Vísir - 21.05.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 21.05.1969, Blaðsíða 1
59. árg. — Miðvikudagur 21. maf 1969. — 111. tbl. Féll fyrir borð og i drukknaði Sviplegt slys um borð i to Einn skipverja togarans Maí féll fyrir borð og drukknaði í gærkvöldi, þegar skipið var á leið á miðin, en það lét úr höfn garanum Mai i gærkvöldi í Hafnarfirði kl. 7 í gærkvöldi. Óhappið vildi til, þegar skipið var búið að vera tvær klukku- stundir á siglingu. Nánari atvik slyssins hafa ekki verið gerð kunn, en sjóréttur verður settur til rannsóknar í málinu í Hafnarfirði síðdcgis í dag. RÚSSAR FALLAST A AB SíNDA SVARTOLlU SJRAXl Væntanleg SOVÉTMENN hafa fall- izt á að senda hingað svartolíufarm í flýti í stað þess, sem seldur var í írlandi. Kemur þetta fram í skeyti, sem / júmbyrjun olíufélögin íslenzku fengu frá Sovétríkjunum í morgun. Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, forstjóri Skeljungs h.f., sagði biaðinu í morgun, að svartolíu- farmurinn væri væntanlegur fyrstu dagana í júní og mundu birgöir þær, sem olíufélögin hafa fengið úr geymum varnarliösins f Hvalfirði, endast, unz farmur- inn kæmi, svo að ekki þyrfti aö óttast skort á svartolíu. Hallgrímur sagði, að í skeyt- inu segðu Rússar, að olíuskipið Kursk, sem losaði f irlandi í stað þess aö koma hingaö, væri nú á leið til Eystrasalts. Mundi það leggja af stað þaöan til ís- lands á sunnudaginn og verða komiö hingað rétt eftir mánaða- mótin. Sagði Hallgrímur, að olfu félögin mundu fallast á þessa tilhögun. í skeyti Rússanna kemur einn ig fram, að öðrum olíuskipum frá Rússlandi á leið til íslands hefur ekki verið snúiö við. „50 MILLJÓNIR í HRAÐBRAUTIR ER OF LÍTIÐ // — mundi aðeins nægja í 20 km „spotta' „Ég ferðast 30 þúsund mílur á ári í Bretlandi.“ < • Fimmtíu milljónum verður í ár varið til hraðbrauta samkvæmt vegaáætlun. ?étur Eiríksson, hag- fræðingur, sem manna mest hefur starfað að áætlunum um samgöngu mál, segir, að fyrir fimmtíu milijón ir sé ekki unnt að gera nema um 20—25 kílómetra hraðbrauta. Eigi að leggja í stórátök, sé lánsfé nauð synlegt. Tald; hann ólíklegt, aö. nokkurt lánsfé fengist til þess, sem nýta mætti á þessu ári. Mestu fé verður í ár varið til Vesturlandsvegar, til dæmis 12 milljónum til kaflans Rofabær— Höfðabakki og 7,0 millj. til kaflans Miklabraut—Rofabær. Á Suður- landsvegi á að verja 7,5 milljónum til leiðarinnar Bakkarholtsá—Sel- foss. Samkvæmt vegaáætlun skal á tímabilinu 1969—1972 verja sam- tals 360 milljónum til hraðbrauta. Heimild er til að verja að auki 800 milljónum til hraðbrauta á þessu tímabili, „ef fjár verður aflað til framkvæmdanna“. Samkvæmt ofan sögðu, er þess ekki talið að vænta, að slíkt lánsfé komi til á þessu ári. // Heima 2 nætur í mánuði /✓ — segir Ann Griffiths, sem vakti til lifsins brefóldu hörpuna og leikur hér i Reykjavik „Mamma sendu mér ofurlít- inn hafísbita.“ Þetta sagði ann- ar af tveim sonum Ann Griff- iths, hörpuleikara, áöur en hún hélt af stað til Islands — þessa lands, sem Englendingar vita harla litið um, þar sem það er ekki á kennsluskrá gagnfræða- skólanna þar í landi. Frúin var varla búin að átta sig á nýja umhverfinu, þegar hún kom inn á ritstjórnarskrifstofur Vísis í morgun, á leiðinni i sjónvarps- sal þar sem upptaka með henni á að fara fram. „Ég kem beint frá Wales, kom hingað klukkan þrjú í nótt með flugvélinni", segir hún og áréttar ,,frá Bretlandi, við greinum nefni lega dálítiö á milli staða þar.“ Annar fylgdarmaður hennar John Hearne, sem hefur kennt tón list í Borgarnesj í vetur er búinn að átta sig á staðháttum og finnur skyldleika með Wales og íslandi. Brátt koma fleiri upplýsingar á daginn. Þessi dökkhæröi, fjörlegi hörpuleikari ætlar að dveljast héma í vikutima og halda nokkra tónleika, auk þess, sem hún leikur fyrir sjónvarpið og útvarp. Fyrstu tónleikarnir verða í Borgarnesi á morgun, þá verða tónleikar 1 Nes- kirkju á föstudag og kirkju Að- ventista á laugardagskvöld. Á mánudag verða tónleikar í kirkj- unni á Akureyrj og næstu kvöld leikur hún fyrir kvöldverðargesti Hótel Loftleiða. Hvað hún ætli aö hafa á efnis- skránni? „Ég á eftir að komast aö því hvaö fólki hér líkar“, segir hún, „ætli það verði ekki sígild hörpu- tónlist." Hún segist vera meö venjulega konserthörpu í farangri sínum, en annars er hún sérfræðingur á svo nefnda þrefalda hörpu og í kynn ingarorðum um hana segir, aö hún sé eini atvinnuleikarinn á þessa tegund hljóðfæris í heiminum og hafi endurvakiö leik á það, þar sem leikur á þessa tegund hörpu hafi legið niöri, allt frá því á átjándu öld. Einnig segir, að hún hafi fjölbreyttasta efnisskrá á valdi sínu af öllum núlifandi hörpuleik urum. Ilún leiki tónlist frá sex alda tímabili. Hún er spurð að því hvort hún hafi þreföldu hörpuna með í far- angrinum. ^)> > 10. síða. Yinnufriður? Járnið var hamrað að nýju í vélsmiðjum höfuðborgarinnar f morg- un eftir mánaðarstöðvun vegna verkfalla og verkbanna. Þótt verk- föllum sé lokið, hafa margar stéttir enn ekki lokið samningum. Sjá frétt á 16. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.