Vísir - 14.05.1969, Síða 13
V í SIR . Miðvikudagur 14. maí 1969.
Þráinn Bertelsson skrifar kvikmyndagagnrýni:
Að duga eða drepast
(Kill or Cure)
Stjómandi: George Poll-
ock.
Aðalhlutverk: Terry
Thomas, Eric Sykes, Lion
el Jeffries og Dennis
Price.
Ensk-amerísk, íslenzkur
texti, Hafnarbíó.
Aulabárðurinn
(The Sucker)
Stjómandi: Gerard Oury.
Aðalhlutverk: Bourvil, —
Louis de Funes
íslenzkur texti, Stjörnu-
bíó.
p óðar gamanmyndir eru
^ býsna sjaldgæfar, en aft-
ur á móti er tiitölulega mikið
framleitt af miðlungsmyndum,
sem tæplega koma áhorfendum
til að hlæja, í bezta falli fram-
kalla þær einhverja brosgrettu.
Þannig er myndin í Stjömu-
bíói, miölungsmynd sem hvorki
er sériega skemmtileg né sér-
lega leiðinleg.
Tveir frægir gamanleikarar
franskir bera myndina uppi,
Bourvil og Louis de Funes. —
Þann síöarnefnda munu menn
einkum kannast viö sem hinn
seinheppna lögregluforingja úr
„Fantómas-myndunum". Hann
er mun hæfileikameiri kómíker
en Bourvil, þótt hvorugur þeirra
komist með tærnar þar sem
helztu gamanleikarar Frakka
hafa hælana, en það em þeir
Tati og Pierre Etaix.
Söguþráðurinn er ekki þess
verður, að hann sé rakinn hér,
enda er hann á engan hátt ný-
stárlegur. Kvikmyndunin er
ekki sérstök, þótt frægur maöur
sjái um hana, og litimir eru
ijótir.
Leiöinlegur ókostur er það, að
myndin er sýnd hér með ensku
tali, sem hefur verið sett inn á
hana. Frummálið hefði átt að
nægja úr því að íslenzkur texti
fylgir myndinni.
■það er orðiö erfitt að skilja
hvers vegna svona gott
orð fer af brezkum gamanmynd
um, en þær koma hingað hver
af annarri og reynast síðan
flestar í lakara lagi.
Þessi mynd er ekki verri en
hver önnur, þótt hún sé í meira
lagi rýr í roðinu.
Afbragðs grínleikarar leika í
henni, en þeir viröast gera það
með hangandi hendi, enda er
efni myndarinnar ekki þannig
að þeir hafi úr miklu að moða.
Þegar eigendaskipti urðu að
Hafnarbíói var gefið í skyn, að
breytinga yrði að vænta í
myndavali — til hins betra. Nú
er nokkur tími liðinn síðan, og
bíóið orðið sæmilega pent að
innan, en myndirnar eru engu
betri en áður — nema síður sé.
Þó gefa plaköt í anddyrinu
til kynna, að von sé á fáeinum
athyglisverðum myndum, göml-
um og nýjum, og vonandi verð-
ur það fyrr en síðar, því að af
nógu á að vera að taka í
myndavali.
rtLAC5MERKI - VERDLAUNAGBIPIB
VERÐLAUNAPENINGAR
, MACNÚS E. baldvinsson
5 X:-’;nr'íllTt- laujívcsi 12 - Slml 2280«
fökum aö okkur hvers konar mokstur
og sprengivinnu i húsgrunnum og ræs-
um. Leigjum 'it loftpressur og víbra
ileða -- Vélaleiga Steindórs Sighvats
sonai Alfabrekku viö Suðurlands-
braut simi 30435
M&ulniíGofu
Unga fólkið og
atvinnulífið
Það er mikið talað um unga
menn og ungt fólk, og þá miklu
þörf sem sé á því að ungir menn
f'i að láta liós sitt skína á sem
flestum sviðum Fundir eru
haldnir og kröfur gerðar um að
ungir menn þurfi að komast til
meiri áhrifa sem víðast og i
sem mestar og beztar virðingar-
stöður, og þá muni færast fersk
ari blær um allt okkar athafna-
og ekki sízt „ménningarlíf“.
En hvernig „byggja" ungir
menn sig upp í dag, sem vilja
komast áfram og eiga sér ör-
ugga framtíð. Þeir hasla sér ekki
völl á sviði athafna og atvinnu-
lífs: Þeir gera það þá einungis ef
þeir geta tryggt sig i skjóli
stjórnmálaflokks síns eða því-
líks æðra valds.
Ungi maðurinn í dag hefur
vaðið fyrir neðan sig, og það
er ekki almenn löngun til að
leggja á sig erfiðleika og áhættu
vegna nýrra atvinnugreina. Ýms
ar eldri r ’ vinnucreinar dragast
saman vegna þess að ungir
menn fylla ekki í skörðin, um
leið og eldri menn falla frá. —
Unga manninum sem leitar út í
atvinnulífið í dag er ljóst, að
áhættan er víða og ekki er fýsi-
legt að tefla á tvær hættur. Þess
vegna Ieitar vel menntaður ung
ur maður ekki gjaman út í at-
vinnulífið og glímir við vanda-
mál og erfiðleika, heldur notar
aðstöðu sína vegna góðrar
menntunar til að fá fasta og
trygga stöðu, giarnan hjá hin-
um ýmsu umfangsmiklu stofn-
unum hins opinbera, svo dæmi
sé nefnt. Ungum mönnum þyk-
ir tryggara að húa þannig í hag
inn, þó laun séu fyrirsjáanlega
ekki gífurlega há því þeir
vita, að þó stundum gangi vel
á öðrum sviðum, er óöryggið
svo mikið á flestum öðrum svið-
um, að ekki telst heppilegt að
eiga framtfð og afkomu sína
undir slíku.
Unga fólkið metur þægindi og
trygga afkomu, en vill ekki þá
áhættu og erfiði, sem einkennt
hefur þó mest okkar atvinnulíf
um langan aldur. Þessi þróun
getur gengið of langt, því að
ekki má verða flótti frá þeim
atvinnuvegum, sem verða þó að
standa undir velmegun okkar
og öllum hinum „tryggu“ stofn
unum. Það þarf að vera hægt
frá sjónarhóli unga mannsins að
eygja ýmsa möguleika til bjartr
ar framtíðar í hringiðu atvinnu-
lífsins, því annars verður hrein-
lega um samdrátt að ræða. —
Atvinnuvegirnir verða að fá
stuðning, þegar á móti blæs, svo
að ekki Ieggist allt í rústir með
nokkru millibili. Hæfileg þró-
un er æskilegri en það að sífellt
þurfi að byggja unp frá grunni,
þegar allt er lagt í rústir.
Sú þróun eða stefna, að aldrei
megi verða afgangur neins stað-
ar verður að hætta. Skattpfning
má ekki verða úr hófi fram, því
þá verða fyrirtækin stöðugt að-
eins á framfæri lánastofnana,
illa úr garði gerð og í stöðugu
kapphlaupi við launaereiðslur á
gjalddaga. Það er jafnvel tómt
mál að tala um að auka þurfi
eigið fé fyrirtækjanna, þegar
engir fá tækifæri til að eign-
ast neitt og það telst neikvæð
fjárfesting að stofna til nýrra
fyrirtækja. Þetta þarf að breyt-
ast, og þá yrði kannski von til
að ungí fólk hasli sér í ríkara
mæli völl í atvinnulífinu með já-
kvæðum árangri.
Þrándur í Götu.
STRÖMBIRC HSKKASSAR
STRÖMBERG fiskkassarnir eru nú mest
notuðu fiskkassamir í Noregi og víðast
hvar annars staðar þar sem fiskveiðar
hafa þróazt til framleiðslu gæðavöru.
STRÖMBERG kassarnir eru nú þegar í
notkun hér á landi við góða reynslu.
VERÐ STRÖMBERG KASSANNA
ER FRÁ KR. 200 - 850
EFTIR STÆRÐ OG GERÐUM
; UMBOÐSMENN: ASÍUFÉLAGIÐ HF. - HAFNAKSTRÆTI II - REYKJÁVÍH - SBMAR 10620 10388 |