Vísir - 13.05.1969, Síða 8

Vísir - 13.05.1969, Síða 8
8 VIJIR . Þriðjudagur 13. maí 1969. VÍSIR Otgetandi ReyKjaprent U.t. FramKvæmdastjóii Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjórt: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfuiltrúi: Valdimar H. Jóhannesson AuglVsmgat Aðalstræti 8. Slmat 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla Aðaistræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 145.00 * mánuði isnanlands t lausasöíu kr. 10.00 eintakið arentsmiðja Visis — Edda h.f_______________________ Hver er verkalýðssinnaður? J>jóðmálaumræður hér á landi hafa einkennzt um of af meiningarlitlu þjarki um yfirborðsatriði. Það er gagnlegt að reyna að víkka út þessar umræður og skoða nánar undirstöðuatriði stjórnmálanna. Alþýðublaðið gerði nýlega að umtalsefni einn af þriggja leiðara röð Vísis um flokkastefnur á íslandi. Innlegg Alþýðublaðsins var fróðlegt og hófsamlegt. Blaðið var sammála sumu, sem Vísir hélt fram, en þó ósammála fleiru eins og gengur og gerist. Vissulega væri gagnlegt að spjalla ýtarlegar' um þessi mál en hægt er að gera í stuttu leiðaramáli. Samt verður gerð hér tilraun til að fjalla nánar um tvær af kenningum Alþýðúblaðsins. Vísir hélt því fram, að Álþýðuflokkurinn stundaði miðstefnu sem stjórnarflokkur, en í flokknum væri undiralda tilhneiginga til sósíalistískra hagstjórnar- aðferða. Alþýðublaðið leggur sérstaka áherzlu á, að þetta stafi aðeins af stjórnarsamvinnunni og að Al- þýðuflokkurinn sé í raun og veru „vinstri“ flokkur, hvað sem það orð þýðir nú í raun og veru. Þessi árétting Alþýðublaðsins sýnir glögglega, hve aftarlega íslendingar standa í hugmyndum sínum um efnahagsmál. Hér á landi er aðeins einn flokkur, sem stendur heill og óskiptur með markaðsbúskap og framtaksstefnu í efnahagsmálum, Sjálfstæðisflokkur- inn. í nágrannalöndum okkar nýtur þessi stefna miklu almennara fylgis og vegur þar þyngst á metunum, að jafnaðarmannaflokkarnir hafa einnig tekið upp þessa stefnu vegna hinnar góðu reynslu, sem af henni er fengin^ Út af fjn-ir sig er eðlilegt, að Alþýðuflokkur- inn tvístígi. Það hefur verið grátið meira af minna til- efni en skilnaði við marxismann. En þróunin verður að hafa sinn gang, og afturhvarf til marxisma getur aðeins haft skaðleg áhrif í íslenzkum stjórnmálum. Hitt atriðið er áherzlan, sem Alþýðublaðið leggur á, að Alþýðuflokkurinn sé verkalýðssinnaður en Sjálf- stæðisflokkurinn atvinnurekendasinnaður. Þama fer Alþýðublaðið út í sálma, sem vænlegra væri að skilja frá stjórnmálunum. Það er gersamlega úrelt að byggja þjóðmálabaráttu á stéttabaráttu. Þetta sjáum við bezt af því, að þeim þjóðum hefur vegnað bezt, sem hafa haldið þessu aðskildu. Það væri fráleitt að halda því fram, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi minni áhuga en Alþýðuflokkurinn á að bæta lífskjör þjóðarinnar. Svo virðist hins vegar, zð menn seu ekki sammála um leiðimar. Framtaks- sinnar vilja bæta kjörin með öðrum hætti en þeir, sem mestan áhuga hafa á hækkun launa í krónutölum. Þegar atvinnuvegirnir eru efldir og framleiðni þeirra aukin, er gripið inn í á réttum stað og varanlegar kjarabætur nást. Ótímabærar kauphækkanir tefja hins vegar aðeins varanlegar lífskjarabætur. Metingur um, hver sé verkalýðssinnaður og hver atvipnurekendasinnaður, er til lítils gagns. Sú stefna, sem skilur, að hagsmunir stóttanna fara saman, er farsælust, þegar til lengdar lætur. _______ __________ /4 Á (Í 1 Þetta er ein af áróðursmyndunum, sem dreift er um allt Kína. Hún er af kínverskum landa- mæraverði í 4800 m. hæð við landamæri Sinkiang (þar sem sovézkir og kínverskir Ianda- mæraverðir börðust nýlega). Og sem að líkum lætur hefur verið negld á staur þama á fjall- inu mynd áf Mao tse-Tung. „Kreml aðvarar Kína44 • Þeirrar skoðunar gætir all- mjög meðal þeirra, sem gerst fylgjast með fréttum dag- lega í þeim tilgangi að ræða horfurnar í blöðum, hljóðvarpi eða sjónvarpi, að sovétleiötogar vilji ekkl nýja, algera styrjöld milli ísraels og Arabaríkjanna, með fram vegna beygs um, að þá yröi - sú hemaðarlega y upp- bygging, sem átt hef r sSö stað I Egyptalandi njeð; þeirra aö- stoð, til einskis. Sovétleiötogar hafa sem sé litla trú á, aö Egyptar myndu duga í styrjöld gegn ísrael, né aðrar Arabaþjóðir,'ög þótt Sov- étríkin séu voldug hafa þau ekki efni á að „borga brúsann", ef til styrjaldar og hrakfara kæmi, með þriöju hernaöarlegu upp- byggingunni. Hernaöarlegur stuðningur Sovétríkjanna við Egyptaland er þegar oröinn gífurlegar mikill og í fleiri horn aö líta. Samt þykir þeim hann borga sig, því að I Egyptalándi og fleiri Arabalöndum, er stuönings iris vegna litið til þeirra sem vemdara og væntanlegra banda- manna - af mörgum. Og meðan svo er sé tilkostnaðurinn mikils virði, — því að átökin um á- hrifaaðstöðu á þessu heimssvæði sem öðmm halda áfram, hvort sem ókyrrð rfkir og teflt á fremstu nöf áfram eða til styrj-y aldar kemur. Eins og allir vita, er veriö að reyna að ná einhverju sam- komulagi, að tilhlutan Sovét- ríkjanna, Bandaríkjanna, Bret- lands og Frakklands. En það blæs ekki byrlega þótt alltaf sé verið að láta skína I vonir um, að nú fari eitthvað að gerast. Á þetta hefir iðulega verið minnzt aö undanfömu hér í blaðinu, að það er annað sem raunverulega hefir meiri áhrif á afstöðu Sovétríkjanna hverju sinni en flest eða allt annað, og það er Kína. Kína er hinn mikli andstæð- ingur, mikill og vaxandi segja margir hinna sérfróðu, og þrátt fyrir ýfingar og átök og smá- stríð hér og þar, þá er það Kína, sem veldur Sovétrfkjunum mestum áhyggjum vegna fjöl- mennis þess og víðáttu og ná- lægðar, en seinast og ekki sízt vegna vaxandi máttar.þestg sem ‘nervéldis, éri fFaifftfðinni* géeti orðið engu ómáttugra en Sovét- ríkin hemaðarlega, ef eitthvað yrði ekki til að breyta þeirri þróun, sem nú á sér stað, — því að þrátt fyrir innanlandsá- tök og ágreining er í þessu fefni ains forseta fór fram. Eftir á ræddi hann við helztu menn Indlands, Indiru Gandhi forsætis ráðherra og aðra ráðherra. Enn sem komið er, er aðeins vikið að því, að þar muni hafa verið rætt um hættuna á „mnrás f Sikkim“ o. s. frv. í Suðaustur-Asflöndum eins og Thailandi og Laos eru nyrztn, héruð sögð á valdi Kínverja. Alls staðar er eitthvað að get- ast eða eitthvað sem liggur f loftinu, og hið stjórnmálalega andrúmsloft lævi blandið. Enginn þorir að spá neinu á- kveðið, en „sprengingin“, sem Mikhail Botjaróv horfir árvökum augum landamæravaröarins inn i Kína. Slíkum myndum er nú dreift um öll Sovétríkin. stefnt að því aö Kína veröi jafningi annarra stórvelda eða meira en það. Þaö má vera, að stofnaö sé stundum til landamæraárekstra til þess að kenna hinum aðilan- um.um og kveikja í heimaþjóð, en fleira getur komið til greina, en hverjar sem orsakirnar eru sýna þeir og öll lætin I áróð- ursstyrjöldinni þeirra milli, að taugaóstyrkurinn er vaxandi og það kann aldrei góðri lukku aö \ stýra. Enn einu sinni hefir ófriðar- bliku dregið á loft í sambúð Kína og Indlands. Klögumálin ganga á víxl um ögranir og upptök átaka, enn smávægi- legra. Kínverjar segja Indverja hafa stofnað til mikilla heræf- inga í Sikkim í Himalayafjöllum, en það er indverskt vemdarríki. Áöur hafði verið blásið upp, aö Kínverjar hygðu þar til inn- rásar og bent á hvemig þeir lögöu undir sig Tibet. Kosygin var nýlega i Nýju Dehli eða þegar útför dr. Hus- leiddi af sér þriðju heimsstyrj- öldin gæti eins orðið austur í Asíu eða nálægt Miðjarðarhafs- botni — og jafnvel líklegra, að hún yrði þar en annars staðar. í fréttum UPI-fréttastofunnar fyrra sunnudag, símaði frétta- ritari hennar frá Moskvu: í dag gaf sovétstjómin út aðvörun' þess efnis, að „Kreml myndi) hegna Kína“, ef það gripi til of-, beldisárása í Asíu austanverðri. Aðvörunin kom fram í blaðinu Pravda, hinu opinbera málgagni kommúnistaflokks Sovétrlkj- anna: „Sovétríkin munu koma í veg fýrir, að Kína færi mann- kyninu að gjöf — ekki tugi, hundraða — heldur milljóna grafa“. því að geri Kína það verður beitt rökréttri fhugun, jámhörðum aga, svo að þetta veldi fái að kenna á því, aö fyrir slíkan verknað verður frá byrjun ekki óhegnt látið. Orð, orð, — innantóra áróð- ursorð? Sumir kunna að hallast að þvf, en f vaxandi mæli ðttast menn alvöruna á bak við. A. Tb.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.