Vísir - 14.11.1969, Blaðsíða 6

Vísir - 14.11.1969, Blaðsíða 6
V1SIR . Föstudagur 14. nóvember 1969. cyWenningarmál © Notaðir bílar til sölu Höfum kaupendur að Volkswagen og Land-Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu. Til sölu í dag: Volkswagen 1200 ’56 ’59 ’65 ’68 Volkswagen 1300 ‘66 ‘67 ‘68 ’69 Volkswagen Fastback ’66 ’67 Volkswagen sendiferðabifr. ’66 ’67 ’68 Volkswagen station ’67 Land-Rover bensín ’62 ’64 ’65 ’66 ’67 ’68 Land-Rover dísil ’62 ’65 ’67 Willys ’66 ’67 Fíat 600 fólksbifr. ’66 Fíat 124 ’68. Fíat 600 T sendiferðabifr. ’66 ’67 Toyota Crown De Luxe ’67 Toyota Corona ’67 Volvo station ’55 Chevy-van ’66 Chevy Corver ’64 sjálfskiptur m. blæju. Taunus 17 M station ’66 Volga 65 Ford Bronco ’66 Singer Vogue ’63 Rússajeppi Gaz. ’66 Benz 220 ’59 Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot af rúmgóðum og giæsilegum sýningarsal okkar. LEIGAN Vinnuvelar til leigu Litlar Steypuhrœrivélar Múrhamrar m. borum og fleygum Rafkrtúnir Steinborar Vatnsdœlur ( rafmagn, benzin ) Jarðvegsþjöppur Rafsuðutœki Víbratorar Stauraborar Sllplrokkar Hltablósarar HOFDATUNI U - SIMI 23480 Hjörleifur Sigurösson skrifar um myndlist: Simi 21240 HEKLA hf Laugavegi 170-172 Hið leynda og ljósa Tjaö er erfitt aö skrifa um málverk Karls Kvaran. í fyrra um svipaö leyti reyndi ég að nálgast þau með oröum en tókst vlst aldrei að komast inn að sporbaugi hinna raunveru- legu leyndardóma. Hvers vegna í ósköpunum? spyrja ímyndað- ir lesendur. Einfaldlega sakir þess, að drjúgur hluti af lengd atburðarásarinnar er gufaður upp, horfinn inn í kyrramóðu eilífðarinnar, oröinn aö fortíð og sögu þegar við kynnumst hinni alvöxnu mynd. Vitaskuld er lýsing mín í höfuöatriöum sameiginlegt einkenni allra verka, er skoppa ekki yfir nauð synleg tilverustig, smá eöa stór, löng eða stutt... en láta sig hafa það að meta erfiöleika- stundirnar og þreytuköstin til jafns við hiö ljúfa og indæla hlé. En í flestum tilvikum sitja hrjúf spor eftir f sverðinum, grindur, er hvolfdust utan um hugsanlega lausn, strik eða hnútar á flökti um vföáttuna og áttu reyndar eftir aö falla inn á réttan staö, gera sitt gagn áöur nóttinni sleppti. H]á Karli Kvaran eru skilin miklu greinilegri. Hann er meistari þeirrar aðferðar að grisja umbúnaðinn unz fátt stendur eftir nema hið allra nauðsynlegasta til að magna köllin úr djúpinu. Þarf ég að útlista þetta betur, er mér ekki nóg að benda á rauðar, bláar, svartar, gular, hvítar eða ef til vill fjólubláar litskuggaverur, er læsast saman í einu verkinu af öðru sem tvenndir, þrenn- ingar eða ferfættar skepnur, sjaldan meira. Lesandanum er heimilt að taka síöustu orðin bókstaflega, ef hann gerir sér um leið það ómak að skynja meö eigin taugum skáldlegu blettina í verkinu, því að þeir eru sannlega innan landamerkja garðsins, sem Karl er alla tíð aö rækta. Fyrir nokkrum árum hefðu mörg okkar talið, að mál- arinn legði stund á tvísýnar og marklitlar jafnvægisæfingar úti á yztu nöf. Nú sjáum við til- gang hans. Gekk hann ekki út að hengifluginu einmitt sakir þess, að hann vildi tryggja sér órofið samfellt baksviö? Lagði hann ekki breiðu þræðina fyrst til að hafa stofninn á hreinu? Ef einhverjum sýnist formaver- öld Karls of þröng, litir hans færri og afmarkaðri en góðu hófi gegnir — ætti hinn sami að fylgjast með því gaumgæfi- lega hvernig aðferð hans er á sífelldri hreyfingu og dregur til sín nýjar blöndur, nýjar stærð- i'r, skáldlegar áfstöður, ókunnar mönnum og skepnum. Gott dæmi um þetta síðasta atriði er Morgunn í borginni, þar sem höfundurinn leggur raunir lauss og rígbundins á- ferðarmáls á verk sitt og gerir þaö samtímis dálítið forvitni- legra en mörg hinna, sem státa af rökréttari tæknilausnum. En þetta er kannski tyrfið hugleiö- ingarefni. Hitt er bæði skiljan- legt og eðlilegt, að gestur á sýningu Karls taki sum verk- anna fram yfir önnur — jafn- vel þQtt hann eigi undra erfitt með að fetta fingur út í annaö en smávægilegustu atriði í þessu gullfallega safni mál- verka. Mér finnast litasamsetn ingar málarans hæpnastar í Apríl og 17. júní (ætti hún ekki fremur að heita 14. júlí?) og byggingin veikust hjá Samlynd um línum og Fjólubláum flötum, Aftur á móti rís hvort tveggja háll í óbyggðamyndinni, Stemn ingu, svo að maður tali nú ekki um Aftankyrrð, vindstigin sex, Fjallgöngu og Andvarp hausts- ins. NY GRUNNMÁL lyfyndir Braga Ásgeirssonar skipta ört um svip, einkum hefur það verið talsvert áber- andi síðustu tíma, að málarinn er á hraöri Ieið út úr básnum, sem hann kaus sér f upphafi. Þar ríkti fegurð litanna ofar öllu, hin glæsta brún, sem hafn- aði samneyti við homskarpa og göldrótta aðskotahluti. En einn góðan veðurdag tóku aö- skotahlutirnir völdin og linntu ekki látunum fyrr en jörðin sviönaöi í kringum þá og gerö- ist ófrýnileg f augum hreinrækt uðustu fagurkeranna. Sýning Braga í Unuhúsi mark ar tímamót í starfi hans. Ann- ars vegar leggur hann áherzlu á að brúa bilið milli höggmyndar og málverks, oft með prýðileg- um árangri (og nálgast óöum fyrrnefndu greinina) — hins vegar hrærir hann litunum sam- an í eina iðu, stundum létta og fjaðurmagnaða en oftar eins og hengda saman úr galdrajárnum og galdraskjám. Fyrir bragðiö sjáum við þéttari heild koma út úr sandhafinu. Ég held, að ég muni rétt, að Tímahjólið sýni okkur þessa hlið betur en nokkurt annað verka sýningar- innar. Sólargluggar 11 eru samt hálfu voldugri ein af þessum myndum, sem gestur- inn verður að sækja heim hvað eftir annað til að læra að meta hana að verðleikum. Á grænum grunni er þriðja listaverkið, sem undirritaöur staönæmdist við og þótti einna mest til koma sak- ir birtunnar f skum áferðarinn- ar. Þetta er glæsilega máluð mynd, stór í sniöum, þótt grunn urinn sé ekki umfangsmikill. Hringekja býr einnig yfir að- dráttarafli góðrar og þekkilegr ar lágmyndar. Dúkkupartarnir spilla henni ekki að neinu ráöi, af því að þeir falla umsvifa- laust inn í líffærakerfi hennar, taka meira að segja við ómeng- uöum ljósbláa litnum. Annars finnst mér brúðurnar og . tilvist þeirra eina atriöið, sem skyggir nokkuð á heildar- yfirbragð sýningarinnar og ár- angur listamannsins ... sem ,er alveg tvímælalaust hinn bezti og áhueaverðasti- fram á þennan dag. Ekki af þvíj að þær valda nokkrum spjöllum, ef tll vill fremur af því, að þær stofna ekki til nógu mikilla vandræöa, hrista ekki upp í grautnum eins og galdrajámin gera, draga ekki ögn af skófunum upp á yfirborð iö. Mig langar að benda á viðbót armál, sem sjálfsagt er að reikna sýningunni til tekna og treystir sess hennar f myndlist- armálum haustsins 1969. Á nokkrum stööum hefur Bragi gerzt svo djarfur að rjúfa hefð- bundið grunnmál listaverksins, hlutfallsstyrk þess. Honum hef- ur tekizt þetta vonum framar, til að mynda í tíglaverkinu á endaveggnum og reyndar ekki síður með kvaröann eða mó- Ieita homið. Mest er þó vert um fordæmiö, sem hann gefur okkur öllum með tilraunum sfn um — tilraunum, sem hvergi ganga lengra en verkið sjájft leyfir og verkið heimtar f sömu andrá og því eru gefin raunhæf tækifærj til útþenslu og endur- nýjunar. Ég talaöi í upphafi um málarann Braga Ásgeirsson. Brátt fer að verða tímabært að kalla hann myndhöggvara og sem slíkur er hann verður fyllstu athygli okkar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.