldri. Hún verður jarösungin í Hafnarfirði. Oddur Guömundsson, verkamað- ur til heimilis aö Hrafnistu andað- ist 7. þ. m. 87 ára að aldri. Jarð- urför hans verður gerð frá Foss- vogskirkju n. k. mánudag kl. 13.30. Guðbjörg Kristjánsdóttir, vist- kona á Elliheimilinu Grund andað- '•*. ist 5. þ. m. 92 ára að aldri. Jarðar- ‘ för hennar verður gerð frá Foss- vogskirkju n. k. mánudag ki. 15. Leiðrétting Missagt va. í blaðinu í gær að brotizt hefði verið inn hjá Bræðrun um Ormsson Innbrotið var framiö í næsta hús við í trésmíðaverk- stæði Kristjáns Siggeirssonar. Toppventlavél í Moskvitch til sölu. Uppl. í sima 40115. ___ Aftaníkerra til sölu, ntun henta sérstaklega vel fyrir minni bif- reiðir. Vélsmiðjan hf., Skipasundi 14. Auglýsið í VÍSI %—> 9. síðu frönskum hersveitum viðeigandi vopn og þeir settu jafnvel það skilyrði aö franski her- inn yrði skipulagður eftir bandarískri fyrirmynd, eins og Frakkar þekktu ekkert til hern- aðar. En í augum evrópskra herforingja hefur jafnan verið litið svo á, að í bandaríska her- skipulaginu sé mannafla sóað til einskis og alltof miklu eytt i Iúxuslíferni. sem gerir það að verkum, að bandarískur her telst aldrei jafningi andstæðra herja nema hann hafi ofurefli liðs Þetta kom ennfremur fram í því furðulega fyrirbæri viö innrásina í Normandy, að sára- iítill franskur her var látinn ganga þar á land, meðan 120 þúsund manna vígdiarfur franskur her var hafður suöur á Italíu. Það getur að vísu líka verið keppnisandi hjá de Gaulie, en var ekki von, að honum sárn- aði að öflugasti her hans er látinn danka suður á Ítalíu meðan veriö var að frelsa föð- urland hans, og svo er hægt að segja á eftir að de Gaulle hafi ekkert komið nálægt frelsun Frakklands! Enda var það víst tilgangurinn. Ijjað voru gerðar fleiri vísvit- andi ráöstafanir til að reyna aö hindra að de Gaulle gæti átt nokkurn þátt í frelsun Frakk- lands. Ein var sú, að sam- kvæmt beinum fyrirmælum frá Roosevelt forseta var strang- lega bannað að de Gaulle fengi að ganga á land í Normandy og hann hafði engin önnur ráð en að stelast í land. Það framferði hans var fordæmt og sagt aö hann væri að spilla samstarfi bandamanna. Á sama tíma voru nýjar liðssveitir hans að koma upp úr jörðinni og mynda heila heri út um gervallt Frakkland. 200 þúsund manna liö maquis- arda reis upp. Þeir voru sára vopnlit’ • því að Bandarfkja- Skautanámskeið Næsta skautanámskeiö hefst mánudaginn 12. þ. m. Aldur 6—10 ára. Kennt verður frá 10—12 eða 14—16 í 5 daga. Leiöbeinandi er frú Liv Þorsteinsson. Verö kr. 225. — Þátttaka tilkynnist í Skautahöllinni, sími 84370. AÐALSTOÐIN KEFLAVi K menn höfðu aldrei viljað útvega frönsku neðanjarðarhreyfing- unni vopn, eins og þörf var fyr- ir. Þrátt fyrir það héldu þessir herir 10 herfylkjum Þjóðverja önnum köfnum víðsvegar í hér- uðum landsins og hefði nasist- ana munað urn að geta haft það herlið til reiöu í úrslitaorust- unni miklu við Falasie. þvi mióur er ekki rúm til að rekja fleira, en í heild er óhætt að fullyrða, að viöhorf Bandaríkjastjórnar til de Gaull- es á stríðsárunum hafi verið ein samhangandi misskilnings og mistakakeðja, sem stafaði af röngum upplýsingum. Og það má meö nokkrum sanni segja að orsökin liggur í þvi, að bandarísk utanríkisþjónusta hef- ur löngum lagt of ríka áherzlu á kokkteil-boð og veizlur frem- ur en að leita að k.iarna þjóðar- stólpans. Á sarna tíma og ráð- herrarnir í Vichy voru að framselja Gyðinga til slátrunar og hálfa milljón manna til nauðungarvinnu í Þýzkalandi, héldu þeir Leahy sendiherra Bandaríkjanna veglegar veizlur og það nægði. Mjög mikinn hluta þessara mistaka mátti einnig rekja til Roberts Murphys, sem síðar varð fræg- ur maður f bandarísku utanrík- isþjónustunni, Þá hafði hann m. a. nokkuð með íslenzk málefni að gera og átti líklega eftir því sem mér skilst þátt í afar vafa- sömum og skilningslausum að- gerðum gagnvart íslandi. Þegar á heildina er litið er það því kannski rétt, að aðgerðir de Gaulles hafði ráðiö minna en efni stóðu til um gang inn- rásarinnar i Frakkland, en á- lyktunin verður að vera önnur en kemur fram í Reykjavíkur- bréfinu. Ályktunin hlýtur að verða sú, að bandarisk' utanrík- isstefna er oft skilningssljó'og þarf ekki alltaf að fara saman við hagsmuni Evrópu-ríkja. Sá hugsunarháttur. aö Bandaríkja- menn hafi. verið svo góðir og gert svo mikiö fyrir Evrópu- þjóðir aö þær eigi að lúta þeirn í þögulli tilbeiðslu og þakkar- gerð leiöir ekkj til farsældar, það gerir leppmennska aldrei. Þetta er eitt af því sem de Gaulle hefur kennt Evrópu- þjóðum, aö þær eiga að rísa upp sjálfstæðar og ganga til móts viö Bandaríkin í drengi- legu samstarfi sem jafningar, en ekki sem undirlægjur. Þorsteinn Thorarensen. Varahlutaverzlun JT Jóho Oiafsson & Co. h/f Brautarholti 2 . Sími: 1 19 84 I DAG I í KVÖLD BELLA Hvað þýðir það eiginlega að hægt sé að selja bílinn þinn sem brotajárn á verðinu, sem gengur? SÝNINGAR • Listafélag Menntaskólans við Ilamrahlíð býður yður að koma og sjá sýningu á verkum nem- enda frá kl. 8—10 þessa viku og ?rá kl. 4—10 á sunnudag. Sjómannaskólinn: Nemendasýn ing Hand- og Iistiðnaðarskóla Sig rúnar Jónsdóttir. Opið daglega. Ágóðinn rennur til Krabbameins félagsins. Einar Karl Sigvaldason heldur málverkasýningu í Iðnskólahús- (Bókasafnshúsinu) í Hafnarfirði. Sýningin er opin frá kl. 14—22. Sýning Listafélags Menntaskól- ans við Hamrahlið á verkum nokk urra nemenda skólans verður op in á kvöldin frá 20 til 22 og frá 16 til 22 á sunnudag. Málverkasýning Tryggva Ólafs sonar í Galleri Súm við Vatnsstíg, veröur opin daglega frá 4 til 10 í hálfan már.uð Málverkasýning Gunnars Hjalta sonar er í Bogasal Þjóöminjasafns ins og er opin 14—22. Málverkasýning Stefáns Guó- johnsen, tæknifræðings, verður opin í matsal Landsímahússins við Sölvhólsgötu, daglega frá 1 til 6 fyrir starfsfólk Pósts og síma. Á sunnudaginn verður opið fyrir almenning frá 2—6. FUNDIR # Unglingadeild KFUM. Ferming- •drengjahátíð félagsins verður í kvöld kl. 20.30 í húsi félagsins við Amtmannsstíg. Öllum fermingar- drengjum vorsins boðið. Slysavarnaheild>n Hraunprýði, Hafnarfirði heldur sitt árlega loka kaffi kl. 3—11 í dag í Alþýðu- og Sjálfstæðishúsinu. Aðalfundur Sálarrannsóknafé- lags íslands verður í kvöld kl. 20.30 í Sigtúni við Austurvöll. 8IFREIÐASKGSUN $ Fimmtud. 8. maí R-3001 — R-3150 Föstuda. 9. maí R-3151 — R-3300 SKEMMTISTAÐÍR @ Hótel Saga. Skemmtikvöld. — Ragnar Bjarnason og hljómsveit ásamt Ómari Ragnarssyni. Einnig kemur söngkonan Gigi fram og m. m. verður til skemmtunar. Þórscafé. Pops leika til kl. 1 i kvöld. Rööull. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar. Söngvarar Þuríð- ur og Vilhjálmur. Opið til kl. 1. Silfurtunglið. Flowers skemmta í kvöld til kl. 1. Ingólís-café. Gömlu dansarnir i kvöld kl. 9. Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. Söngvari Bjöm Þ. Hótel Borg. Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur. Klúbburinn. Heiðursmenn og Rondó tríó í kvöld til kl. 1. Hótel Loftleiðir. Tríó Sverris Garðarssonar og hljómsveit Karls Lillendahl. Söngkona Hjördis Geirsdóttir. Glaumbær. Roof Tops og Hauk ar ásamt Gigi skemmta í kvöld. TILKYNNINGAR # Kvenfélag Laugarnessóknar held_ ur sína árlegu kaffisölu í Klúbbn um 15. maí, uppstigningardag. — Félagskonur og aðrir velunnarar félagsins eru beðnir um að koma kökum o. fl. í Klúbbinn frá ki. 9 — 12, uppstigningardag. Uppl. í símum Guðrún 15719 og Erla 37058. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs hefur kaffisölu á mæðradaginn 15. maí, uppstigningardag í fé- lagsheimili Kópavogs. Konur, sem ætla að gefa kökur komi þeim í félagsheimilið fyrir hádegi þenn an sama dag eða hringi í síma 40981 og 40159. Mæðrablómið verður afhent í barnaskólum bæj arins þennan sarna dag frá kl. 10 fyrir hádegi. Kvenfélagið Seltjörn. Félagskon ur athugið. Fyrirhuguð gönguferð um Seltjarnarnes í fylgd með Guðmundi Illugasyni verður far- in laugardaginn 10. maí kl. 2, ef veður leyfir. Mætum með eigin- menn og börn við Mýrarhúsa- skóla laust fyrir 2. Gleymum ekki nestispakkanum. — Stjórnin. AFMÆLI í ÖAG * Dr. Friórik Einarsson er sextug ur í dag. Hann lauk prófi í lækn- isfræði frá H.í 1937 og embættis- prófi frá Hafnarháskóla sumarið 1943, fékk ótakmarkað lækninga- leyfi á íslandi árið 1939. Eftir dr. Friðrik Iiggja margar greinar, bæði í innlendum og erlendum tímaritum, félagslegs eðlis, póli- tík og vísindi. Dr. Friðrik varði doktorsritgerð við Háskóla ís- lands árið 1958. Hann starfaði í mörg ár að lækningum f Dan- mörku og þar kynntist hann ein- mitt konu sinni, frú Ingeborg Ein arsson, fæddri Korsbæk. Þau gift ust árið 1940 og eiga fjögur börn. Dr. Friðrik hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum um ævina, m. a. verið í stjórn Læknafélags Reykja víkur, varamaður í bæjarstjörn Reykjavíkur, formaður Dansk-ís- lenzka félagsins og' riddari af Dannebrog á.in 1958 og 1966. Þá hefur hann einnig átt sæti í stjórn Skurðlæknafélags Norðurlanda. BíSplötuspilan Philips bílplötuspilari, nýr, til sölu. Uppl. í síma 32181. B

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.