Vísir - 06.12.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 06.12.1969, Blaðsíða 8
8 VISIR . Laugardagur 6. desember 1969. VISIR Ctgefandi: Reykjaprent h.f. \ Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson / Ritstjóri: Jónas Kristjánsson \ Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson / Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson \ Ritstjómarfulltrúi: VaWimar H. Jóhannesson ( Auglýsinsar: Aðalstræti 8. Slmar 15610, 11660 og 15099 \ Afgreiðsla Aðalstræti 8. Sími 11660 ( Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 iínur) ) Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands (( I lausasölu kr. 10.00 eintakið ) Prentsmiðja Visis — Edda h.f. ( Gagnslausar deilur Eitt af því fáa, sem stjórnarsinnar og stjórnarand- (( stæðingar munu vera sammála um, er, að efnahags- (( þróunin árin 1967 og 1968 hafi verið þjóðinni með // eindæmum óhagstæð. Um orsakirnar er hins vegar / djúpstæður ágreiningur. Andstæðingar stjórnarinnar ) reyna að gera sem minnst úr því, sem stjórnarsinnar \ telja aðalorsökina. Að sögn stjórnarandstæðinga er (( röng stjórnarstefna meginorsök efnahagserfiðleik - (l anna, en ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar segja // að aflabrestur, verðfall og óhagstætt tíðarfar hafi \\ mestu valdið. (( Um þetta verður eflaust deilt lengi enn, enda þótt // almenningur sé löngu orðinn dauðþreyttur á því rifr- / ildi. Þeir, sem horfðu og hlustuðu á sjónvarpsþáttinn ) s.l. þriðjudag, þar sem þeir ræddust við Eggert Þor- \ steinsson sjávarútvegsmálaráðherra og Lúðvík Jós- ( efsson, sem gegndi því embætti í tíð vinstri stjórnar- ( innar sælu, hafa eflaust tekið eftir því, að Lúðvík / reyndi að kenna ríkisstjórninni um alla erfiðleika / sjávarútvegsins. Hann virtist ekki telja að það hefði ) þurft að skipta miklu máli, ef rétt hefði verið stjórn- \ að, að hreinar gjaldeyristekjur af sjávarútvegi urðu \ um helmingi minni árið 1968 en þær voru 1966. Svo ( snögg og stórfelld umskipti eru með öllu óþekkt hjá / þjóðum, sem ekki eiga afkomu sína svo einhliða undir / einni framleiðslugrein. Víðast hvar hefði þetta valdið ) efnahagslegu hruni eða lítt viðráðanlegri upplausn. ) Þess vegna liggur næst að álykta, að stjórnarstefnan ( undanfarin ár hafi ekki verið eins fráleit og andstæð- (' ingarnir vilja vera láta, því að þá hefði björgun verið / óhugsanleg. Og þá mættu menn uin leið gjarnan minn- / ast þess, hvernig fór fyrir vinstri stjórninni. Ekki voru ) erfiðleikarnir, sem henni urðu að falli, neitt í líkingu it við þetta. Þar var það sjálf stjórnarstefnan, sem smám / saman leiddi allt í strand án þess að til nokkurra veru- ) legra utanaðkomandi og óviðráðanlegra áfalla kæmi. ) Reynsla síðustu ára æíti að hafa fært þjóðinni heim \ sanninn um það, aö hún má ekki lengur treysta svo / einhliða á sjávaraflann. Hún verður að finna leiðir í til að mæta áföllum eins og þessum án þess að neyð- / ast til að skerða lífskjörin svo nokkru nemi. Slíkar j gagnráðstafanir verðd aðeins gerðar með því að byggja upp nýjar og öflugar framleiðslugreinar. Betri \ nýting aflans er að sjálfsögðu eitt af því sem stefna (' ber að og iðnaður í því sambandi. ; Sjávarútvegurinn er vissulega sú framleiðslugrein, i, sem líklegt er að íslendingar eigi afkomu sína að mjög miklu leyti undir enn um langt skeið. Þó má ekki gleyma því, að fiskifræðingar virðast uggandi um framtíð sumra aðalfiskstofnanna, ef veiðiálagið verð- ur framvegis eins mikið og hingað til, hvað þá heldur, ef það eykst og veiðitækninni fleygir fram, eins og | gera má ráð fyrir. Það virðist því full ástæða til að ) horfa í fleiri áttir til að treysta efnahagsgrundvöllinn betur en hingað til hefur tekizt. \ Hassið fer sem eldur um V esturlönd „Hvers vegna hef ég svona margar hendur? Áður hafði ég aðeins tvær .. .Af hverju er ég að hlæja?... Ég dansa. Augu mín eru lokuð, lík- aminn hringsnýst, hend- urnar sveiflast í loft- inu.“ „Nýverið fékk kirkju- kór mig til að öskra. Sin- fónían sökkti mér í djúp in, en nú er ég aftur „hátt uppi“, eftir að ég hlustaði á poptónlist.“ Þannig eru lýsingar sumra þeirra, sem reynt hafa nautna- lyfið hass, sem fer sem eldur um Vesturlönd um þessar mundir. Hópur „útvalinna" dýrkenda hassins kemur saman í herbergi og sezt á gólfið. Allir mæna á manninn með „það“ sem situr í miöjunni. Síðan er úthlutað efn inu. Það gen£ur iindir ýmsum nöfnum í hópi dýrkendanna. — Sumir kalla það einfaldlega „skít“. Það fæst í Þýzkalandi til dæmis fyrir einar hundrað krón ur grammið, komið frá Austur- löndum. Dóttur Agnews vísað úr skóla. Yfirmaður lögreglunnar þar í landi lýsti því yfir áriö 1966, að „þýzk æska neytti alls ekki eit- urly-fja“. Um þær mundir var eiturlyfjaneyzlan að festa rætur í háskólum Bandaríkjanna. I Bæjaralandi sagði lögreglu- þjónn: „Hass tellur Evrópumönn um einfaldlega ekki í geð.“ Þrjú ár eru liöin. 134 kíló af hassj voru gerð upptæk í Vestur Þýzkalandi árið 1966, 380 kíló í fimm þúsund ár hefur maö- urinn þekkt hampinn. Hann er notaður til góðs í iðnaói, en úr blöðum hans og blóm- um eru unnin nautnalyf, i Mexíkó, Norður-Afríku. Tyrk landi, Líbanon, Afganistan, Pakistan, Indlandi, Nepal og Víetnam. Nautnalyfið er unniö meö mulningi blómstilksins. Það er reykt í þar til gerðum litl um pípum, í vindlingum eða blandað i matinn. Jafnvel drukkið. Þessi litla planta set ur nú svip slnn á mannkyns- söguna, til ills cins, að þvi er flestir telja. árið 1968, og á níu fyrstu mán- uðum þessa árs hafa lögregla og tollyfirvöld tekið hvorki meira né minna en 1560 kíló. — Fjöldi handtekinna, sem teknir hafa verið vegna verzlunar með lyfið hefur fjórfaldazt i V-Þýzka landi síðan 1965. í Bandaríkjun um var jafnvel dóttur varaforset ans Spiro Agnews vísað úr skóla um hríð grunuð um neyzlu hass. Málið var síðan fellt niður án skýringa. Svo bregðast kross- tré... „Hassið er stækkunar- gler“. Frásagnir hassneytenda eru eitthvað á þessa leiö, samkvæmt athugunum lækna: Ljósmynda- fyrirsæta, 24ra ára segir: „Við höfum alltaf með okkur teikni myndabiöð, Mikka mús og svo- leiðis. Við höfum gjörbreytzt. — Hvers vegna er allt þetta prjál? Auðir veggir eru okkur kærari en veggfóður. Borð, skápur og rúmdýna eru nóg til að lifa vel. Við höldum okkur heima við.“ Lögfræöingur, 29 ára, segir: „Við tölum ekki mikið saman. Málið getur vérið'hindrun. — Stundum fer einhver að flissa. Annar fiktar viö pappírsblaö ... Ég er ánægður og kátur.“ „Hassið getur ekkj gert neitt það úr manni, sem ekki býr 1 honum. Það er stækkunargler, opinberar manninn, eins og hann er I raunverulegu eðli sínu.“ Glæpahneigð Þannig tala unnendur lyfsins. Margir mæla því I mót. Menn segja, aö neyzla hass valdi óhjá- kvæmilega algerri eiturlyfja- neyzlu. Menn fari frá hinu mild- ara efni til hinna sterkari, LSD, heróíns, opíums. Glati sálu sinni og verði geðbilaðir á skammri stundu. Neyzla hassins hljóti ó- hjákvæmilega að leiða menn til algerrar hnignunar, dáðleysis, kæruleysis. Þeir verði utanveltu í samfélaginu og einskis megnug ir þjóðfélagsborgarar. Sumir segja, að neytendur hass, eins og annarra eiturlyfja muni hneigjast til glæpa. ÍHolly wood varð fyrir nokkrum dög- um uppskátt um glæpaklíku ung menna, sem stunduöu morð, bú andi saman í kofa, neytandi eit urlyfja. „Dregur úr árásar- hneigð“. Meðmælendur hassins segja, að það sé ekki verra en áfengi og niktótin. Áfengið hvetji til árása, örvi árásarhneigðina, en hassið dragi úr henni. Til lengd- ar s^” menn betur komnir sem has tendur en neytendur nikótins og alkóhóls. Þeir krefj ast þess, að menn geti neytt hass og verzlað með það að vild sinni Samanborið við LSD sé hass „meinlaust gaman“. Hassneytendur eru oft „bylt- ingarmenn" gegn þjóöfélaginu, ef ti! vill frekar með sjálfum sér flestir hveriir, heldur en þeir Aðdragandi hassreykinga komi fram I harðri andstööu. Á yztu mörkum þeirra stendur þó hópur stjórnleysingjanna, sem segjast nota eiturlyfið til þess að „ná án bardaga völdum og kollvarpa þjóðfélagi hindurvitn- anna og hálfvelgjunnar.“ Hassið fer sem logi um akur. Friedrich Nietzsche hinn þýzki sagði, að saga menningarinnar væri sagan um baráttu milli Apolló, guðs ljóssins og framfar anna og Dionysosar, tákn nautn- arinnar og draumsins. Barátta þessi yrði aldrei til lykta leidd. Árið 1969 var sigurár Apollós, sem hélt til tunglsins en Dionys os hefur gert gagnáhiaup, sem kann að veröa sterkara... þegar fram líða stundir. ti Eiii

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.