Vísir - 08.09.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 08.09.1969, Blaðsíða 13
V í SIR . Mánudagur 8. september 1969. 13 miiiiiiiiiiiiiiii BÍLAR NOTAÐIR BÍLAR: m.a. Rambler American sjálfskiptur Rambler Ambassador ’66 Rambler Classic ’66 ’65 Ramble Classic ’63 Plymouth Fury 1 ’66 Chevrolet Chevy II ’65 ’66 Renault Ðauphin ’64 Rússajeppi ’56 Ford Consul ’60 Hagstæð kjör, til greina koma skuldabréf. Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. JON LOFTSSON HF. Hringbraut 121 -• 10600 lllllllllllllllllll a ^WBi GRENSÁSVEGI22 »30280-3221 LITAVER hefir jafnan stefnt að jbv/, að kaupendur njófi hagstæðra magnkaupa LITAVERS i lágu vöruverði — SVO ER ENN. — I tilefni af 5 ára afmæli verzlunarinnar höfum við ákveðið að LÁGT SKULI LÆKKA og seljum bvi vörur okkar á lækkuðu verði i fimm daga, frá og með deginum i dag ATH.: Það er lækkað verð frá hinu lóga venjulegu ver#* LÍTIÐ VIÐ í LITAVERI Göúi Verðmætin og nýtnin Þaö þykir sjálfsagður siður og góð dyggð að fara vel með, það sem fólk hefur undir höndum og nýta þau verðmæti og þau gæði sem við eigum kost á. Þetta varð eldri kynslóðin að gera, en hins vegar hafa þeir yngri, sem alizt hafa upp hin síðustu ár, alizt upp við það að geta valið á milli möguieika. Það hefur ekki verið eins brýn nauðsyn á nýtni á síðustu velti- árunum, eins og það var áöur. Peningaflóðið breytir hugsunar- hættinum nokkuð, svo nú þegar úr hefur dregið, er aftur farið að tala um harðbýlt land og kostasnautt. En nýtum við yfir- leitt nægilega þá möguleika og kosti sem . ndið býður upp á? Ýmis gæði, sem fljótu bragði sýnast smávægileg, mundu vafa laust nema stórum upphæðum, ef reynt yrði að meta þau gæði til fjár. Sem dæmi má nefna öll berin, sem tínd eru af ýmsu iðnu og nýtnu fólki upp um holt og heiðar hvert haust. Berin eru gæði, sem flestir hafa greiðan aðgang að, ef þeir vilja og nenna. Þau eru mikilla peninga virði og holl 02 góð fæða fyrir alla. Aldrei hefi ég heyrt að þessum gæðum væri hampað sérstaklega, því þau þykja svo sjálfsögð. En það er ýmislegt annað, sem landið býður upp á, sem minna er nýtt, en einnig væru gæði, ef þau væru betur nýtt. Vafalaust mætti nýta ýmsa fuglastofna sem lifa á landinu og umhverfis hað betur en gert hefur verið. Hins vegar verður þess a gæta p.ð ganga ekk> of nærri hverri einstakri tegund meira en góðu hófi gegnir, svo rannsóknaraðilar verða ætíð að hafa hæfilega hönd í bagga. Hvert haust fljúga héðan þús- undum saman heiðargæsir sem við frekar höldum hlífiskildi yf- ir, og þær eru svo skotnar um- vörpum til átu, þegar þær koma til annarra landa. Það eru mörg tonn af afbragðs kjöti, sem viö gætum nýtt frekar en við ger- um, en það er aðeins mjög tak- markað, sem skotið er af heiðar- gæs. Sama má segja um allan sjófuglinn, sem er afbragðs fæða, en tiltölulega fáir leggja sér til munns, einungis af þvi, að þeir hafa aldrei vanizt á það. Það mætti nýta miklu betur hlna geysilegu fuglastofna, sem snikfitna af miklum ágangi á uppeldisstöðvar okkar helztu fiskstofna. Við gætum með hóf- legum kostnaði aflað okkur margra smálesta af ljúffengu kjöti við bæjardyrnar, ef venjur og nauðsyn teldu það ómaksins vert. Mundi allt það kjöt sem við gætum aflað án verulegs ágangs á fuglastofnana vafa- laust nema miklu magni áf kindakjöti. — Fyrir fugl- ana þurfum við ekki einu sinni að heyja, svo óþurrkasumrin ná ekki einu sinni að hafa áhrif á afraksturinn. Auðvitað yrði það að vera eins með fugl og fisk, að þess yrði að gæta að stofnarnir yrðu ekki fvrir of miklum ágangi. Eða eins og gert er nú gagnvart hreindýrastofninum, að þess er gætt að ákveðinn stofn sé á- vallt eftirlifandi að veiðum lokn- um. Sama gildir um mörg önnur gæði, eins og t. d. fjallagrös og söl. Það verður að telja, að það séu einungis venjurnar sem koma í veg fyrir að þessi gæði séu nýtt eins og skyldi. Öll þessi gæði mundu samanlagt nema niklum verðmætum ef við hefð um hugsun á að nýta þau eins og skyldi. Þrándur i Götu. Samantekt á ræðum og greinum Armanns Sveinssonar gefin út Komin er út bókin MANNGILDI, ræður og greinar eftir Ármann Sveinsson stud. jur. Bókin, sem er 168 síður að stærð, er gefin út af Minningarsjóði um Ármann Sveins son, en ýmsir vinir Ármanns á- kváðu stofnun sjóðsins skömmu eftir andlát hans 10. nóvember 1968. Efni bókarinnar er skipt í 12 ka.fia og er stærsti kaflinn. ,,Þætt- ir um kjördæmaskipan“ 77 síður. Þennan kafla tók Ármann saman fyrir RUSUS (Rannsóknar og upp- lýsingastofnun Sambands ungra Sjálfstæðismanna) og fjallar hann að meginefni til um sögulega þætti kjördæmabreytinga á íslandi, kjör- dæmaskipan ýmissa ríkja og hugs- anlegar breytingar á kjördæmaskip STP orkuaukinn er alls ekki UNÐRAEFNI sem kappakstursbílar hafa einkaréttindi til að nota. STP orkuaukinn er einnig gerður 'il þess að auka afl og afköst bifreiðar fjölskyldunnar. Meðal annars hindrar STP orkuaukinn sót- myndun og kemur í veg fyrir stíflun vegna úrgangsefna. Ein dós af STP orkuauka á hverja 40 lítra af bensíni á 1000 km fresti kemur líka í veg fyrir ísingu í blöndungnum í frosti og ójafna blöndun bensínsins í hita. STP tryggir yður betri nýtingu bifreiðarinnar. Fæst í næstu bensín- og smurstöð. Sverrir Þóroddsson & Co. \ Tryggvagötu 19 Sími 23290 GRS TRfWMEHT ADD Tð .OASOtlNfi an á íslandi. „Þættir um kjördæma skipan“ var meöal síðustu verka Ármanns og hafa ekki birzt áður opinberlega. I fréttatilkynningu frá Minning- arsjóðnum segir, að úr vöndu hafi verið að ráða, þegar velja átti efni í bókina. Því meginsjónarmiði hafi verið fylgt, aö birta handrit, sem fjalla um þau grundvallaratriði, sem höfundi voru ætíð hugfólgn- ust, þ.e.a.s. stjórnskipun og stjórn- arfar, lýöræði og almenn mannrétt- indi. Bókin MANNGILDI verður seld í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og í bókaverzlun ísafoldar. Einnig geta þeir, sem óska fengið bókina senda gegn póstkröfu og skulu þeir snúa sér til sjóösstjórnar að Suðurgötu 39 í Reykjavík. Verð bókarinnar f harðkápu er kr. 200,00 en f bandi kostar bókin kr. 300,00. Ástmar Ólafsson sá um útlit bók arinnar, en setningu og prentun annaðist Ingólfsprent hf. Bókin er bundin í Félagsbókbandinu. Manngildi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.