Vísir - 20.05.1969, Blaðsíða 8
8
V í S IR . Þriðjudagur 20. maí 1969.
VÍSIR
Qtgefandi: ReyKjaprent ti.t. \
Framkvæmdastjón Sveinn R. Eyjólfssoo /
t^tstjóri: Jönas Kristjánsson \
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson /
yréttastjóri: Jón Birgir Pétursson \
Ritstjómarfulltríii: Valdimar H. Jóhannesson íf
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 )1
Afgreiðsla: Aöaistræti 8. Sími 11660 ÍI
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) ))
Áskriftargjald kr. 145.00 A mánuði inr.anlands l1
I lausasölu kr. 10.00 eintakið )
prent.3miðja Vlsis — Edda h.f.__________________________ V
Hæ, fögnum!
]\ú er bjartara útlit hjá íslendingum en verið hefur !
um þriggja missera skeið, Með vorinu hefur smám )
saman verið að komast á ný jafnvægi í þjóðlífinu. )
Síðasta skrefið á þessari braut voru kjarasamning- \
arnir, sem voru undirritaðir í gær. Og það var tákn- (
rænt, að um leið komu fyrstu gróðrarskúrir vorsins og (
grasið varð grænt á einni nóttu í görðum Reykjavíkur. /
Þjóðin hefur beðið mikið tjón af hinum erfiðu við- )
ræðum, sem voru undanfari samninganna. Það staf- )
aði ekki fyrst og fremst af vinnustöðvununum, held- (l
ur af óvissunni, sem ríkti um framtíðina. Fram- /
kvæmdavilji var lítill og ekki var byrjað á nýjum hús- )
um og mannvirkjum. Allir héldu að sér höndum og )
biðu. \
í gær náðist svo loks samkomulag eftir langar og (
strangar viðræður. Og eftir allt, sem á undan var (í
gengið, náðu aðilarnir sjálfir samkomulagi, svo að /
ekki þurfti nein lagaboð að ofan til að knýja fram )
langþráðan vinnufrið. Að vísu á ríkisstjórnin mikinn )
þátt í lausninni, þar sem hún hefur heitið að brúa \
bilið, sem verður frá því að lífeyrissjóðir verkalýðs- (
félaganna verða stofnaðir og þangað til þeir geta farið íí
að greiða lífeyri. Þetta innlegg ríkisstjórnarinnar réði /
úrslitum. )
En það er margt fleira en samningarnir, sem veldur )
bjartsýni um þessar mundir. Einstaklega góðri vetr- \
arvertíð er lokið. Mokafli var bæði suðvestanlands (
og fyrir Norðurlandi. Og aflinn hefur farið í verðmæt- f
ari vinnslu en áður, svo að heildarverðmæti hans er /
meira en aflinn segir til um. Þessi góða vertíð átti þátt )
í að leysa vinnudeiluna, af því að hún olli aukinni \
bjartsýni vinnuveitenda við sjávarsíðuna. \
Aukning sparifjár í bönkum og öðrum lánastofn- {!
unum fyrstu fjóra mánuði þessa árs er miklu meiri )
en á sama tíma í fyrra. Það er hraustleikamerki og \
vafalaust mest að þakka hinni góðu vertíð. Þá hefur (
viðskiptajöfnuðurinn gagnvart útlöndum verið miklu (
hagstæðari þessa fjóra mánuði en hann hefur verið /
nokkur undanfarin misseri. Sú hagstæða þróun bend- /
ir til þess, að þjóðin sé nú aftur á uppleið úr tveggja )
ára öldudal. Hinn bætti viðskiptajöfnuður er fyrst og \
fremst að þakka gengislækkuninni og hliðarráðstöf- (
ununum, sem henni fylgdu. (
Þannig má rekja endurreisn efnahagslífsins aftur /
að gengislækkuninni í nóvember í vetur. Þá var lagð- )
ur grundvöllurinn að nýju jafnvægi í þjóðarbúskapn- J
um. Síðan hlutuðust ríkisstjórn og Alþingi til um, að \
vertíðin færi í gang með eðlilegum hætti, með því að (
setja lög um kjör sjómanna. Vertíðin lánaðist síðan (
vel og stuðlaði að því að samkomulag náðist á vinnu- /
markaðinum. )
Allir hafa ástæðu til að fagna samkomulaginu. Öll )
bjóðin horfir nú fram til betri tíma, meiri bjartsýni \
og aukins framtaks. Þjóðin finnur, að hún er á leið \
úr öldudalnum, og hún hefur öðlazt trú á mátt sinn í
til að sigrast á erfiðleikum sínum. /
Aðgerð á dekki. Þetta verður hlutskipti margra sjómanna í sumar, þar sem nær helmingur
vertíðarbátanna fer á togveiðar.
FJÖLBREYTNI í SUMAR
— V'iða leitað fanga eftir verkefnum fyrir vertiðarbátana
■ Nú eru þeir fjögur hundruð bátar, sem stunduðu veiðar á
vetrarvertíðinni, flestir búnir aö taka veiðarfæri sín úr
sjó og sumir búnir aö scðla yfir á annan veiðiskap.
■ Fáeinir bátar hafa haldið sig við línu í allan vetur og halda
þeim veiðum áfram fram á sumarið. Hins vegar má búast
við að um það bil helmingur bátaflotans fari á togveiöar,
þar sem búið er að opna grunnmiðin fyrir togbátana.
JJins vegar hefur fjölbreytni
sumarfiskveiðanna sjaldan
verið eins mikil og einmitt núna.
— Það er ekki lengur einblínt á
síldina. Stærri bátarnir fara í
togveiðitúra eins og togaramir.
Þeir minni veröa á dragnót, eða
humarveiðum. — Svo hvggja
nokkrir á þorskveiðar við Græn-
land.
— Það lítur ekki vel út með
Grænlandsveiöamar, sagði Guð-
mundur Ingimarsson, sem er
formaður nefndar þeirrar er skip
uð var af Alþingi nú í vor. —
Hlutverk þessarar nefndar er að
gera könnun á því hvað fyrirhug
að er að senda mörg fiskiskip
og til hvaða veiða við Græn-
land í vor og sumar, jafnframt
er ráðgert að athugun fari fram
á þvi, hvað nauðsynlegt er að
gera til þess að greiða fjárhags-
lega fyrir þessari útgerð, veita
henni aðstoð með læknisþjón-
ustu, viðgerðaþjónustu, birgöa-
flutningum og upplýsingum um
veður. — Auk Guðmundar eiga
sæti í nefndinni Sigurður Péturs-
son útgerðarmaður og Sigfús
Bjarnason framkvæmdastjóri
Sjómannafélagsins.
— Fyrsta verkefni nefndar-
innar sagði Guömundur að yrði
að kanna, hversu margir bát-
ar veröa gerðir út til veiða við
Grænland á sumri komanda.
Sagði hann að þegar væri vitað
um eina átta eða tíu Vestfjarða-
báta, sem væru að búast til
veiða, eða væru þegar tilbúnir.
Einn bátur, Þrymur frá Patr-
eksfirði hefur þegar verið á miö
unum þar vestra, en útlitiö er
ekki gott, sem fyrr segir, þar
sem ekki er hægt að komast að
miðunum fyrir ís. Bátarnir, sem
hugðu á Grænlandsveiðarnar eru
nú ýmist á útilegu með línu í
Víkurálnum ellegar í Húnaflóa,
en þar hefur fengizt mjög góð
veiði síöustu daga, allt upp í 12
—14 lestir í lögn og munu fleiri
bátar vera á leið þangaö.
Guðmundur sagöi, að Veður-
stofan væri nú byrjuö aö út-
varpa veðurspá fyrir svokölluð
Jónsmiö og er það i fyrsta skipti
sem það er gert. Þessi spá á aö
koma þeim bátum, sem hyggja
á Grænlandsveiöamar að góðu
haldi. — Hingað til hefur veður-
spá fyrir þetta svæði einungis
verið send togumm með morsi,
en nú veröur henni útvarpaö
tvisvar á sólarhring.
JPn Vestfirðingar velta fleiru
fyrir sér en Grænlandsveið-
um. í vor hafa einir 44 bátar
stundað rækjuveiðar frá Vest-
Humarvinnsla hefur verið eitt helzta verkefni frystihúsanna
hér suðvestanlands undanfarin sumur. Þar bafa unglingar
eins og þessir ungu menn hér á myndinni fengið talsverða
vinnu. Nú má hins vegar búast við óslitinni fiskvinnslu í
frystihúsunum í allt sumar, þar sem flestir vertíðarbátarnir
verða við veiðar á heimamiðum og fáir munu sækja í síldina
austur í haf.