Vísir - 20.05.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 20.05.1969, Blaðsíða 4
■R!'^•i'wnnmwiunmiJk ,w«w' ■aro^BjBSiaw!1" ístenzkur sjómaður nær í eiginkonu með fiöskuskeyti Brezka blaðið „News of the World“ hefur efnt til samkeppni meðal lesenda sinna um ástarsög ur. Þessar sögur eiga að vera sannar, og fjalla um eigin reynslu höfundanna af ástinni. I þessari keppni mun hafa verið skýrt frá fjölmörgum furðulegum atvikum, en einna furðulegust er sagan af íslenzka sjómanninum, sern var svo einmana, að hann skrifaði ástarbréf og setti það í flösku, sem hann fleygöi síðan útbyrðis, Flöskuskeytinu skolaði svo upp að Englandsströndum, þar sem einhver yngismær fann það ög komst við af raunum sjómanns- ins norður í höfum. Þetta varð tilefni frekari kynna, og segir blaðið að höfundur bréfsins í flöskunni, og stúlkan, sem fann það, séu trúlofuð og muni ganga í heilagt hjónaband á næstunni. Frá þessu segir sem sagt í blað- inu, og við seljum það ekki dýr- ara en við keyptum það. Handa stórreykingamönnum Þau hafa gifzt 17 sinnum Það mundi taka stórreykinga-<»>- mann um það bil 3 ár að reykja i þessa risapípu, sem tekur 23,5 kg | af tóbaki í einu. Pípusmiðurinn, Otto Pollner, I fullyrðir að þessi pípa sé af fyrsta ] gæðaflokki. Hann er pípukaup- j maður að atvinnu, og býður gjarna kúnnum sínum að fá sér reyk úr pipunni, en við munn- stykkið er fest gúmmíslanga, sem menn geta sogið, ef þeir treysta sér ekki til aö spígsporá með fer- líkið í munninum. Bandarísk hjónakorn hafa veriö gefin saman í hjónaband alls tutt- u0u og sjö sinnum. Þau hafa það að takmarki að láta gefa sig sam an í öllum hinum fimmtíu fylkj- um Bandaríkjanna. Hjónin eru Jim og Mary Grady frá Spring- field í Illinois. Þau segjast gera þetta til að leggja áherzlu á, að þau séu mjög mótfallin hjónaskilnuöum. Ennfremur.ódýr EVLAN feppT. Spaiíð tíma og fyrlrihðfn; og verziiS 6 einum sfaS. SUÐURLANDSBRAUT10. REYKJAViK PBOX1311 BRÚÐARKJÓLL ÚR PAPPÍR Hollywood-stjörnurnar, sem gifta sig tíu—tuttugu sinnum á ævinni, geta nú andað léttara, því fram er komin nýjung í brúðar- kjólagerð, sem gerir þá ágætu flík mun ódýrari en verið hefur til þessa. Brúðarkjólar úr pappír eru ein helzta nýjungin í tízkuheiminum, og þeir hafa fleira til síns ágætis en lágt verð, því að hinar marg- giftu stjörnur eignast þar með eiginhandaráritun eiginmanna sinna til minja, því að pappírinn í kjólnum er líka prýðilegur til að skrifa á. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••> Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 21. maí. Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Leggðu sem mesta rækt viö hversdagsstörfin, og minnstu þess að margt smátt gerir eitt stórt. Allt bendir til að þú getir litið ánægður yfir dagsverkið að því loknu. Nautið, 21. apríl—21. maí. Þú getur komið miklu í verk í dag, en það kostar þig að vísu nokkurt átak. Ef þú leitast við að skipuleggja starfið nógu snemma, þarftu minna fyrir því aö hafa. Tvíburamir, 22. maí—21. júni. Þaö getur reynzt dálítið erfitt fyrir þig að ná þeim afkasta- hraða, sem með þarf í dag. •Láttu það ekki hafa þau áhrif á þig, að þú vandir ekki störf þín eins og þú mundir ella gera. Krabbinn, 22. júní—23. júli. Það er ekki ólíklegt, að þú þurf ir að koma fram í dálítið óvenju legu hlutverki í dag — og stand ir þig þar betur, en þú þorðir að vona. Þetta getur haft tals verða þýðingu fyrir þig. Ljónið, 24. júlí—23. ágúst. Þú virðist eiga góðu gengi að fagna í dag. Taktu það samt með í reikninginn að gengi er oft valt, en ef þú tekur þessu rétt og rólega, getur orðið nokk urt framhald á þessu. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Dagurinn er ekki sem bezt til viðskipta eða verzlunar fallinn, en hins vegar góður varðandi ýmis þau mál, sem snerta til- finningarnar. Gagnstæða kynið kemur mjög við sögu. Vogin, 24. sept.—23. okt. Gamlar væringar, sem þú hélzt eflaust löngu gleymdar, geta minnt á sig i dag, sennilega þó fremur á broslegan hátt en ó- þægilegan. Allgóð aðstaöa i pen ingamálum. Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Það lítur út fyrir að þú þurfir að taka framkomu þína í ein- hverju máli til gagngerrar at- hugunar. Gerðu þér grein fyr- ir þvi, að enginn minnkar við það að stíga fyrsta skref til sátta. Bogmaöurinn, 23. nóv.—21. des. Gefðu gaum að leiðbeiningum, athugaöu hvað þar kemur að einhverju leyti heim við skoðan ir þínar, og hagnýttu þér það. Þetta á einkum við hvað snertir fjármál og atvinnu. Steingeitin 22. des.—20. jan. Það er ekki að vita nema þú fáir einhverjar góðar hugmyndir £ dag. Þú ættir aö minnsta kosti ekki að varpa þeim fyrir róða, einhver þeirra getur við athug un reynzt nokkurs virði. Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. Þú lendir i eins konar einvígi við aðila, sem ætlar sér að kom ast fyrir sama hlut og þú, helzt um stöðu eða aðstöðu sé að keppa, og máttu hafa þig allan við. Fiskarnir, 20. febr.—20. marz. Þú kynnist að öllum líkindum einhverjum í dag, sem á eftir að hafa talsverð áhrif á gang ým- issa mála, sem ssierta þig sér- staklega. Gerðu þér ekki of dátt viö hann fyrst i stað. • *••••••••••••€>••••••••• ••••••••• • •« ••••••••• •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.