Vísir - 09.06.1969, Qupperneq 9
V1SIR . Mánudagur 9. júní 1969.
9
Lárviðarsveigur, hringur og
heiðursskjal — tákn frelsis,
tryggðar og lærdóms
■ Leigðu sér herbergi
á Hótel Sögu og
lærðu hagfræði.
„Nokkrir nemendur í við-
skiptadeild leigðu sér í vetur
herbergi á Hótel Sögu til þess
að tala saman um hagfræði,"
segir Guðmundur. ,-,Héldu þeir
herberginu hluta vetrar. Þetta
sýnir, að mikil þörf er á að að-
staða skapist við deildina fyrir
,,seminör“, umræður og athug-
anir. Mér finnst of mikið um
að prófessorar flytji fyrirlestra
en of fáir eru við æfingar."
— Er viðskiptadeildin ,,rusla-
kista“ Háskólans?
— Ég tel, að íslenzkir stúd-
entar hafi heilbrigöa skynsemi
ekki síðri en gerist annars stað-
ar. Þó skortir þá æfingu viö að
leysa ýmis verkefni. Ástandið
hefur batnað mikið.
Það var talsverður urgur í
Uppsölum. Sumum stúdentum
fannst við kennararnir kenna
úreltar og „kapitalistfskar"
kenningar og vildu fá meira af
Karli Marx. Á Islandi bólar lítið
á þessu.
í Svíþjóö hefur verið komið
á kennslu í hagfrseðj í umræðu-
formi, þar sem boðið er til við-
ræðna jafnvel æstustu Maóistum
og öðrum vinstri sinnum. Aukin
áhrif stúdenta eru nauðsynleg,
vegna þess að þeir verða. er-
námi lýkur, að taka afleiðing-
unum af því, hvernig og hvað
þeir hafa lært. Hins vegar
veröur þetta að vera raunhæft.
Til dæmis má ekki koma að því,
að stúdentarnir semji sjálfir
kennslubækurnar, sem þeir eiga
að læra.
■ Sænskur prófessor
hefur 96.000 kr. á
mánuði.
— Hvað veldur því, Guð-
mundur, að þú ert kominn heim
til starfa, þegar þú gætir fengið
miklu meiri tekjur erlendis?
— Ég geri ráð fyrir. að það
séu land og þjóð, og svo er nóg
af verkefnum hér, sem þarf að
vinna. í fræöilegu tilliti skiptir
stöðugt minna máli. hvar í
heiminum maður er, vegna
bættra samgangna. Prófessor í
Svíþjóð hefur hins vegar um
96.000 íslenzkar krónur á mán-
uði það er vel á aðra milljón
á ári að minnsta kosti.
Annars þýðir ekkert að hugsa
um launin, heldur verður maður
að berjast áfram, og þá tekst
það.
— Hvaða verkefni hefur þú
helzt. auk prófessorsstöðunnar?
— Ég hef unnið nokkuð á
vegum iðnaðarmálaráðuneytis-
ins til dæmis í sambandi við
EFTA og athuganir á olíu-
hreinsunarstöö o.fl. Þá hef ég
hugsað mér að skrifa sögu hag-
fræðikenninga á fslenzku, þar
sem íslendingar eru svo áhuga-
samir um sögu. Einnig mun
ég kynna mér ýmsar aðstæöur
hér náið svo sem fasteigna-
markaðinn og lánamarkaðinn.
Það er mikill kostur við
kennslu f hagfræði hér, að vilji
maður kenna nýja gre'n eða
nýja bók, þá þarf það ekkj að
fara í gegn um allt skrifstofu-
kerfið eins og gera verður hjá
Svíum. i
Ég ætla að vera áfram hér
á Isiandi.
■ Ný sannindi
í hagfræði.
í ritgerð sinni, sem fjallar
um framleiösluskilyrði viö ó-
Guðmundur Magnússon með doktorsritgerð sína & ensku.
Guðmundur Magnússon prófessor við viðskiptadeild Háskól-
ans varð fyrstur íslendinga til þess að ljúka doktorsprófi I
hagfræði við háskóla á Norðurlöndum. Fyrir viku fékk Guð-
mundur doktorsnafnbót við Uppsalaháskóla. Þar Ijúka menn
ekki slíku prófi dag hvern. Um 400 innrituðust í deildina í
haust, en venjulega lýkur aðeins einn stúdent doktorsprófi
ár hvert. Hér er þvi um mikinn heiður að ræða fyrir mann
um þrítugt, enda hlaut hann umbun nokkra: lárviðarsveig
sem tákn freisis, hring, er táknar tryggð, og loks auðvitað
heiðursskjal á latínu, sem merki um lærdóm ísiendingsins.
Guðmundur hóf kennslustörf við Uppsalaháskóla árið 1962
og má nú kenna þar sem dósent til æviloka, nánast hvað
sem hann vlll og hvenær sem hann vill. í fyrra hlaut hann
prófessorsembætti við viðskiptafræðideild Háskóla fslands
og kennir þar síðan. — I þessu stutta viðtali við Guðmund
Magnússon er aðeins tæpt á hagspeki hans en annars spjall-
að við hann almennum orðum við þessi tímamót.
VIÐTAL
DAGSINS
er við Guðmund
Magnússon, prófessor
fyrsta islenzka
hagfræðidoktorinn
frá Norðurlöndum
vissu, komst prófessor Guð-
mundur að niðurstöðum, sem
ekki höfðu verið settar fram
áður af hagfræðingum. Ritgerð-
in, þykk bók. er einkar stærð-
fræðileg og óskiljanleg öðrum
en innvígðum. ’Líklegt er talið,
að rannsókn hans muni vekja
athygli meðal hagfræðinga um
heim allan. Kom það fram i
máli gagnrýnanda viö doktors-
vörn í Uppsölum, að ritgerðin
mundi örva marga til frekari
rannsókna á óvissuatriðinu v!ð
ákvörðun um framleiðslumagn.
— Hvernig geturðu lýst þess-
arj ,,óvissu“?
— Ég get tekið sem einfalt
dæmi þaö, sem kalla mætti
tveggja stiga óvissu: Bóndinn
þarf til dæmis að rækta gras
en veit ekki, hver uppskeran
verður. Hann þarf að nota gras-
ið handa skepnum og veit ekki,
hvernig gæði grassins verða eða
frálagiö. Helzt þyrfti hann að
geta gert sér greirt fyrir hvoru
tveggja. þegar hann sáir, en
það getur hann ekki. Þess
vegna verður hann að fresta
vissum ákvöröunum, til dæmis
hversu marga gripi hann vill
setja á, þangað til hann veit
um uppskeruna.
í mörgum dæmum hefur á-
kvörðun ' framleiöandans ekki
áhrif á þaö, sem óvissuna skap-
ar. Til dæmis skiptir það vænt-
anlega litlu um veðráttu, hvort
sáð er í litinn eða stóran akur.
Hins vegar skiptir það máli i
öðrum dæmum, hvort framleið-
andi notar nýjustu tækni eða
ekki og hefur áhrif á það, hversu
mikil óvissa ríkir f framleiðsl-
unni.
Ég rannsakaði .sérstaklega ó-
vissuatriðið varðandi magn
framleiðslunnar, en það hefur áð
ur ekki verið athugað nákvæm-
lega. Óvissa um vöruverð hefur
hins vegar verið athuguð fræði-
leöa. Þá athugaði ég þetta sér-
staklega,með tilliti til áhrifa á
eftirspurnina eftir vinnuafli, sem
búast má við að verðj f flestum
tilfellum minni við skilyrði ó-
vissrar framleiðslu en þegar full
vissa ríkir.
■ Gagnsemi?
— Hversu hagnýtar eru rann-
sóknir þínar og niðurstöður?
— Þetta er fræðileg rann-
sókn, ekki byggð á raunhæfum
tölum, sem gengið er út frá.
Ég get gert fyrlr framleiðanda
áætlun um væntanlegan ágóða
og á' ettu, sem hann tekur á
sig. Svo þarf framleiðandinn
sjálfur að taka ákvörðun um
hvemig hann vegur saman á-
hættu og ágóða. Hann verður að
afhjúpa sitt áhættumat, sem er
ákaflega einstaklingsbundið.
Þetta á til dæmis við um á-
kvörðun okkar um, hvort við
e!gum að taka upp stóriðju eða
ekki, „Margra stiga áhættan"
verður meiri. þegar til dæmis
hafin er niöursuða. Þá er ekki
aðeins um að ræða gömlu á-
hættuna: hversu mikið veiöist.
Við bætist óvissan um, hvemig
gengur að 'óða n:ður. auk þess
sem niöursuðuverksmiðjan tek-
ur að sjálfsögðu einnig áhætt-
unni, að Iítið veiðist. Ef við tök-
um meðaltal fiskafla áranna frá
1960, sjáum við glöggt, hversu
mikil óvissan er. en einnig mik-
ill ágóö!. ef vel aHast. Ef gengið
er út frá þvi, að menn hafi and-
■"'ð á áhættunni, bá mundu marg-
ir vilja hafa öruggari afkomu og
minni ágóða.
Ef stóriðja minnkar áhætt-
una án þess að minnka næðal-
gróðann of mikið, þá ættl hún
að borga sig. Mat þjóðarinnar
ætti að koma fram á Alþirtgi,
sem ákveður hvort ráðast.skuli
I stóriðjuná. Þá meta þipgm^nn
þessi atriði, ágóðann og áhætt-
una og komast að niðurstöðu.
H. H.
□ Léleg póstþjónusta.
Ég starfa í sama húsi og sjón
varpið hefur aðsetur. í sama
húsi er rekin póstþjónusta. —
Eölilega þarf að ioka þeirri stofn
un einhvern hluta sólarhrings-
ins, því starfsliðið þarf auðvitað
að hvílast. — Skrifstofan lok-
ar klukkan fimm eða á sama
tíma og flestar aörar skrifstofur.
Nú brá svo viö um daginn, að ég
þurfti að póstleggja bréf og ætl-
aði auðvitað að gera það á póst-
skrifstofunni. Rúmlega fimm
kom ég að dyrum póstþjónust-
unnar, en þar var lokað. Gott og
vel. Þá ætlaði ég bara að stinga
bréfinu i póstkassa, en þá kom
i Ijós að enginn póstkassi er við
þessa póstþjónustu. Ef til vil!
finnst póstþjónustunni það óviö
eigandi að setja kassa utan á
hús, en þetta hlýtur að koma sér
illa fyrir marga.
Gamall maður á Laugaveginuvn.
S
□ Látum opinbera
starfsmenn fá
verkfallsheimild.
Opinberir starfsmenn eru allt
af að heimta verkfallsrétt. Ég er
einn þeirra manna sem tafar-
laust vilja veita þeim hann. Svo
vil að við semjum við þá og ger-
um það fljótt Dg vel. Næsta skref
ið yrði síðan að losa um öll
þau hlunnindi, sem þeir hafa.
Þá kæmi að þvf, að sumir færu
að vinna fyrir kaupinu sínu og
við fengjum áreiðanlega fleiri út
í atvinnulífið. Þeir vilja verk-
fallsrétt. Allt í lagi. „Vær sá
god“. En látum þá svo standa
fyrir sínum málum. Ég álft að við
myndum spara millj. árlega við
þetta og þyrftum ekki eins stóra
bagga að bera.
G.Þ.
□ Fáum ekki að setja
niður kartöflur.
Ég er svo aldeilis hissa á borg
aryfirvöldunum, að leyfa ekki
fólki, sem áhuga hefur, að setja
niður kartöflur. Auglýst var, að
fólki yrði leyft, að setja niöur
kartöflur í landi Korpúlfsst. og
sóttu margir um. Nú kemur það
upp úr kafinu, að það voru mis
tök að auglýsa það. vegna þess
hve fáir komast þar að. Það er
því mikið vandamál, að leyfa
fólki að rækta sínar eigin kart-
öflur. Ég álít að nægar Iand-
spildur séu jafnvel innan borgar
takmarkanna, sem hægt væri að
nýta undir kartöflurækt. En þeir
sem nenna og vilja fá það ekki
vegna þröngsýni nokkurra
manna. Þetta þarf eð endur-
skoða.
Kartafla.
HRINGIÐ í
SlMA 1-16-60
KL13-15