Vísir - 09.06.1969, Qupperneq 2
1 2
V1 S IR . Mánudagur 9. júní 1969.
Allir í vörn, Skagamenn
//
//
— var skipun þjálfarans, og það reyndist nóg
til að ná báðum stigunum gegn Akureyri
Akurnesingar með hina
harðskeyttu framlínu sína
gerðu heldur góða ferð
norður til Akureyrar og
sigruðu heimamenn í vígi
þeirra með 2:1. Þar með
hafa Skagamenn tryggt
sér toppsætið í deildinni,
í bili a.m.k., en svo virðist
sem þeir geti í sumar átt
von á að vera við það sæti
riðnir meira eða minna.
Eiginlega virtust Akureyringar
ætla að sýna áhorfendum sínum,
sem voru fjölmennir, hvemig leika
á knattspymu. En enda þótt
norðanmenn ættu nær stöðuga
sókn fyrstu 15 mín. var hún alltof
máttlaus og linkuleg.
Akurnesingar nýkomnir úr flug-
vélinni eftir langan biðtlma á
Reykjavíkurflugvelli, sem undan-
farið hefur verið eins og hálfgert
félagsheimili islenzkra knatt-
spymumanna, vom slakari i þess-
um leik en t.d. gegn KR, en þeim
tókst þó að skora tvö mörk áður
en blásið var til hálfleiks.
Fyrra markið kom um 2 min.
fyrir leikhlé. Guðjón Guðmundsson
skoraði úr vítaspymu og rétt á eftir
vaða Akurnesingar upp miðjuna
og Matthías skorar 2:0.
í byrjun seinni hálfleiks misstu
Akumesingar tvo góða brodda úr
sókninni. Matthías og Andrés urðu
að yfirgefa völlinn, og fyrirskipun
Ríkharðar Jónss., þjálfara Akur-
nesinga var sú, að hörfa með liðið,
verja þau tvö mörk, sem liðið haföi
yfir, — þetta tókst.
Akureyringar sóttu eftir þetta, en
Akumesingar reyndu eitt óg eitt
skyndiáhlaup án verulegs árangurs.
Hins vegar var pressa Akureyring-
anna máttlítil sem fyrr. Það
var ekki fyrr en Steingrímur
Björnsson sendi boltann fyrir marK-
ið að Skúla Ágústssyni tókst naum-
lega að setja hælinn í boltann og
senda hann í netið þannig.
Akureyringar máttu ekk; við
ákveðnum Skagamönnum að þessu
sinni. Það vantaði kraft og fjör i
iiðið, Steingrímur var einna lífleg-
astur 1 framlínunni. Skagamenn
áttu því skilið að hljóta bæði stigin,
sem sannarlega gera þá líklega sem
eitt af toppliðunum okkar í 1. deild
í sumar. — s.
Auglýstu í útvarpinu
eftir markverðinum
Leikið i Eyjum á laugardagskvöld eftir langa
og erfiða bið eftir flugi til Eyja
„Við spilum upp á
íslandstitiliniT'
— segir Rikharður Jónsson
„tJr þessu kemur ekkert annað til greina en að spila upp
á íslandsmeistaratignina", sagði Ríkharður Jðnsson, þjálfari
Skagamanna eftir sigurinn gegn Akureyri í gærkvöldi.
„Raunar ætluðum við í sumar að vinna að þvf að byggja
upp gðða fulltrúa í deildinni fyrstu árin, — en úr því svo
vel hefur gengið, kemur ekki annað til greina en .halda
toppsætlnu."
„Sú staðreynd að við höfum aðeins fengið á okkur 2 mörk
Á 3 leikjum er mjög ánægjuleg, þvf vamarvandamáiið hefur
löngum verið efst á baugi hjá okkur.“
B Skyldi það ekki vera eins-
dæmi að, auglýst sé eftir mark-
verði i 1. deild, sem innan
skamms á að vera mættur á leik
velli á fjarlægum stað Þetta gerð
ist á laugardagskvöldið, Sigurð
ur Dagsson heyrði auglýsinguna
og mætti á flugvelli. í suma Vals
mennina náðist eftir öðrum leið-
um, sumir voru farnir að dunda
við húsbyggingar eins og t.d.
Þorsteinn Friðþjðfsson, en til
Eyja var haldið og leikur hðfst
um kl. 21.30 um kvöldið.
Furðu margir voru mættir til að
horfa á. Valsmenn og raunar fleiri
álíta að lið, sem þannig hefur beðið
heilan dag sé mjög illa fyrirkallað
í leik. E.t.v. hefur þetta haft sitt
aö segja á Valsliðið, sem var reynd-
ar heppið að koma þó með annað
stigið úr þessari viðureign við
Eyjamenn, sem voru klaufar að
skora ekki nema eitt einasta mark,
nóg var af tækifærunum.
Hermann Gunnarsson, langfrísk-
astur Valsmanna, með ágæta yfir-
ferð og viljugur 1 bezta lagi, skoraði
fyrra markið f þessum leik. Hann
lék á vamarleikmann, sem var
nokkuð framarlega, og átti síðan
greiða leið upp að markinu og
skoraði. Þetta var á 28. mfn.
Viktor Helgason átti stórkostlegt
skot utan af vellinum úr auka-
spymum. Skaut hann frá miðju og
rétt strauk boltinn þverslá á 37.
mín., — en á 39. mfn. lenti boltinn
milli stanganna, Mér fannst færið
of langt til að hægt ætti að vera
að skora, en það gerði hann samt
frá miðlfnu úti viö kantinn, lenti
boltinn ofarlega í markinu og tókst
Sigurði Dagssyni ekki að verja, en
áður hafði hann oft varið vel. Senni.
lega hefur hann reiknað boltann
yfir.
Þessi vom einu mörkin í leiknum,
en tækifæri Eyjamanna voru fleiri
þótt ekki tækist að nota þau. M. a.
skaut Viktor þrumuskoti f stöng
úr vitaspymu.
Leikur Valsmanna fanrist mér ó-
þarflega grófur. Talað hefur verið
um hörku Vestmannaeyinga, en
þeir eru hreinir byrjendur miðað
við Válsmenn, sem spörkuðú aftan
í hæla manna og sýndu ljótan leik.
Langbeztur Valsmanna var Her-
mann Gunnarsson og svo Þorsteinn
Friðþjólfsson, ekki aðeins f vörn,
heldur og í sókn.
Viktor var beztur Eyjamanna á-
samt Val og Óskari Valtýssyni. Þar
eiga Eyjamenn góða tengiliði, sem
hægt er að byggja á.
Vegna mikillar bleytu á grasvell-
inum varð að leika þennan leik á
malarvellinum, en veður var annars
gott, dumbungur en engin úrkoma.
— Alexander. —
FERMINGARVEIZLUR • AFMÆLIS-
VEIZLUR • BRÚÐKAUPS VEIZLUR
FYRIR ÖLL HÁTÍÐLEG TÆKIFÆRI
KALT BORÐ, HEITIR RÉTTIR, SÉRRÉTTIR
Hringið, og fáið heimsendan
veizluseðilinn, þar eru allir okkar
vinsælu veizluréttir.
tLIÖJ-
\$\
STRANDGÖTU 4. SÍMI 501021
MANNHEIM DIESEL
Bara fyrir jbtí, sem burfa að
komast áfram. Allar stærðir
frá 20 til 2200 hestöfl.
■Lr Nliir
Fiskveiðar eru eini atvinnuvegur þjóðarinnar,
sem skilar raunverulegum arði í þjóðarbúið.
REYKJAVIK
Vesturgötu 16 . Pósthólf 605 . Sfmar 14680 og 13280
Telon: sturlaugur ryk 57