Vísir - 14.11.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 14.11.1969, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Föstudagur 14. nóvember 1969. Útgefandi: Reykjaprent h.t. "ramkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Kxcsrtfóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 165.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda h.f._____________________________ Hverjir missa aivinnu? Xalið er, að um fimmti hluti íslenzks iðnaðar sé toll- verndaður að einhverju ráði. í þessum greinum starfa um eða tæplega 4000 manns. Bent hefur verið á, að búast megi við, að mestu erfiðleikarnir við væntan- lega aðild okkar að Fríverzlunarbandalaginu muni verða í þessum tollvernduðu greinum. Þessi staðreynd hefur valdið þeim misskilningi hjá Kristjáni Friðriks- syni iðnrekanda og raunar fleiri, að þessi 4000 manns muni verða atvinnulaus, þegar við göngum í samtökin um fríverzlunina. Margar þessára tollvernduðu greina og þær fjöl- mennustu búa nú við svo háa tolla á hráefnum og vélum, að tollverndin, sem þær njóta, mun ekki minnka neitt fyrstu f jögur árin. Það er nefnilega ráð- gert að láta lækkun hráefnis- og vélatolla jafna upp lækkun tolla á innfluttri iðnaðarvöru. Það verður ekki fyrr en eftir fjögur ár, að tollverndin fer að minnka, og mun sú breyting taka sex ár til viðbótar. í þess- um hópi iðngreina eru fatagerð og smíði húsgagna og innréttinga, sem hafa til samans helminginn af öll-, um mannafla í þessum tollvernduðu greinum. í hópi hinna tollvernduðu greina eru ennfremur greinar eins og skinna- og leðuriðnaður, sem munu örugglega ekki bíða neitt tjón, þótt tollverndin hverfi. í slíkum greinum mun þvert á móti verða mikil út- þensla. Útflutningur skinnavöru og pelsa er nú að byrja fyrir alvöru og hann mun vaxa enn hraðar, þegar búið er að fella niður tolla á þessum vörum okkar í löndum Fríverzlunarbandalagsins á næsta ári. Svipað má einnig segja um ullariðnaðinn, þar sem uppgötvazt hafa miklir möguleikar á útflutningi. I slíkum greinum eru það hrein öfugmæli að tala um, að atvinnuleysi sé væntanlegt. Þvert á móti munu þær soga til sín mikið vinnuafl. Það er aðeins í brauðgerð, kexgerð, gosdrykkjagerð og sælgætisgerð, að tollverndin minnkar raunveru- lega við inngöngu okkar í Fríverzlunarbandalagið. En margt vegur þar á móti. Ö1 og gos verður ekki hægt að flytja inn, því að flutningskostnaðurinn er of mikill. Einnig er mjög erfitt að hugsa sér, að brauð- gerð dragist saman við aðildina. Kexgerðin mun varla dragast meira saman en þegar er orðið. Eina fjöl- menna iðngreinin, sem segja má, að geti beðið um- talsverðan hnekki af aðildinni, er sælgætisgerð, en þar hafa 257 manns, aðallega konur, vinnu í 32 fyrir- tækjum. Þess vegna mun líklega verða gripið til þess ráðs að fresta innflutningi sælgætis fram til ársins 1972 til þess að gefa greininni betra ráðrúm til að- lögunar. Það er því út í bláinn að halda því fram, að starfs- fólk hinna tollvernduðu greina verði atvinnulaust. I ö'rfáum greinanna mun atvinna dragast eitthvað sam- an, en í ö'örum þeirra mun hún aukast að sama skapi. Og í öðrum iðnaði mun aðildin að fríverzluninni yfir- leitt hafa mjög hagstæð áhrif. Það verður því rriikil aukning atvinnu í iðnaði á næstu árum. Uppdráttur af „Tunglgöngunni“ og fyrirkomulagi rannsóknartækjanna. — Vegalengdir mæld- ar í fetum (ft): a = geimfarinn með tunglsviðsmæli sinn, b = sólvindmælir, c = tunglferj- an, d = orkugjafi, e = stöð fyrir söfnun upplýsinga, f = tunglskjálftamælir, g = segul- mæiir, h = „andrúmslofts“-mælir. — Þannig eru 300 fet frá tunglferjunni að upplýsinga- stöðinni og annað sést mælt í fetum, og áttirnar eru sýndar neðst til hægri. Kjarnakljúfur á tunglinu veitir orku í eitt ár — til rannsóknartækja, Áætlað var í gærkvöldi, að Apollo 12. yrði skotið á loft klukkan 4.23 í dag og ferðin byrja til hins hringlaga marks á tungl inu, um mílu í þvermál á Hafi stormanna. Það er 830 mílum frá Hafi kyrrðarinnar, þar sem Neil Armstrong og Aldr in löbbuðu um í fyrstu tunglferðinni í júlí. Gangi allt aö óskum, munu þeir Charles Conrad og Alan Bean lenda tunglferju sinni aðeins nokkur hundruð metrum frá eldgígnum, þar sem hinn ó- mannaði Surveyjor 3. lenti fyrir ir tveimur og hálfu ári. Hápunktur feröarinnar veröa tilraunir tunglfaranna að klifra niður í gíginn og taka á brott með sér hluti úr Surveyor, sem síðan verða athugaðir á jörðu niðri. Sjónvarpað í litum. Þeir eiga að dveljast i um 31 stund á yfirborði tungls, tíu sem eftir verða stundum lengur en Armstrong og Aldrin. Tvívegis munu þeir fara úr tunglferjunni í þriggja og hálfrar stundar .tunglgöngu' í hvort sinn, sem sjónvarpað verður á jörðu í litum. Þriðji i áhöfninni er Richard Gordon, sem flýgur umhverfis tungl og bíöur þeirra félaga. í fjöldamörgum smáum en þó mikilvægum atriðum verður ferð Apollo 12. merkilegri en ferö Apollo 11. Eitt slíkt er, að Apollo 11. átti þess kost aö snúa aftur til jarðar, ef bilun yrði í aöalvél, allt þar til hann komst á braut um tungl. í ferð Apollo 12. munu á miðri leið veröa ieiðréttar skekkjur, ef meö þarf, en síðan verður slík- ur útbúnaður ekki notaður. Apollo 12. verður í rúma tíu daga á ferð í stað rúmra átta daga Apollo 11. Eftir lendingu munu tunglfararnir ljósmynda hvem þann stað, sem hugsan- legur er til lendingar í fram- tíöinni. Þá era þær sjö stundir, sem þeir ganga um tunglið, miklu meiri þrekraun en hin stutta gönguferö fyrirrennara þeirra. Conrad og Bean ættu líka að sofa betur. Þeir hafa mun þægilegri aðstöðu til svefns, og var þess minnzt, að Armstrong og Aldrin urðu andvaka á tungl inu. Kjarnakljúfur á tungli. Lendingin á tunglinu á sam- kvæmt þessari áætlun að verða klukkan 7.58 á miðvikudag, 19. nóvember, og fjóram stundum síðar á Conrad að klifra niður stigann. Hann kveikir á mynda- vél og myndin af honum sést í litum I sjónvarpi, er hann stíg ur sitt fyrsta skref á tunglinu. Þá koma tunglfaramir fyrir fjöldamörgum vísindatækjum. Meðal þeirra er kjamakljúfur, sem halda mun öðram tækjum í gangi eitt ár. Þar er geisla virku plútónium breytt í raf- magn. Bean fær það erfiða verk efni að koma fyrir þessum kljúf, sem er gífurlega heitur viðkomu, þótt varinn sé. Ti! þess notar hann tæki. að brenna sig ekki og búning sinn. Önnur tunglgangan verður næsta dag klukkan 6.30 árdeg is. Þá eiga þeir að skoða leif- arnar af Surveyor 3. Síödegis þann dag, 20. nóvember, eiga þeir að skjóta sér upp aftur frá tunglinu og tengjast móður skipinu, þar sem Gordon er. Lending er áætluö klukkan 10.03 síödegis, mánudaginn 24. nóvember. Peir segja... Brezka stjórnin stöðvi hungur- dauðann „Knýja ættj á hvern einasta þingmann að fá brezku stjórn- ina, sem sér Lagosstjórninni fyrir vopnum, til þess aö krefj- ast þess sem gjalds fyrir vopnin. að hætt verði að nota hungriö sem leið til fjöldamorða á sak- lausum borgurum. Hversu al- varlegar sem deilur þeirra hers- höfðingjanna Gowons og Ojukwu kunna að vera, ætti vissulega að takast að sætta þá, ef Bretland legði á það þunga á- herzlu að koma vitinu fyrir þá. Minna nægir ekki. Vilji Stewart ekki láta minn- ast sín í mannkynssögunni sem ómannúðlegasta utanríkisráð- herra, sem Bretland hefur átt, ætti hann aö hugsa gang sinn, hvort ekki sé rétt að gera út hjálparleiðangur flughers eða f!ota“, Sunday Telegraph (London). Sigur Nixons „Eftir kosningarnar nú ræður flokkur Nixons öllum stóru iðn- aðarfylkjunum í Bandaríkjunum .. N;ðurstaða þeirra er fram- hald þróunarinnar til hægri, en þessi þröun er ekki jafnskýr og menn kynnu að hafa ðttazt. Engu síður eru kosningarnar augljós sigur Nixons ... Samt er vafasamt að túlka sigurinn i ríkjunum tveimur (New Jersev og Virginíu) sem traustsyfirlvs ingu við hina höröu stefnu Nix- ons í Víetnam. Hann fluttj ræou sína kvöldið fyrir kosningar. sem var of seint til þess að hún hefði áhrif á fólk.“ France-Soir (París). ani

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.