Vísir - 26.06.1969, Side 1

Vísir - 26.06.1969, Side 1
G j aldey riss jóðurinn kominn yfir milljarð ■ Gjaldeyrissjóðurinn okkar er orðinn 1065,00 miiijónir kr. Þetta er engin smáræðis upp- hæð, þegar haft er f huga, að hann varð aldrei „meiri“ en um tveir milljarðar á blómaskeiði sfnu fyrir 1967. Gjaldeyrisstaðan batnaði um 152 Imilljónir króna i maí-mánuði. í sama mánuði í fyrra versnaði hún um nær 200 mitljónir á gamla geng inu. Hefur staðan batnað um rúm- ar 750 milljónir frá áramótum. i: . : : I maí-mánuði var 227,6 milljón kr. halli á vöruskiptum. Er það aðeins minna en í fyrra. Innflutn- ingur minnkaði um 120 milljónir miðað viö maí í fyrra, en útflutn- ingur minnkaði líka um 100 milljón ir. Vöruskiptajöfnuðurinn hefur verið óhagstæður frá áramótum um 1.088,8 milljónir, en var óhagstæð- ur um 1.323,2 milljónir á sama tíma í fyrra. Innflutningur vegna álverksmiðjunnar og Búrfells er um 430 mitljónum meiri f ár en var í fyrra, og verður að taka það með í reikninginn. Innflutningur í maí var 842,8 milljónir og útflutningurinn 615,2 milljónir. Frá áramótum hefur inn flutningurinn numið 3.848,0 millj- ónum og útflutningurinn 2.759,2 mitljónum. Bati gjaldeyrisstöðunnar í mai er „hreinn", þar eð engin stórlán munu hafa komið mn í mánuðin- um. Stöðvast flugflotinn aftur? — 27 flugumsjónarmenn kunna að boða verkfall i dag — viðræður við flugmenn hernaðarleyndarmál ■ 1 flugmálum okkar er allt .,veikinda“ starfsmanna. Þórð enn í óvissu. Vera má, að ur Óskarsson, ritari Félags flotinn stöðvist aftur á næst- flugumsjónarmanna, sagði í unni vegna verkfalla eða morgun, að ákvörðun yrði væntanlega tekin í dag, hvort boða skyldi verkfall hinna 27 félagsmanna. Væri sú ákvörð un komin undir því, hvort „flugfélögin fengjust til að byrja viðræður í alvöru“ um kjaramál flugumsjónarmanna. Þetta verkfaíl mundi stöðva flugið ef af yrði. Stjóm Félags flugumsjónar- manna hefur fengið heimild hjá meðlimum til að boða verkfall. Þórður sagði, að þeir gerðu eng- ar kaupkröfur og Iítið bæri á milli. Hann taldi, að bráöabirgða lög kynnu að verða sett, vrði af verkfallinu. Samtímis standa yfir stöðug- ar leyniviðræður milli flug- manna og flugfélaganna um kjaramál flugmanna og flugvél- stjóra. Magnús Björnsson starfs- mannastjóri hjá Flugfélaginu sagði í morgun, að þær væru „top secret“, sem ef til vill má þýða sem „hemaðarleyndarmál". Magnús sagði, að þeim væri þó óheimilt að semja meðan málin eru fyrir gerðardóminum, nema þá um vinnutíma og slíkt. Að- spurður sagði hann. að sér væri ekki „kunnugt um", að flugfé- lögin hefðu gefið dómstólunum upp lista yfir þá flugmenn, sem „veikir" voru á dögunum. Læknadeilan á Húsavik á lokastigi: Yfirlækninum sagt upp — Samstarf milli hans og yngri læknanna tókst ekki Daníel Daníelssyni, sjúkrahús- lækni á Húsavík hefur nú sam- kvæmt ákvörðun stjómar sjúkra- [ hússins verið sagt upp störfum. Mun þá vera endir bundinn á ára- Ianga deilu lækna á Húsavík vegna læknamiðstöðvar á staðnum, en þau mál hafa lengi veriö á döfinni. Daníel Daníelsson hefur lengi verið sjúkrahúslæknir á Húsavík. Fundur í sjúkrahússtjórninni var haldinn í fyrradag, þar sem ákvörð unin um uppsögn Daníels var tek- in. Aðdragandi málsins er sá, að margir aðilar á Húsavík hafa barizt fyrir þvf, að læknamiðstöð væri komið upp á Húsavík. Töldu þeir, að aðeins með því fyrirkomulagi væri kaupstaðnum og hinu stóra læknishéraði í nágrenninu verið séð fyrir viðunandi læknisþjónustu. í samræmi viö það var sett reglu- gerð í apr^l s.l. þar sem gert var ráð fyrif>*að allir læknar á staðn- Nauthólsvík — skilti heilbrigðiseftirlitsins, sem tilkynnir lokun. Nauthólsvíkin lokuð til sjóbaða í allt sumar — gerlamagn sjávarins komið yfir 'óryggistakmarkið NAUTHÓLSVÍKIN verður lokuð í allt sumar til sjóbaða vegna þess; að gerlamagn í’ sjónum er komið yfir það ör- yggismark, sem talið er hæfi- legt. Blaðið hafði samband við Þór- hall' ‘ Halldórsson hjá borgar- læknisembættinu, sem sagði að fram hefði komiö eftir rannsókn ir á sýnishornum af sjó í Naut- hólsvik aö sjórinn væri ekki ör- ■.•.V.V.V.V.V.’.V. uggur gerlalega séð og væri fólki því ráölagt að synda ekki í sjónum. Hefur skiltum þess efnis verið komið fyrir í Naut- hólsvíkinni. Gerlamagnið í sjón- um kemur frá frárennslisrörun- um, sem leiða allt um kring út í Sjó — en þó ekkl í Nauthóls- víkina sjálfa. F.ru þetta frá- rennslisrör bæði frá Reykjavík og Kópavogi. Sjórinn í Naut- hólsvíkinnl sé það mengaöur, að borgarlæknisembættið vilji setja þessar reglur til að vera öruggu megin. Stefán Kristjánsson, íþrótta- fulltrúi skýrði blaðinu frá því, að þrátt fyrir það að sjóböð megi ekki stunda í Nauthólsvík- inni verði þar haldið við sól- baðsflötum og vörður er hafður þar alla daga á tímabilinu 1—7. Fólk sæki þangað mikið til sól- baða og verði því komið upp skýlinu fyrir sóldýrkenur og öllu haldið viö. um, Gísli G. Auðunsson, héraðs- læknir Ingimar Hjálmarsson, að- stoðarlæknir á sjúkrahúsinu og Daníel Daníelsson, sjúkrahúslækn- ir, myndu allir ganga í allra verk, þannig að ekki væri um lögboðaða verkaskiptingu mill'i þeirra að ræða, þó svo að hún gæti skapazt. Allir hefðu aðstöðu á sjúkrahús- inu, og færu allir til vitjana í hér- aðinu. Daníel hefur ekki viljað taka þátt í þessu samstarfi um lækna- miðstöð, með þeim afleiðingum, að honum hefur verið sagt upp störf- um, eins og fyrr greinir. Nýút- skrifaður læknakandidat, Guð- brandur Þ. Kjartansson, mun vænt anlegur til Húsavíkur næstu daga og taka til starfa við læknamið- stöðina á staðnum. Þessi deila á Húsavík er reyndar spegilmynd þess skoðanaágrein- ings, sem uppi er milli yngri lækn- anna, með læknamiðstöðvarhug- myndir og eldri lækna, sem vilja viðhalda yfirlækniskerfinu, a.m.k. sumir þeirra. Telja hinir yng.i, að með því að hafa læknisþjónustuna í formi læknamiöstöðva sé læknun- um gert auðveldara fyrir að mennta sig frekar. Eins og af ofangreindu má sjá hefur þetta sjónarmið nú sigrað á dramatískan hátt á Húsa- vík. Verkfall í Straums- vík 1. júlí? Sveinafélag byggingarmanna í Hafnarfirði hefur boðað verkfaU f Straumsvík 1. júlí, hafi samningar ekki tekizt. Þetta verkfall er bund- ið við Straumsvík eina. Stefán Rafn, formaður meistara- félags byggingarmanna í Hafnar- firði, sagði í morgun, að aðeins sé eftir að ganga frá samningum við húsa. og húsgagnasmiði þar í bæ. Samið hafi verið við aðra sveina í byggingariðnaðinum. Málið hefur verið í höndum sáttasemjara og einn fundur verið haldinn. Verkfall- ið í Straumsvík mun hins vegar stöðva alla byggingarmenn þar. Stefán sagði, að meistarar hygð- ust svara verkfallsboðuninni, og kæmi verkbann til greina. Kaup byggingarmanna hefur ver ið nokkru hærra í Hafnarfirði en í Reykjavík, Sagði Stefán, að gert hefði verið ráð fyrir því f samn- 10. síða. Farþeginn á aurhlífinni Fullsetin bifreið meö einum far- þega „utanborðs" var stöðvuð er henni var ekið niður Skóiavörðu- stíg og Bankastræti í nótt sem leið. Gaf ökumaðurinn þá skýringu, að ekki hefði verið rými fyrir þann, sem á aurhlff bifreiðarinnar sat, inni í bílnum, og við þetta athæfi væri ekkert athugavert, þar sem rólega hefði verið ekið og umferð lítil. Við nánari athugun kom í 1 jós,- áð ökumaður hafði ekki öku- skírteini. Það mun óalgengt að bifreiðar með „utanborðs“farþega jséu mikið á ferli, en ekkert er nýtt undir sólinni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.