Vísir - 26.09.1969, Síða 1

Vísir - 26.09.1969, Síða 1
VISIR 59. árg. — Föstudagur 26. september 1969. — 211. tbl. Hækki markið, styrkist pundiS og íslenzka krónan — segir hagfræðingur Seðlabankans. Engin kauphræðsla hér • Hækkun gengis þýzka marks- ins mundi stuíMa að því a'ð styrkja brezka pundið og þá jafn Söfnuðu pening- um til jólugjafu Þeir voru hressir og kátir strákarnir, sem Vísir hitti niður í bæ í gær. Enda hafði salan gengið vel hjá þeim. í atvinnu- leysinu höfðu þeir gripið til þess ráðs til að safna f gjafasjóð fyrir jólin, að selja ýmsa hluti, sem þeir áttu í fórum sínum. Höfðu þeir „standard“ verð á hlutun- um, 10 krónur fyrir þessa fínu leður-buddu og þarna var líka fyrsta jólabókin á markaönum, fyrir aðeins 10 krónur. Strákarnir í „búðinni“ sinni. Fáir á Nei- fundinum • Andstæðingar vínleyfisins efndu til almenns borgarafundar i Bæjarbfói í gærkvöldi til umræðu um kosningarnar á sunnudaginn kemur. Fundarsókn var minni, en menn höfðu vænzt en allfjörugar umræð-' ur urðu á fundinum og urðu marg- ír til þess að kveða sér hljóðs, og þar á meðal einnig greinilegir fylgjendur vínleyfisins, sem töluðu máli þess og hlutu ekki síðri undir- tektir en hinir. Fundurinn lét sitja við umræður einar, og gerði enga ályktun. Á bls. 9 birtast sjónarmið beggja aðila i viðtölum við forvígis- menn úr hvorum flokki — Já og Nei. Langar mest til að flengja þá alla saman — segir oddviti Grimseyinga um starfsmenn hafnamálastjórnar 0 Við megum ekki gera það sem okkur langar mest til — og það er að flengja þá alla saman, sagði Alfreð Jónsson, oddviti í Grímsey, þegar Vísir hringdi í hann til þess að for- vitnast um hafnarframkvæmd- irnar á staðnum. — En þar hef- ur í sumar verið unnið að nýj- um 90 metra löngum sjóvarnar- garði og fieiri endurbótum á höfninni. Það er yfirstjórn hafnarmála sem á inni þessar „trakteringar" hjá Grímseyingum fyrir þennan hafnar- gerð, sem hálfnaö er að byggja í Grímseyjarhöfn. — Það má segja það já, að hér sé urgur í mönnum og við segjum: Því fór sem fór, aö ekki var farið að okkar ráðum. Hafnargarðurinn var ekki byggður, þar sem við vild um hafa hann. Hafnargarðurinn átti að klárast í haust, en tvö stórbrim, sem hafa gengið yfir í sumar hafa brotiö framan af garðinum og tafið fram- kvæmdina og gert hana kostnaðar samari að sjálfsögðu. — Viö spurð um Alfreð, hvort hann héldi aö garðurinn stæði af sér veturinn? — Ekki lofa ég því. — Það stend ur nær æðri máttarvöldum aö lofa því. framt íslenzku krónuna,“ sagði Kristinn Haiigrímsson, hagfræð- ingur Seðiabankans í morgun. „Ég sé ekki, að við þyrftum að breyta okkar gengi á neinn hátt, nema hvað hækkun marksins þýðir auðvitað lækkun krónunn- ar gagnvart markinu einu. Það mundi stuðla að því, að við minnkuðum innflutning frá Þýzkalandi og ykjum útflutning þangað. Hér er þó ekki um há- ar upphæðir að ræða. Talað er um, að markið kunni að verða hækkað um nálægt 5 af hundr- aði.“ „Þetta er algjörlega pólitískt mál í Vestur-Þýzkalandi“, sagði Krist inn ennfremur. „Willy Brandt og Schiller vilja láta hækka gengið og telja, að verölagið muni fara hækk andi eftir kosningar, verði gengið ekki hækkað. Kiesinger og kristi- legir demókratar eru andvígir hækk un. Segist Kiesinger stena að stöð- ugu verðlagi en muni sjá til þess að svo verði. Kristilegir demó- kratar eiga mikið bændafylgi, og bændur mundu tapa á hækkun." Þá sagði hann, að þróun í gjald- eyrismálum Breta hefði verið hag stæð, og teldu þeir sig ekki þurfa aö breyta gengi pundsins. „Nei, það var engin hræðsla“, sagði verzlunarstjórinn í Heklu, einn þeirra verzlunarmanna, sem blaðið hringdi í í morgun, til að vita hvort fréttimar af þýzka mark inu hefðu náö aö hafa áhrif á ís- lenzka markaðinn, þá aöallega heim ilistækjasöluna. Sömu söguna var að segja hjá öörum fyrirtækjum, sem blaðið hafði samband við nema einu, ekki bar á því að sala ykist í gær og var ekkert óvenjulegt við hana. Hins vegar hefur sala á heimilis- tækjum verið góð undanfarnar vik ur eins og hún er yfirleitt á haust in. — Eg slapp með smáhruflu á höndunum, sagði Heiðar Skarphéð- insson, bílstjóri á Snæfellsnesrútunni, en hann varð að aka vagn- inum framrúðuiausum í bæinn alia leið frá Hvanneyri. Rúðubrot á þjóð- vegum stóraukast — Verkfræðingur ytra að kynna sér þessi mál • Það gustaði heldur betur um Snæfellinga á leið í bæinn í gær. Steinhnullungur, sem skauzt undan hjólbarða bifreið- ar á þjóðveginum við Hvann- Fékk pókergróðann í gúmmítékkam — Arðbær spilanótt fékk óvæntan endi i Landsbanka ■ Maður nokkur kom inn í Austurbæjarútibú Lands- bankans fyrir stuttu og ætla- aði að Ieysa út nokkrar ávís- anir, samtals að upphæð kr. 170.000, en ávísanirnar voru allar gefnar út af sama manni og á sama reikning. En við athugun kom í ljós, að á reikningnum voru innistand andi aðeins um 3000 kr., sem hrukku auðvitað skammt. Lög- reglunni var gert viðvart og leit að skýringa hjá manninum, sem ætlaði að leysa ávisanirnar út, en hann kvaðst fyrst hafa feng ið þær greiddar fyrir bifreið, sem hann hafði selt útgefanda ávísananna. Síðar skýrði hann svo frá, að hann hefði setið að spilum heima hjá ávísanaútgefandan- um og hafði hann unnið mest af þessum peningum af honum í tveggja manna póker. Þeir höfðu báðir veriö við skál. Málið er nú í frekar: rannsókn en handhafi ávísananna er mað- ur, sem gegnir föstu starfi og hefur sitt framfæri af því. eyri small af miklum krafti í framrúðu Snæfelisnesrútunnar og mölbraut rúðuna. • Sérleyfishafi, Helgi Pét- ursson, sendi að langferða- bíl til þess að taka við farþeg- unum, en bílstjórinn varð að aka bílnum rúðulausum í bæinn og var æði veðurbarinn þegar þang- að kom. Rúöubrot með þessum hætti hafa færzt mjög í aukana í umferöinn- úti um land. Fjöldi dýrra framrúöa eru brotnar eftir sumarið. Vegna þessa er nú í gangi athugun é þessu vandamáli. Þeim Jóni Birgi Jóiissyni, verkfræðingi hjá Vega- gerðinni og Bjarna Kristjánssyni, skólastjóra Tækniskólans hefur ver ið falið að kanna þessi rúðubrot og er Jón meðal annars þeirra erinda að kynna sér slík mál í Noregi um þessar mundir. •

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.