Vísir - 14.11.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 14.11.1969, Blaðsíða 16
Minning um ekkju höfundar fajóðsöngsins Ríkisstjórn íslands stendur aö minningarathöfn um frú Eleanor Sveinbjörnsson, ekkju Sveinbjöms Sveinbjörnssonar, tónskálds, í Dóm- kirkjunni í dag kl. 14. Við athöfnina flytur Jón Auðuns Dómkirkjuprestur minningarorð, María Markan syngur þrjú lög eftir Sveinbjöm Sveinbjörnsson. Eleanor Sveinbjörnsson lézt 2. september s.l. í Kanada og fór jaröarför hennar fram þar. Aska hinnar látnu verður jarð- sett í Gamla kirkjugarðinum í graf- reit þeim, sem Sveinbjörn Svein- björnsson, höfundur þjóðsöngsins hvflir f. Hœtt við að Húsvíkingar fái jólavörurnar seint — Bilar á annan sólarhring að brjótast að norðan — Leiðin getur lokazt á fáeinum min. Það getur orðið erfitt að koma jólavörunum norður á Húsavík. Færð þangað norð- ur er mjög þung og ófært er landleiðina til Raufarhafnar, Þórshafnar og Vopnafjarðar og vöruflutningar hafa legið niðri á þessa staði núna f viku. — Þetta getur lokazt á nokkr- um mínútum, sagði Aðalgeir Sigurgeirsson, bílstjóri frá Húsa vík, í viðtali við Vísi í morgun, en hann kom í bæinn frá Húsa- vík í gærkvöldi. Frá Húsavík lagði hann af stað á þriðjudag klukkan 4. — Það gekk seint og fast frá Húsavík til Akureyrar, sagði Aðalgeir, við vorum ejkki komnir til Akureyrar fyrr en klukkan átta um morguninn, eða eftir 16 tíma ferð, þrír bílar með veg- hefil í fararbroddi. Þetta er erfið- ur snjór, jafnfallinn og blautur. Þessi ferð tekur venjulega 2— 2'/2 tíma í sumarfæri. Þaö kemur að því hjá okkur Húsvíkingum aö við verðum að hætta ferðum. Leiðin frá Akur- eyri til Húsavfkur er ekki rudd nema einu sinni í viku, og þá ekki nema verður leyfi. Þannig gæti svo farið að ég vrði að bíða á Akureyri fram á mánu- dag, ef leiðin lokaðist. Það er ekkert samræmi milli þess, hve nær rutt er frá Akureyri og suður og svo aftur frá Akureyri til Húsavíkur Okkur þykir þetta bágborin þjónusta. Sunnudagsmatur hjá Síid & fiski Síld & fiskur hel'ur ákveðið að hlaupa undir bagga mcð húsmæðr- um í hádeginu á sunnudögum og hafa þá opna verzlunina að Berg- staðastræti 37, þar sem seldir verða heitir og kaldir rétí'r. Er verzlunin opin frá kl. 11 fyrir hádegi til kl. 1.30, eða í matartímanum. Sem dæmi um rétti er verða til sölu má nefna forréttina, graflax, rækjukokkteill, fiskur í híáúpi, sn'ttur og súpa, sem kostar frá 45 — 100 krónur skammturinn, kjötréttir með öllu tilheyrandi t. d. grillað lambslæri á 110 krónur skammtur- inn grillaður kjúklingur á 155 kr., svínasteik á kr. 135 skammturinn, hamborgarhryggur á sama verði, kínverski rétturmn Tjá-tjá á 100 kr. skammturinn. Þá verða einnig seldar heitar samlokur á 40—50 kr. stykkið og réttur dagsins. Maturinn verður afgreiddur í plastílátum, en fólk getur komið sjálft með ílát undir súpuna, ef það kýs það. Það birti heldur betur yfir sjómönnum við nýju verðákvörðunina. Enda þýðir það nærri þrefalda kauphækkun fyrir þá. Hásetarnir á Asberginu, sem landaði 40 tonnum í Reykjavík í gær, hafa haft 15—20 þúsund krónur eftir nóttina, miðað við nýja verðið, ef allur aflinn hefði verið tekinn I sait. — Myndina tók Ijósm. Vísis B. G., þegar byrjað var að landa úr skipinu um sjöleytið í gær. Barnið skauzf heint fyrir bifreið Fimm ára drengur lærbrotnaði, þegar hann varð fyrir bifreið í gær- kvöldi á Laugarnesveginum. Eftir á skýrði ökumaöurinn svo frá, að hann hefði ekki séð barnið fyrr en um seinan. Hann hafði ver- ið á leið norður Laugarnesveginn, en á móts við hús nr. 72 hljóp drengurinn út á götuna og kom framundan kyrrstæðri bifreið, svo að ökumaðurinn sá hann ekki fyrr en drengurinn stóð á götunni fyrir íraman bifreiðina. Drengurinn var lagöur inn á sjúkrahús, en hann hafði auk lær- iirotsins, hlotið áverka á höfði, sem þó voru ekki taldir alvarlegir. AUSTURRISK STJÓRN í 20 ÁR 0 Blóm, blóm,. blóm ... f nokkrar mínútur voru þrjár stúlkur á þeytingi við aö bera upp á svið Háskólabíós blóm- vendi, sem Lúðrasveit Reykja- víkur og stjómanda hennar, Pálj Pafnpichler Pálssyni, bárust að loknum afmælistónleikunum. 0 Ejörugir marsar, léttir óper- . ettuforleikir og heilar syrp- ur úr söngleikjum, auk nokkurra ------------------------------- íslenzkra laga (sum þeirra sam- in af stjórnandanum sjálfum), ómuðu í Háskólabíó í gærkvöldi, en húsið var fullsetið áheyrend- um, sem komu til þess að heyra Lúðrasveitina minnast 20 ára stjórnandaafmælis Páls Pam- piclers, en í dag b'rtir Vísir viö- tal við Pál. Sjá bls. 9. Búizt við skipum heim úr Norðursjó hlít skýring. Sænskir síldarkaup endur iðka nú sumir ýmislegt í því skyni aö knésetja smærri keppinauta og ná einræðisað- stööu á markaðnum. Og það eru þeir, sem staðið hafa fyrir hin- um gífurlegu verðsprengingum. Skip, sem voru að veiöum í Breiöamerkurdýpi og ætluðu í söluferð til Færeyja og þaðan í Norðursjó, sneru við og lönd- uðu aflanum heima, þar sem ís- stæðara en skiptiveröið í Fær- eyjum, sem er 13.80 kr. ísl. — Söluverðiö þar er um 23 kr. íslenzkar. Nú vona menn að einhver ending verði í veið- inni hér heima, þar sem tilfinn- anlegur skortur er á saltfsíld ytra. — Auk þess sem tilfinn- legur beitusíldarskortur kemur til meö að stöðva haust- og vetrarvertíöina, ef ekki verður hægt að frysta meira. — Gifurlegar verðsveiflur i Danmórku, frá 23 upp i 60 krónur fyrir kilóið til 2,20 kr. danskar hvert kg. og Gideon seldi einnig í gær fyrir 2,80 til 3,10. Þetta veröhrun á markaðnum ytra stafar ekki af of miklu framboði því veiði hefur ekki verið það mikil þessa dagana. Hér mun vera um lélegri síld aö Mörg íslenzku skipanna, sem verið hafa við veiðar í Norð- ursjó eru nú að búast til heim ferðar, þar sem síldarverðið hér heima er orðið mun trygg ara en veðrið á sölumarkaði erlendis, þar sem það hefur ,rokkað‘ frá tæpum sex krón- um dönskum niður í 1,90 kr. danskar. Akurey RE seldi í Danmörku í gær fyrir 1,92

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.