Vísir - 26.09.1969, Síða 8
8
V1SIR . Föstudagur 26. september 1969.
VISIR
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Evjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands
í lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Félagsmálaborgin
Margs konar og gífurleg vandamál einkenna allar
stórborgir heims. Mörg þessara vandamála eiga ræt-
ur sínar í borgunum sjálfum, en önnur eru innflutt,
því að stórar borgir hafa alltaf tilhneigingu til að soga
til sín vandamál, sem myndazt hafa utan þeirra. En
hvernig sem þessi vandamál eru til orðin, þá er það
eitt meginverkefna stjórna þessara borga að fást við
þau. Sums staðar erlendis eru félagslegu vandamálin
svo geigvænleg, að enginn mannlegur máttur virðist
geta hamlað gegn þeim.
Fræðilega séð er Reykjavík komin í tölu stórborga,
því að íbúar Reykjavíkursvæðisins eru orðnir nokkuð
yfir hundrað þúsund. Samt hefur Reykjavík ekki við
jafnerfið félagsleg vandamál að stríða og hliðstæðar
borgir erienais hafa almennt. Þetta stafar af því, að
borgarstjórn Reykjavíkur hefur lengi látið sig félags-
leg vandamál borgaranna miklu skipta. Erlendir sér-
fræðingar, sem hafa ráðgazt við borgaryfirvöld um
þessi mál, hafa lofað framtak borgarstjórnarinnar í
félagsmálum.
Fyrir tveimur árum gekkst meirihluti sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn fyrir róttækri nýskipan félags-
mála í borginni. Með henni var stefnt að því að sam-
eina þjónustu borgarinnar á þessu sviði og efla hana
eins ört og tilkoma hæfra sérfræðinga leyfði. Mið-
punktur hins nýja starfs er hin svonefnda fjölskyldu-
meðferð. Hún byggist á þeirri staðreynd, að marg-
vísleg félagsleg vandamál eru samtengd innan ramma
fjölskyldunnar. Fátækt og drykkjuskapur foreldra
leiðir til þess, að börnin lenda á glapstigum. Með fjöl-
skyldumeðferðinni er ráðizt á þessi vandamál í
einu lagi.
Á grundvelli þessarar stefnu hefur verið komið á
fót fóstrunarkerfi og komið upp fjölskylduheimilum
fyrir munaðarlaus börn. Unnið er að lækningastöð
fyrir börn með geðræn vandamál, sem slæmt um-
hverfi og uppeldi hefur skapað þeirm Enn eru mál
drykkjusjúklinga í deiglunni og einnig hafa verið
könnuð vandamál ógiftra mæðra og unglingahópa.
Verkefnin, sem framundan eru, virðast vera ótæm-
andi, en þau hafa þegar verið tekin föstum tökum.
Árangurinn mun smám saman koma í Ijós.
Stefna sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefur verið
að hjálpa hinum ógæfusömu til sjálfshjálpar og reyna
að mynda skilyrði þess, að menn lendi ekki í ógæfu.
í stað hins gamla framfærslukerfis er stefnt að virkri
og fyrirbyggjandi andspyrnu gegn þjóðfélagslegu böli.
En þetta er einmitt sú stefna, sem verið er að taka
upp í þeim erlendum stórborgum, sem lengst þykja
vera komnar á þessu sviði. Og það merkilega er, að
þessar aðgerðir borga sig, því að þeir peningar, sem
fara í þær, margborga sig aftur á öðrum sviðum í
þjóðfélaginu.
Reykvíkingar geta vissulega verið stoltir af fram-
taki sínu í félagsmálum.
A laska-æ vin týríð
Tjegar það ótrúlega fyrirbæri
er farið að gerast hér aftur,
að fólk flýr landið og flyzt jafn-
vel hundruðum saman til Ástra-
líu, koma upp í hugann minn-
ingar um merkismann, sem var
uppi á síðustu öld og kom mjög
við sögu hinna miklu mann-
flutninga þá til Ameríku. Það
var Jón Ólafsson, sem gerðist
einn helzti Ameríku-agentinn og
starfaði nokkur ár með stærsta
útflutningsstjóranum, Sigfúsi
Eymundssyni. Um nokkurt skeið
seldu þeir ár eftir ár yfir þús-
und manns farseðla til Ame-
ríku. Það var óneitanlega mikil
blóðtaka fyrir þessa litlu þjóð
og Jón Ólafsson hlaut mikið á-
mæli fyrir þaö að teyma fólk úr
landi, fyrir það var litið á hann
sem hálfgildings ættjaröar-
svikara.
En hann svaraði þessu til:
„Það eru margir ættjaröarvinir,
helztir þeir sem lifa á öðrum og
ekki þurfa sjálfir að vinna sér
brauð, eða sem hafa náðug og
feit embætti, sem hafa mikiö
á móti útflutningi fólks héðan
af landi. Landið líður við þaö,
segja þeir, það þarf á öllum sín-
um kröftum að halda!
Ég vil heldur vita nokkrar
þúfur mykjulausar og óræktað-
ar á íslandi og nokkra Islend-
inga í sæld og velgengni frjó-
semdar og frelsis í Ameríku,
heldur en aö vita sömu þúfna-
kollana grænka á sumrin und-
an góðum áburði og sömu Is-
lendingana í sulti og seyru,
éymd og volæði örbirgöar o,<>
ófrelsis hér heima í landinu."
Sjálfsagt endurtekur sama
sagan sig, sömu vandamálin, þó
í minni stíl séu, sömu ásakanim
ar um óþjóðrækni þeirra, sem
yfirgefa gamla landið og sömu
mótrökin, að það sé lítill vandi
að vera þjóörækinn fyrir þá sem
sitja í feitu embætti, kannski í
tveimur, þremur embættum
samtímis, eins og víst er e'nn
algengt hér, meðan atvinnuleys-
ingjar og fátæklingar 20.’áldar-
innar hrökkva úr landi.
Jgn þó er það af öðru sérstöku
tilefni sem ég vil nú minn-
ast Jóns Ólafssonar. Jfann var
ekki aðeins Ameríkuagent og
gróðabraskari meö flóttafólk.
Hann var líka merkilegur hug-
sjónamaður, hann barðist fyrir
því, að íslenzkir vesturfarar
sameinuðu kraftana ogi- stofn-
uðu íslenzkt lýöveldi, þar sem
nýtt þjóðfélag með íslenzkri
tungu og íslenzkri menningu
gæti risið upp, í stað þess að
vesturfararnir hópuðust í hið
enskumælandi fjölbýli í W'nni-
peg og Dakota, þar sem þeir
yrðu bráðlega kaffærðir og
breyttust í Westur-lslendinga.
Það var hin mikla hugsjón
Jóns, að íslenzkir vesturfarar
ættu að flytjast í hópum norður
til Alaska, sem Bandaríkin
höfðu nýlega keypt af Rússum,
en vissu síðan ekkert hvað þeir
áttu að gera við þetta lands-
svæði. Þá bjuggu aðeins nokkr-
ir tugir hvítra veiðimanna í
þessu víðlenda hemskauts-
landi. Tókst Jóni að vekja áhuga
bandarískra stjórnarvalda á
þessari hugmynd sinni og var
Hvað nú, — ef Alaska-draumur Jóns Ólafssonar heföi rætzt?
hann sendur f leiöangur norður
eftir til að kanna landkosti.
Honum fannst landið dásamlegt,
— mér finnst, að hér sé gott
að eiga heima. Honum fannst
hann vera í hlutverki Garðars
Svavarssonar og ritaöi áróðurs-
bækling fyrir hugsjón sinni.
Hann vjldi gð hluti íslenzku
þjóðarinnar tæki sig upp úr
eymdinni á Atlantseyjunni og
fylgdi fordæmi. landnámsmann-
anna. „Ég spyr, hvort feður vor-
ir elskuðu meira ættjörö sína
eða frelsið, þegar þeir flýðu
eignir sínar og óðöl. Þeir flýðu
til að sjá því borgið, sem var
meira virði, — frelsi og þjóö-
emi.“
/~hg hugsjón hans var hvorki
V-F meira né minna en það, aö
í Alaska risi upp íslenzkt
Kyrrahafsveldi. „Þegar sjó-
mennskuþjóð eins og íslend-
ingar festu fót í landi, þar sem
timbur kostar ekki annað en aö
smíða úr því, er líklegt, að þeir
mundu skjótt veröa ein fræg-
asta siglingaþjóð og ná undir
sig Kyrrahafsverzluninni, sem
er verk fyrir hundruð þúsunda,
jafnvel milljónir manns.“
Lítill árangur varð af þessum
háleitu hugsjónum Jóns Ólafs-
sonar. Áróður hans hafði þær
verkanir einar, að tveir eða þrír
Islendingar fluttust þangað
norður og lifðu sem einmanaleg-
ir veiðimenn f greniskógunum.
Það var hlegið að þessari
heimsku Jóns, talið fáránlegt að
setjast að á þessum afskækli
heimsins, sem var álitinn ör-
reytisland túndru og sífrera.
Það var skemmtilegra að flyfckj-
ast í Notre Dame og Portage-
stræti í Winnipeg og geta farið
um hverja helgi á böll í west-
ur-íslenzku bindindisfélögunum,
vinna í gatnagerð fyrir 6 dollara
á mánuði. Þannig hjaönaði
hugmyndin meðal annars af því
að Alaska var álitið snautt og
einskis nýtt land.
Samt er það nú óneitanlega
skemmtilegt að velta því fyrir
sér, hvemig farið hefði ef Al-
aska-hugsjón Jóns Ólafssonar
hefði komizt í framkvæmd.
Nokkrum árum síðar fannst
gull í Klondyke svo landiö
byggðist meira en áður og þó
var íbúatalan lengi vel aðeins
fáeinar tugþúsundir. Með gull-
fundinum kom fyrst i ljós, að
það var ekki eins fátækt og
menn höfðu haldið.
l^n þó er það ekki fyrr en nú
á síðustu tveimur árum,
sem ljós er farið að renna upp
fyrir mönnum, að Alaska er að
náttúrugæðum eitt allra auð-
ugasta landi í heimi. Það sem
nú hefur gerzt þar er einfald-
lega það, að fundizt hafa ein-
hverjar auðugustu olíulindir í
heiminum. Það var í janúar
1968 sem borunarmenn komu
fyrst niöur á olíuna. Er það álit
manna, að þær séu auðugri en
olíulindirnar í Arabíu, sem
tækniveröldin hefur nú lifað á
í meir en aldarfjórðung.
Vegna þessa er allt að kom-
ast á fleygiferð í Alaska. Þeir
erfiðleikar eru viö olíuvinnsluna,
að olíusvæðiö er á noröurströnd-
inni, sem snýr aðeins út að Pól-
> <■ i ‘i 'bV/MfUU>,