Vísir - 28.06.1969, Page 5
VÍSIR . Laugardagur 28. júní 1969.
TalaB við Einar Guðjohnsen, framkvæmda-
st/óra Ferbafélags Islands, sem gefur leiö-
b&mngar um viðleguútbúnað og mat i
tjaflaferðk
Prímusinn gildir ennþá í útilegum.
Gúmmístígvél eru nauð-
synleg í okkar landi
'|VM byrjar hásumartiminn og
um leiö tími ferðalaganna.
Búast má viö þar, að óvenju
margir ferðist nú innanlands, en
innanlandsferðirnar hafa átt
vaxandi fylgi að fagna á undan
förnum árum. Einkum hefur á-
hugi á öræfaferðum, ferðum um
óbyggðir landsins aukizt.
Kvennasíðan fékk Einar Guð-
johnsen framkvæmdastjóra
Ferðafélags íslands til þess að
gefa nokkrar leiðbeiningar varð-
andi útbúnað og mat í fjalla-
ferðir. Ferðafélag íslands hefur
margar slíkar ferðir á vegum
sínum bæði helgarferðir og
lengri feröir og Einar er þraut-
reyndur feröamaöur, einn i hópi
þeirra manna er þekkja öræfi ís
lands hvað bezt.
— Maturinn skiptir auövitaö
mikiu máli, þegar hugsað er tii
ferðaiaga, segir Einar. — Smekk
urinn er misjafn en yfirleitt hafa
feröalangar fremur með sér
dósa og pakkamat, sem nægir
að hita upp heldur en mat, sem
þarf að búa til. I helgarferðirn-
ar hafa flestir með sér smurt
brauö og eða einhvern kjötmat,
sem hefur verið soðinn heima,
t.d. soðiö hangikjöt. Ef fólk vill
fá sér eitthvað heitt, þá getur
það hitað sér einhvern drykk,
svo ekki sé minnzt á súpurnar,
sem eru mjög gott feröanesti
hvort heldur sem þær eru úr
dós eða pakka. Það sama gildir
fyrir lengri ferðirnar og ýmsir
hafa þá með sér brauð til að
smyrja og ofanálegg en þar
sem brauðið endist ekkj mjög
lengi er gott að hafa með sér
kex, sem tekur við, þegar brauö
ið þrýtur. Af drykkjarvörum má
nefna kaffi, te, kakó, kókómalt
og einhvers konar ávaxtasafa,
sem má Wanda. Hins vegar ætti
fólk að forðast það að hafa með
sér gosdrykki í flöskum, sem
þyngir farangurinn að nauðsynja
lausu og er til trafaia, þegar
flöskurnar eru tæmdar. Ný
mjólk endist ekki lengi, en þeg
ar hún er höfð í farangrinum
er betra að hafa hana í fernum
en hyrnum, sem eru ómögulegar
á ferðalögum. Til lengri dvalar
má nota þurrmjólk eða niður
soðna mjólk sem er ágæt. Á-
vexti er ágætt að nota, bæði
nýja og niðursoðna, sítrónúr
t.d., sem eru mjög svalandi.
í lengri gönguferðir frá dval-
arstað er gott að hafa með sér
súkkulaði appelsínur eöa sítr-
ónur og margir hafa meö sér
súkkulaöi og rúsínur í poka sem
þeir hafa blandað saman áöur en
í ferðina var haldið. í apótekum
má fá þrúgusykurtöflur eða
þrúgusykurduft, sem gengur
beint inn í blóðið og gefur orku
strax, ef fólk er orðið þreytt eft
ir langa göngu. Þrúgusykurinn
er öðru nafni kallaður glukose.
Margir hafa með sér gastæki
í útilegu en þau eru mjög hand-
hæg og létt, en stéinolíuprím
usinn er alls ekki úreltur og
er miklu þægilegri í tjaldi .þar
sem hann hitar meira út frá
sér.
Maöur ve'* hvaö maður hefur
mikið brennsluefni þar sem
fólk aftur á móti vill verða uppi
skroppa með gas, þegar verst
gegnir f feröurn okkar leggjum
viö alltaf til steinolíu, því að ó-
mögulegt er að hafa han^ innan
um annan farangur.
Vindsængur er nauðsynlegt
að hafa, það er svo miklu þægi-
legra en að Hggja á berum tjald
botninum og ef velja á svefn-
poka eru fiður. eða dúnpokarn
ir beztir. Gömlu, vatteruðu pok-
44
arnir sem voru mikið í umferð
eru kaldari og leiðinlegri í með-
ferð, þótt sumir kunni ágætlega
við sig í þeim. Svo er ágætt að
hafa teppi og það eru býsna
margir, sem hafa sængina sína
meðferðis. Þeir sem sjaldan fara
I þessar ferðir og vilja ekki nota
svefnpoka geta sparað sér út-
gjöld með því að sauma saman
teppi eins og poka og liggja í
þassu með sængina ofan á sér.
Nauðsynlegt er að hafa ullar
fatnað ‘með sér, ullarsokka,
peysu síðar nærbuxur, ullarvettl
inga, ullarhúfu.
Það er betra að hafa hlýjan
fatnað með og þurfa e'kki að
nota hann heldur en að hafa
hann ekki, þegar þörf er á. —
Hlífðarfatnaður er nauðsynlegur
regnfatnaður eða vindheldir
stakkar því næðingur getur orð
ið nokkuð hvimleiður. Hvað skó
fatnaði viðkemur eru lág
gúmmistigvé! yfirleitt mjög
nauðsynleg í okkar landi og svo
þarf auðvitað létta skó með. Til
gönguferða eru gúmmfstígvélin
góð eða Iéttir og liprir skór.
Þeir sem eiga áttavita ættu
alltaf að hafa hann með sér og
fólk ætti að venja sig á það að
hafa með sér vegakort hvort
heldur sem það kýs stórt kort
eða landshlutakort. bað gefur
hlutunum mikið gildi.
Hvað snertir sjúkrakassa er
gott að hafa höfuðverkjartöfl-
ur og fyrst og fremst skyndi-
plástur.
- Þetta er í megmdráttum það
sem Einar hafði að segja ferða
löngum í stuttu máli. að við-
bættu því, að ekki sakar að á-
ætla daglega neyzlu og skipu-
leggia ferðaútbúnaðinn og ganga
frá honum i góðan tima áður en
lagt er af stað i feröalagið.
s. b.
® Notaðir bílar til sölu
Höfum káupendur að VcII:swagen og Land-
Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu.
Volkswagen ’57
Volkswagen 1500 ’67
Volkswagen ’63
Volkswagen microbus árg. ‘65.
Volkswagen sendiferðabíl ’62
Land-Rover ’64 dísil
Land-Rover ’66 bensín. >
Land Rover 1967, bensín.
Land-Rover 1968, bensín.
Land-Rover ’65 bensín
Land-Rover ’65 dísil
Toyota Corona árg. ’68.
Renault R-8 ’64
Renault R-4 ’63
Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot
af rúmgóðum og glæsilegum sýningarsal
okkar.
AUGLÝSING
Til rafmagnsnotenda í Reykjavík og nágrenm
Kópavogi, Hafnarfirði og á Suðurnesjum.
Vegna tenginga í spennistöðinni við Geit-
háls verður straumur rofinn á 130 kíióvolta
línunn.i frá Sogi frá laugardagsmorgni 28. þ.m.
fram á sunnudag þann 29. þ.m.
Meðan á aðgerðum þessum stendur, verður
um takmarkað rafmagn að ræða, og eru raf-
magnsnotendur hvattir til þess að draga sem
mest úr rafmagnsnotkun. Sérstaklega vænt-
um við aðstoðar húsmæðra við að lækka álags
toppa á suðutímum með takmörkun á notkun
eldavéla og dreifingu á suðutíma.
Ef slíkar ráðstafanir nægja ekki, verður að
grípa til skömmtunar á rafmagni, þannig að
straumur verður rofinn um V2 klst. til skiptis
hjá notendum yfir mesta álagstoppa.
Reykjavík, 27. júní 1969.
Rafmagnsveita Reykjavíkur,
Rafmagnsveitur ríkisins
Rafveita Hafnarfjarðar
Landsvirkjun.
Leiklistarskóli
Þjóðleikhússins
Nýir nemendur verða teknir inn í fyrsta bekk
Leiklistarskóla Þjóðleikhússins næsta haust.
Inntökupróf fara fram í lok áeptember. Um-
sóknir skulu sendast til þjóðleikhússtjóra fyr-
ir 1. sept. n.k. Ennfremur skal umsækjandi
senda afrit af prófskírteini frá framhaldsskóla
heilbrigðisvottorð og meðmgeli’ frá leiklistar-
kennara.
Þjóðleikhússtjöri
Sími 21240. HEKLA 1 if Laugavegi 170-172