Vísir - 14.10.1969, Blaðsíða 12
12
V í S I R . Þriöjudagur ii4. okíóber
„Annars hafa ekki neinar teljandi
skemmdir ordið“, mælti Sheridan
enn. „Nema hvað einhver var að
seaáa mér. að það hefðu komið kúlu
göt á Evu. En ég ligg ekki andvaka
þess vegna á næstunni, fjandinn
hafi það“.
Lögregluþjönn kom upp vindu-
stigann. Hann bar böggulinn fræga.
illa leikinn aö vísu, í fangi sér og
rétti Sheridan íogregluforingja.
Sheridan sleit snærispottann, sem
bundinn var utan um brúnan papp-
írinn, reif pappírinn siðan utan af
krossviöarstokkunum og tók af
þeim lokin. Báði= reyndust. hafa að
geyma gömul írsk dagblöö — og
nokkur gömui eintök af ,,Life“.
„Er þetta böggullinn, sem Willie
hefur hætt lífi sínu fyrir að undan-
82120 «
rafvélaverkstædi
s.melsteds
skeifan 5
Tökum að okkur:
■ Viögeröir á rafkerfi
dínamóum og
störturum.
BB Mótormælingar.
■ Mótorstillingar.
, ■ Rakaþéttum raf-
kerfiö.
!
SKOT - NAGIAR
SKEIFAMJB
StMI 3Í4SO
voltínin £ jamvoiur fa.f.
fömu?“ spurði Oscar og virtist ekki
trúa sinum eigin augum.
„Reyndar”, svaraöi Sheridan lög-
regluforingi. „Þetta er böggullinn
sem Minton fól honum að koma til
skila. Minton var reyndur njósnari.
Allt of reyndur til að trúa manni
eins og dr. Foley fyrir mikilvæg-
um skjölum — eða ef til vill væri
réttara aö segja, að hann hafi þrátt
fyrir allt ekki verið nægur mann-
þekkjari til að sjá, hvað í Foley
bjó. Sjáifan böggulinn með formúl
unum og útreikningunum ]ét Mint
on i póstgeymslu á Shannon-flug-
vellinum, og merkti hann sjálfum
sér“.
Ósjálfrátt bar Oscar höndina að
munni sér. Varirnar stokkbólgnar
eftir átökin viö McCarthy.
„Allt í lagi“, hreytti hann út úr
sér. „Hvar er sá böggull nú?“
„Eins og er, er hann þar á flug-
vellinum. Hann heyrir írsku stjóm-
inni til“, sagði iögregluforinginn.
„Njósnari sá, sem Foley kallar
þann „nefstóra", er ekki allur þar,
sem hann er séður. Hann kom út
á flugvöllinn fyrirstundarkorni iþvi
skyni aö ná i böggulinn og fara
með hann um borð í flugvél. Örygg
islögreglan á flugvellinum tók bæöi
hann og böggulinn i sínar vörzlur“.
„Hvernig vissuð þið, að sá nef-
stóri mundi fara út á flugvöllinn?"
„Við vissum ekkert um það. Ég
átti hins vegar von á, aö dr. Foley
mundi fara þangað. Eftir að ungfrú ;
Casey sagöi mér, að hann hygðist j
fara með ieiguflugvé! til Bandaríkj
anna, geröi ég öryggislögreglunni á
flugvellinum tafarlaust viðvart“.
„Þið höfðuð þá ekki hugmynd
um þann nefstóra?"
„Óllum í lögreglunni var að sjálf
sögðu afhent lýsing á þeim náunga,
strax eftir aö hann áreitti félaga
þinn á leiðinni að kastalanum. Ég
hef ekki séð hann enn, en ég geri
ráð fyrir, aö hann sé auöþekktur.
Hann var tekinn höndum, þar sem
hann sat og beið úti á flugvellin-
um með böggulinn i höndunum,
greinilega merktan Phil Minton“.
„Var þá nokkurn tíma um
nokkra þá leigufiugvél aö ræða,
sem Willie hefði getað fariö með?“
spurði Oscar enn.
„Var og var ekki“, svaraði lögr
regluforinginn. „Það fór ieiguflug
vél til New York, en hún fór klukk
an niu, og það var hún,
sem sá nefstóri ætlaöi sér að kom
ast meö . . . en það var allt önnur
flugvél, sem við höfðum áhuga á.
Hún lagöi af stað til Stokkhólms
klukkan hálfníu. Og þaö var með
henni, sem þeir ætluðu að koma
pröfessornum“.
Oscar dró upp sígarettupakka,
fékk sér sígarettu og bauö Sheridan
lögregluforingja. Sem hann þáði.
„Þeir Minton og sá nefstóri höfðu
samvinnu um þetta,“ sagði lögreglu
foringinn, „en þó er mér næst aö
halda, að sá nefstóri hafi unniö
þeim, sem greiddu honum hæst
laun, þegar því var að skipta. Báö
ir notuðu þeir dr. Foley I blekk-
ingarskyni, þegar Smárasamtökin
voru komin á slóö þeirra. Minton
tókst ekki fyrirætlunin. Ef hann
hefði veriö látinn í friði þrem stund
um iengur, mundi hann hafa kom-
izt út á flugvöll, náö í þann rétta
böggul og komizt meö hann til
Bandaríkjanna. Að sjálfsögðu gilti
hann einu, þótt dr. Foley heföi far
ið aö forvitnast i böggulinn —
gerði ráð fyrir því að vera sjáifur
kominn áleiðis til Bandarikjanna,
þegar það yrðí. . .“
,,En sá nefstöri?"
„Hann átti aö taka við af Mint-
on, ef eitthvað gengi úrskeiöis. En
hann hafði grun um, að hann nyti
ekki iengur trausts Smára-samtak-
anna og var oröinn hræddur um
sig. Hann sigaði þeim þess vegna á
dr. Foley með falska böggulinn,
svo að honum gæfist sjálfum ráð-
rúm til að komast úr landi með
þann rétta. Hann notaöi þvi alveg
sömu aöferðina og Minton ætlaði
sér aö nota“.
„Þokkalegur náungi“, varð Oscar
að orði.
Lögregluforinginn yppti öxlum,
„Fer nokkuð eftir þvi, hvernig á
það er litiö. En hann sleppur viö
alla refsingu, honum veröur ckki
einu sinni stungið í steininn sem
snöggvast, auk heldur meir. Stjórn
in í Dyflinni og stjórnin í Washing
ton munu skiptast á orðsending-
um, og siöan ekki söguna meir. Viö
getum ekki ákært hann fyrir neitt
saknæmt annað en þaö kannski, aö
hann átti ekki böggulinn, sem hann
sat með á hnjánum á brautarstöö
inni ...“
„Ég hef alltaf haldiö, að Banda-
rikin og írland stæðu sömu megin
í baráttunni", varð Oscar að orði.
,,Og ef írska stjórnin á rétt á þess
ari uppgötvun, þvi í fjandanum er
bandaríska stjórnin þá að reyna að
komast yfir hana?“
„Spuröu mig ekki að ]>ví“, sagði
lögreglustjórinn. „Þess háttar heyr-
ir undir pólitík. Þeir ganga til ein
hvers konar samninga, geri ég ráð
fyrir. Ætli okkar stjórn fái ekki
heiðurinn af uppgötvuninni, þiö í
Bandaríkjunum framleiöslurétt-
indin — og gróðann. Mætti segja
mér það“.
Og lögregluforinginn bætti við,
og það var nánast eins og hann
talaði við sjálfan sig. „Envísterum
það, að ef bandaríska leyniþjónust-
an heföi ekki skorizt i leikinn, þá
væri uppfinningin og formúlan nú
komin til þeirra í Austur-Beriín,
eöa Moskvu ... eöa hver veit hvaö
... “ Hann var ekkert aö ræöa þá
hlið málsins við þennan Bandarikja
mann. Þaö var svosem ekki neinn
álitsauki fyrir írsku leyniþjónust-
una að fara að viðurkenna það viö
útlending, að hún hefði dottað á
verðinum, að ekki væri meira sagt.
Og aö sjálfur heföi hann ekki haft
hugmynd um það, hvað þessi rann
sóknarstofnun, þarna í Caherdaniel,
fékkst við mikilvæga hluti . . .
Þeir birtust nú i vindustigaopinu,
Burke varðstjöri og hr. Casey
málafærslumaður, og var Mary í
fylgd með þeim. Varðstióriaa ræddi
eitthvaö í hálfum hljööum við ]ög
regluforingjann. Sheridan kinkaöi
kolli, heilsaöi þeim, hr. Casey og
dóttur hans, einkar viröulega.
„Við erum aö bíða eftir sjúkra-
bifreiöinni", sagöi hann. „Ég vona,
að þetta verði alit í lagi me§ dr.
Foley“.
Mary kraup við hlíð dr. Foleyia,
Hr. Casey stóð einn sér og snerí
hattinum í höndum sér.
„Þaö var hún, sem sagði ykkur,
hvar við værum“, sagöi Oscar við
lögreglufulltrúann.
„Þaö kom sér líka betur fyrir
ykkur“, svaraöi Sheridan. „Við urð
um að vísu að ganga á hana ta
þess. Samt ekki neitt aö ráði. Hún
var kvíðandi, vkkar vegna....“
Oscar fleygði sígarettustubbn-
um og steig ofan á hann. Bonum
varð litið á félaga sinn. Foley hafði
opnaö augun enn. I-Iann horföi upp
til Mary og brosti lítið eitt.
„Ég þekki þig, þótt ég sé illa
farinn", sagði hann.
„Þú mátt ekki leggja á þig aö
tala“, sagði Mary.
„Ég fer með fyrstu flugferð sem
fellur til Bandaríkjanna", sagöi
Foley. „Kemurðu meö?“
„Þú verður að halda kyrru fyrir
á meðan fötbrotið er að gróa“,
sagði Mary. „Og þaö tekur sinn
tíma...“
„Getið þið grætt brotið þarna
í..."
Hann þagnaöi við, sökum sárs-
aukans i fætinum.
„Getið þið grætt fötbrotið þama
í Bandon?“ spurði hann.
Hún tók í hönd honum. „Þú
mátt ekki leggja þaö á þig aö
tala“, sagði hún. „Lokaðu nú aug-
unum og hvíidu þig."
„Það er miklð um baraeigttir i
Chicagó'*, sagði hann. „Fófe þar
er aTItaf að eiga krakka, svo yfír-
setukonur hafa þar ærinn starfa.
Hvers vegna kemurðu ekki með tii
Chicagó?"
„Þú hefur ekki beöið mig...“
Hún þrýsti bönd hans. Augu herm
ar voru tárvot.
„Komdu með mér 1'á Chicagó",
sagöi dr. Wiliiam Foley. „Ég bíð
þig -. •“ ' ENOIR. (
EDDIE CONSTANTINE
STMipS Í t
ee pa fonBim
QM HÍOE ! y
den rwnxE Jcmmttsr
_. HVOKfOft KOMMFJt
mv nrx ? . s*
a
■
33
i
„Fernandez hershöfðingi vinnur kosn-
ingarnar, ungfrú Domencs, og þér hljótið
að skilja það, að ég get ekkert gert fyrir
fóður yðar.“
„Þökk fyrir — ég skiH“
Franski blaðamaðurinn ... hvcrs vegna
kemur hann hingað?
„Stanzið. Þið eruö á bannsvæði!“
wmmmmmmmmmmm w-nmwmammmmBmm
„Við komum með daúðadæmdan
fanga, frá Femandez hershöfðingja.“