Vísir - 02.01.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 02.01.1970, Blaðsíða 1
Bryggjan við Grandagarð, þar sem bifreiðinni var ekið fram af og þrjú ungmenni misstu lífið. Skcsrsf á slagæð vegna sprengingar Sprengja, sem hent var út um glugga bifreiðar við Tðnabæ olli siysi á ungum pilti, sem þar stóð í hópi unglinga á gamlárskvöld. Sprengjan braut rúðu í húsinu og skarst drengurinn á glerbrotunum. Hann mæddi mikil blóðrás á fæti. Slagæð mun hafa skorizt í sundur og var drengurinn fluttur í ofboði á slysavarðstofuna, þar sem læknar voru lenei að gera að sár- um hans. Drengurinn heitir Jón Þór Magn ússon til heimilis að Hraunbæ 60 og segist honum svo frá að stór ljós bíll hafj ekið að Tónabæ, þar sem hann stóð og sprengjan hafi komið fljúgandi út um bílgluggann. — Talsvert var um það á nýárs- nótt að stórhættulegar sprengjur væru handfjatlaðar af slíkum óvita skap að við stórslysum lá. Læknar slysavarðstofunnar áttu annríka nýársnótt. Alla nöttina var biðröð á stofunni af slösuðu fólki og fór ekki að hægjast um fyrr en á hádegi á nýársdag. Mest var um brunasár af völdum ýmiss konar sprehgja, flugelda og þess háttar. Talsvert var einnig um slys sem rekja mátti beint og óbeint til ölvunar meðal annars komu mjög margir með áverka eftir. slags mál oa barsmíðar. Þrjú ungmenni drukkna viB Grundugurð á nýársmorgun Lögreglumenn björguðu tveim úr hófninni aðframkomnum ■ Hörmulegt slys varð á nýársmorgun, þegar þrjú ungmenni, tvær systur og 17 ára piltur, drukknuðu í Reykjavíkurhöfn, eftir að bifreið þeirra fór fram af bryggju við Grandagarð. — Tveim ungum mönnum, sem einnig höfðu verið í bifreiðinni, var bjargað á síðustu stundu — nær aðframkomnum — úr sjónum, þar sem þeir héldu sér á floti við hála bryggjustaura. Vaktmaður um borð í skipi, sem lá við austanverðan Ægis- garð, varð fyrstur var við neyð aróp mannanna tveggja í sjón- um kl. 6 á nýársmorgun, og bað hann tvo menn sem bar að í bifreið, að kanna hvort þarna væri um raunverulega náuð að ræða, eða aðeins drykkjulæti ein hverra ölóðra næturhrafna. Urðu mennirnir þá varir við hin nauðstöddu ungmenni í sjón um við bryggjuna fyrir framan Kaffivagninn á Grandagarði, og ' gerðu þeir lögreglunni viðvart, sem brá strax við og hélt til að stoðar fólkinu. Fyrst þegar lögreglumenn komu á staðinn, var ekki vitaö, hvað þarna hefði gerzt, en tveir lögregluþjónar, Ingimundur Helgason og Eyjólfur Jónssnon, stukku í sjóinn til hjálpar tveim mönnum, sem í myrkrinu mátti grilla við bryggjustauranna. „Báðir voru aðframkomnir af kulda og sýndist mér annar halda hinum á floti við bryggju stólpann" sagði Ingimundur Helgason lögregluþjónn, þegar biaðamaður VIsis náði taii af honum í gær eftir björgunina. „Við komum þeim um borð i bát sem lá þarna við bryggju, og margar hendur hjálpuðust að við að koma þeim til aðhlynn- ingar.“ Annar lögregluþjónninn, Eyj- ólfur Jónsson ( sem reyndar er öllum íslendingum kunnur af sundafrejjum sínum) lét ekki aftra sér að stökkva í sjóinn til bjargar mönnunum tveim, þótt hann væri veikur og með sótt- hita, sem lagði hann svo I rekkju — strax að afstaöinni björguninni. I bílnum höfðu verið þrír pilt ar, Guðmundur Kristinsson, Ból staðarhlíö 32, og Siguröur Sig- urjónsson Hvassaleiti 16, sem fyrir eitthvert kraftaverk kom- ust út úr bílnum, eftir að hann hafði lent á hvolfi fram af ská- hallri bryggjunni ofan í sjóinn, en ökumaður var þriðji piltur-, inn, Svanberg Gunnar Hólm, 17 ára, til heimiiis aö Hvassaleiti 16, og varö honum ekki bjargað, fyrr en um leið og bíllinn náðist upp úr sjónum. Með þeim voru í bílnum tvær systur, Guðrún 23 ára, og Brynja Vermundsdaetur, sem fæddist á nýársdag 1948, og hefði því orðið 22ja ára þennan dag, en þær fórust báðar, og komst þó Guðrún með einhverj- um hætti út úr bifreiðinni, og var bjargað úr höfninni, en var þá látin. Þær systur voru ættað ar norðan af Ströndum, frá Sunnudal nálægt Hólmavík. Það varpaði skugga inn á hvers manns heimili, þegar frétt in um þetta hörmulega slys barst út um land allt á hádegi á nýársdag. Þegar piltamir tveir, sem komust einir lífs af. voru orðnir máihressir eftir hrakn- ingana, gátu þeir skýrt frá nokkrum staðreyndum um atvik slyssins. Þeir höfðu ætlað að aka systr unum heim til þeirra í Höfða- borg 58 og höfðu lagt af stað frá Hvassaleitj kl. 5.40, en tek ið krók niður að höfn til þess að draga ökuferðina á langinn. Ekkert þeirra var með víni, og hvorusur þeirra getur í rauninni gert sér grein fyrir orsökum slyssins. nema að kannski hafi verið óvarlega ekið eftir bryggj unni, miðað við hve aðstæður eru þar viðsjálar í myrkri. 10. sfða Sjámaður rotaður og rændur í miðbænum — Lá brjá tima meðvitundarlaus i blóði sinu Þeim hjónum, Pálínu Guðmundsdóttur og Friðbert Páli Njálssyni, fæddist drengur klukkan 22:20 þann 31. desember, sem var þriðja barn þeirra hjónanna. Fyrir áttu þau stúlku sex ára og dreng fjög- urra ára. — Áramótabarnið var hinn myndarlegasti snáði, 56 cm langur og 17l/2 mörk að þyngd, og var hann 1181. barnið, sem fæddist á fæðingardeild Landspítalans annó 1969. • Árið byrjaði ekki fallega hjá sjómanninum, sem vaknaði klukkan sex að morgni nýárs- dags inni í undirganginum við Andrésar Andréssonarhúsiö að Laugavegi 3 í blóðidrifnum föt- um með stokkbólgið nef. Hann skýröi iögreglunni svo frá að um klukkan þrjú hefði hann ver iö á leið upp Laugaveginn í leit að lýigubíl til þess að aka sér heim, egar þrír menn komu á móti hon- um. Hjá þeim hefur hann fengið heldur óblíðar móttökur, þvi að næstu þrjá tímana lá hann í roti þarna í undirganginum meðan veizlugestir næturinnar gengu syngjandi fram hjá en vaknaði svo veskinu, úrinu og sígarettukveikj- aranum fátækari. En í veskinu voru 1500 krónur. Það eina sem maðurinn mundi um þremenning- ana var að þeir voru engir ungling- ar heldur fullorðnir menn. Það má furðu kalla, ef enginn hefur orðið var við aðför þeirra að mannin- um þarna á aðaiumferðargötu borgarinnar á sjálfa nýársnótt ein- mitt I það mund, sem fólk var að koma út af skemmtistöðum og margir á ferli. Rannsóknarlögregl- an biður alla, sem orðið hafa varir við ferö þriggja grunsamlegra manna neöarlega á Laugavegiiium eða í Bankastræti um þrjúleytið á nýársnött að gefa sér upplýsing- ar. — Af sjómanninum er það að segja að hann dreif sig á sjóinn strax og hann hafði jafnað sig nokkurn veginn á nýársdag. Utlit fyrir árekstra- lausa vetrarvertíð — samkomulag náðist milli útgerðarmanna og sjómanna á gamlárskvóld ■ Samningar náðust milli full- trúa Landssambands íslenzkra útvegsmanna annars vegar og fulltrúa Sjómannasambands ís- lands og Farmanna- og fiski- mannasambands íslands hins vegar eftir hádcgi á gamlársdag um kjör sjómanna á næsta ári. Samkomulagiö náðist á fyrsta raunverulegum samningafundi milli þessara aðila og má því segja að nýja árið byrji vei, ef allt annað verður eftir þessu. Samkomulagið er háð samþykki félagsmanna í hinum ýmsu félög- um sjómanna og yfirmanna á flot- anum, en lítil ástæöa mun vera til að ætla að það verði ekki sam- þykkt. Litlar breytingar urðu á sam- komlaginu frá því sem nú er, enda er reiknað með að kjarabót sjó- manna komi fyrst og fremst frá hækkuðu fiskverði, sem einnig var ákveðið á gamlársdag, en fundur 10. síða I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.