Vísir - 14.11.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 14.11.1969, Blaðsíða 9
V1SIR • Föstudagur 14. nóvember 1969. LESENDUR HAFA ORÐIÐ □ Fjóra daga til tungls- ins — 48 daga til íslands í gær hringdi konan mín í vinnuna til mín til aö segja mér tíöindi. Kort, sem ég hafði póstlagt 23. september s.l., í Washington, var komið á á- fangastaö. Ég hringdi ekki í dálk inn ykkar til að kvarta, enda þótt kortið hafi verið eina 48 daga og 48 nætur á leiðinni yfir Atlantsála, heldur til að benda á að kortið skyldi þó koma. Ég var orðinn tortryggilegur og lítt trúað, svo ekki sé meira sagt! Hvort seinagangarinn liggur hér heima eða hj & póstþjónustu Bandaríkjanna, «kal ósagt. En væri það sú síðarnefnda, væri það ekki háöung svona rétt eft- ir að þeir eru famir að geta sent póst til tunglsins á 12 sinn- um skemmri tíma? í — VIA — □ Svavar á réttri leið Ég get ekki orða bundizt um að skrifa þætti Vísis, „Lesendur hafa orðið“, eftir að hafa lesið þar miður góða gagnrýni um fyrsta þátt Svavars í sjónvarp- inu. Ég er búinn að spyrja marga um álit þeirra á þættin- um og eru miklu fleiri ánægðir með hann en óánægöir. Vil ég því segja, að Svavar sé á réttri leið, enda hefur hann áreiðan- lega kynnt sér vel, hvernig þætt ir með sjálfstæöum stjórnanda hafa oröið vinsælastir. En þaö eru einmitt þættir eins og Svav- ar hafði, og mjög vinsælt að stjórnandinn bregði sér í ýmis gervi í stuttum gamanþáttum. En áhorfendur þurfa bara ekki að búast við neinum Shake- speare leik! Vona ég því að hann halda áfram á þeirri braut, sem hann er byrjaður á. Kal. Kúl. □ Ég mótmæli Nú blasir atvinnuleysi við 5000 láglauna iönaðarmönnum. Þó er nóg atvinnuleysi fyrir. Það er ekk; annað sýnna en Al- þingi og' ríkisstjórn samþykki aðild að EFTA, og þar með toll- frjálsan innflutning alls konar iðnvamings. Hvernig eiga fá- tækir iðnaðarmenn að keppa við tröllvaxna auðhringa? Viö höfum séð, hvernig geng- ishrunið hefur leikið þjóöina, sem skiptist í fjölmennan, blá- fátækan almúga og örfáa of ríka auðmenn. Millistéttin, bjargálna mennirnir, eru að hverfa. Það á að vinna fyrir þjóöfélagið, það á að safna auði. „íslendingar viljum við allir vera,“ var einu sinni sagt. Það er hætta á, að samhaldssamir menn taki út spariaura sína úr bönkunum, og gevmi þá heima undir koddanum, þar sem pen- ingarnir gera ekkert gagn. Það á að hugsa sem þjóð, en ekki einokunarhringar, og of rikir auðmenn. „Ég er líka mað- ur,“ hugsaði þrællinn, sem hljóp á eftir sigurvagni keisarans. Hannes Jónsson. HRINGIÐ I SÍMA1-16-60 KL13-15 Svo margt, svo margt... og peningarnir, þeir eru sko ekki allt! 55 ...svo margt að gera og 1 ár varð að 20 árum44 — segir hljómsveitarstjórinn okkar frá Graz 'J'IL GRAZ má rekja slóðir þeirra flestra. Dr. Urbancic var frá Graz, Alfred Walter starfaði lengi í Graz, dr. Franz Mixa kenndi þar, Herbert Hri- berscheck, Hans Ploder ... já, og Páll Pampichler Pálsson voru bekkjarbræður allir þrír í 4 ár við tónlistarháskólann í Graz og léku svo í 4 ár með phil- harmóníuhljómsveitinni þar. Frá Graz, fæöingarborg Páls Pampichlers, lágu leiðir þeirra allra hingaö til íslands og reynd ar fleiri annarra. undrun blaðamannsins, sem hafði ekki órað fyrir því að þessi 41 ára gamli maður gæti verið ári eldri en 27 eöa 28. „Tja, maöur verður að reyna að vera léttlyndur“, segir hann og ræður ekki við stjórnanda- hendur sínar, sem hann teiknar með tákn í loftið til þess að skýra betur hvað hann á við. „Ég hef oft sagt það við strák ana, því að músík verður að vera lifandi létt til þess aö dreifa frá mönnum áhyggjum hversdagsins. Hún má ekki vera „Eru þeir f Graz ekkert argir Þun2 og stirö og gera mönnurn í garð okkar hér, sem hrifsaö höfum svona frá þeim músík- antana?" spurði blaðamaöur Vísis hinn góökunna stjórnanda Lúðrasveitar Reykjavíkur, Karlakórs Reykjavíkur, Sinfóníu hljómsveitarinnar, Skólahljóm- sveitar bama- og unglinga, tón listarkennara og trompetleikara og fleira — Pál Pampichler Páls son, sem á nú 20 ára afmæli, sem stjórnandi Lúðrasveitarinn- ar. „Nei, nei, — það sér ekki högg á vatni hjá þeim“, svaraði Páll hlæjandi þar sem hann sat viö boröið sitt uppi á gamla pall- inum þaðan sem hann hefur stjórnað sveitinni á æfingum f Hljómskálanum síðustu 20 ár. „Blessaður vertu! Graz er svo mikil músíkborg og þar morar allt í tónlistarmönnum." „Tuttugu ár er langur tími Páll.“ „21 ár f Austurríki og 20 ár hér, sem hafa gert mig að svo miklum íslendingi, að ég klappa með okkar handknattleiksliði f leikjunum gegn Austurríki næstu helgi“ segir Páll og var innilega skemmt þegar hann sá enn þyngra í skapi nei nei... en tiTþéss verða: tónlistármehVl-1 irnir sjálfir aö vera léttir í lund og léttir á sér.“ ,. dirri... liri... lí tralala , músík verður að vera lif- andi létt... Það má svo sannarlega segja um Pál sjálfan þvi að hann er nánast eins og fló á skinni og situr ekki eitt einasta andartak kyrr á stólnum heldur iðar allur snýr sér og hnykkir til höfðinu orðum sfnum til áherzluauka um leið og hann sveiflar til höndunum án þess þó að úr því verði neitt óhóflegt handa- pat. „Til þess er hollt að stunda eitthvað sér til hreyfingar og þar er Vesturbæjarsundlaugin mér .. .tja”, og þarna skorti Pál orð. . . Þótt bara væri hennar vegna mundj ég ævinlega snúa heim aftur til Islands, hvert sem ég annars færi.“ „Þér hlýtur að vera þrengri stakkur skorinn hér á hjara ver aldar, heldur en t.d. í Graz, Páll?" „Víst bjóðast mönnum út’ mik ið 'fleiri tækifæri — fleiri kon- sertar, oftar aö stjórna hljóm- ... ég klappa fyrir íslandi í handbolta gegn Austurríki.. sveitum — en það er sama. Ég vil heldur vera hér... tja ég mundi kannski skreppa tvö ár eða svo ef mér byðist eitthvert dýrlegt kostaboð, en bara skreppa ..“ Hann hefur aldrei séð eftir því, þegar hann kom heim af æfingu f Graz og fann miðann frá kennara sínum Franz Mixa sem baö hann að finna sig. „Það er héma maður frá ís- landi, sem vantar stjórnanda. Ég mælti með þér, sagði dr. Mixa við mig.“ Páll man þetta eins og það hefði gerzt í gær. „Ha, mig, mér. Núú, heldurðu að ég geti það? — Ég varð að tylla mér niður... en hann sló bara í borðið og byrsti sig: Ég segi það já“. Pabbi sagði við hann: „Farðu strákur sem allra lengst. Þú hef ur gott af því bara,“ en mamma var kvíðin, en hingað hefur hún komið í heimsókn til sonarins og ætlaði varla að geta rifið sig héöan aftur. „Ég fékk frí í eitt ár til þess að vera hér, og svo bættist ann- að við og þriðja og svo .. og svo... — tíminn líður svo fljótt" „Hvaö togaði í þig hér?“ „Það var svo margt, sem þurfti að gera ... ó, svo margt — svo voöalega mörg verkefni." Og þegar hann svo seinna ferðaðist úti hitti kollega sína og sagði þeim, hvað hann ynni: Stjómaöi kórum, hljómsveitum, lúðrasveitum, barnahljómsveit- um, kenndi o.s.frv. þá trúðu þeir honum ekki, þegar hann sagði þeim, hvað hann hefði f laun. „En peningamir eru ekki allt,“ sagði Páll og hló og sló út hönd- unum. G.P. VÍSffiSm: Hver haldið þér að sp morðinginn í Flótta- manninum? Þórður Magnússon, atvinnulaus: „Sennilega sá einhenti. Hins vegar finnst mér nú lögreglu- foringinn, helvíti gmnsamlegur, það er ekki einleikið, hvað mað urinn nennir að eltast viö Kimble greyið." Sigurður Öm Gíslason, nemi i T.Í.: „Gæti verið sá einhenti, það er að segja ef hann þá er til, en aðalleikarinn sjálfur, sá sem leikur Kimble, sagði nefni- lega, er hann var spurður þess arar spurningar, áður en loka- þátturinn var tekinn upp, að þetta gæti alveg eins endað þannig aö hann sjálfur færi bara á eyðieyju og skrúfaði af sér handlegginn." Þorleifur Sigurðsson, húsasmið ur: „Ja, ég held, að ég hafi nokk urn veginn sannfrétt það eftir fólki, sem býr erlendis, að morö inginn sé lögregluforinginn. ísólfur Pálmason flugkemiari: „Ég hef ekkert sjónvarp og horfi aldrei á sjónvarp, og þar af leiðandi hef ég aldrei séð þennan fræga flóttamaijn.“ Guðmundur Ómar Friðleifsson, menntaskólanemi. „Ekki sá ein- henti. Hins vegar finnst mér að það hljóti að vera lögreglu- foringinn, ég hef fengið það svona á tilfinninguna." 'V l ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.