Vísir - 14.05.1969, Side 8

Vísir - 14.05.1969, Side 8
V f S I R . Miðvikudagur 14. maí 1969. 8 VISIR Qtge^andi Revttjaprent d.t. tTamkvæmdastjóri Sveúm R. Eyjóifsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoóarritstjóri: Axe) Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson AuglVsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Simi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 h'nur) Askriftargjald kr. 145.00 * mánuði innanlands I lausasölu kr 10.00 eintakið Dreni amiðja Visis — Edda h.f. Bætt almenningsálit ^lmenningsálitið er orðið miklu áhrifameira í lýð- ræðisríkjum en áður var. Hingað til hafa ýmis milli- stig dregið úr beinum áhrifum almenningsálitsins. Þjóðkjörnir fulltrúar eru eins konar handhafar al- menningsálitsins lagalega séð og fara með það um- boð til nokkurra ára í senn. En jafnframt er sú þróun greinileg, að ráðamenn lýðræðisríkja taka vaxandi tillit til almenningsálitsins milliliðalaust. Félagsfræðingar hafa ritað töluvert um þessa þró- un. Hún kemur einna skýrast fram í því, að áhrif dag- blaða hafa aukizt í stjórnmálunum, þ.e.a.s. áhrif hinna óflokksbundnu dagblaða. Almenningsálitið hefur miklu beinni aðgang að síðum dagblaðanna en að hin- um þjóðkjörnu fulltrúum. Þá hafa skoðanakannanir haft geysileg áhrif í seinni tíð. Ráðamenn verða að sætta sig við, að skoðanakannanir sýna þráfaldlega almenningsálit, sem er andsnúið gerðum þeirra. Eftir því sem ráðamenn hafa áttað sig betur á þessu, hafa þeir farið að fylgjast mun betur með almenn- in|sálitinu í dagblöðunum og hafa gerzt ákafir les- endur niðurstaðna skoðanakannana. Þessi þróun hef- ur ekki aðeins gerzt í Bandaríkjunum, heldur einnig um alla Vestur-Evrópu. í henni er vissulega fólgin nokkur hætta, sú, að ráðamenn hætti að stjórna og einbeiti sér í þess stað að hlerun almenningsálitsins. En þrátt fyrir það er þessi þróun í heild eðlileg og rétt- mæt. Hún er merki þess, að lýðræðiskerfið er heil- brigt. Það útvatnast ekki með tímanum, heldur eflist. Félagsfræðingar hafa nokkuð kvartað yfir því, að almenningsálitið sé oft ekkert annað en fordómar, hatur, þráhyggja og slagorð. en byggist ekki á skyn- samlegu viti. Hafa þeir rakið ótal dæmi þess, að þessi gagnrýni sé fyllilega réttmæt. Hún varpar Ijósi á, hve mikilvægt er, að myndaður sé heilbrigður grundvöll- ur almenningsálits, svo að það verki til góðs en ekki til ills. íslendingar hafa syndgað verulega á þessu sviði. Einkum er það skólakerfið, sem hefur brugðizt. Skól- arnir leggja of litla áherzlu á þjóðfélagslegt uppeldi og menntún hinna ungu. Segja má, að sagnfræðin sé eina greinin af þessu tagi, sem skólarnir hafa tekið upp á arma sína. Þjóðfélagsfræði önnur er tiltölulega lítið kennd, og þá fyrst og fremst sem formsatriða- kennsla á lögfræðilegum grundvelli. í almennri menntun skóla lýðræðisríkis á að felast kennsla í ýmsum félagsfræðum, almennri félagsfræði og félagssálarfræði, og í undirstöðuatriðum hagfræð- innar og stjórnvísindanna. Þessi kennsla á að veita hinum uppvaxandi borgurum meira víðsýni. Hún á að draga úr fordómum, hatri, þráhyggju, slagorðum, og setja í þeirra stað skynsamlegt vit í hásætið. Aðeíns með þessu munu vaxandi áhrif almennings- álitsins njóta sín til fulls til bóta fyrir þjóðfélagið og einstaklingana, sem það byggja. • Ræðu þeirrar, sem Nixon forseti flytur í dag, er að sjálfsögðu beðið með eftirvænt- ingu í Bandaríkjunum, þar sem margir halda í þá von, að for- setinn geti að minnsta kosti boð- að heimfiutning Bandaríkjaliðs- ins innan tíðar, og ef til vill einhvers hluta þess mjög bráö- lega. Það er vitað fyrirfram, að forsetinn ætlar að ræða Víetnam og horfurnar, þar sem barizt er, og við samningaborðin í París — og bak við tjöldin, en það er ef til vill það, sem þar gerist Abrams. öllum ofsóknum gegn þeim, sem hafa haft samstarf viö þennan eöa hinn höfuðaöila í styrjöld- inni. • Hlutverk bráðabirgðastjórnar á að vera að undirbúa kosning- ar stofnuö þjóöarsamkunda og mynduð samsteypustjórn á breiðum grundvelli. Eftir styrj- öldina á Suður-Víetnam aö hafa venjuleg stjómmálatengsl við öll lönd og einnig Bandaríkin. Brottflutningur liðsins fari fram við alþjóöaeftirlit. í þessum tillögum kemur fram, að farið mun verða fram á skaðabætur frá Bandaríkja- stjórn. í skeyti brezkrar frétta- stofu frá fréttaritara hennar f París segir: Bandaríkjastjóm verður að taka á sig fulla ábyrgö á tjóni því og eyðileggingu, sem víet- namska þjóöin í báðum lands- hlutum hefir orðið að þola. Fulltrúi Noröur-Víetnam á Parísarráðstefnunni, Xuan Thuy aðhylltist þegar tillögur þjóð- frelsishreyfingarinnar. Hann Ræðu Nixons um Vietnam beðið með eftirvæntingu er helzt gæti þokað málunum á- leiðis. Eitthvað er að gerast, á því er ekki vafi, enda alltaf verið að reyna að þoka málum á- leiðis. Nixon kvaddi helztu ráðu- nauta sína á s'nn fund í fyrra- dag til viðræöna, þeirra rrieðal Abrams yfirhershöföingi Banda- ríkjaliðsins i S. Víetnam. Abrams er nú kominn aftur til Saigon. Og einmg er nýkominn þangað Rogers utanríkisráöherra Bandaríkjanna og dvelst þar til viðræöna 4 daga. Á leiðinni, þar sem hann hafði viðkomu, sagði hann, að ef áframhald yrði á eldflauga- og sprengjuárásum Víetcong, væri ástæða til aö efast um ein- lægni andstæðinganna, þ.e. að hugur fylgdi ekki máli hjá þeim, er þeir legðu fram tillög- ur til samkomulags. Og því bæri að taka öllu með varúö. Rogers. Það er enginn vafi, aö Banda- rikin hafa slakaö mikið til frá fyrri afstöðu varðandi heim- flutning liðs síns, en þaö hefir ekki tekizt að fá Norður-Víet- nam til þess að fallast á brott- flutning sinna manna samtímis. En einhliða brottflutning geta Bandaríkin ekki fallizt á fyrr en stjórnarherinn í S.V. er þess megnugur að annast með öllu varr.ir landsins. Það hefir nýlega verið talað um brottflutning 15.000 Banda- rikjahermanna, og væri Norður- Nixon. Víetnömum géfið með því gott fordæmi. En krafa N.V. hefir til þessa verið og eins þjóðfrelsishreyf- ingarinnar í S.V., aö allt banda- ríska herliðið veröi flutt burt án samningsskuldbindinga a. m. k. Væntanlega verður margt Ijósara eftir ræðu Nixons, en í tillögum þeim í 10 liðum, er full trúi þjóðfrelsishreyfingarinnar Tran Buu Kiem lagði fram á 16. fundinum á Parísarráðstefn- unni fyrir viku er, auk þess sem gert er ráð fyrir brottflutningi alls liös Bandaríkjamanna frá S.V., tekið fram, að öll vanda- mál varðandi „vopnað lið í Víet- nam“ skuli leysast innbyrðis milli víetnamskra aðila og er þetta ekki skýrt frekara. í tillögunum er gert ráð fyrir bráðabirgðastjórn, sem leitast skuli viö að sameina alla lands- menn, hverjar sem stjórnmála- skoðanir þeirra voru eða eru eða fortíð þeirra, að þvf til- skildu, að þeir vilji vinna að friði, sjálfstæði og hlutleysi, en „frá því augnabliki sem friður er saminn, og þar til unnt er aö halda kosningar, má enginn reyna aö þvinga suður-víet- nömsku þjóðina á einn eða annan hátt til þess að fallast á sína stjórnmálastefnu." Lagt er til. að öllum föngum verði sleppt, og að hætt verði sagði, að ef Bandaríkjastjóm liti af raunsæi á málin væri hægt aö leysa Víetnam-deiluna á grundvelli tíuliða tillagnanna, og þar með öðlaðist hún aftur nokkuð af því áliti, sem hán hefði glataö. Fyrr sama daginn og tillögurn ar voru lagðar fram, hvatti aöal fulltrúi Bandaríkjanna á ráð- stefnunni enn til þess, að dreg iö yrði úr hernaöaraðgeröum, og harmaði að enn virtist mið aö við, að hernaðarlegur sigur ynnist. — Vér óskum friðar, sagöi hann. Mark okkar er ekki hern- aðarlegur sigur. Eins og kunnugt er af fréttum seinustu daga halda þjóöfrelsis hreyfingarmenn eða hin vopnaða Kiem. fylking hennar, Víetcong, áfram sprengju- og eldflaugaárásum á bandarískar hersíöðvar og bæi, og það svo, að um það hefir veriö rætt hvort sóknarlota Víetcong sé meö þeim hafin. sa

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.