Vísir - 20.05.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 20.05.1969, Blaðsíða 9
í SIR . Þriðjudagur 20. maí 1969. 9 i fjarðahöfnum og eru það fleiri skip en í fyrra. Veiðin virðist ætla aö verða svipuö. Einn bátur hefur stundað skel fiskveiðar í Jökulfjörðum og er það tilraun sem Einar Guðfinns- son, útgerðarmaður f Bolunga- vík hefur staðið fyrir. — Það er ekki nokkur vafi á að þennan veiðiskap væri hægt að stunda með framleiðslu fyrir augum, sagði Einar, þegar Vísir talaði við hann nú í vertíðarlokin. Sjálfsagt væri hægt að veiða þama fleiri teg- undir skelfiska, sagði Einar, og nýta hann. Allur skelfiskur þyk- ir mjög góður matur. Hins vegar, sagði hann, vitum við ekki hvernig útkoman verð- ur úr þessari framleiðslu okkar. Þetta er allt á tilraunastigi, en veröið er hátt. — Báturinn hef- ur ekki mátt fiska eins og hann hefur getað, vegna þess að ann- imar hafa verið svo miklar í frystihúsinu, að það hefst naum ast undan. Annars sagði Einar, að bátam- ir færu yfirleitt annað hvort á troll eða línu í sumar. — Þeir hafa fengið góðan afla í trollið hérna úti fyrir. Einn var að koma hingaö inn með 130 tonn eftir fjöigurra daga veiði. VEIÐUM Annars er þetta dálítið ó- ákveðið ennþá, sagði Einar. — Við höfum til dæmis áhuga á að búa einn bát á síld þegar eitt- hvað fréttist þar austan úr haf- inu. rJ'rollveiðar og dragnót, sagði Gunnar Bjamason, frysti- hússtjóri í Ólafsvík, þegar Vísir spurði hann, hvaöa veiðiskap Ölafsvíkurbátar mvndu stunda í sumar. Ætli þeir fari ekki átta á troll og svo sex eöa sjö þess- ir minnstu á dragnót. Gunnar sagði að framleiðslan hefði verið minni hjá fiskverk- unnarstöðvunum í Ólafsvík í vetur en oftast áður, þar sem stærstu bátarnir fóru suður á Selvogsbanka seinni part ver- tíðarinnar og lönduðu syðra. — Afkoma bátanna hefur verið heldur lakleg í Ólafsvík vegna fiskleysisins í vetur. En menn vilja kenna því um að sjórinn sé svo kaldur vestra og fisk- gengdin hafi þess vegna látiö standa á sér í Breiðafirði, en þar hefur jafna verið mokfiskirí í netin langt fram á vor. Fyrstu humarbátarnir fóru út 15. maí strax og leyfi var veitt til veiðanna. — Humarveiðin verður líklega líflegust frá Hornafirði í sumar, én þar aust- ur meö ströndinni hefur mesta humarveiðin veriö undanfarin ár. 1 stærri verstöðvunum hér suð vestanlands hyggja menn hins vegar flestir á trollið, ellegar úti legu með línu. Einstaka trillur verða gerðar út á skak eins og venjulega og jafnvel mannaðir nokkrir stærri bátar til þess arna, en skakaflinn hefur verið næsta tregur hjá þeim fáu, sem þegar eru byrjaðir. „Ég hef enga tilhneigingu til að virða fræðilegar gaddavírsgirðingar" Háskóla islands, þegar þessi mynd var tekin. □ „Mennt er máttur“ stend ur letrað yfir dyrum há- tíðasalar Háskóla íslands, æðstu menntastofnunar þjóð- arinnar, en þangað sækja menn til að öðlast þann mátt, sem í menntuninni felst. □ Prófessor Magnús Már Lárusson er nýkjörinn rektor Háskólans, og sagt er að nýir siðir fylgi nýjum herrum, svo að við leituðum á fund hans til að forvitnast um það, sem honum býr í hug. JJann vildi sem minnst um fyrirætlanir sínar tala: „Ég vil helzt ekkert segja um, hvað ég hef á prjónunum. Ég á- skil mér allan rétt til að hafa óbundnar hendur, þegar ég tek við.“ • „Er Háskölj íslands fyrst og fremst klakstöð fyrir embættismannakerfi lands- ins eða vísmdastofnun?" Hann svarar þessu af mestu rósemi: „Innan skólans fer fram mun meira vísindastarf en mönnum er ljóst út á við. Það er til dæmis athyglisvert, að prófessor Þorbjöm Sigurgeirs- son hefur hér komið upp stofn- un, sem er fyllilega sambæri- leg við það, sem gerist erlendis. Orðabók Háskólans vinnur einn- ig mikið verk — og fleira væri hægt að nefna. Miðað við mannfæð er undra- vert, hvað hægt er að gera. Það er einlægur vilji hjá öllum inn- an skóla og utan að fjölga náms- möguleikum eftir föngum, en það er nauðsynlegt að hafa í huga, að menn geti skapað sér lífsframfæri af menntun sinni. Eins og er hafa raunvfsinda- menn bezt tækifæri til þess, því að á þeirra sérsviði sést bezt hin knýjandi þörf fyrir menntun — þótt þörfin sé að sjálfsögðu sú sama á öðrum sviðum.“ • „Hvemig mundi Háskóli ís- lands standast samanburð við álíka stóra stofnun er- Iend:s?“ „Hann mundi á margan hátt standast þann samanburö mjög vel. Það má benda á Ábo Aka- demi, sem á sínum tima var stofnaður sem einkaháskóli af um það bil 325 þúsund sænsku- mælandi Finnum. Þar fór svo að lokum fyrir um hálfum tug ára, að þeir iísu ekk; lengur undir kostnaði og rfkið þurfti að hlaupa undir bagga. Stúdentafjöldinn þar og efna- hagur var svipaður og hér, en þetta olli því að viss takmörk- un átti sér stað varðandi náms- greinar. Þó voru sumir kennar- ar þar heimsfrægir menn á sfnu sviöi, og merkilegt þótti mér að sjá þar bjóðháttasafnið, sem einn prófessorinn hafði komið upp ásamt aðstoöarmanni sín- um. Ennfremur hefur sá skóli í Abo meiri bókakost en skól- inn hér.“ • „Er það ekki óæskilegt, að happdrættisfé skuli e'ga að standa undir börfum Há- skóla íslands?“ „Ekki vil ég segja að það sé óæskilegt — meðan happ- drættið gefur nóg af sér. Happ- drætti er vinsælasta aðferðin til • VIÐTAL DAGSINS er við prófessor Magnús Má Lárusson nýkj'órinn rektor Háskóla Islands skattlagningar. En þaö er aug- ljóst mál, að aukin þensla í starfi skólans hefur greinilega sýnt fram á, að þetta fé nægir ekki lengur." # „Á hvaða sviöi er fjárþörf Háskóians brýnust?” „Það er erfitt að meta, hvar þörfin er mest. Allt húsnæðj er sprungið. Kannski er ástandið verst f tannlæknadeildinni. Lækna- og viðskiptadeild eru líka í örri þróun og verða að fá aukin framlög. En engu að síður er erfitt að segja um, hvar þörf- in er mest. Það er von á þvf, að álit háskólanefndarinnar komi fram á þessu sumri, og þá taka línumar sennilega að skýrast." # „Svo að við snúum okkur að yöur sjálfum. Er ekki næsta fátítt, að guðfræði- menntaöir menn gegni prófessorsembætti í sagn- fræði viö heimsoekideild?“ „Jú, segja má, að svo sé. Og sennilega þarf að hverfa aftur í aldir til að fin-a hliðstæðu. En ég hef frá blautu barns- beini lesið sögu, og á heimili mínu var til gott bókasafn þar að lútandi. og sérgrein mfn til embættisprófs f guðfræði var kirkjusaga. Og var ég fyrsti kandídatmn, sem sem samdi sér- efnisritgerð til embættisprófs. Kirkjusaga er áberandi þáttur í eldri sögu þjóöarinnar og þess vegna hef ég 'betri skilyröi til rannsókna heldur en margir aðrir. En vegna ættemis hef ég kannski sérstöðu. Ég talaöi ein- vörðungu sænsku til 6 ára ald- urs en þá varð ég að læra dönsku — og því næst íslenzku. Það má því ef til vill segja, að ég sé Skandinavi. Ennfremur þótti mér gott að fá tækifæri til að leggja ein- vörðungu stund á eina grein, þegar aldurinn er að byrja aö færast yfir.“ 6 „Gætuð þér nefnt einhverj- ar rannsóknir, sem þér haf- ið fengizt við upp á síð- kastið?“ „Það er svo mýmargt, sem ég hef veriö að fást við, að þaö yrði of langt mál upp að telja, en það hefur meðal annars leitt til þess, að ég hef veriö gisti- prófessor við lagadeild háskól- ans í Lundi; þar sem ég hef enga tilhneigingu til að virða fræöilegar gaddavírsgiröingar." # „Eru sagnfræðirannsóknir og söguskoðun ekki mikiö að breytast einmitt nú á I essum tímum?“ „Jú, þetta er mikið að breyt- ast til bóta. Innan heimspeki- deildar munu nú rísa nýjar stofnanir. Ein f sagnfræði, önn- ur í bókmenntum og sú þriðja í málvísindum. Innan þessara stofnana verða iðkaðar kerfis- bundnar rannsóknir annars veg- ar og kennsla hins vegar. Það má kannski segja, að orðið „rannsókn" sé mjög svo ofnotað um þessar mundir. Réttara væri að minnast stund- um á „viðfangefni“.“ 0 „Það mun ekki vera nema hluti af öllum þeim fjölda stúdenta, sem útskrifast hér frá menntaskóiunum, sem lýkur háskólanróf’. Nvtast stúdentar hér verr en i öðr- um löndum?“ „Nei. Stúdentar hér nýtast ekki verr en annars staðar. Nú er af öllum stefnt markvisst að því i námstími verði hóflegur. Þaö er nauðsynlegt. Háskólinn hér hefur tekið frumkvæðið, en annars staðar hafa stjómvöld fyrirskipað að skera námstím- ann niður. Háskóli íslands hefur alla tíð verið mjög frjálslyndur. Hér tfðkast ekkj þetta hyldýpi milli kennara og nemenda, sem sumstaðar er við hinar stóru fræðslumyllur erlendis. Sumpart stafar þetta af því, að skólinn er ekki stærri en raun ber vitni — en þetta liggur líka í þjóðareölinu sjálfu." # „Hvemig hefur íslending- um gengið að varðveita þjóðareðlið og þjóðarein- kennin?“ „Að sumu leyti vel og að sumu leyti miöur. Það er ein villukenning mín, að á liðnum öldum hafi stéttaskipting verið mun meiri en af er látið, og það sé fyrst á 19. og 20. öld, sem þetta breytist.“ • „Hver er orsökin?“ „Orsökin er ef til vill sú, að hér hafa allir orðið að taka höndum saman viö að mörgu leyti óblíð skilyrði.“ © „Og að lokurti: Hafið þér orðiö varir við miklar breyt- ingar á viðhorfum stúdenta til Háskólans á þeim árum, sem þér hafið verið prófess. or? “ „Nei. Ég held, að breytingin sé ekk; mikil. Við munum helzt líðandi stund, en ég var einu sinni stúdent, og þá vorum við miklir áhugamenn um umbætur, og við komum óskum okkar á framfæri. Og það var tekið tillit til þeirra, eins og tekið er tillit til þeirra nú. Þessu vilja menn gleyma, og ég held t.d., að syni mínum hafi ekki orðið það Ijóst fyrr en i vetur, að ég skuli nokkru sinoi hafa verið stúdent." — Þrálnn. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.