Vísir - 20.05.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 20.05.1969, Blaðsíða 13
V Í SI R . Þriðjudagur 20. maí 1969. 13 KJALLARASIÐAN Þeir, sem- einir geta stjórnað ríki? ■ Aldrei hvarflaði að Fram- sóknarmönnum að kenna stjórnarstefnunni um það, hversu Islendingar voru óvið- búnir kreppunni, sem hófst hér á landi 1930 og stóð með vissum hætti aiít fram í seinni heimsstyrjöid. Framsóknarmenn höföu setið einir í rikisstjórn frá 1927 og var tímabilið fram að kreppunni eitt mesta góðæristímabil, sem landsmenn mundu frá aldamót- um. Framkvæmdir jukust veru- lega, eftirspurn eftir lánsfé varð meiri en góðu hófi gegndi, skatt- ar hækkuðu og erlendar skuldir höfðu margfaldazt um það levti, sem kreppan hófst. Landsmenn voru þrátt fyrir góðærið gjör- samlega ófærir um að mæta þeim áföllum, sem nú tóku að dynja á þeim vegna verðfalls á erlendum mörkuðum og sölu- tregðu. Skuldir bænda og út- vegsmanna voru svo miklar að beir fengu með engu móti risið undir þeim, þegar verðfalliö tók að segja til sín. Ástandið fór hraðversnandi á fyrstu tveimur árum kreppunnar og var síðar gripið til skuldaskila, sem í flest um tilfellum voru alls ekki full- nægjandi. Til meiriháttar stjórn- arráðstafana var ekki gripiö fyrr en u. þ. b. einu og hálfu ári eftir að kreppan skall á. Tvennir tímar? Eitthvað svipað þessu gerðist nú rúmlega 35 árum seinna. Þó má fullyrða að landsmenn hafi verið færari um að mæta sfðara verðfallinu en hinu fyrra. í útvarpsumræðunum á dög- unum lögðu stjórnarandstæðing- ar sig alla fram við aö gera stjórnarstefnuna tortryggilega sem aðalorsök efnahagsvand- ræða okkar. Verðfall og afla- brestur var, eftir orðum þeirra að dæma, nánast algjört aukat- riði. Hvað mundu Framsóknar- menn segja, ef stjórnarstefnunni væri kennt um allt, sem aflaga fór á fjórða áratugi aldarinnar, og ekkert tillit tekið til óviðráð- anlegra aðstæðna? í sögu Fram- sóknarflokksins, sem Þórarinn Þórarinsson ritstjóri tók saman, og nær yfir tímabilið frá 1916 —1937, segir höfundur um góö- ærisárin 1927—1930: „Næstu fjögur árin urðu hér meiri al- hliða framfarir en nokkru sinni fyrr eða síðar.“ Hann vill ekki þakka þetta góðærinu eingöngu og segir: „Framfarasóknin hefði samt ekki orðið eins mikil og raun varð á, ef ekki hefði notið við hinnar framsæknustu stjórn- arforustu." Fáeinum blaðsíðum síðar er skýrt frá lausn togara- verkfallsins 1929. „Náðist sam- komulag í togaradeilunni að lok- um heima hjá Tryggva að nætur- lagi. Sjómenn fengu verulega kjarabót, en útgerðarmenn íviln- un í sköttum". Ekki voru mögu- leikar sjávarútvegsins tii að veita kjarabætur orðnir meiri en þetta. í bók sinni um Fram- sóknarflokkinn gengur Þórarinn Þórarinsson eðlilega út frá því sem gefnu að verðfallið en ekki stjórnarstefnan hafi verið aðal- orsök efnahagsörðugleikanna. Þórarinn Þórarinsson og flokks- bræður hans hafa hins vegar allt aðra skoöun á hliðstæðu máli núna. Oftrú Þetta má auövitað afsaka og segja: „Þetta er aðeins pólitísk- ur áróður. En sú skýring er eng- an veginn fullnægjandi. Það er mikið til í því, sem Bjarni Bene- SS « 33 4 35 HURÐIR - INNRETTINGAR Innihurðir: Eldhúsinnréttingar — Sólbekki. Smíðum einnig: Klæða- skápa Viðarþiljur Leitið tilboða — Góðir greiðsluskilmálar HURDIR OG KLÆÐNINGAR Dugguvogi 23 - Simi 34120 diktsson forsætisráðherra segir, þegar hann sakar Framsókn.ir- menn um að tala í þeirri trú að þeir séu einir færir um að stjörna landinu. Þeir fullyrða og ganga lengra en allir aðrir í þeim efnum, að ekki hefði þurft að koma til hinna miklu efnahags- örðugleika nú, aðeins ef stjórn- in hefði verið skipuð ráðvandari og skynsamari mönnum, og vit- urlegri ráðstöfun fjármuna hefði átt sér stað. Nú þvkist ég vita, að Framsóknarmenn vilji ekki setja sama stimpil á ráðherra sína frá fyrri kreppuárunum, Tryggva Þórhallsson, Jónas Jónsson og þá tvo menn, sem gegndu fjármálaráðherraemb- ætti fyrir kreppuna Einar Árna- son og Magnús Kristjánsson. Og enginn sakar Ásgeir Ásgeirsson, sem siðar fór með fjármálin, um það að innflutningshöiftin, sem hann beitti sér fyrir 1931, komu ekki fyrr en raun varö á, og voru fyrstu meiri háttar gagn- ráðstafanirnar í kreppunni. Það sem tafði fyrir róttækum ráð- stöfunum, ekki síður en trú manna á því að um bráðabirgða- ástand væri að ræöa, var þjark- ið í byrjun kreppunnar um kjör- dæmaskipunina. Framsóknar- menn höfðu hlutfallslega miklu fleiri þingmenn en aðrir flokkar miðað við kjósendatölu. Þeir héldu stjórn landsins í sínum höndum í krafti úreltrar kjör- dæmaskipunar. Eins og á stóð virðist beinast liggja við að ætla, að það hafi, aðeins. verið végna þess að þeir trúðu því raunveru- lega að þeir einir væru hæfir til aö stjórna landinu, að þeir gerðu allt sem í mannlegu valdi stóð til þess að hindra breyt- ingar á kjördæmaskipuninni, m. a. meö þingrofi og nýjum kosn- ingum meðan kreppan stóð sem hæst. Þetta hugarfar virðist lítið hafa breytzt úr því að þeir standa í þeirri meiningu að unnt hefði verið að forðast núverandi efnahagsörðugleika, aðeins ef þeirra stefna í efnahagsmálum hefði fengið að ráöa. fökum aö okkur hvers konar mokstur jg sprengivinnu ( húsgrunnum o'g ræs- um. Leigjum 'it loftpressur og víbra- ^leða. — Vélaleiga Steindórs Sighvats- sonai Álfabrekku við Suðurlands- Praut. slmi 30435. Jfyí&ub&iGöúz Deilt og þrasað Það er deilt um allt milli him- ins og jaröar, og ber það óneit- anlega vott um nokkra grósku flmönnum, og sýnir að íslending ar eru ekki dauðir úr öllum æð- um. Að visu e^u jdeilurnar um kaup óg k|ör farnar að æra ó- stöðugan og vildu flestir, að rík isvaldið helði gripið inn í málið fyrir löngu. Æ fleiri eru að kom ast á há skoðun, að til bess hafi þeir kosið yfir sig stjórnarherra, að þcir taki í taumana og stjórni röggsamlega þegar með þarf. Forysta verklýðsstétta og einnig forysta i samtökum vinnureitenda Kefur sýnt, aö hún veldur ekki erfiðri aðstöðu á erfiðum tímum. þess vegna ætti ríkisvaldið að hafa þegar gripiö inn í deilumálin til að vinnufriður héldist. En bað er deilt á fleiri svið- um. Popp-messur eru vinsælt deiluefni, jafnvel meðal þeirra sem aldrei fara í kirkjur, nema til að vera við jarðarfarir. Prest arnir virðast ekki lengur ná til eyrna fólksins, svo að örvænt- ingarfullar tilraunir eru gerðar án þess að sýnilegt sé, að prest- arnir mjókki bað bil sem mynd- azt hefur á milli fólksins og starfs þeirra. Og svo eru það næturklúbb- arnir, en um bá hefur staðið nokkur styrr, sem vonlegt er. Líkur eru samt fyrir því að þeirri deilu sé að ljúk . þar eð ekki sé allt með felldu að því er varðar þessa klúbbstarfsemi. IVIunu klúbbarnir vart rísa upp að_ nýju t-svinaðri mynd, enda stofnaðir eingöngu til að fara á b'ak við gildáiidi lög um veitinga húsarekstur. Hins vegar eru mjög margir hlynntir því, að settir verði á stofn næturklúbb- ar, en þaö má alls ekki gera þannig, að þeir hlíti ekki á- kveðnum rekstrarlögmálum, og þeir mega ekki verða óþverra- búlur, þar sem drykkjusjúkir eiga athvarf í niðurlægingu sinni. Og ekki rná gleyma bjórnum þegar rætt er um vinsælustu deilumálin, því fátt hefur þótt meira gaman en jagast um björ- inn. Talið er að Pétur og bjór- inn séu að vinna á, en hins veg- ar er fólk mjög áhyggjufullt vegna bessa máls, því fæstir gera sér grein fyrir, hvort drykkjuástand þeirra sem veikir eru fyrir muni versna eða að- eins breytast. Sumir halda fram að slæmt ástand muni batna, en þetta verður fólk varla á- sátt um, fyrr en á reynir. Meðal kvenþjóðarinnar aðal- Iega og unga fólksins var mikið déilt um nýafstaðna fegurðar- samkeppni, en auðvitað er fjar- stæða að vera sammála um feg- uröina frekar en annað, Enda mundi það skapa slæmt ástand, ef allir væru í þeim efnum á sama máli. Aðrir létu sér fátt um finnast og sögðu að allar stúlkurnar hefðu bara verið hin ar snotrpstu, bæði laglegar og vel vaxnar. En það er fleira vel vaxið á islandi en uneu stúlkurnar, því komið hefur í ljós, að íslenzka sauðkindin er framúrskarandi vel vaxin og hárrétt byggð. Það er ekki íslenzkur sérfræðingur, sem heldur þessu fram, heldur hafðl eitt blaðið þetta eftir sænskum sérfræðingi, svo þetta hlýtur að vera næstum því satt. Deiluefnin eru sem sagt mörg og margslungin, og sýna þrátt fyrir allt talsverðan lffsvott. Hitt yrði vafalaust miklu í- skyggilegra, ef þjóðin doðnaði svo að hún nennti elcki að rífast. Þrándur í Götu. Gardinia gluggatjaldabraufir fást einfaldar og tvöfaldrr. Með eða án kappa. Vegg- eða loftfestingar. GARDINIA-umboðið sími 20745. Skipholti 17 A, III. hæð STAL- HÚSGÖGN Viðgerðir og bólstrun, áklæði í litaúrvali. Mjög hagstætt verð. Sækjum — sendum yður að kostnaðar- lausu. SÍMI: 92-2412.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.