Vísir - 20.05.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 20.05.1969, Blaðsíða 16
ISIR V INNRÉTTINGAR SÍDUMÚLA 14 - SIMI 35646 Gerir alla ánægða Þriðjudagur 20. maí 1969. //{IM./Vf. BOLHOLTI 6 SlMI 82145 * * * 7 Ferðalög unglingo í sumar skipulögð ■ Ekki virðist svo, að ungling- um eigi að leiðast í atvinnu- leysinu í sumar, bví að nú hafa ferðaklúbbar Æskulýðsráðs gert áætlun um mörg og fjölbreyti leg ferðalög fyrir 15 ára og eldri. Ráðgerðar eru feröir að minnsta kosti mánaðarlega yfir sumarmán- uðina, og verður sú fyrsta væntan- iega nú um hvítasunnuna, en þá verður farið um Snæfellsnes og Bréiðafjarðareyjar og mun sú ferð taka á þriðja dag. Einnig eru ráð- gerðar ferðir í Landmannalaugar, Þórsmörk, svo og „út í bláinn“, eins og Haraldur Harwey komst að 10. síða. 49 læknastúdentar úr leik — Eftir eru 55 stúdentar, sem t>reyta efnafræðiprófið ■ Fjölmennur fundur læknanema á 1. ári, sem haldinn var í gærkvöldi í Norræna húsinu, krefst þess, að fallizt verði op- inberlega á „réttmætar kröfur hans fyrir efna- fræðiprófið á föstudag- inn n.k., að öðrum kosti verði gripið til róttækra ráða.“ Þetta eru lokaorð í samþykkt sem blaðinu barst frá læknanem um í morgún og verður send menntamálaráðherra, háskóla- rektor og forseta læknadeildar. Eins og komið hefur fram i fréttum Vísis áður gangast læknanemar á 1. ári nú undir próf samkvæmt nýrri reglugerð. Er ööru skriflegu prófanna, þvi í almennri líffærafræði, lokið og úrslit þess kunn. Af þeim 104, sem gengust undir það próf féllu 49 og eru þeir þegar dæmd ir úr leik og geta ekki gengið undir efnafræðiprófiö á föstudag inn samkvæmt hinni nýju reglu- gerð, sem krefst þess, að lækna nemar standist bæði skriflegu prófin. Álíka margir, eða um helmingur læknanema þeirra, sem nú gangast í fyrsta sinn undir prófin og þeirra, sem áður hafa reynt við þau féllu í þessu fyrra skriflega prófi. í samþykkt læknanema stend ur ennfremur: „Fundurinn mótmælir harð- lega þeirri fruntalegu meðferð sem læknastúdentar á 1. ári sæta, og þeim óhæfu aðferðum sem viðhafðar eru, til að tak- marka fjölda nemenda í lækna- deild. Fundurinn krefst þess, að ó- merk verði gerö reglugerðar- breyting frá síðastliðnu hausti, þess eðlis, að stúdentar verði við upphafspróf að standast próf í öllum prófgreinum samtímis og auk þess að hljóta hærri meðal- einkunn en tíðkazt hefur. Fundurinn krefst þess einnig, að ekki verði sett nein sér inn- tökuskilyrði fyrir læknadeildina. Fundurinn ályktar, að eðlilegt sé, að upphafspróf fari eins og önnur próf, einnig fram á öðrum tímum en í lok vormisseris." Á fundinum kom það ennfrem ur fram, að læknanemar hafi nú orðið að þola 3ja vikna tvísýna bið, eftir úrslitum úr prófinu i almennri líffærafræði. Þessi bið hafi staðið stúdentum mjög fyrir þrifum í lestri undir efnafræði- prófið n.k. föstudag, enda hafi úrslit fyrra skriflega prófsins í flestum tilfelium verið algerlega ófyrirsjáanleg. Ástæðan sé reglu gerðarbreyting, sem hafi það í för með sér, að falli stúdent á einu prófanna, eru önnur, sem hann kann að ná, honum ónýt. Menn hafi reynt að einbeita sér að efnafræðilestri upp á algera von og óvon, og hafi þetta farið mjög illa meö fjölda stúdenta, jafnt frá sálarlegu sjónarmiöi sem fjárhagslegu. Hópuf sá, sem innritazt hafi í deildina, hafi undanfarið stækk- að ár hvert, en ekki hafi verið hirt um að auka og bæta kennsluaðstöðuna við deildina. Þetta hirðuleysi bitni nú á stúd- entum þeim, sem innrituðust í læknadeild á s.l. hausti og þeim, sem hafa áhuga á að innritast á komandi árum á þann hátt að teknar hafa verið upp strangari prófkröfur en áður og að deildin hyggst setja sér inntökuskilyrði 7,25 úr stærðfræðideild mennta- skóla og 8.00 úr máladeild og öðrum skólum, nýstúdentum að óvörum. Heyrzt hafi að fleiri deildir muni fylgja á eftir og tak marka aðgang. 180 tiifelli staðbundins krabbameins í leghálsi Okeypis akstursþjúlfun í tilefni bess aö um það bil eitt ár er liðið frá gildistöku hægri- umferðar hér á landi hafa Umferðarnefnd Reykjavíkur og lög- reglan ákveðið að gefa ökumönnum kost á akstursþjálfun undir ieiðsögn lögregluþjóna eða ökukennara, og er þessi kennsla framkvæmd í samvinnu við Ökukennarafélag íslands. 1 gær var fyrsti dagur þessarar fræðslu og urðu margir til að notfæra sér þetta tækifæri til að Iiðka sig umferðarreglunum. Ýmist komu menn á eigin bílum eða fengu að sitja í hjá lög- reglumönnum eða ökukennurum og njóta þannig tilsagnar. í þau 4 ár, sem leitarstöð Krabbameinsfélags íslands hefur starfað, hafa fundizt Tíundi hver heffur nú séð Fiðlarann • Meira en tíunda hvert manns- barn í landinu er nú búið aö sjá „Fiölarann á þakinu“ en á morg un veröur 40. sýning Þjóðleikhúss- ins á þessum vinsæla söngleik. # „Fiðlarinn" er nú eina leikritið, sem sýnt er á sviði Þjóðleikhúss ins og er uppselt á hverja einustu sýningu. Leikurinn verður sýndur fram í miöjan næsta mánuð og verður ekki tekinn upp aftur í haust þar sem þá þyrfti að ráða enn nýja dansara og jafnvel æfa inn í nokkur hlutverk. fískgengd i Húnafíóa - Grænlandsfararnir snúa þangað til veiða Línuveiðararnir, sem ætluðu til Grænlands, halda þangað til veiða ALLMÖRG skip eru nú komin ul línuveiða á Húnaflóa, en þar varð nú á dögunum vart við mik !nn fisk. Bátarnir, sem búnir voru til Grænlandsveiða eru margir komnir þangað í Húna- c,óann með Iínu sína. — Vest- f’arðabátar komust fyrlr Ilorn rnína fyrlr helgina, hins vegar kemst ekkert skip að línuveiðun- um við Grænland fyrir ís. Þrymur frá Patreksfirði er ný- kominn frá Grænlandi þar sem hann varð frá að hverfa vegna íss- ins. Afli bátanna á Húnaflóanum er sagður þetta 12—14 lestir í lögn, sem er óvenju gott. — Togbátar ’hafa ennfremur aflað mjög vel við norðurströndina, norður undir ís- röndinni að undanförnu og hefst naumast undan að vinna aflann á Hvammstanga og Skagaströnd. Mik ill afli barst einnig á land á Sauð- árkróki. Einn af Dalvíkurbátunum, kom til Bolungavíkur nú í fyrradag með 130 lestir, sem fengust á aðeins fjórum dögum úti fyrir norðan- verðum Vestfjörðum. Virðist vera um mikla fiskgengd að ræða þarna norður frá meöfram allri ísrönd- inni. 180 konur með staðbundið krabbamein í leghálsi og 61 með ífarandi krabba- mein í innri getnaðarfær- um. Langflest tilfellin hafa fundizt á byrjunarstigi og batahorfur því góðar. Þetta kemur m. a. fra-m í skýrslu frá aðalfundi Krabbameinsfélags Is- lands. Ennfremur að á fyrrgreindu tímabili hafi 56% íslenzkra kvenna a aldrinum 25—60-ára verið skoð- aðar í fyrsta skipti. Þá segir frá stofnun nýrra krabba- meinsfélaga úti á landi, er hafi það öll á stefnuskrá sinni m. a., að stofna leitarstöðvar úti á lands- byggðinni til fjöldarannsókna vegna leghálskrabbameins og hafi þegar verið skipulagöur undirbúningur a3 þessu. Krabbameinsfélag Islands, stofnað 1966, hafi starfrækt leitar- stöð sína síðan og gefizt vel. Þá var skýrt frá því að cobalt- tækin margumræddu kæmu til landsins f sumar og vrðu tekin i notkun í haust væntanlega. 1 Engin kraftaverk gerast við þvottinn — segir i rannsókn á þvottaefnum, sem birtist i Neytendablaðinu „Hæ og hó, nýtt kraftaverk við þvottinn.“ Þannig er yfir- skrift einnar greinarinnar í Neytendablaðinu, sem nú birt ist í nýjum búningi. Er þetta önnur grein af tveim sem fjalla um íslepzka vörumark aðinn og byggjast á rannsókn- um á honum, eða um tvö efni þvottaefni og rakvélablöð. I grein:nnj um þvottaefnin er gerður samanburður á lífrænu þvottaefnunum og hinum og verður samanburðurinn hinum fyrri ekki í vil. Greinin byggist á niðurstöðum könnunar sem gerö var af bandarísku neyt- endasamtökunum. Þá er verð- listj yfir ýmis þau þvottaefni, sem nú eru á íslenzka markaðin um. Blaöiö er að öðru leyti fjöl- breytt að efnisvali. Meðal annars er fiallað um ,,au pair“ vinnu og fleira. 1 formálsorðum segir m.a. að blaðið eigi að koma reglulega út fjórum sinnum á ári og að reikningar samtakanna verði birtir blaðinu eftir næsta aðal- fund þeirra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.