Vísir - 14.05.1969, Blaðsíða 9
9
V 1 S I R . Miðvíkudagur 14. maí 1869.
biwih winwrtf—iuiwwbhi
Aflamet
og óviss
afkoma
Vetrarvertíð, sem gerði suma ríka og aðra fátæka
□ Það væri eitthvað meira en lítið bogið við þetta, ef afkom-
an væri ekki góð eftir svona vertíð, sagði aflakóngur Suð-
urnesja, Þórarinn Ólafsson, skipstjóri á Alberti frá Grind; 9
vík, þegar Vísir hringdi til hans í gær.
□ Hásetarnir hans eru komnir með hátt í 200 þúsund í hlut
eftir vertíðina. Margur hefur orðið að láta sér nægja minna.
VTertíðin í vetur er metvertíð
hvað aflamagn snertir í
mörgum verstöðvum. Og heild-
araflinn yfir landið er sennilega
með því allra mesta, sem borizt
hefur á land á vetrarvertíð til
þessa. Þó byrjaöi vertíðin hér
suðvestanlands ekki fyrr en rösk
um mánuði seinna en venjulega.
Bróðurparturinn af vertíðarafl
anum veiddist við vestanveröa
suðurströndina í marz og apríl.
Þangað sótti allur vertíðarflot-
inn frá suðvestanlandshöfnun-
um og stærri Vestfjaröa og
Breiðarfjarðarbátar voru meira
að segja komnir þangaö meö
net sín, þegar á leið.
Óvenjulegur afli togveiðibáta
fyrir Noröur- og Norðaustur-
landi hefur einnig gert stórt
strik í þessa vertíð. Þar hafa
Norðlendingar sótt sér björg í
bú norður undir fsröndina. Þessi
afli hefur komið i veg fyrir at-
vinnuleysi nyrðra og eystra og
er nú svo komiö að þar er víð-
ast hvar fólksekla fremur en at-
vinnuleysi.
Þrátt fyrir þennan mikla afla
eru margir útvegsmenn og sjó-
menn uggandi um sinn hlut.
’%7'ið spurðum Þórarin Ólafs-
’ son, hvað hann héldi að bát
ur þyrfti aö fiska til þess að bera
Báturinn bundinn í vertíðarlok.
■
y -Í..V >/ ■ . ' ',-y.
Það er komið lokahljóð í sjómenn. Sumir eru búnir að taka
upp netin og í gær var víða verið að þvo lestarfjalirnar uppi
á bryggjum.
sig á vertíð miðaö við eðlilega
netaeyðslu.
— Þeir eru ekki öfundsveröir á
stærri bátunum, sem hafa ekki
fiskaö yfir 600—700 tonn sagði
hann. Auðvitað fer þetta eftir
fleiru en netaeyöslunni. Olían
er orðin óskaplega dýr, til dæm
is. Þessir stærri bátar, sem stór
kostlegar erlendar skuldir hvíla
á, þurfa að fiska alveg óhemju
til þess aö bera sig.
Viö erum búnir að eiga þenn
an bát okkar í þrjú ár. Á þeim
t-íma er hann búinn að hækka
um 4 milljónir í verði. — Það
þanf talsvert til þess aö hafa
upp í svona nokkuöí
Viðhorfið er auövitaö allt ann
að á minni bátunum, sem eru
kannski skuldlitlir og ódýrari í
rekstri en þessir stærri.
Það hefur yfirleitt veriö góð-
ur fiskur, sem komið hefur á
land, sagði Þórarinn. Matið á
lifandi blóðguðum fiski hefur
verið betra en I fyrra, að
minnsta kosti hjá okkur. Hins
vegar viröist vera þegjandi sam
komulag um það hjá þeim í
fiskimatinu, aö refsa okkur fyrir
dauðblóðgaðan fisk.
rindavík er aflahæsta ver-
st iðin í vetur. Þar voru á
lokadag komin á land rúm 35
þúsund tonn, sem er 7 þúsund
lestum meira en í fyrra. — Þar
lönduðu að staðaldri 55 bátar,
en sum kvöldin komu þar að allt
upp í 75 skip, þegar hrotan var
sem mest.
í Vestmannaeyjum voru þann
11. maí komin á land rúm 30
þúsund tonn um þrem þúsund
lestum meira en í fyrra. Hæsti
báturinn, Sæbjörg var með ná-
lægt 1650 lestum þann 11. og
það er meiri afli en nokkurn
tíma hefur tengizt á einn bát á
vetrarvertíö.
f Sandgerði lönduðu að
staðaldri 40 bátar og heildarafl
inn var á lokadag orð:nn á 14.
þúsund lestir, þrem 'til fjórum
þúsund lestum meiri en í fyrra.
1 Keflavík yar heildaraflinn
oröinn svipaður og í fyrra um
lokadag, eða um 15 þúsund lest
ir og á Akranesi var heildarafl-
inn oröinn um þúsund lestum
meiri eða nálægt 9 þúsund lest-
ir en var rúm 8 þúsund við ver-
tíðarlok I fyrra.
Hér er aðeins um grófár á-
gizkanir að ræöa, vegna þess að
11. maí er nú oröið ekki skráður
lokadagur nema á almanakinu.
Hásetar eru víðast hvar skráðir
á vetrarvertíð fram til 15. maí
og þá verður vertíðaraflinn gerð
ur upp í flestum verstöðvum.
Þó að Reykjavíkurbátar hafi
landað miklu af afla sínum í ver
stöövunum suöur með sjó, í Þor-
lákshöfn og Grindavík var svip-
að aflamagn komiö á land í
Reykjavík á lokadag og á sama
tíma í fyrra, eða 7077 lestir.
Verst hafa Breiöafjaröar og
Vestfjarðabátar farið út úr þess-
ari vertíð, en þar barst miklu
minni afli á land en undanfam
ar vertíðir. Stærri bátarnir fóru
suður fyrir Reykjanes, þegar
ieið á vertíðina og lönduðu afla
sínum þar syðra, svo að atvinna
var minni en hún hefur verið í
mörg ár yfir vetrartímann þar
vestra.
Jjegar á heildina er litiö er
þessi vetrar vertíð samt ein-
hver hin gjöfulasta, sem menn
muna. um mánaðamót var heild
arafli bátaflotans orðinn 181,364
lestir, en var á sama tíma í
fyrra 156.079 lestir.
Auk þess komu á land 166.
449 lestir af loðnu í vetur og
er þaö bezta loðnuvertíðin til
þessa, sem kunnugt er.
Verðmæti bátaaflans þessa
þrjá mánuði er kominn yfir
einn miiljarð. Einhve^ ætti því
aö veröa ríkari eftir úthaldið.
— En þeir munu líka til, sem
þykjast fátækari, eftir þessa ver-
tíð, en þegar hún hófst.
1 USEðEIB
HHBtt
| □ Röng uppsetmng
umferðarljósa
Hver ber ábyrgðina á upp-
setningu umferöarljósa hér í
höfuðborginni? Af hverju eru
þau ekki sett upp í samræmi við
umferöarmerki. Tökum lítið
dæmi úr umferðinni, þar sem
umferðarljós eru notuð, gatna-
mót Miklubrautar og Löngu-
hlíðar. Ef ökumaður ekur
Miklubraut til austurs og ætlar
aö beygja norður Lönguhlíð, þá
ber honum skylda til aö færa
sig yfir á yztu akbraut. Fyrir
ofan hann hanga tvö samhliða
Ijósker. Á það Ijósker, sem
hægra megin er kemur grænt
Ijós, en ökumaðurinn má ekki
aka áfram. Hann verður aö bíða
eftir því, að grænt ljós komi á
ljóskerið vinstra megin. Þá
tekur hann beygjuna og ekur þá
yfir gatnamótin með bæði grænt
og rautt ljós yfir þaki bifreiðar
sinnar! Engar örvar eru í þess-
um umferðarljósum, því hug-
myndin virðist víst vera sú, aö
rugla ökumenn eitthvaö í rím-
inu. Er ekki oröið tímabært að
endurskoða þessi blessuðu um-
feröarljós okkar höfuöborgar-
búa. Hér á íslandi eru notuö
ensk umferðarljós og hafði
Englendingur yfirumsjón með
uppsetningu þeirra. Þaö var
farið eftir honum í einu og öllu,
en ekki reglugerðinni. Kynnið
ykkur reglugeröina um um-
ferðarmerki, 32. grein. Betra er
að hafa engar reglur heldur en
að brjóta þær.
„ökumaður, sem fer
eftir umferðarmerkjum".
. BíjS'
□ Endurskoðið efnis^
val ykkar.
Dagblöðin í Reykjavík eru
alltaf að skrifa um alla mögu-
lega hluti og taka myndir á
strætum og gatnamótum við
öll tækifæri.
Fyrir skömmu var ég stadd-
ur á hljómleikum, sem Tónlist-
arskólinn stóð að. Kom þar
fram nemendahljómsveitin á-
samt nokkrum einleiksnemend-
um. Meöal þeirra sem komu
fram var ung stúlka 19 ára sem
lék einleik á fiðlu, sem lið í
brottfararprófi og piltur, 19
ára lék einnig einleik á klari-
nett. Því skrifa blöðin ekki um
þetta og birta myndir?
Músík-unnandi af
yngri kynslóðinni.
P.S. Það er veriö að tala um
slæman smekk okkar únga
fólksins, en er það nokkuð
undarlegt? Við heyrum og sjá-
um vart annað en lélegt ,,pop“
f blöðum, sjónvarpi og útvarpi.
□ Góður þáttur
ITryggva Helgasonar
— Ég var svo lánsöm að geta
hlýtt á erindi Tryggva Helgason-
s ar í hljóðvarpinu fyrir skömmu.
1 Þaö er ekki.á hverjum degi, aó
slíkur maður, sem Tryggvi er,
tali í hljóðvarp. Erindi hans var
mjög fróðlegt og skemmtilegt.
Á mínu heimili, t. d., hefur fólk-
ið aldrei verið eins einhuga við
að hlýða\,og vil ég koma með þá
tillögu, að erindið verði endur-
tekið og veit ég með vissu að þar
mæli ég fyrir marga.
Tóta.
Hringið í
sísna 1-16-60
kB. 13-15