Vísir - 14.10.1969, Qupperneq 8
8
V í S I R . Þriðjudagur 14. október 1969.
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent h.t'. \
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson /
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson \
Aöstoöarritstjóri: Axei Thorsteinson (
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson \
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson lí
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099 )
Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Sími 11660 (
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) )
Áskriftargjaid kr. 165.00 á mánuöi innanlands l
í lausasöiu kr. 10.00 eintakið /
Prentsmiöja Vísis — Edda h.L_____________________________ \
Fremur heiÖskírt
„J>að verður fremur heiðskírt með skúrum“, spáði (l
einn alþingismaðurinn við þingsetninguna, þegar Vís- /
ir spurði hann um horfurnar á ófriði í þingstörfum á )
90. löggjafarþinginu. )
Andrúmsloftið á Alþingi er greiniiega annað en í \
fyrra. Þá voru erfiðleikar markaðshruns og aflabrests (
í hámarki. Þá var meira að segja rætt í alvöru um (
myndun þjóðstjórnar, sem mönnum leizt þó ekki á /
við nánari athugun. Stjórnarliðið taldi ekki vera til /
neinna bóta að fá hjálp stjórnarandstöðunnar við i1
lausn vandamálanna og stjórnarandstaðan taldi rétt (
að leyfa stjórnarsinnum einum að glíma við vandann, /
sem mörgum virtist þá vera óleysanlegur. )
Stjórnarliðið þurfti á þinginu í fyrra að standa fyr- \
ir róttækum aðgerðum til að rétta af þjóðarskútuna \
eftir áföll markaðshrunsins og aflabrestsins. Urðu (
yfirleitt harðar og óvægilegar deilur á Alþingi um (
þessar aðgerðir. /
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá þingbyrjun )
í fyrra. Stjórnarsinnum hefur á þessu ári tekizt að \
rétta þjóðarskútuna af. Þjóðin býr að vísu við krapp- \
ari kjö'r en á mestu velgengisárunum, en mestu máli (
skiptir þó, að hún er efnalega á uppleið aftur. (
Stjórnarliðinu hefur meira að segja tekizt það, /
sem fáir trúðu í fyrravetur, að væri hægt: Að koma )
atvinnuleysinu niður fyrir það, sem algengast ér í \
nágrannalöndunum. Baráttan við atvinnuleysið hef- (\
ur verið árangursríkust í starfi atvinnumálanefnd- (i
anna, þar sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar, fram- //
kvæmdamenn og fulltrúar verkalýðsfélaga hafa unn- /
ið saman í mesta bróðerni. í því samstarfi hafa allir )
verið heilir og þess vegna hefur það borið ávöxt. \
Vegna þessarar þróunar er risið með lægsta móti
á stjórnarandstöðunni nú í þingbyrjun. Þingmenn \
hennar viðurkenna með sjálfum sér, að ríkisstjórn- \
in er fastari í sessi en nokkru sinni fyrr á kjörtíma- (
bilinu. Þeir finna, að þeir hafa of erfiða vígstöðu til að (
fara í hart í umræði’m á Alþingi. ’ /
Þótt þingið verði þannig fremur friðsamlegt í þetta )
sinn, skortir ekki deilumál. Töluverð óvissa ríkir um )
atvinnuhorfur vetrarins og verður vafalaust deilt á \
þingi um, hvað gera skuli til að hamla gegn því. I því i
máli stendur ríkisstjórnin vel að vígi, því að hún hef- (
ur þegar lagt grundvöll að margvíslegum aðgerðum )
til að auka framkvæmdir og atvinnu. )
Þá mun koma til kasta þessa þings að skera úr um \
aðild íslands að fríverzlunarbandalaginu EFTA. (
Margt bendir til þess, að stjórnarandstaðan fari var- (
legar í því máli en hún gerði í stóriðjumálinu á sínum /
tíma. Andstaðan gegn stóriðjunni þá er nú nægur /
kross fyrir stjórnarandstöðuna að bera, þótt hún fái )
ekki einnig sams konar eftirmæli fyrir frammistöð- \
una í EFTA-málinu. Þetta vandamál verður stjórnar- v
andstöðunni vafalaust mjög erfitt í vetur. s (
Þegar á allt er litið, er eðlilegt að spá „fremur heið- [
skíru með skúrum“ í þingstörfum á næstunni. /
Litib á fjár-
lagafrumvarpið:
„•yiö gerð fjárlagafrumvarps-
~ ins fyrir áriö 1970 var fylgt
þeirri meginstefnu að takmarka
svo útgjöld ríkissjóðs, að fjár-
lög gætu orðið afgreidd greiöslu
hallalaus án nokkurra nýrra
skatta. Hefur þetta því aðeins
getað tekizt, að allar nýjar fjár-
veitingabeiðnir hafa verið lagð-
ar til hliðar, nema þegar athug-
un hefur leitt í ljós, að um ó-
umflýjanleg útgjöld væri að
ræða til að forðast vandræði eða
til að veita brýna þjónustu og
þá oft með bætt skipulag í
huga. Ekki er lagt til að skeröa
að neinu leyti þá þjónustu,
sem ríkið veitir borgurunum ...
... Engar fjárveitingar til fram-
kvæmda hafa verið skertar, held
ur er lagt til í frumvarpinu að
auka fjárveitingar til ýmiss kon
ar framkvæmda á vegum ríkis-
ins um tæpar 90 millj. kr. ...
Vegna greiðsluhalla ríkissjóðs
síðustu árin ber sérstaklega
brýna nauösyn til þess, að fjár-
Nú kemur til kasta alþingismanna aö sníða landinu fjárlög
fyrir næsta ár.
Brýn nauðsyn á halla-
lausum ríkisbúskap
lög verði nú afgreidd á þann
veg, að ríkisbúskapurinn verði
raunverulega hallalaus á næsta
ári“.
Fjárlagafrumvarpið var lagt
fram á Alþingi í gær, svo sem
gert hefur verið í þingbyrjun að
undanfömu. Eins og að framan
greinir, er það meginstefnan, að
rikisbúskapurinn verði raunveru
lega hallalaus að þessu sinni.
Stjómarandstæðingar munu
væntanlega telja, aö ekki sé
séð fyrir hag ýmissa opinberra
sjóða með frumvarpi þessu,
en stjómarsinnar telja nauðsyn
hins ýtrasta sparnaðar.
Hækkun heildarútgjalda ríkis-
ins er áætluð 11,8%. í þessari
hækkun eru taldir tekjustofnar,
sem ráðstafað er til vissra aöila
eða verkefna, og nemur hækk-
un þeirra 15,7%. — Veröur nú
vikið að einstökum flokkum.
200 þúsund fyrir fálkaorðuna.
Framlög til fræðslumálá
hækka um 139 millj., þar af
83,1 millj. til rekstrar barna-
og gagnfræöaskóla og 11,1 millj.
til byggingar siíkra skóla. Fram
lög til Háskólans hækka um
11,4 millj. og 23,4 millj. til
rekstrar menntaskóla. Framlög
til rekstrar og byggingar Kenn-
araskólans og Æfinga- og til-
raunaskólans hækka um 11,7
millj. kr.
Launaliðir hækka hvarvetna
vegna launahækkana á árinu.
Kostnaöur við löggæzlu á Kefla-
víkurflugvelli vex um 2,7 millj.
kr., þar af 0,9 millj. vegna ráðn-
ingar þriggja lögregluþjóna til
löggæzlu í herstöð á Sandgerðis
heiöi.
Taiið var eðlilegt, að laun
starfsfólks sendiráðanna skyldu
ekki lækka meira f erlendum
gjaldeyri en sem svaraði al-
mennri kjararýrnun launafólks
hér heima, og varð því veruleg
hækkun þessara launa í íslenzk-
um krónum eftir gengislækkun-
ina í fyrra.
Framlög til alþjóðastofnana
lækka um 1,1 millj. kr.
Kostnaður við fálkaorðuna er
200 þúsund krónur. Tekið er
inn framlag til þjóöhátíðar 1974
að fjárhæð 800 þúsund krónur.
Uppbætur á útfluttar land-
búnaöarafurðir hækka um 30
milljóriir.
Þá hækka framlög til útvegs-
mála um 53,4 millj. Þar af út-
gjöld vegna byggingarsjóös haf-
rannsóknaskips um 28 millj.
Nýtt hafrannsóknas'kip er vænt-
anlegt á miðju næsta ári.
64 millj. kr. hækkun verður
til orkumála, en meginhlutinn
stafar af hækkun verðjöfnunar-
gjalds, sem gerð hefur, verið, eða
47,5 miílj.
2.7 millj. i Síðumúla.
Kostnaður við dómgæzlu og
lögreglumál vex um 32,6 millj.
Þar kemur inn nýr liður, fang-
elsi í Síöumúla, 2,7 millj. og 2,0
millj. hækkun er til Litla-
Hrauns, meðal annars vegna
stækkunar hælisins.
Framlög til heilbrigöismála
hækka um 19,3 millj., sem þó
gefur ekki rétta mynd af út-
gjaldaþróuninni vegna heilbrigð
ismálanna. Er hækkunin mikl-
um mun meiri, en útgjaldaaukn-
ingin vegna ríkissjúkrahúsanna
kemur fyrst og fremst fram hjá
Tryggingastofnuninni vegna
breytinga á greiöslukerfi sjúkra
trygginganna.
Tekið er inn byggingarfram-
lag til fæöingardeildar Land-
spítalans, 10 milljónir. Fram-
færsla fávita hækkar um 7,8
millj. vegna fjölgunar legudaga
og hækkaðs daggjalds. Framlag
til Iandlæknisembættisins hækk"
ar um 3,6 millj., en þar er nú
tekið inn hið nýja heilbrigðis-
eftirlit, sem stofnaö hefur verið.
30 milljóna álgjald.
Framlög til sjúkratrygginga
hækka um 180,7 millj., fram-
lög til atvinnuleysistrygginga
um 13,3 millj. og framlög til
lífeyristrygginga lækka um 19,8
millj. vegna innstæðu um ára-
mót.
34,4 millj. kr. hækkun til hús-
næðismála á nær eingöngu ræt-
ur að rekja til launaskatts, sem
hækkar um 32 millj., og arinarra
byggingasjóðsgjalda, er hækka
um 0,2 millj. Framlag til Bygg-
ingasjóðs verkamanna lækkar
um 0,2 millj. vegna minni áætl-
aðs teiknikostnaðar.
Til atvinnujöfnunarsjóðs renn
ur nú 30 milljón kr. álgjald, þ.e.
hluti sjóösins af framleiöslu-
gjaldi álverksmiöjunnar f
Straumsvík. Þá kemur inn nýr
liður, framlag til lífeyrissjóðs
verkalýðsfélaganna, í sam-
ræmi við kjarasamningana fyrr
á þessu ári 6,3 millj. kr.
Vaxtagreiöslur af lánum i
Seðlabanka hækka um 32 millj.
Framlag ríkissjóðs til ríkisá-
byrgðasjóðs hækkar um 8 millj.
og framlag til hlutabréfakaupa
um 4,2 millj. vegna innlausnar
hlutabréfa f Áburðarverksmiöj-
unni.
Þá hækka framlög til vega-
mála um 78,2 millj. og framlög
til annarra samgöngumála um
74,9 millj., þar af hækkun til
hafnarmála um 44,5 millj., til
flugmála um 11,6 millj. og til
Veðurstofu íslands um 10,6 millj
einkum vegna nýbyggingar þar.
Fyrirsjáanlegt er, að niður-
greiöslur á vöruverði munu
veröa verulega undir áætlun fjár
laga í fyrra vegna minnkunar
á neyzlu dilkakjöts. Á þeirri for
sendu er áætlaö að á árinu 1970
verði niðurgreiðslur 18,3 möV'-
lægri en árið áður.
^->10. síða.
Niðursfóðut'ólur fjárlagafrumvarpsins:
Gjéiðd um 7,8 miBljnrður krónu
Tekjur um 8,1 miEÍjurður krónu
Mismunur á lánahreyfinpm um 0,2 milljarðar
Greiðsluafgangur 71 milijón kronur
aa