Vísir - 26.09.1969, Síða 13
I V í SIR . Föstudagur 26. september 1969.
Um „fjárdrátt og fjárhættuspil4*
'17'egna bréfs frá „C. E.“, sem
„Vísir“ birti á íþróttasíðunni
fimmtudaginn 18. september sl.
undir fyrirsögninní: „Fjárdráttur
og fjárhættuspil í íþróttafélagi",
vill stjóm félagsins „Skandinavisk
Boldklub Reykjavík" (S.B.R.)
hér með koma eftirfarandi á fram-
færi við blaðið til birtingar og til
nauðsynlegrar leiðréttingar á vill-
andi upplýsingum, sem fram koma
í umræddri grein.
Stjóm S.B.R. telur sig hafa ör-
uggar upplýsingar um það, að
fjallaö er um starfsemi þessa félags
‘í greininni og einnig um það, hver
hefur gefið þær upplýsingar, sem
fram koma þar.
Stjóm S.B.R. er algjörlega sam-
mála um það, að ýmsar þær upp-
lýsingar, sem fram koma í grein-
inni, eru mjög ýktar eða beinlínis
villandi, þegar Iitið er á starfsemi
félagsins í dag, og einnig, að grein-
in er skrifuð 1 þeim anda, að um
beina árás á félagið og starfsemi
þess sé að ræða að áliti stjórnar-
innar.
Þessar staðhæfingar skulu hér
rökstuddar með eftirfarandi upp-
lýsingum um starfsemi félagsins
í dag.
Félagið starfar samkvæmt félags-
lögunum innan vébanda íþrótta-
bandalags Reykjavíkur með þeim
skuldbindingum og kostum, sem
það hefur ( för með sér.
. í lögum félagsins segir um til-
gang starfseminnar: „Tilgangur fé-
iagsins er: 1) Með íþróttastarfsemi
að efla vináttu og samstarf meðal
hérbúandi ungra Skandínava inn-
1 byrðis og jafnaldra íslendinga. 2)
Með því að standa fyrir ferðalög-
um og kvöldvökum með kvik-
myndasýningum og fyrirlestrum
um íslenzk málefni aö koma fé-
lagsmönnum í tengsl við og
auka þekkingu þeirra á íslenzkri
náttúru, menningu og þjóö“.
Síðasti aðalfundur félagsins var
haldinn h. 10. apríl sl. og var þá
núverandi stjóm, endurskoðendur
og allar nefndir kjömar aö fullu
á löglegan hátt.
Starfsemi félagsins síðan þá
hefur í stórum dráttum verið sem
hér segir: 1) Fyrir flest mánaðamót
hefur verið gefin út skrá yfir starf-
semi félagsins þann mánuð, sem
fór í hönd og skráin send öllum
félagsmönnum.
2) Haldnar hafa verið samkomur
í leigðu húsnæði á Laufásvegi 16
á hverju fimmtudagskvöldi með
mismunandi dagskrá svo sem kvik-
myndasýningum, umræöum um fé-
lagsmál, ýmsum skemmmtiatriðum,
félagslegri samveru o. fl.
3) Á mánudagskvöldum hafa
verið spilakvöld með borðtennis,
skák og ýmsum spilum, en alls
ekki fjárhættuspil, sem hefur verið
algjörlega bannað.
4) Á þriðjudagskvöldum í ágúst
var reynt að stofna til handknatt-
leiksæfinga þrisvar sinnum í röð,
en þátttakan reyndist vera of lítil
til þess að árangur næðist og var
því hætt við það aftur.
5) Ferðalög fyrir félagsmenn
hafa verið farin á vegsm féiags-
ins um helgar yfir sumartimann.
Hefur þá verið farið til Snæfells-
ness, ‘Esju, Þórsmerkur, Borgar-
fjarðar, Heklu og Hítarvatns. Fimm
feröalög til viðbótar voru áætluð,
en þátttakan í þeim reynist vera
of lítil (innan við 10 manns).
6) Á öðrum helgum hefur verið
unnið í sjálfboðavinnu við bygg-
ingu skíðaskála félagsins við Lækj-
arbotna .Skáli þessi er byggður án
nokkurra utanaðkomandi styrkveit-
inga og er langt kominn að vera
fullbyggður.
7) Skemmtikvöld og böll á laug-
dagskvöldum hafa verið haldin ca.
einu sinni í mánuði, þar af nokkr-
um sinnum í skíðaskála félagsins
með varðeldum og samsöng.
8) Félagið hefur tekið þátt í
hinni árlegu gróðursetningu trjáa
í Heiðmörk í júnímánuði, en fyrir
þeirri starfsemi standa þrjú nor-
ræn og dönsk félög í Reykjavík.
9) ' íþróttaiðkanir aðrar en ofan-
greindar hafa ekki verið í sumar,
en áætlað er að hefja vikuleg æf-
ingakvöld í badminton i vetur eins
og verið hefur á vetrum undanfar-
in ár.
Varðandi ásakanir þær, sem fram
koma í greininni um fjárdrátt ým-
issa meölima er það aö segja, að
reikningar félagsins voru lagðir
fram á aðalfundi h. 9. janúar sl„
yfirfarnir og samþykktir af end-
urskoðendum félagsins (ekki nú-
verandi endurskoðendum). Einn fé-
lagsmaður var þá í skuld við fé-
iagið fyrir þátttöku í einu ferða-
lagi. TU skuldar. þessarar var
stofnað með fullri vitund og.sam-
þykkt þáverandj stjórnar og sam-
þykkti aðalfundurinn þetta einnig.
Um aðrar skuldir félagsmanna eða
annarra við félagið er ekki að
ræða í dag.
Yfirlit yfir reikningshald féiags-
ins (endurskoöað) er sent árlega til
Íþróttabandalags Reykjavíkur til
endurskoðunar samkvæmt félags-
lögum.
Varöandi þann „kjarna" félags-
manna, sem greinarhöfundur ræðir
um og sem hknn telur hafa bolað
burtu hinum gömlu endurskoðend-
um, er það að segja, að núverandi
stjóm telur sig vita hverja um
ræðir, og enginn þeirra á sæti
í stjórninni, í dag.
Nýi endurskoðandinn, sem sér-
staklega er rætt um í greininni er
löglega kosinn á sl. aðalfundi fé-
félagsins. Hann hefur verið félags-
maður í meira en 18 ár og oft kos-
inn í stjórn. Hann héfur verið mjög
virkur í starfi fyrir félagið og unn-
iö því mjög mikið gagn um árin,
enda hefur einn endurskoðandinn
frá því í vetur sl. (greinarhöfund-
ur?) gefið svofellda skriflega yfir-
lýsingu um þennan mann: „Skrif-
að til (nafngreining): „Ég held
ég hafi rétt til á vegum S.B.R. aö
færa þér mjög miklar þakkir fyrir
þá stórkostlegu vinnu, sem þú
hefur útfært fyrir S.B.R. í öll þau
mörgu ár, sem þú hefur verið
ferðaleiðsögumaður, formaður og
drífandi afl innan starfsemi S.B.R.
Ef öll sú vinna fyrir S.B.R. sem
þú hefur útfært af frjálsum vilja,
ætti að greiðast í peningum, þá
mundir þú vera mjög ríkur maður.
Beztu framtíðaróskir með mörgum
þökkum. C. E.“.“ Þetta var skrifað
í febrúar 1966.
Varðandi upplýsingar í greininni
um fjárhættuspil á félagsfundum
er það að segja, að það hefur aldrei
verið mikið og hefur veriö algjör-
lega bannað í tíð núverandi stjórn-
ar.
Styrkveitingar úr sjóðum I.B.R.
til félagsins samkvæmt venjuleg-
um reglum nema árlega fáeinum
þús. kr. Um aðra styrki úr opin-
berum sjóðum hefur ekki veriö að
ræða á undanförnum árum.
Með því að koma ofangreindum
upplýsingum á framfæri i blaðinu
er það von stjórnar S.B.R. að les-
endur blaðsins geti lagt sanngjarnt
mat á starfsemi félagsins. Núver-
andi stjórn félagsins telur sig í alla
staði hafa reynt að starfa sam-
kvæmt stofnskránni og þeim fyrir-
mælum, sem þar eru sett fram.
Stjórn S.B.R.
HÚSGACNAVIKA ‘
18,- 28. SEPTEMBER í
ÍÞRÓTTAHÖLLINNI í LAUGARDAL
OPIN VIRKA DAGA KL. 16 - 22
LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA KL. 14-22
SÝNING A GÆÐAMERKTUM HÚSGÖGNUM
OG INNRÉTTINGUM
EINNIG EFNI. AKLÆÐUM.
GLUGGATJÖLDUM OG TEPPUM -
13
J^Wtál&iGöúi I
Nokkur orð um
óviðiirkvæmilegan
kosningaundirbúning
Furðulegasta þjóðlifsmynd
kemur fram í kosningaundirbún
ingi suður í Hafnarfirði, þar sem
verið er að kanna, hvort heim-
ila eigi vínveitingar i nýju veit-
ingahúsi á staðnum. Bæjarstjórn
treystir sér ekki til að taka á-
kvörðun £ viökvæmu máli en vís
ar til álits meirihluta almenn-
ings, sem nú á að kanna með
kosningu eða skoðanakönnun,
eins og aðferðin er nefnd, um
hvort leyfa eigi vínveitingar í
bænum, en framkvæmdin virð-
ist með sama sniði og venjuleg
kosning. Kosningaundirbúningur
inn er nú í algleymingi og hefur
tekið á sig allt hið neikvæða
við fyrirkomulag almennra kosn
inga. Það er reynt að hræra upp
i hugum fólks með viðbjóðsleg-
um áróðri á báða bóga, og sleg-
ið er á viðkvæma tilfinninga-
strengi. Fundahöld, biaðaútgáfa
og áróður af flestu tagi er hafð-
ur í frammi af ótrúlegustu at-
hafnasemi. Meira að segja hafa
verið opnaðar kosningaskrifstof-
ur.
Sá hónur stækkar óöum sem
fyliist viðbióði á þessum furðu-
legu vinnubrögðum. Ekki þarf
að efa aö báðir aðilar telja sig
vera að vinna að því, sem al-
menningi er fyrir beztu. Von-
andi væru sömu aðilar jafnfús-
ir að vinna að almenningsheill
i ýmsu öðru tiiviki.
Kosningar eru nauðsyn í þjóð
félagi sem hefur lýðræði í há-
vegum, og oft getur verið nauð-
syn að kanna hug almennings
til viðkomandi mála. 1 slfkum til
fellum þarf að vera til opinber
aðili eða viðurkennd aðferð til
skoðanakönnunar til að kanna
hug almennings til ákveðinna
mála. Þá hefði bæiarstjóm Hafn
arfjarðar getað snúið sér til
þessa viöurkennda aðila eða hag
nýtt sér viðurkennda aðferð til
skoðanakönnunar, en losnað við
Ieiðinlegan kosningaundirbúning
með baknagi og nöldri. Hvorki
hefði þurft að opna kosn-
ingaskrifstofur né gefa út blöð.
Alla þá fjármuni og orku hefði
mátt nota til hagnýtari og
skemmtilegri hluta, enda mý-
mörg verkefni óieyst þar sem
annars staðar.
Það er furðulegt hve deilur
um áfengismál þurfa ætíð að
taka á sig afkáralega mynd. Á
við það jafnast ekkert nema ef
væru prestskosningar. Prests-
kosningar hafa alit of oft haft
yfir sér heldur ókristilegan blæ,
og eins er um deilu sem þessa
1 Hafnarfirði, það er því líkast
sem deiluaðilar séu undir jafn-
vel annarlegum áhrifum.
Þaö verða að teijast mistök,
að slík mál skuli ekki vera leyst
eða ákvörðuð á annan hvorn
veginn, eins og hver önnur, án
þess að til komi óviðurkvæmileg
kosningaátök, eins og nú á sér
stað.
Vafalaust skiptir mikiu minna
máli fyrir daglegt bæjarlff hvem
ig þessu máli kann að reiða af,
og miklu minna í húfi en látið
er í veðri vaka. Menningarspjöll-
in eru jafnvel meiri í þeim úlfa-
þyt, sem upp er vakinn, en í
eftirköstunum, hvernig sem þau
kunna að verða. Vonandi verða
allir aðilar jafnfúsir til að vinna
gegn áfengisbölinu eftir kosn-
ingar, sem núna fyrir þessar
furðulegu kosningar, því Hafn-
firðingar eiga þegar við sitt á-
fengisböi að strfða, eins og önn-
ur samfélög. Um bölið virðast
allir sammála. Það er því frem-
ur deilt um aðferðir til að hafa
áhrif á venjur samborgaranna.
Hins vegar er og verður þeirri
spurningu vafalaust ósvarað,
hvort hægt verði að hafa áhrifin
einhliða með boðum og bönnum.
Þrándur í Götu.
LEIGAN s.f.
Vinnuvelar til leigu
Stauraborar
Slípirokkar
Hitablásarar
Litlar Steypuhrœrivélar
Múrhamrar m. borum og fleygum
Rafknúnir Steinborar
Vatnsdœlur ( rafmagn, benzín )
Jarðvegsþjöppur Rafsuðutœki
HÖFDATUNI4 - SiMI 23-480
ÞJONUSTfl
Húsaviðgerðaþjónustan í Kópavogi auglýsir
Steypum þakrennur og berum i þéttiefni. Þéttum sprung-
ur í veggjum, svalir, steypt þök og Kringum skorsteina
með beztu fáanlegum efnum. Einnig múrviðgerðir, leggj-
um járn á þök, bætum og málum. Innanhússviðgerðir.
breytingar, þakmálun. Gerum tilboð, ef óskað er. Sími
42449 milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin. Menn með
margra ára reynslu.
HELLUR í GANGSTÉTTIR
terasa og á veggi, hleðslusteinar, garðtröppur, mikið úr-
val. Leggjum stéttir og veggi. — Uppl. í síma 36704 á
kvöldin. — Hellusteypan, Vesturbænum, á horni Starhaga
og Ægissíðu.
PÍPULAGNIR
Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viðgerðir, breytingar á vatns-
leiöslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita
og kalda krana. Geri við wc-kassa. Sími 17041. — Hilmar
J. H. Lúthersson, pipulagningameistari.
HUSEIGENDUR — HÚSBYGGJENDUR
Steypum upp þakrennur, þéttum steypt þök og þak-
rennur, einnig sprungur i veggjum með heimsþekktum
nylon-þéttiefnum. Önnumst alls konar múrviðgeröir og 1
snyrtingu á húsum, úti sem inni. — Uppl. i síma 10080.
BÓLSTRUNIN BARMAHLÍÐ 14
Klæði og geri við bólstruð húsgögn. Fliót og vönduð vinna.
Úrval áklæöa. — Svefnsófar til sölu á verkstæðisverði.
Bólstrunin Barmahllö 14, simar 10255 og 12331.
Nýjung—bílastæði
Bifreiðaeigendur. Höfum opnað
bón og þvottastöð að Sölvhóls
götu 1 (portið).
Leigjum bílastæði gegn dag-
grgiðslum og mánaðargreiðslum.
Uppl. í síma 16454 eftir kl. 19.30
á kvöldin og á staönum.
BÓN & ÞV0TTUR
Sölvhólsgöfu 1