Vísir - 28.06.1969, Síða 8
8
V1 S IR . Laugardagur 28. júní 1969.
VISIR
Utgetandi: ReyKjaprent h.t. \
FramJrvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson /
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson \
Aðstoflarritstjóri: AxeJ Thorsteinson I
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson )
Ritstjómarfulitrúi: Valdimar H. Jóhannesson (
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 )
Afgreiðsla: Aðaístræti 8. Sími 11660 ('
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 iinur) /
Askriftargjald kr. 145.00 * mánuði innanlands \
í lausasðlu kr. 10.00 eintakið /
^^rentemiði^ V
Engra nýrra Krústjoffa von j
JJlákan í samskiptum austurs og vesturs er úr sög- )
unni. Það er mjög ótrúlegt, að á næstu árum verði \
stigin nein stór skref í átt til friðsamlegrar sambúðar (
þessara aðila. Eitthvað kann að miða í áttina, en lík- /í
legast er þó, að óbreytt ástand muni ríkja um nokk- /
urra ára bil. Vesturlönd þurfa örugglega að gæta mik- )
illar varúðar gagnvart stjórn Sovétríkjanna í náinni )
framtíð. \
L
Krústjoff, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, var mað- l'
ur hlákunnar. Enginn vafi er á því. að hann vildi milda /
kommúnismann, bæta lífskjör Sovétmanna og halda (
góðum friði við Vesturlönd. Og hann gat farið sínu )
fram á tímabili í trássi við marga aðra valdamenn )
í Sovétríkjunum. En hann gekk of langt og missti \
völdin. Þar með stöðvaðist hlákan raunverulega, þótt (
menn hafi ekki áttað sig á því fyrr en síðar. (
„Hin samvirka“ forusta, sem tók við af Krústjoff, (
hefur ekki sama svigrúm til skynsamlegra athafna og (
hann hafði. í henni ríkir jafnvægi eða patt milli ým- (
issa klíkna. Og ef einhver oddamaðurinn ætlaði að )
taka frumkvæði í átt til sátta við hinn vestræna heim, )
er hann kominn út á hálan ís gagnvart félögum sín- \
um og á það á hættu að vera steypt af stóli. (
Þorri hinna ráðandi manna í Sovétríkjunum eru )
hreinir flokksstarfsþrælar með m>ög takmarkaðan \
sjóndeildarhring. Þeir eru andvígir öllu frjálslyndi og (
víðsýni, í hvaða mynd sem er, því að þeir vita, að (
slíkt mundi grafa undan stirðnuðu valdi flokksins. (
Krústjoff var á tímabili nógu sterkur til að ganga í ))
berhögg við þetta sjónarmið, en nú er öldin önnur. \i
Afturhvarfið í Sovétríkjunum kemur fram í mörg- l1
um myndum, í endurreisn Stalíns og í sífellt harðari (
aðgerðum gagnvart menntamönnum í Sovétríkjunum (
og öðrum þeim, sem hafa sjálfstæðar skoðanir. Ráða- )
mennirnir óttast, að frjáls hugsun í efnahagsmálum )
og menningarmálum kunni að breiðast út í kommún- \
istaríkjunum og grafa undan stefnunni. Þetta viðhorf (
er meginskýringin á innrásinni í Tékkóslóvakíu. (
Sem betur fer eru þessar staðreyndir að renna upp V
fyrir Vesturlandabúum. Hin hægfara kyrking frelsis- (
andans í Tékkóslóvakíu er hörmulegri en svo að nokk- (
ur hugsandi maður geti leitt hana hjá sér. Hinar kald- )
rifjuðu aðgerðir ráðamanna Sovétríkjanna í því máli )
sýna greinilega hugarfarið og stefnuna að baki. Og \
Brehznevs-kenningin um takmarkað fullveldi sósíal- \
istiskra ríkja er enn eitt dæmið um valdbeitingár- (
stefnuna. (
Stjórnmálakerfið í Sovétríkjunum er þannig, að þar (
er engra nýrra Krústjoffa von á næstu árum. Þess (
vegna verða Vesturveldin að vera vel á verði gagn- /
vart Sovétforingjunum og gæta þess, að láta þá ekki )
blekkja sig í neinu. )
Dr. Sik vill heldur vinna
frjáls erlendis en fjötraður
i föðurlandi sinu
Tékkneska vísindaakademían
tók í gær til greina lausnar-
beiðni dr. Ota Sik, sem veriö hef
ir forstjóri efnahassstofnunar
akademíunnar.
Hann mun ætla til langdvalar
erlendis og vinna að efnahags-
legum rannsóknum, sem taka
langan tíma.
Tillögur Ota Sik voru grunnur
inn, sem umbótastefnan var
byggð á.
Ota Sik var vikið úr Kommún-
istaflokki Tékkóslóvakíu í maí
fyrir að hafa brotið í bága við
agareglur flokksins.
Akademían þakkaði dr. Ota
Sik, um leið og hún féllst á
lausnarbeiðnina, framlag hans til
vísindarannsókna.
Dr. Sik var f kommúnista
flokknum í 38 ár.
Sennilegast er, að dr. Sik setj
ist að 1 Sviss, þar sem hann
var áður en hann kom heim aft-
ur í vor.
í fréttum frá Vínarborg segir,
að hin raunverulega ástæða
fyrir lausnarbeiðni dr. Sik sé, að
hann vilji heldur vinna frjáls
erlendis, en „fjötraður“ í föður-
landi sínu.
Argentínustiórn stafar hætta af
samtökum stúdenta
og verkamanna
Allsherjarverkfall hefur verið
boðað í Argentfnu og hefst það
á mánudag og eru horfur tví-
sýnar í landinu,
Verkalýðs- og stúdentaleið-
togar f Cordoba, Argentínu,
hafa í undirbúningi nýja sókn f
barátti^ sinni gegn hernaðarlegu
stjórninni Cordoba er miðstöð
ört vaxandi bifreiðaiðnaðar Arg
entínu, faglærðir iðnaðarmenn
hafa þar styrkust samtök, og í
Cordoba hafa andstæðingar ein
ræöis fyrr sýnt mátt sinn.
Forleikur að þeirri andspymu
sóknarlotu var verkfallsboð
un í fyrra mánuði, sem leiddi til
blóðugra átaka og fangelsana.
Létu 16 menn lífið í þeim átök-
um, og tveggja daga verkfall var
i fyrri viku. Þetta gerist á þeim
tíma, sem þrjú ár eru lið:n frá
því Juan Carlos Ongania hers-
höfðingi brauzt til valda í hem
aðarlegri byltingu. Og and-
spyrnu-sóknarlotan nú er jafn
framt til þess að mótmæla komu
Nelsons Rockefellers — sérlegs
sendimanns Nixons forseta, til
landsins, en hann er væntanleg
ur á morgun (sunnudag).
Cordoba er orðin miðstöð
þeirra a'fla, sem hafa að marki
að steypa hemaðarlegu stjóm-
inni. Andspyrnan hefur þegar
leitt til falls landstjórans í fylk-
inu og til breytinga á ríkis-
stjórninni.
Verkfallið 16. maí, blóðugir
bardagar við herlið það, sem
sent var til borgarinnar, en bar
dagar voru 29. og 30. maí og
svo nýtt lamandi tveggja daga
verkfall 17. og 18. júní, eru
helztu atburðir baráttunnar á
undangengnum tfma. — Alls
iétu 23 menn lífið í maí, er
menn létu í Ijós andúð sína á
stjórninni.
Leiðtogum verkamanna og
stúdenta er vel ljóst, að miklu
verður að fóma til þess að
brjóta á bak aftur vald einræð-
isins, hersins og yfirstéttanna.
Leiðtogi verkamanna Augustin
Tosco var nýlega dæmdur í 8
ára fangelsi fyrir að skipuleggja
verkföll, og leiðtogi verkamanna
nú Miguel Angel Correa, segir
að stúdentar hafi gengið í lið
með verkamönnum, því að að-
eins verkalýðurinn geti háð
raunverulega byltingu, og þess
vegna hafi stúdentar og verka-
menn sameinað kraftana. Það er
helzta von ríkisstjómarinnar að
kljúfa þessi samtök. Hefur hún
setið á fundum til þess að ræða
gagnaðgerðir. Komið hefur
fram í fréttum, að hún geti ekki
lengur treyst hemum fyllilega.
Eftir átökin f Cordoba, sem
að ofan er um getið, tók sam-
bandsstjórnin öll yfirráð fylkis
ins í sínar hendur. Skipaður var
hemaðarlegur landstjóri í stað
hins borgaralega fylkisstjóra.
Cordoba er ört vaxandi borg
og hefur eina milljón íbúa. Þar
hófst baráttan, sem á sfnum
tíma leiddi til falls einræðisherr
ans Juans Peron. Kröfur verka
manna eru eingöngu um hærra
kaup og bætt kjör — kröfur
þeirra ná til umbóta á öllu fé-
lagsmálasviðinu. Og það er þess
vegna sem stúdentar hafa gengið
í lið með þeim
1 NTB-fréttum um þetta seg-
ir ennfremur, að hernaðarlegu
stjóminni stafi alvarleg hætta
af samtökum verkamanna og
stúdenta, nema henni takist að
kljúfa samtök þeirra sem fyrr
var sagt.
Listir-Bækur-Menningarmál
Yirki Jóns Gunnars
Tón Gunnar Árnason er ekki
" óþekktur maður í liði mynd
höggvaranna. Virki hans komu
fyrir almenningssjónir (bæði
heima og erlendis) fyrir all-
mörgum árum og vöktu athygli.
En það er fyrst nú, að hann rétt-
ir okkur heila sýningu .. . (
langtum bezta framlag þeirra
SÚM-félaga. Jón Gunnar notar
tízkuefni iðnaöarins óspart enda
þekkir hann þau vel, kannar ein
att nýjar hliðar þeirra, prófar
þanþolii^nýtir mýktina og skerp
una ekki sízt í eiginlegri merk-
ingu orðanna og dregur sjaldan
úr mætti áferðarinnar. Ál, stál
og svampur virðast kjörefni
hans en þar fyrir utan grípur
hann stundum til glers og gamal
dags viöartegunda og málar
skemmtilega með vatnslitum
eins og agnarmálverkíð úr Húsa
fellsskógi g portrettið af Ragn-
ari sýna glöggt.
Ég hef margsinnis bent á
mikilvægi trausts sambands
myndlistarmanns og hráefnis
hans, bráða nauðsyn þess að
þekkja meira en yfirborö klumps
eða plötu, láta ekki sitja við
stundarkynnin ein.
Aftur á móti er sjaldan talaö
um þá augljósu hættu, að margs
konar efn’viður nútíðarlista-
manns getur gleypt þá með húð
og hári, hreppt þá í þrældóms
fjötra. Síðastaiatriðið hefur ver
ið talsvert áberandi á fyrri SÚM
sýningum.
Hjá Jóni Gunnari örlar á
deyðu i Mobiliu, háa búrinu,
sem ég veit ekki nafn á — og
örfáum verkum öðrum en ann-
ars er hann undarlega laus v;ð
kalda hönd iönvædda heimsins.
Jafnvel tækjainnýflin, sem hann
gripur f tilraunastarfinu dæla
hlýju lofti inn í belgina. Hver
er ástæðan? Að likindum sú, að
höfundur verkanna kann prýöi-
lega að halda pafnvæginu. Gott
dasmi er Ex-26. mynd úr stáli
og svampi og rafurmögnuð að
auki. Kúturinn í miðju hennar
veltist fram og aftur eins og
hrúga unz maður skynjar að
hann er órjúfanlega bundinn
grindinni, sem kælir hann, fyllir
og viðheldur spennunni. En slík
um tengslum (eða er réttara
að segja: hömlum) verður tæp-
lega lýst með orðum.
Tilraunir Jóns Gunnars setja
frísklegan og bjartan svip á verk
hans allt. Ég vona, að hann leggi
þær ekki af á næstu árum ...
en haldi ótrauður áfram að veita
nýju blóði í höggmyndalist okk-
ar. Til stórræðanna skortir hann
hvorki frumleik, áræði né titring
hiartans. Og tímarnír toim
koma þegar skringilegustu aö-
ferðir dagsins í dag verða sjálf-
sagt mál.
Hjörleifur Sigurðsson.