Vísir - 14.06.1969, Blaðsíða 5

Vísir - 14.06.1969, Blaðsíða 5
VÍSIR . Laugardagur 14. júní 1969. Hin heilaga glóð þjóðhátíðardegi islenzku þjóöarinnar hvarflar hugur landsmanna til liðinna alda og ára. Mörg eru stigin í baráttu- sögu vorri, unz þjóðin öðlaðist fulft sjálfstæði. Biasa þar við margar rauna- rúnir og jafnframt eftirvænt- Á þjóðhátíðardaginn á þriðju- daginn kemur er liðinn aldar- fjórðungur frá stofnun lýðveld- isms. Mikið verður sjálfsagt skrifað og mörg orð munu töluð verða í þvi sambandi við þann merka áfanga í þjóöarsögunni. Af þessu tilefni hefur sr. Bragi Benediktsson fríkirkjuprestur í Hafnarfiröi skrifað hugvekju Kirkjusíðunnar í dag. Sr. Bragi er Austfirðingur, f. á Hvanná á Jökuldal 11. ágúst 1936. Foreldrar hans eru Lilja Magnúsdóttir og Benedikt Jóns- son, sem nú er látinn. Sr. Bragi Iauk stúdentsprófi á Akureyri vorið 1959 og embættisprófi í guðfræði vorið 1965. Um haust- ið, þ. 26. sept. vigðist hann aö- stoöarprestur til Eskifjarðar og var þar tæpt ár. en haustiö 1966 var hann ráðinn prestur Frí- kirkjunnar í Hafnarfiröi og hef- ur gegnt því starfi síöan. Kona sr. Braga er Bergljót Sveinsdóttir forstjóra í Reykja- vik Sveinssonar. ingar- og gleðistundir, sem geymast í áranna sjóði. Fullt sjálfstæði öðlaðist þjóð- in ekki fyrr en 17. júní 1944, og er þess dags jafnan minnzt með miklum viöbúnaði um land allt. Fyrir þann tíma átti erlent vald löingum sinn rika þátt i því að marka stefnuna fyrir oss íslendinga i þjóðmálum vorum. Það hafði að sjálfsögðu í för með sér sina miklu ókosti, og var annmörkum háð. Stjöm landsins var þá ekki stjórn islenzku þjóðarinnar, held ur erlendra manna sem bjuggu yfir takmörkuðum skilningi á aðstöðu og þjóðháttum i landi voru. Fjölmenn prest- vígsla Fyrir aldarfjórðungi, sunnud. 18. júni 1944 voru níu guðfræöi- kandidatar vígðir i Dómkirkj- unni. Munu vart í annan tíma fleirj hafa tekið prestvígslu í einu. Sex þessara kandidata höfðu nýlokið prófi jsegar þeir vígöust. Allir eru þessir prestar ennþá í þjónustu kirkjunnar. Þeir eru: sr. Guðmundur Guð- mundsson vígður að Brjánslæk, nú á Útskálum, sr. Jón Árni Sig urðsson vígður að Stað á Reykja nesi, nú á Sta í Grindavík, sr. Robert Jack vígður að Eydölum nú aö Tjörn á Vatnsnes;, sr. Sigmar Torfason vígður að Skeggjastöðum, sr. ^ Sigurður Guðmundsson vígður að Grenjað arstað, sr. Stefán Eggertsson vígður að Staöarhrauni, nú á Þingeyri, sr. Sveinbjörn Svein- björnsson vígður að Hruna, sr. Trausti Pétursson vigður að Sauölauksdal nú á Djúpavogi og sr. Yngvi Þórir Árnason vígður að Árnesi, nú á Prestsbakka. Þessa sögu þekkja flestir ís- lendingar af frásögnum hinna eldri, og margir af eigin raun. Frá því aö endurreisn íslands hófst, hafa landsmenn ætíð tek- ið í sínar hendur öll þau ráð yf- ir eigin málum, sem þeir gátu frekast náð á hverjum tíma. Fullveldi íslenzku þjóðarinnar hefur þó ekki fengizt baráttu- laust, því aö baráttan hefur verið tviþætt: Annars vegar hefur hún veriö við hið erlenda ríki, sem hér hafði yfirráð um margra alda skeið. Segja má að þeirri baráttu lyki aö mestu grið 1918, þvi að samkvæmt sambandslögunum áttu íslendingar þaö að nær öllu leyti undir sjálfum sér, hvort þeir tækju öll mál í eigin hend- ur eða ekki eftir áriö 1943. En hinum þætti baráttunnar var ekki lokið árið 1918, þvi aö hann var gegn vantrú Islendinga á því, hvort þeir, væru þess megn u^ir að standa á eigin fótum. Var þessi vantrú á engan hátt óskiljanleg. íslendingar eru lítil og fátæk þjóð í stóru og erfiðu landi. Rökin gegn þvi, að slíkri þjóð sé unnt að halda uppi full- valda ríki, eru mörg, og óttinn við að illa muni takast er ekki ástæðulaus. Það var þvi ekki af unvhyggju leysi ' fyrir velferö þjóöarinnar, að ýmsir ísleiidingar löttu hana þess fyrr og síðar að halda á- fram á sjálfstæðisbrautinni. Reynslan hefur hins vegar sýnt, svo aö ékki verður um villzt, að aukið frelsi hefur oröið þjóðinni ótvírætt til góðs. Og nú stöndum vér á tindi vors fengna frelsis vog þurfum Bezta gjöfin í kirkjuntinu áriö 1944 er prentaö erindi eftir próf. Magnús Jónsson: Kirkjan og lýðveldið. Þar ræðir hann um hver muni vera bezta gjöfin, sem kirkjan geti gefið hinu nýstofnaða lýöveldi. „Lýðveldiö var hringt inn frá kirkjum landsins. Það er táknrænt og leggur kirkjunni mikla ábvrgö á heröar. Hún er ein af þeim stofnunum, sem ísland horfir upp til á þess- ari örlagastund og heitir á til liöveizlu. Ég þarf naumast að segja það, hvert er fyrsta og fremsta hlutverk kirkjunnar til eflingar hinu unga lýðveldi voru. Það er aö biðja fyrir því. Prestar og söfnuöir landsins eiga aö vinna að heill hins sjálfstæða íslands m. a. með óþreytandi bæn, opinberlega í kirkjum og á samkomum og einslega í herbergjum sínum. Enga gjöf er unnt að gefa betri. Þó að bænirnar séu veikar og vér áorkum litlu meö þeim sem öðru, þá er kærleikur himnaföðurins svo mikill, að hann vill - 'ta oss til þessa háleita starfs. Þetta veit ég aö hverjum presti er ljóst, og ætla ég ekki að fara um það fleiri orðum. En vér skulum ekki heldur gleyma því, að bæn fyrir ættjörðinni getur lika verið oss þörf hjálp f'bænarlífi voru, svo að hjálpin verður gagnkvæm. Ættjaröarástin glæðir bænalifið, en bænin verður til heilla ættjörðinni. Á þennan hátt má blessun stafa af blessun." Nýr gúð- fræði- prófessor Dr. Björn Björnsson hefur ver ið skipaður prófessor í guðfræði í stað Magnúsar Más Lárusson- ar. Dr Björn er f. 9. apríl 1937 sonur hjönanna Charlotte Jóns- dóttur og BjÖrns Magngssonar prófessors. I-Iann lauk guðfræði- prófi með mjög góðri einkunn 1963 og tók doktorspróf í F.din- barg ettir 3ja ára framhaldsnám Siðan 1966 hefur hann verið framkvæmdastjöri Bamaverod- arnefndar Reykjavikur. ekki framar að sfekja allt undir erlend yfirráð. Á 25 ára afmæli íslenzka lýð veldisins ber oss að fagna unn- um sigrum. Vér skulum líta fram á veginn fullir bjartsýni og baráttugleði fyrir hag is- lenzkrar þjóðar, sem lifað hefur af margar myrkar aldir við ömurleg kjör. í því myrkri átti þjóðin heil- aða glóð, sem brann henni í brjósti, vonina um bjartari daga og ljós í myrkri Hfsins. Með þá glóð að leiðarljósi hefur henni auðnazt að stíga fram úr myrkri aldanna og sigrast á þeim mörgu erfiðfeikum, sem vöktu við veg- inn. Og vér getum með gleði tekið undir orð skáldsins, séra Matthí asar Jochumssonar, þar sem hann kveður þetta um íslenzka Þjóö. „Upp, þúsund ára þjóð, með þúsund radda Ijóð. Upp aílt, sem er og hrærist, og allt, sem lífi nærist." Þessi hvatningaróður skal flutt- ur þjóðinni við þau tímamót, Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnar firði var stofnaöur 20. apríl 1913. Næsta sumar byggði söfn- uðurinn kirkju sína og var hún vígö 14. des. 1913. Fyrsti for- maður safnaðarstjórnar var Jó- hannes Reykdal. Fríkirkjan í Hafnarfirði er fyrsta raflýsta kirkjan hér á landi. — Þá var raforka mjög af skornum skammti í Hafnarfirði. En safn- aðarmenn sáu ráð viö því. Þeir tóku sig saman um að spara eins og unnt var Ijós á hcimil- um sínum þegar mest var þörf fyrir ljós í kirkjunni. Fékkst með því nægilegt rafmagn til lýsingar í kirkjunni við helgi- athafnir sem þar fóru fram. sem þjóðhátíðardagurinn skapar hverju sinni. Mættu þau vera þjóðinnj aflgjafi til sóknar og sigra á hverri tiö, og minna oss á þær skyldur að varðveita vel þann arf, sem frelsi og sjálf- stæði hefur fært oss í hendur. Guð blessi íslenzka þjóð. :t («■ - - ■ ■ , m Hili OJ iL Jjj HARÐVIÐARSALAN ÞORSGOTU 14 SÍMAR: 11931 og 13670. föfcum að okkur hvers konar mokstur jg sprengivinnu 1 húsgrunnum og ræs- um. Leigjurn ít loftpressur og víbra- :leða — Vélaleiga Steindórs Sighvats- sonai Alfabrekku viö SuðuHands- nraut. sfmi 30435.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.