Vísir - 12.08.1969, Side 6
V í S IR . Þriðjudagur 1" ágúst 1969.
VIÐEY
í lítil sveit á
sundunum
Þessir þykku gluggar eru ekki í hofi í Austurlöndum, heldur gluggar Viðeyjarstofunnar,
I þá verður sett þykk eik, sem sérstaklega er pöntuð að utan.
JJér úti á sundunum liggur lít
1 il eyja, sem lengi hefur ver
iö í eyði og hin gömlu hús, sem
þar standa, legiö undir skemmd
um. Eins og flesta grunar, er hér
um Viðey að ræða. Pessi eyja,
sem daglega er fyrir augunum
á Reykvíkingum, með Viöeyjar
stofu og kirkjuna, á sér langa og
merka sögu. Fyrir skömmu
keypti ríkiö hluta eyjarinnar, á-
samt hinum gömlu húsum, og
nú er unnið aö þvf aö gera hús-
in upp, en þau voru mjög illa
farin. En hvaö á að gera við
Viðey í framtfðinni? — Um þaö
er fólk ekki sammála. Sumir
vilja fá þama baðströnd, aðrir
tjaldstæði fyrir borgarbúa, enn
aðrir ferðamannanýlendu, og
þannig mætti lengi telja.
Hvað um það, að koma út í
Viöey í dag, er eins og að koma
upp í sveit. Þarna eru hestar
á íeit. og geitahjörð trítlar um
flatar, grónar grundimar Á nú-
tíma hraðbát tekúr aðeins nokkr
ar mínútur að sigla úr Sunda-
höfninni til Viðeyjar, en hér áð-
ur fyrr var ekki róið til eða frá
eyjunni, nema í bezta veðri, því
oft gat veriö hættulegt að róa
þarna um sundin.
Þegar ljósmyndarinn brá sér
út í Viðey núna um daginn, tók
hann þessar myndir hér á síö-
unni, sem sýna okkur hvernig
Viðey lítur út í dag.
Þessi einkennilega bryggja er frá dögum járn brautarinnar I Viðey.
i,jp||pgl
.' *'
v L ■ ' ..........................................................
Sambýíið hjá hrossunum og geitunum er hið bezta í Viðey.
Voldugur planki liggur úr fjörunni og upp á eyjuna, en plank-
inn er smíðaður til að auðvelda fólki gang upp á eyjuna.
Hér eru þeir sem vinna að viðgerðum á húsun um að draga bátinn á land, en þeir sigla dag-
lega milli lands og eyjar svo framarlega sem veður er ekki mjög slæmt.