Vísir - 06.12.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 06.12.1969, Blaðsíða 16
ULTRfltLfíSH Mjög mikid úrval af snyTtivörum og jólagjafavörum | PÉTUR PÉTURSSON HEILDV. - SUÐURGÖTU 14 Prentum stórt sem smátt ©MPÍBEIE© Freyjugöíu 14' Simi 17667 Þeir selja frírnerki.... Ef fólk skyldi rekast börn, sem bjóða því til sölu sæl gætispoka á 100 krónur stykkið, ætti það að hugsa til þess, að ágóðinn rennur til líknarmála, því að baki sölunni stendur ný- stofnaður Kiwanisklúbbur í Hafn arfirði, sem Eldborg heitir. Þeir þarna í Hafnarfirði, sem stóöu að stofnun klúbbsins, eru staðráðnir í því, að verða í engu eftirbátarl Kiwanisklúbsmanna annars staðar á landinu, en þess ir klúbbar hafa fyrir löngu orð- ið landsþekktir fyrir ýmislegt gott, sem þeir hafa látið af sér leiöa. M. a. hafa þeir í Eldborg boð- izt til að vinna dagstund hver til þess að aðstoða við frágang á æskulýðsheimili, sem senn verður lokið við í Hafnarfirði. Senn koma lólin og fylla alla hátíðarskapi, öfe sumir eru þegar gripnir löngun til þess að láta gott af sér lelða, eins og þeir ■ f Kiwanisklúbbnum Heklu, sem byrjaðir eru að selja jólamerkin sfn, er Halldór Pétursson hefur teiknað og byggir á sögunni um þau hjón, Grýlu og Leppalúða, og syní þeirra — jólasveinana. Ágóðinn af jólamerkjaútgáfunni mun renna til uppbyggingar fiska safns í höfuðborginni. en aðrir selja sælgæti • Kristján í Últímu framleiðir á EFTA-markaðinn • „Últíma er hreint ekki að draga saman segiin“, sagði Kristján Friðriksson, forstjóri i gær, en svo mátti skilja á frétt í einu dagbiaðanna. Fyrir- tækið hefur selt saumastofu sína á 3. hæð Kiörgarðs til Karnabæjar, en karlmannaföt verða eftir sem áður framleidd í Últímu á sömu saumastofu og áður, bæði eftir máli og eins lagerföt. Fyrirtækið er nú að senda frá sör nýjungar í áklæðum, sem eru mjög í tízku í Evrópu, þykk og íburðarmikil. Hefur Últíma í þessu skyni keypt mikinn vef stól, sem bæði framleiðir góif teppi og þessar sérstöku gerð- ir áklæða. Kvaðst Kristján von- ast til að geta selt gólfteppi á sérlega hagkvæmu vérði, fer- metrann úr nylon-evlongarni á 590 krónur í smásölu. ,,Við vonumst til að fram- leiðslan úr þessari vél, sem við köllum Gilitrutt, muni standa af sér samkeppni — jafnvel Efta-samkeppni“, sagði forstjór inn, sem kunnur er m. a. fyrir að vera svartsýnn á Efta-aðild okkar íslendinga. Kristján kvað eina ástæð- una fyrir kaupunum þá, að ætl unin væri að gera tilraunir með framleiðslu sérstakrar gerðar gólfteppa, jafnvel til útflutn- ings. Þetta verða kostnaJarsam ar tilraunir, en ættu aö verða merkilegar, ef þær heppnast vel. Segir Kristján að tilraun- irnar séu framhald af tilraun- um ríkisins undir forystu Pét- urs Sigurjónssonar og Stefáns Aðalsteinssonar og er ætlunin að nota tog ullarinnar og gera það verðmætara en það er í dag. UNGIR UPP- REISNARMENN — í nýrri bók Þorsteins Thorarensens „Móralskir meistarar“ nefnist fjórða sagnfræðibók Þorsteins Ó. Thorarensens, af innlendum vett- vangi, sem er nýlega komin út hjá Bókaútgáfunni Fjölvi. Hafði blaðið samband við Þor- stein, sem sagði m. a. um bók sína, að hún fjallaði um gamalt þjóðskipu lag og forgangsmenn þess og nýja strauma, sem ungir uppreisnarmenn bera til íslands. Þegar fylkingunum slær saman er „barizt upp á líf og dauða“, en bardaginn misheppnast vegna sundrungar innan uppreisnar liðsins. Meginpartur atburðanna gerist í kringum árið 1890. Við sögu koma margir fulltrúar bæöi gamla og nýja tfmans. Af mönnum gamla tímans m. a. Magn- ús Stephensen, Bjöm Ólsen, Bergur Thorberg og Gestur Pálsson, en meðal uppreisnarmanna eru Páll Briem, Finnur Jónsson, Þorleifur Jónsson, Bogj Melsted, Steingrímur Thorsteinson og Valtýr Guðmunds- son. „Þetta er mikið ritverk", segir Þorsteinn „og framhald af sagn- fræðilegri rannsókn á aldamótatfma bilinu, jDess merka breytingartíma- bils, þegar hin nýja öld er að hefja innreið sína á íslandi“. Ung stúlka við hinn nýja vefstól Últímu hf. Vefstólinn kalla menn Gilitrutt sín á milli i verksmiðjunni, í gamni. Var borinn út úr íbúð sem ... • og enn meira sælgæti, sem kemur til góða líknarmólum Reyndar em það fleiri, sem standa að baki slíkri sælgætis- sölu, þvf að einnig eru farin á kreik söluböm, sem bjóða sælgaéti til sölu í nafni Kiwanisklúbbs- ins Kötlu, sem af miklum áhuga hefur styrkt stofnanir eins og Rauða kross íslands, Hjarta- vemd, Heyrnleysingjaskólann o. fl. á undanfömum árum. Landsleikskaflar e.t.v. í sjónvarpi é mónudagskvöldið • Margir hafa spurt blaðið um sjónvarpsmynd af landsleik islands og Noregs í fyrrakvöld í handknatt- leik. Samkvæmt upplýsingum Sig- urðar Sigurðssonar er von á að elefslur úr leiknum verði sýndar á mánudagskvöld, en mynd, ?em norska sjónvatrpið tók af köflum Iciksins er væntanleg um helgina til landsins og verður leyst úr tolli á mánudagsmorguninn. Kveikt á á morgun • Gjöf Oslóarbúa til Reykvík- inga ár hvert er forláta jóla tré, sem gleður augu ungra sem gamalla í jólamánuðinum. Á morgun kl. 17 verður kveikt á trénu með viðhöfn á Austur- velli. Það er norski sendiherr- ann, Christian Mohr, sem af- hendir Geir Hallgrímssyni tréð. Dómkórinn mun syngja Heims um ból undir stjórn Ragnars Björnssonar, en fyrir athöfn- ina mun Lúðrasveit Reykjavík- ur undir stjórn Páls P. Pálsson- ar, leika jólaiög. jólatrérru DAGAR TIL JÓLA bann taldi sig bafa „ÞEIR báru mig út f snjó og frost, og rétt gáfu mér tæki- færi til þess að taka með mér ieppana mína“, sagði gramur maður, sem bar sig illa und- an heimsókn 3 iögregluþjóna, sem að fyrirmælum sambýlis- konu hans báru hann út úr íbúð, er þau höfðu haft á leigu í sam- einingu. Þau höfðu búið saman í eitt ár, eftir að þau höfðu skilið fyrir tveim árum að undangengnu 10 ára hjóna- bandi, og allt lék í lyndi, þar til hann eitt kvöldið ætlaði að smakka það, eftir að þau höfðu kvöldið áður dreypt á glasi til samlætis kunn- ingjafólki, er hafðj heimsótt þau. „Tvö kvöld í röð er einum of mikið af því góða,“ sagði hún, reiddist og fór alfarin að heiman og uröu þeirra kveðjur stuttar. Nokkrum dögum seinna sat hann inni f stofu íbúðarinnar, sem þau höfðu hreppt — ein úr hópi fjölda umsækjenda — þar sem hann ,,var ættaður austan úr sveitum, eins og ég“ sagði húseigandinn. Vissu hann og kunningi hans, sem var gestur hjá honum, ekki fyrr en konan var komin inn í stofu og með 3 lög- reglumenn sér til fulltingis, og var honum sagt, „að gera svo vel og pilla sig út.“ Hvumsa og reiður vegna niður- lægingarinnar mátti hann sámauð- ugur hafa sig út maldandi f móinn samt, sem stoðaði þó lítið, ,,þvf að við þekkjum þig, piltur minn, frá fornu fari,“ eins og lögregluþjón- arnir sögðu, sem hann minntist þó ekki að hafa augum litið fyrr. „Eng- an uppsteyt hér! — það er þér sjálf- um fyrir beztu!“ Þött hann legði fram kvittun um, að hann ..........herra o.s.frv. heföi greitt húseigandanum upphæð kr .. fyrir leigu á íbúðinni þennan mánuð o.s.frv." til sönnunar því, aö hann væri leigjandi íbúðarinnar og hún væri heimili hans, þá var ekki við slíku litiö. „Bara út, góði minn!“ Það var svo sem ekki vonlegt, að menn eyddu í það tima aö hlusta á hann, eins og konan hafði borið honum söguna niðri á lögreglustöð, þegar hún leitaöi verndar lögregl- unnar gegn „illmenninu. sem legði á hana hendur og berði hana, sem var svo veikluð, aö hún gat ekki á leigu einu sinni stundað vinnu, og hún þurfti frið og næði fyrir honum, en hann fengist ekki til að fara þótt hún dögum og vikum saman hefði margsinnis, margsinnis nauðað í honum að fara úr fbúðinni, sem hún — en ekki hann — hefði á leigu með aðstoð borgaryfirvalda.“ Ekki gátu lögreglumennirnir ann- að en trúað henni. Einkanlega þegar framfærslufulltrúi Reykjavfkurborg ar staðfesti, að hún hefðf umráða- réttinn yfir íbúðinni, og að s#mbýl- ismaður hennar væri þar aðeins gestur, sem nú væri óvelkominn. Hver fær sig líka til þess að væna grátandi konu, f nauðum stadda, um lygi? „En hún hafði aldrei imprað á því við mig, að ég færi úr íWðinni, fyrr en morgun þess sama dags, sem hún kom með lögguna — og þá tók ég hana ekki einu sinni al- varlega,“ sagði maöurinn, sem eng- inn vildi hlusta á. „Nú er ég líka farinn til lögfræð- ings míns og þetj^ 3kal verða ein- l^verjum dýrt spaug ... að ég hafi tyarið hana! Nei, betta er sko of langt gengiö!"

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.