Vísir - 08.09.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 08.09.1969, Blaðsíða 9
V í SI R . Mánudagur 8. september 1969. 9 Strákamir í Smáverktökum snyrta umhverfíð Tryggvi Salómonsson verkstjóri. Cmáverktakar eru skrákarnir í Kópavogi kallaðir, sem nú í sumar hafa ræktaö um 3 hektara og auk þess hlaðið fjöld- ann allan af grasköntum, fram- leitt hleðslusteina, komið fyr- ir umferðarmerkjum sett upp stoðgrindur og ótal margt fleira. Það má sjá árangurinn af starfi þeirra um ailan Kópavogskaup staö og hafa sumir staðir tekið algjörum stakkaskiptum. Piit- arnir í Smáverktökum eru tæp- lega tuttugu og allir á aldrin- um 17 til 21 árs. Þetta er að- eins þeirra sumarvinna, en á veturna stunda þeir nám viö ýmsa skóla. M.a. menntaskóla, kennaraskóla, iðnskóia o.fl. Það var ’á síðastliðnu voru er þessir drengir voru að Ijúka prófum að þeir sáu ekki fram á að þeim hiotnaðist það hnoss að fá atvinnu í sumar. Þá var það Byggingarnefnd Hafnarfjarð arvegar sem bauð þeim þetta starf, að lagfæra og snyrta ým- isiegt á bæjariandinu. Við penn an starfa hafa þeir síðan verið í sumar og gengið mjög vei. Það hefur alltaf þótt ljóður á ráði framkvæmdamanna hér á landi að þeir keppast við ,að koma upp mannvirkjunum og skilja síðan allt umhverfis eins og opið sár En því er á annan veg fariö með þessi sár en önnur að tíminn fær þau eiginlega aldrei grædd. Fólk má því horfa á moldar- hauga og flög í nokkur ár, eða þangað tii iligresi nær að festa þar rætur. Þá verður njóla- skógur augnayndið næstu árin. Þessu er öðru vísi farið í Kópavoginum, en Byggingar- nefndin þar hefur borið gæfu til að finna ráð við þessu meini Stórverktakar fara á undan og reisa brýr og vegi og róta land-, inu upp um leið með stórvirkum þungavélum, á hæla þeirra koma Smáverktakar, breiða yf- ir og snyrta með haka og skóflu. Með þessu móti verða mannvirk in bæði til gagns og ánægju. Um leið fá þarna margir ungir menn vinnu og léttir það þeim óneitanlega skólagönguna. Byggingarnefnd Hafnarfjarð- arvegar var kosin af bæjarstjórn | Kópavogs árið 1937 og sér hún ,i um allar framkvæmdir við veg | inn og hina nýju brú. í nefnd bessafS eru þeir Sigurður Grét- ý ar Guðmundsson formaður, IBjörn Einarsson framkvæmda- stióri. Sigurður Helgason og Ás- geir Jóhannesson. Fær nefndin sérstaka fjárveitingu tii verks- ~i ins. a Það er i fyrsta skípti nú í sum ar. sem nefndin hefur ráðið t l-mga menn til að lagfæra og | fegra ýmislegt við mannvirkin. Hafa piltárnir staðið sig svo ve’ og verkinu miðað framar von um, að allar horfur eru á því að framhald verði á þessu á næsta sumri. Er því vel farið þar eð skólafólk á erfitt meö að fá sumarvinnu á þessum timum. „Það er alltaf verið að klifa á því að ungt fólk nenni ekkert að gera, heldur slæpist aðeins um og drekki brennivín". sagöi Björn Einarsson framkvæmda- stjóri er hann sýndi Vísismönn um þau verk, sem Smáverktak ar hafa unnið í sumar. „Það er mín skoðun, að það þurfi aðeins að sýna því traust og láta þaö hafa nægan starfa, þá eru engin vandamál í sambandi viö það. Þessir strákar, sem við höfum verið hérna með í sumar eiga heiður skilinn fyrir störf sín. — Þeir hafa verið kappsamir og sýnt starfinu áhuga.“ Og Björn ekur með okkur um kaupstaðinn og sýnir okkur þaö sem eftir Smáverktaka liggur. Fyrst liggur leiðin upp að Álf- hólsvegi „Þetta er uppgröftur úr veginum sem strákamir hafa jafnað úr, valtað og síöan sáð í“, segir Björn og bendir yfir grasivaxið holt' fram með Álf- hólsvegi. „Nú er hér 1,5 hektari gróið land, þar sem áður var stórgrýtismelur, Þetta er bæði til prýðis og má einnig slá og nytja. Hiuti af þessu er þannig gerður, að nota má fyrir spark- völl siðar meir.“ Næst leggjum við leið okk- ar niður undir nýju Kópavogs- brúna. Þar stendur lítiil gulmál- aður skúr og er hér aðalbæki- stöö Smáverktaka. Hér geyma þeir verkfæri sin og drekka kaffi. Skammt framan við skúr dyrnar stendur steypuvél og múrsteinahlaði. Þetta er steypu- stöð Smáverktaka og á hún að framleiöa 2 — 3 þús. hleðslu- steina nú í sumar. Steinarnir eru v-laga þannig að þeir halda hver 1 annan, þó ekki sé sement i milli Þessu er hægt að hlaða allt upp í 45° halla og kemur það sér vel, þegar á að nota steinana við sinn hvom brúar- stöpulinn. Þar veröur þeim nlað ið upp • bæöi til stuðnings og prýði. Steinamir eru steyptir < sérstökum mótum, sem Smáverk takar hafa að mestu leyti smíðað sjálfir. Bæði á nýju Kópavogsbrúnni og iram með aðliggjandi vegum má rekja spor Smáverktaka. — Máluð handrið og steinar og gras í vegköntum. Þetta má gleggst sjá á hinum nýja upp hækkaða vegi ofan við brúna. Þar hafa piltarnir sett upp stoð grindur fram með veginum og sömuleiðis jafnað og þakið veg- kantinn. Var það nokkuð vanda- verk, því aö kanturinn þarf bæði að liggja í sveig og er þar að auki undinn. „Þetta nafn, Smáverktakar gaf þeim Pál) Hannesson, fram kvæmdastjóri Hraðþrautar sf. Og þrátt fyrir nafnið sjáið þið Björn Einarsson frkvstj. Byggingamefndarinnar. að strákarnir hafa látið hendur standa fram úr ermum," segir Björn Einarsson, framkvæmda- stjóri. „En auðvitað þarf að hafa góðan verkstjóra, til þess að sjá um svona stóran hóp ungra manna. Ég var svo heppinn, að fá TryggVa Salómonsson til þess að vera með flokknum en hann er bæöi laginn og traustur mað ur.“ Tryggva Salómonsson hittum viö, þar sem hann stendur á nýþöktum bletti viö Vogatungu. • „Það er bæði hressandi og skemmtilegt að vinna úti og vera með strákunum," sagði Tryggvi. „Þetta eru kurteisir drengir og hafa mætt vel til vinnu í sumar. Við byrjum dag- inh alltáf kl. 7.20 og vinn- um til kl 5. Þó hefur stundum verið eftírvinna og jafnvel næt- urvinna til tíu á kvöldin. Það var hérna þessa fáu góöviðris daga sem komu. Þá notuðum við tækifærið og sáðum í flögin. — Annars hefur tíðin ekki bein- línis verið okkur hliðholl í sum ar. Stundum hefur vart verið vinnandi. Þetta kemur sér svo af leitlega, þegar unnið er svona við mold og jarðvinnslu." „Þetta er nú í fyrsta skipti í sumar sém ég vinn við svopa lagað,“ áegir Tryggvi. ,,Áður var ég fangavörður í tuttugu ár, en hætti vegpa, aldurs, Svo var ég rrtörg ár á Éorpúlfsstöð um, meðfin Thor Jensen átti bú'O, ið 'þar. Þá var mjólkin seld hipg að' til Reýkjav'kui*, én síðan tó'/ Samsalan það al)t saman á .sir ar herðár. Svo var Thor líka méð májeri þáfna. 1 Ég hef þvi starfað með a))s kyns fóiki og yfirleitt alltaf kom izt vel a'f við þáð. Ég héf ékkert undan þessum drengjum .aþ kvarta. ■ Það þarf auðvitað áð fylgjast'með svoná ungurrt möhri’ um. Égfvil alveg leyfa þeim að taka smá hvíldir,' en áð sjáff-’ sögðu má það ékki éhtíá méð eintómui masi.“ . Við fýlgjumst nú rrieð störfum Smáverktaka um stund, en þeir gefa sér varla.tíma til þess að iíta upp er við 'spjöllum við þá. Greinilegt er að bæði þeir og yfirmenn þeirra leggja sig fram við að leysá verkið vel af hendi og gera bæinn sem snyrtilegastan. Það mættu önn ur bæjar og sveitarfélög taka sér þetta til fyrirmyndar og nýta sína ungu starfskrafta til að auka sóma sinn og gera stað ina fegurri Hér sést bezt, hver árangurinn er, ef ungu fólki er treyst fyrir einhverju. Það er enginn vafi, ef því eru fengin verðug verkefni i hendur. að það leggur allan metnað sinn , að leysa þau sem bezt af hendi. □ 'Víiður mín af hræðsiu. Ég var miður mín af hræðslu, þegar ég var flutt á Fæðingar- deildina til að fæða um daginn, því að það er búið að skrifa og tala svo illa um stofnunina, aö það sé allt of þröngt þar og ekki sé hægt að hafa fullkomið hrein læti. Svo var reynsla mín sú, að plássið var nægilegt, hrein- læti í fullkomnu lagi og annað eftir því. Er það ekki ábyrgðar- hluti að hræða verðandi mæður með ýktum æsiskrifum um Fæð inga-deildina? Móðir. IS3 □ Bömin uöbbuð Skólayfirvölc Reykjavíkur göbbuðu bömin í skólana 1. september, án þess að kennsla hæfist strax í kjölfarið. Börnin vildu að sjálfsögðu vera lengur í sveitinni aö tína ber og tala við dýrin, sem er svo gott fyrir þau. En frá þessu eru þau dregin til þess að koma í skólana 1. sept Og svo þegar þau mæta 1. sept. eru þau skrifuð niður og sagt að koma aftur eftir VIKU. — Verst er þetta fyrir sjö ára börn in. Foreldrarnir eru búnir að undirbúa þau með þvi að segja þeim, hve skólinn sé skemmti Iegur og margt þar að fást við. Börnin koma full eftirvæntingar i skólana og verða fyrir gífur- legu áfalli og vonbriaðum, þeg- ar þeim er sagt að fara heim og koma aftur eftir viku Það er ijótt af skólayfirvöldum að gabba börnin svona. begar það er bara til að sýnast að þeir segja skólana bvrÞ ' sept. Fjóla. □ Förréttindtdmenn ' > umferðinni Vegfareridm: verða oft vitni, ( að hinum gáleysislegustu atburð um í umferðinni, og furða sig þá . gjaman á að slysin skuli þó ekki verða fleiri en raun ber vitni. Einkágkn af mörgum álíka er þannig, aö lítilli bifreið var ekið frá áeykiavík áleiöis til Hafn- 1 árfjái'öar. Aftan við litlu bifreiö- ii^ jft umferðinni var leigubif- '•eið, og virtist sem ökumanni þeírrar bifreiðar lægi talsvert mikið á. t það minnsta geystist hann fram úr litlu bifreiðinni á 90 km hraða, þrátt fyrir ,að á móti kæmi stór vöruflutninga- bifreið. Ekki virtipt heldur draga úr kjarki leigubilstjórans, að hann hafði heila 30 metra a milli bílanna til framúrakst- ursins. Er þetta ekki nokkuð «lsnn-<i"'?t“ at manni' sem hefur fólksflutninga að atvinnu? Vegfarandi. h iNGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.