Vísir - 08.09.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 08.09.1969, Blaðsíða 4
 Hinir siðavöndu spönsku lögregluþjónar misstu nær augun út úr höfðinu, er þeir fengu augum lit- Stjarna Sinatra skærari en nokkru sinni fyrr Þrátt fyrir 54 ára aldur virðist stjarna Frank Sinatra ekkert ætla HUNDURINN SLAPP ÓMEIDDUR. ökumaður í Hoor í Svíþjóö, sem hafði orðið fyrir því óhappi að aka á St. Bemard hund, flýtti sér út úr bílnum dýrinu til hjálp- ar. Hundurinn hafði hins vegar komizt á fæturna af sjálfsdáðum, og hristi lítillega af sér rykið áður en hann trítlaöi burtu. Virtist at- burðurinn lítil áhrif hafa haft á hann. Þegar ökumaðurinn sneri aftur til bifreiðar sinnar fann hann sér til undrunar dældaða vélarhlíf, og brotið framljósker. ARETHA HVÍLIR SIG TIL ÁRAMÓTA. Aretha Franklin, söngkonan fræga, sem oft hefur verið nefnd drottning soul-söngvara, mun taka sér hvíld samkvæmt læknis- ráði, það sem eftir er af þessu ári. Hún hefur að undanfömu haldið 10 til 12 konserta á mánuði, auk þess sem hún hefur komið mikið fram í sjónvarpi. aö dala á dægurlagahimninum og hæst skín sól hans um þessar Þetta er í raun og veru mynd frá Mallorca. Þýzkir ferðamenn sjást hér sofa á ströndinni. Þeir voru sviknir am herbergi, sem þeir höfðu þó borgaö fyrir. Þjóðverjar þykjast sviknir á Mallorca Á Mallorca græða höteleigend- ur margfalt á kostnað erlendra ferðamanna, segja þýzk blöð. Virð ist orðiö algengt að hótelin leigi mörgum einstaklingum sama hús- næðið. Margir ferðamanna hafa orðið að grípa til neyöarurræða og sofa á ströndinni, í skógar- kjarri eða kjallaraholum. Jáfnvél era dæmi þess, að ferðamenn hafa gist yfir nótt á flugvellinum, en flogið til baka til síns heima strax morguninn eftir, herbergin, p /MV» vvytMA Li'mIm mR borga fyrir höföu einfaldlega ver- ið leigð öörum til afnota. Gróðahyggjumenn, sem einskis svífast virðast hafa fengið sérstak an augastað á þessari frægu para dís ferðamanna. Þrátt fyrir loforð um. einkaherbergi meö baði og fögru útsýni mega margir sætta sig við þáð að gista í glugga- lausum herbergisholum í kjallara, og geta allir ímyndað sér að fag- urt muni útsýni þaðan. : Ef marka má þaö sem þýzfc ■ mundir hjá frændum okkar, Dön- um sem hafa eitthvert sérstakt dálæti á honum núna, og hafa meðal annars sýnt nokkra þætti af honum í sjónvarpinu. Það hefur þó ekki allt leikiö jafnvel í lyndi fyrir Francis Al- bert Sinatra (eins og hann heitir fullu nafni) og í ágústmánuði í fyrra t. d., þegar hann vann að upptöku sjónvarpsþáttanna, sem sýndir voru nýlega í Danmörku, varð hann fyrir hverju áfaliinu á fætur öðru. Fyrst hringdi konan hans, hún Mia Farrow ,sem er 29 árum yngri en hann, frá Mexikó og færði honum þær fréttir, að hún væri skilin við hann. Svo birtist grein í Wall Street Journal, þar er Sinatra var höfuð persónan, en þar var því haldið fram, að hann stæði í svo nánum kunningsskap viö marga I glæpa heiminum, að það gæti naumast annað heitið en að hann tilheyrði þar. í kjölfar þessarar greinarbirt- ingar hringdi Hubert Humprey, sem þá var að vísu mikið þurfi fyrir aðstoð góðra manna, en þó ekki svo, að hann vildi kaupa hana, hvaöa verði sem væri, og frábað hann sér alla aöstoð Sin- atra við heila keðju kosninga- funda, sem þá voru framundan hjá, hbnum.,^.: :v Það var engu líkara um tíma, en enginn vildi viö Sinatra kann- ast. Frank Sinatra En öll ský rofa til um síðir og sólin hefur náð að skína aftur ’ Sinatra, sem reyndar hefur tölu- vert breytzt fri þvi, sem áður var. Nú orðið kr*n»«- hann meir fram fyrir almenningssjónir eins og virðulegur forstjóri, eða sókn- amefndarformaður — að minnsta kosti ef miðað er við þann gamla Sinatra, sem sótti næturklúbba og spilabúllur langt fram undir morgna hér áður. Hann er líka búinn að fá sér nýjan skradd ara, svo að nú er ekki lengur glaumgosabragurinn á klæðnaðin- um. Jafnvel blaðafulltrúi hans er farinn að líta út eins og prófessor. Sinatra er aðeins að einu Ieyti óbreyttur. Hann syngur sig eins og áður inn í hjörtu hlustenda, söngva um gamlar ástir. Reyndar segja kunnugir, að lykillinn að ! íeyndármáli vinsældá hans -liggi I því, að hann syngi söngtexta sína,- eins og hann tryði -hverju orði í þeim. blöð segja viröist sem erlendir ferðamenn megi eiga von á ýmsu, er þeir koma til draumalandsins. Ein ságan greinir frá enskum hjón um, sem höföu sparað saman all- lengi til aö komast nú í „reglu- Iegt“ sumarferðalag. Það ferðalag byrjaði og endaði þannig, aö eig- inkonan mátti gera sér að: góðu að gista hjá ókunnugri húshjálp, en bóndi hennar og börn þeirra féngu næturstað i hálfbyggðum timburhjalli. Spáin gildir fyrir þriöjudaginn 9. september. Hrúturim, 21. marz—20. april. Hætt er við aö dagúrinn einkenn ist nokkuð af efnahagslegum á- hyggjum, einkum er hætt við aö eitthvað bregðist í þeim efn- um, sem þú hafðir talið víst og bundiö nokkrar yonir viö. Nautiö, 21. apríl —, 21. maí. Þú munt komast að raun um að garnlir kunningjar eru nýjum traustari, þótt þeir hafi ekki eins; hátt ufn sig, Þetta veröur að því er ýirðist notadrjúgur dagur að mörgu leyti. Tvíburamir, 22. maí—21. júní. Gættu þess að draga ekki of lengi að framkvæma ákvörðun, sem þú hefur tekið í sambandi við starf þitt. Þú getur einmitt komið’ýmsu í verk í dag, sem vafizt hefur fyrir þér áður. Krabbinn, 22. júní — 23. júlí. Þú ættir að reyna að slaka svo- lítið á og hvíla þig, þú afkastar meiru á eftir, því að allt bendir til að þú hafir lagt of hart að þér við vinnu þína alllengi að undanförnu. Ljónið, 24. júlí — 23. ágúst. Eitthvert viðfangsefni virðist komið í eins konar sjálfheldu — vafalítið væri hyggilegast fyrir þig uð leggja það á hilluna í bili, og b'íða átekta. Þú hefur samt í nógu að snúast. Meyjan, 24. ágúst — 23. sept. Láttu þér ekki koma á óvart þótt þú veröir ekki sem bezt upplagður til starfa fram eftir deginum. Njóttú'þeirrar hvíldar, sem þér er unnt og taktu svo til ósp" - málanna . Vogin, 24. sept. — 23. okt. Góður dagur þegar á líður, en nokkrar tafir framan áf, sem þú skalt þu ekki láta draga úr þér kjark, því aö þær líða hjá. Þiggðu þá aðstoð sem þér kann að standa til boða. Drekinn, 24. okt. — 23. nóv. Varastu að taka fljótfæmisleg- ... -'kvaröanir, og hirtu ekki um þótt rekiö verði á eftir þér. Ein- hver hætta viröist á að orð þín verði misskilin, og ættirðu að hafa það í huga. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Góður dagur að mörgu leyti, einkum í sambandi við fram- kvæmd ákvarðana, sem þú hef- ur hugsað og tekið áður og und- irbúiö um skeið. Eitthvað mun gagnstæða kynið koma þar við sögu. Steingeitin, 22. des. — 20. jan. Ekki skaltu gera því skóna að þú ir allar óskir þínar upp- fylltar í sainbandi við daginn, en þó mun ýmsu miða í rétta átt. Treystu ekki um of loforð- um nýrra kunningja. Vatnsberinn, 21. jan. — 19. febr. Dagrrinn sker ekki úr um neitt, sem máli skiptir að því er séð verður, n þó kann eitthvað það að gerast, sem hefur nokkur á- ' framtíö þína, þótt það komi ekki fram strax. Fiskamir, 20. febr. — 20. marz. Varastu að láta undan þeirri hneigð þinni að láta allt veltast einhvern veginn, en hún getur reyrizt jafnvel öllu sterkari í dag en endranær, einkum þegar h'ð- ur að kvöldi. b

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.