Vísir - 14.06.1969, Blaðsíða 16
TRYGGING
///.
* *■ *
H\G I
LAUGAVEGI 178 M
SÍMI21130 J
Sparka bolta þegar
atvinnan minnkar
40 Norðfirðingar fara til Færeyja
Hafþór fínnur kolmunna■
Bætt aðstaða fyrir hjartasjúklinga
— Fjórar deildir baetast við Landspitalann
■ Nær helmingur
hllra dauðsfalla á ís
landi stafar af hjarta og
æðasjúkdómum. Það
hlýtur því að vera mikið
fagnaðarefni að aðstaða
til að stunda lækningar á
sjúkdómum þessum hef-
ur stórum batnað með
tilkomu nýrra deilda í
Landspítalanum, en í
gær voru þær formlega
opnaðar að viðstöddum
æðstu mönnum heil-
brigðismála á íslandi.
„Við teljum okkur nú standa
nokkurn veginn jafnfaetis ná-
srannalöndum okkar á þessu
'ði“, sagði próf. Siguröur
’.múelsson, yfirlæknir í gærdag
við blaðamann Vísis, er hann
greindi frá þeim margflóknu
tækjum og búnaði, sem spítalinn
hefur yfir að ráða.
Alls bættust 23 ný sjúkrarúm
við í vikunni á Landspítalanum,
er þarna um venjulega lyflæknis
deild að ræða. Önnustudeild er
það aftur á móti kallað, þar sem
tekið verður við mjög bráðum til
fellum þar veröa 3 rúm fyrir
kransæðatilfelli. Langalgengast
er að 2 fyrstu sólarhringarnir
skeri úr um hvernig sjúklingi
reiðir af. Verða sjúklingar þar
undir umönnun þar til séð verð
ur hvernig þeim reiðir af.
Læknar munu geta fyigzt með
hvernig hjartsláttur sjúklings er
með því að horfa á hjartarafsjá,
en hjartaiínurit birtist á sér-
stöku tæki. Sé um eitthvað at-
hugavert að ræða, hljómar að-
vörunarbjalla og kallar sjúkra-
liðið á vettvang.
Próf. Sigurður greindi í þriðja
lagi frá hjartaþræðingastofu,
sem er algjör nýjung hér á landi
og mun Árni Kristjánsson, lækn
ir, menntaður frá London, verða
sérfræðingur deildarinnar. Tæk
in í deildina kostuðu 4,5 millj.
kr. á gamla genginu. 60 sjúkl-
ingar bíða nú hjartaþræðingar,
en hún er framkvæmd á börn-
um með meðfædda hjartagalla
og fólki með áunna galla, sem
oft koma vegna gigtarsjúkdóma.
Aðgerðin fer þannig fram að
pípu er stungið inn um olnboga
bót og þrædd inn í hjarta sjúkl
ingsins. Er aðgerð þessi sársauka
laus og gerð á sjúklingnum vak
andi.
Þá er loks að geta gervinýrna
deildarinnar, sem hefur nú yfir
að ráða tveim gervinýrum, en
annað þeirra er mjög nýtt af
nálinni, og hentar öllu betur
við blóðhreinsun vegna eitrana.
Páll Ásmundsson, læknir verð
ur sérfræðingur þeirrar deildar.
Þjónusta sú, sem læknar við
Landspítalann geta nú innt af
hendi, sparar áreiðanlega marga
utanförina í framtíðinni, því
mörg þeirra tilfella, sem nú
veröa meðhöndluð hér heima,
varð áður að senda á sjúkrahús
erlendis, einkum í Danmörku.
• Páll Ásmundsson lýsir
gervinýrnatækjunum, — það
nýja, af amerískri gerð er til
vinstri, en það eldra, sem
fengið var frá Svíþjóð til
hægri. Heiibrigðismáiaráð-
herra, Jóhann Hafstein er
moA Pú 1 í ó mirn/línnf
9 Nokkur afturkippur hefur
nú hlaupið í atvinnulífið á Nes-
kaupstaö en hins vegar eru
kaupstaðarbúar haidnir sömu at-
hafnaþrá og endranær, en hún
v?inist nú einkum að íþróttalíf
inu.
Togbátarnir, sem að undanförnu
hafa aflað mjög vel við Norö-aust
urland eru nú að leggja upp sína
síðustu titti f bili og menn hverfa
frá því að berja á þorskinum og
taka að berja á Færeyingum.
Um næstu mánaðamót fer 40
manna lið utan frá Neskaupstað
til Færeyja og dvelur um viku tíma
í Sandvogi, þar sem keppt verður
í handknattleik karla og kvenna
og fótbolta. — Er þetta endurgjald
fyrir heimsókn Færeyinga til Nes-
kaupstaðar í fyrra.
Ennfremur stendur til að lands
liðið í fótbolta ásamt unglingalands
liðinu heimsæki Norðfjörð um
næstu helgi og keppi þar. Ungl-
ingalandsliðið mun svo keppa við
heimamenn.
torfur viB Aastfírði
Hægt oð veiða hann grynnra en búizt hafði verið við
• Leitarskipið Hafþór hefur
fundið kolmunnatorfur grunnt
út af Gerpi eða um 70—80 míl-
ur úti og er jafnvel talið að hann
sé veiðanlegur þar, en skipið
mun leita hans dýpra næstu
daga.
Vísir ræddi i morgun viö Ásmund
Jakobsson um borö f Hafþóri og
sagði hann aö kolmunninn heföi fund
izt þarna grynnra en búizt hefði
veriö við. Hefðu þeir fundið þama
eina torfu 20 íaöma þykka, en
hún hefði þó virzt dálítið rytjuleg.
Einnig urðu þeir varir við smærri
torfur og sagði Ásmundur að sér
hefði jafnvel virzt þær þesslegar
að hægt hefði verið að kasta á þær,
þótt þær væru þama fremur ræfils
legar.
Kolmunninn virðist nú nærtæk-
asta hráefnið fyrir verksmiðjumar
eystra, sem nú bíða verkefnalaus
ar, en kolmunni hefur til þessa
verið svarinn óvinur síldarsjó-
manna sökum þess hve hann á-
netjast síldarnótinni. — Skip hafa
oft orðið að fara í land úr góðri
veiði til þess aö hrista kolmunnann
úr nótinni.
Hafþór verður hálfan mánuð við
þessa kolmunnaleit úti af Aust-
fjörðum og kemur til Reykjavíkur
26. júní.
Nú á að hrista síldina I
Sildarskipin orðin að fljótandi verksmiðjum
• Síldveiðiskipin, sem nú
eru að undirbúa sig á sumar-
síldveiðar langt norður í höf
um eru orðin býsna ólfk því
sem var fyrir aðeins 2—3 ár-
um. Með breyttum viðhorf-
um hafa sildveiðiskipin
breytzt í eins konar fljótandi
verksmiðjur með tækjabún-
aði eftir því.
Seinast I gær var nýtt tæki,
sem sennilega á eftir að verða
ómissandi, kynnt fyrir blaða-
mönnum. Þetta er „hristari",
sem Heiðar Marteinsson, vél-
smiður í Kópavogi hefur teiknað
og smíðað, en 10 síldveiðibátar
hafa þegar pantað sér þetta
tæki.
„Hristarinn" mun hrista til
saldsíldinni í tunnunum og gera
það að verkum, að ekki þarf að
raða síldinni upp á gamla móð-
inn og einnig kemst meira magn
af síld í hverja tunnu með þessu
lagi. Talið er að auka megi síld
armagnið úr 85 kg. f tunnu í ca.
, •
95 kg., sem hefur ekki svo lkla •
þýðingu, þegar það er haft í J
huga, að síldarskipin geta ekki •
tekið með sér nema 700—1500 ■
tunnur til að salta í. „Hristarinn" J
kostar ekki nema 22. þús. kr. •
og verður því fljótur að borga •
sig með auknum afköstum og •
nýtingu. •
Gróflega reiknað kostar allur J
sá tækjabúnaður, sem sildveiði •
skipin þurfa nú að hafa umfram •
það, sem þau þörfnuðust fyrir J
2 — 3 árum, um 300 þús. kr. Þessi -
tæki eru hausskurðarvél, hrist- J
arinn og tvö færibönd. Að sjálf •
sögðu þarf svo enn að notast •
við öll gömlu tækin, kraftblökk- J
ina, asdic-tækið eða tækin og •
síldardæluna. J
Hristarinn er ekki ýkja stórt eða flókið tæki eins og sjá má, en
vél Heiðars mun þó koma i mjög góðar þarfir.