Vísir


Vísir - 14.10.1969, Qupperneq 9

Vísir - 14.10.1969, Qupperneq 9
V í SIR . Þriðjudagur 14. október 1969, 9 □ Kæruleysi í sam- bandi við knatt- spyrnugetraunina. Ég er einn af þeim mjög svo mörgu, sem kaupa seðla í knattspymugetrauninni. Þessa seðla getur maður keypt hvar sem er og einnig skilað hvar sem er. Þú getur kannski labbað inn í næstu mjólkurbúð og keypt þér seðil, sem þú síðan fyllir út og skilar í mjólkurbúðina. Af- greiðslustúlkan tekur að sjálf- sögðu viö honum, þegar þú skil- ar honum, en þú færð enga kvittun fyrir, aö þú hafir afhent stúlkunni seðilinn. Hvaða trygg- ing er fyrir því að seöillinn þinn komist í réttar hendur? Hann gæti auðveldlega tapazt og þá hefur þú ekkert í hönd- unum. Það væri því mikil bót í máli aö tekin væri upp svip- uð aðferð hérna og notuð er erlendis, en það er að stimpla á seðilinn, sem maður heldur eftir og þá hefur maöur þó allt- af sönnun í höndunum um, að seðlinum hefur verið skilað. „Maggi“. □ Misskilningur hjá „Flugáhugamanni“ í bréfi frá „Flugáhugamanni" á mánudaginn kom fram ofur- Iítill misskilningur, sem ég vil gjarnan leiðrétta. Þar er sagt, að lent hafi verið meö Manlio Brosío á Reykjavíkurflugvelli, en staðreyndin er hins vegar sú, aö þotan lenti reyndar á Kefla- víkurflugvelli, með hann innan- borös, og þarf ekki annað en aö lesa blööin frá þessu tímabili til aö sannfærast um það. Ástæðan fyrir því, aö þotan lenti ekki á flugvellinum í Reykjavík er meðal annars sú, að samkvæmt burðarþolsmæl- ingum sem fram hafa farið á vellinum er ekki vogandi að þotan Iendi nema hálfhlaðin þar sem völlurinn þolir ekki þyngd hennar fullrar af farþeg- um, og mundi verða anzi erfitt fyrir Flugfélagið að halda uppi starfsemi sinni, ef það þyrfti einatt að fljúga með hálftóma vélina. Lesandi. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 Þeir voru í fullum gangi strákarnir við að hreinsa til fyrir framan Byggingavöruverzlun Kópa vogs. Það átti að breyta vatnslögninni inn í hús ið og innganginn ætluðu þeir að flytja tii og hafa að neðanverðu, enda „fjallshlíðin“ mun lægri þar og árennilegri til uppgöngu. Verzlanir fyrir fuglinn fljúgandi □ Það er svo sannarlega unnið af fullum krafti við að fullgera hraðbrautina nýju í Kópa- vogi. Þó finnst sumum verkið ganga seint fyrir sig, enda skiljanlegt, þegar litið er á aðstöðu þeirra. Þessir óánægðu menn eru eigendur verzl- unarfyrirtækja, sem eru við vegamót Kársnes- brautar og Nýbýlavegar. þessi fyrirtæki eru skyndilega komin anzi ,,hátt“ upp, og þegar blaðamaöur Vísis kom á staðinn sá hann mest eftir því að hafa ekki útbúizt fjall- göngufatnaöi. Þarna f jaðri kaupstaðarins voru reyndar risin hin myndarlegustu fjöll, að vísu höfðu þau enga tignar- lega fjallshnjúka eins og getið er um í íslenzkum kveðskap, heldur voru komin í þeirra stað mannleg verzlunarfyrirtæki, eins og til dæmis: Blómaskáli, Litaskáli, Byggingavöruverzlun og Hjólbarðaviðgerö. Þama stóðu fyrirtækin tign- arlega uppi í háloftunum, rétt eins og þeirra viöskipasvæði væri himinninn sjálfur, en ekki jörðin og hennar jarðbundnu búar. Það var engin furða, að blaðamaöurinn, sem var svo ó- heppinn að vera kvenmaður og það í stuttu pilsi og háhæluðum skóm, hugsaöi sig um tvisvar áður en hann legði til atlögu við einhverja fjallshlíðina. Fyrir neðan fjallshlíðina voru líka vörubflstjórar á bílunum sínum að bíða eftir hlassi af mold, sem verið var að hreinsa úr hlíðum fjallanna. En það verk unnu strákar, sem unnu hraustlega með skóflum sínum og gengu moldargusurnar stundum f aðra átt en til bílpallsins. Enda var sérsfcakur eftirlitsmaður, sem hafði þaö hlutverk að beina skóflunum í rétta átt. Það hafði víst komiö fram, að vegfar- endur fyrir neðan fjallshlíðina voru ekkert hrifnir af mold- hríð. „Hátt uppi“, segja þeir. Fyrsta fyrirtækið sem blaða- maðurinn*kleif til var Bygginga- vöruverzlun Kópavogs. Strák- arnir í vinnuflokknum voru að hreinsa til fyrir framan hana og höfðu „hreinsað" svo vel til, aö ekkert var eftir nema gang- stéttin fyrir framan verzlunina. Annar eigandi verzlunarinnar, Hjalti Bjarnason, verður fyrir svörum. — Menn segja að við séum „hátt. uppi“ hérna, þegar þeir loksins komast upp meö miklu brölti og fyrirhö'n. Ég verð nú að segja það, að mér finnst verzlunin hafa dregizt saman fyrir þetta. Menn veigra sér gjarnan við því að klífa fjall, þó að þá vanti nokkra nagia. Þetta hefur lamað viðskiptalífið. Á næsta fjalli hittum viö Guðmund Þóröarson í Lita- skálanum Hann var heldur ó- hress yfir þessum framkvæmd- um yfirleitt. — Salan hjá mér hefur stór- lega minnkaö og hafa þessar framkvæmdir ekki aöeins dreg- ið úr viðskiptum hjá okkur hérna í „hominu", heldur bók- staflega í öllum Kópavogi. — Þórði Þorsteinssyni, í Blóma- skálanum, sem raunar er þekkt- astur undir nafninu Þórður á Sæbóli, fannst e:gi sæmandi, að gesturinn klifi fjallið, heldur kom -hann sjálfur til móts viö blaðamanninn. Á „grafarbakkanum“. — Fyrstu tvo dagana hafði ég fyrir kostnaði, en ég hef verið í „undirballans" síðan. Ég hef nú staðið'á „grafarbakk- anum“ í þrjá mánuði. Þeir byrjuðu fimmtánda júlí og ætl- uðu í fyrstu að vera einn mán- uð. Þetta er sjálfsagt ágætis framkvæmd út af fyrir sig, en nún hefði bara mátt koma seinna, á hagstæðari tímum. En úr því sem komið er veröur bara að reyna að gera það bezta úr hlutunum. Við hérna verð- um svo sannarlega harðir í hom að taka, ef það verður ekki gert. Það er víst alveg nóg að búið er að setja mann á grafar- bakkann, þó aö ekki sé maður settur í gröfina líka, segir Þórð- ur að lokum um leið og hann hlær og vippar sér léttilega upp fjallshlíðina sfna. Hann ieysir gest s nn út með blómum að gömlum, norrænum höfö- ingjasið. Finnst yður að ríkið eigi að greiða rithöfundum árslaun? Björn Ólafsson, bifreiðafstjóri. Já, mér finnst sjálfsagt að allir hafi sín laun. Þeir gætu þá kannski afkastaö meiru og út- koman á bókunum yrði ef til vill betri um leið. Vilhjálmur Þorisson, skurögröfu- maður: Því ekki það. Þeir þyrftu þá ekki að vera að strita fyrir daglegu brauði og ættu þá aö hafa meiri tíma til aö skrifa og þá ættu bókmenntimar væntan- lega aö batna eitthvað. Guðsteinn Hróbjartss., bifreiðar stjóri: Nei, þaö finnst mér ekki. Þeir eiga bara að hafa það, sem þeir fá inn af sínum bókum. Guðmundur Jónsson, bifreiðar- stjóri: Alls ekki. Mér finnst að þeir eigi bara aö hafa það, sem inn kemur af bókum þeirra. Ég er hræddur um aö ef ætti aö greiða þeim laun færi þaö bara út í hreina klíkustarfsemi. Ágúst Ögmundsson, skrifstofu- maðuL Já, einhver laun finnst mér að þeir þurfi að fá, en ekki kannski full laun miðað viö fastan ríkisstarfsmann. Væri t.d. athugandi, hvort ríkið gæti ekki styrkt rithöfunda’ með því aö kaupa bækur þeirra líkt og þeir gera við myndlistarmennina. Guðrún Guðmundsdóttir, skóla- nemi: Jú, mér fyndist sanngjarnt að þeir fengju einhverja stoö, þó að um árslaun væri ekki að ræða. Til dæmis aö ríkið borg- aði ákveðinn hluta af tilkostnaði við útgáfu bóka.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.