Vísir - 28.06.1969, Síða 3
VI SI R . Laugardagur 28. júní 1969.
3
tmm
Þau læra hestamennsku.
55
Strákarnir eru alltaf
kaboj
leik
Ég kemst á bak sjálfur
Hjartarson og vera 10 ára. „Þú
ert ef til vill vanur hestum?"
„Nei, nei. En ég kemst alveg á
Reiðskóli á Alftanesi
heimsóttur
J hverju andliti mátti sjá gleði
og áhuga. Sumarið og kátín-
an speglaðist í hverju auga. Það
var eins og að koma i annan
heim, að heimsækja reiðskólann
á Álftanesi, sem Æskulýðsráö
Kópavogs stendur fyrir.
Við ókum út nesið, fram hjá
Görðum og svipuðumst um eftir
reiðmönnunum. Úti á Hafnar-
firði reri karl til fiskjar upp á
gamla mátann, klæddur gul-
strokk með færi í hendi En hin
um megin fjarðarins stóð tákn
nýja tímans, álverksmiðjan og
virtist hún hálfdrungaleg með
Keili, stílhreinan og háan í bak-
sýn.
En nú ókum við fram á reið-
fólkið, sem sat hið keikasta í
hnökkunum, þó að stuttir fætur
næðu sums staðar vart niður í
ístöðin.
Er við höfðum fylgt þeim
nokkra stund stigu þau af baki
við lágreistan skúr, og hér skyldi
áö og nestið tekið upp.
Börnin tóku vel í það, að tekn-
ar væru af þeim nokkrar mynd-
ir. Snöruðust flest þau eldri i
hnakkinn aftur, en þeim minni
gekk ekki jafnvel. „Heyrðu
manni,“ kallaði stuttur snáði til
okkar. „Viltu hjálpa mér á bak?“
Jú, það var sjálfsagt, „en ertu
ekki hræddur?" „Nehei,“ og nú
var það hann, sem leit niður til
mín.
Við snerum okkur að þeim
næsta. „Á ég að hjálpa þér?“
..Nei', þakka þér fyrir. Ég get
sjálfur," svaraði drengurinn og
klappaöi hestinum hinn róleg-
asti. Hann kvaðst heita Axel
Annetta litla.
bak sjálfur, þó aö það sé dálítið
hátt.“
Kennararnir, Lilja Jónsdóttir
og Guömundur Birkir Þorkels-
son, höfðu mörgu að sinna.
„Sjáðu til Hermann minn. Það
eru tvö ístöð og það þarf að
stytta í báðum“, fékk einn að
heyra, sem kominn var á bak
og náði aðeips í annað ístaðið.
Nokkuð utarlega í hópnum
hittum við unga ljóshærða stúlku
f rauðri úlpu. „Ég heiti Ann-
etta Ingimundardóttir“, svaraði
hún, er við spuröum hana að
nafni. „Nei, ég ekkert hjædd.
Pabbi á hes’ta og hefur oft leyft
mér að fara á bak. Jú annars. Ég
er svolítið hrædd, þegar hestur-
inn skvettir upp rassinum. Svo
eru strákarnir alltaf í kaboj-leik
og láta dálítiö illa.“
Lilja Jónsdóttir, sagði okkur
aö skólinn ætti að standa til 5.
júlí og aö innan skamms færðu
þau sig með hestana af Álftanes
inu til Kjóavalla, sem eru
skammt fyrir bfan Rjúpnahæð.
„Þar ætliim við að kenna krökk-
unum eitthvað um gang og þá
fá þau, að fara heldur hraðar
en nú.“ „I skóianum eru um 60
böm og skiptum við þeim I þrjá
hópa. Fyrsti flokkurinn kemur
ssss, . I , Ært1. - * >
i bíl klukkan 8.30 á morgnana og
sá síöasti fer um sjöleytiö".
Þegar við spuröum Guðmund
Birki, hvernig hann kynni við
starfið svaraði hann því til, að
þetta væri mjög lifandi og oft
kæmu skemmtileg atvik fyrir.
„En hvar gátuð þiö fengið öJl
þessi hross?“ „Lilja á hér nokk-
ur, en faðir minn, Þorkell Bjarna
son, lét okkur hafa tuttugu og
fimm. Kom ég hingað með /þau
austan frá • Laugarvatni. Þegar
skólanum lýkur, ætla ég með
þá sömu leið, en stanza á Þing-
völlum, því aö þar á að halda
kappreiðar um aðra helgi. En
þetta eru auðvitað ekki kapp-
reiðahestar, sem hér eru, Þetta
eru allt hross við þeirra hæfi.“
Nú var lokið viö nestið og bíll
inn kominn með nýjan hóp, full
an af eftirvæntingu. En þau sem
heim fóru hafa sennilega haft
nóg til að segja pabba og
mömmu, er heim var komið.
Kennaramir hófust handa að
hjálpa þeim nýkomnu við að
leggja á og hrossin stóðu hin
rólegustu á meöan, þrátt fyrir
ærslin og fjörið.
Axel kvaðst ekki vera
smeykur.
Lilja og Birkir ásamt hinum ungu knöpum.