Vísir - 08.09.1969, Blaðsíða 2
VI S IR . Mánudagur 8. september 1969.
j Enn eiga þrjú lið möguleika
AKRANES með sitt unga og
spræka lið er búið að missa
sjónar á Islandsbikarnum í
ár. Þetta gerðist þegar iiðið
tapaði fyrir Val 0:3 á gjör-
ónýtum grasvellinum í Laug-
nrdal. Reykjavíkuriiðin, KR
og Valur eygja hins vegar von
um að verða Islandsmeistar-
ar í ár, enda þótt Keflavík
standi langbezt að vígi.
Það verður leikurinn i Kefla
vík á laugardaginn kemur, sem
sker líklega úr um þetta. Vinni
Keflavík Akurnesinga I þeim
leik hefur liðið 15 stig og gæti
þá hafa unnið íslandsbikarinn
öðru sinni. Fer þetta eftir leik
Eyjamanna á Akureyri.
KR hefur ekki lengur mögu-
leika á að sigra í 1. deildinni.
Vestmannaeyingar geta hins-
vegar enn blandað sér í þetta
stríð, en þá verður liðið líka að
taka á honum stóra sínum.
Krafan um „BIKARINN HEIM“
gæti orðið að veruleika. 1 gær
tókst Eyjamönnum ekki að fá
Fram til Eyja vegna þess að
flugveður var ekki. Vinni Eyja-
strákarnir Fram, Akureyri og
Akranes hafa þeir hlotið 15 stig
en það geta Keflvíkingar einnig
fengið með því að vinna annan
leikjanna, en með því að vinna
báða eða gera jafntefli í öðrum
17 eöa 16 stig.
Sá möguleiki er enn fynr
hendi að Keflavík, Vestmanna-
eyjar og Valur verði efst og
jöfn með 14 stig. Til þess að
svo færi þurfa Keflvíkingar að
tapa fyrir Val, gera jafntefli
við Akranes. Valur að vinna
Keflavík og Vestmannaeyjar að
vin.na Fram og Akureyri en gera
jafntefli við Akranes, allavega
að fá 5 stig úr þessum 3 leikj-
um sínum.
Hafsteinn Guðmundsson sagði
í Keflavík fyrir helgina: Strák
arnir æfa vel, — og nú hafa
þeir loks fundið fyrir góðum
heimaáhorfendum, er hvetja þá
vel, það er mikils virði. —jbp—
Leðjan á vel við Valsmenn
Haildór Einarsson og Jóhannes
Edvaldsson í oaráttu við tvo Ak-
urnesinga í leðjunni í LaugardaL
Unnu þriðja leðjuleikinn i röð og settu Akur-
nesinga úr leik i 7. deild. Leikmenn fluttir af
velli blóðugir — Dómari varð fyrir aðkasti
að loknum leik
■ Valsmenn setta rautt
Ijós á frekari vonir Skaga-
manna um íslandsbikarinn
í gær. í leðjunni í Laugar-
dal skoruðu þeir 3 mörk
hjá vörn Akraness, sem til
þessa hafði aðeins fengið
á sig 4 mörk í 9 leikjum.
Eftir fremur jafnan fyrri hálf-
leik með tækifæri á báða bóga,
yoru Skagamenn gjörsamlega brotn
ir niður, eftir að Valur komst í 2:0
var uppgjðfin algjör.
Á 18. mín. leiksins skoraði hinn
efnilegi nýliði Vals Jóh. Edvaldsson
mark úr erfiðri stöðu af þeim stað
þar sem á venjulegum völlum er
merkt fyrir vítateig. Skot hans
kom eftir margmisheppnaðar til-
raunir Valsmanna, sem strönduöu
alltaf i vamarveggnum. Af nögu-
leikum Akraness má nefna það
þegar Guðjón Guðmundsson var tví
vegis kominn inn fyrir en skaut
I hliðarnet, og Matthías, sem
brenndi yfir markið úr opnu færi.
1 seinni hálfleik var vist flestra
álit að vítaspymu hefði átt að
dæma. Matthíasi var brugöið harka
lega, en enginn dómur. Síðar var
sama uppi á teningnum, þegar hin
um unga h. útherja var brugðið
og sparkað var utan í andlit hans.
Var hann fluttur blóðugur af velli.
Alexander Jóhannesson átti góöa
sendingu fyrir markið til Ingvars,
sem skallaði í netið, 2:0. Minútu
síðar endurtók það sama sig, en
glæsilegur skalli Yngvars lenti i
stöng.
Síðasta markið kom, þegar 2 min.
vom eftir og burðarrás Akraness
liðsins, Haraldur Sturlaugsson, bú-
inn að yfirgefa völlinn vegna
meiðsla. Mistök f þessari sterku
vörn, sem hefur fengið mun færri
mörk á sig í sumar en aðrar vamir,
áttu sér nú stað. Reynir Jónsson
fékk skottækifæri, sem hann not-
færði sér vel og skoraði 3:0.
, .v-v*
Þama er Þórður Jónsson, KR, í baráttu við hægri útherja ÍBA í
einum pollinum.
Dómarinn í leiknum, Jörundur I fyrir aðkasti, kastaö var í hann i unni. Kvenfólkið okkar getur verið
Þorsteinsson var e.t.v. slakur, en I rusli, og flaska sprakk á stein- skapheitt. Hins vegar verður aö
það vom allir, sem börðust um í | vegg skammt frá honum. Ung girða fyrir að svona lagaö geti
Ieðjunni þennan dag. Varð hann stúlka var sögð hafa kastað flösk I komið fyrir, því hættan er augljós.
Hvað er að, aorðanmenn?
Leikur Akureyringa kom upp um alvarlegar
veilur i liðinu. — KR-ingar unnu jbó létt 2:0
og hefðu getað skorað meira
0 Eitthvað alvariegt er að
liði Akureyringa. Menn
sem þekkja gjöih til segja
að liðsandinn aé ekki upp
á það bezta og má vera
að það sé rétt. Örugglega
hafa Akureyringar ekki
sýnt eins léiega leiki lengi
í Reykjavík og nú undan-
farið, einkanlega í gær
gegn KR. Segja má, að
varla hafi sézt glæta í leik
þeirra, ef Gunnar Aust-
fjörð er undanskilinn. Á-
hugaleysi markvarðarins
er hrein móðgun við knatt
Spyrnuna sem íþrótt.
KR-ingar, sem urðu að leika án
fyrirliða síns, Ellerts Schram átt.u
mun meira í leiknum öllum og 2:0
sigur var of lítill aö mér fannst,
því að tækifæri þeirra og tilraunir
voru mjög jákvæöar, og mörkin
komu eftir góðan sóknarleik, sem
var lokið með góðum endahnút.
Fyrra markið skoraði Baldvin
Baldvinsson á 7. mín. í fyrri hálf-
leik. Hann komst upp miðjuna,
renndi sér fram fyrir varnarmenn-
ina, ákveðinn í að skora, og hann
skoraði af stuttu færi með föstu
skoti, en Samúel markvörður
hreyfði sig lítið sem ekkert.
Seinna markið skoraði annar
sókndjarfur KR-ingur, Ólafur Lár-
usson, skot af vítateig, sem hafn-
aði neðarlega í horninu hægra meg
in. mjög glæsilega gert.
Mörg tækifæri áttu KR-ingar, en
Akureyringar fá og smá, t.d. var
ekki hægt að telja nema eitt ein-
asta markskot á KR-markið í seinni
hálfleik og í þeim fyrri hafði Guð-
mundur Pétursson ákaflega lítið að
gera í markinu.
Leikurinn hvíldi verulega á ágæt-
um tengiliöum KR, og átti Eyleifur
Hafsteinsson mjög góðan leik. í
framlínunni voru þeir Sigurþór,
Baldvin og Ólafur allir mjög virkir.
Athygli vakti leikur Jóns Ólason-
ar, h. bakvarðar KR. Það er óvenju
legur bakvörður, nettur og laginn
með boltann, en Jón er sonur Óla
B. Jónssonar þjálfara KR og áður
leikmanns og margfalds íslands-
meistara með liðinu.
Leikurinn fór fram á Melavelli
enda ógjörningur að leika á Laug-
ardalsvelli. Veðrið var eitt hið
versta fyrir knattspyrnu, sem hugs-
ast getur, úrfelli og rok. KR-ingar
voru heppnir, því þeir léku að
mestu undan vindi allan leikinn,
því í hálfleik sneri vindurinn sér.
Er það ekki í fyrsta skipti, sem
siíkt hendir KR á Melavellinum
Dómarinn, Carl Bergmann dæmdi
vel. Áhorfendur voru margir miðað
við veðurlagið. —jbp—