Vísir - 02.01.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 02.01.1970, Blaðsíða 2
VISIR . Föstudagur 2. janúar 1970 'lþróttaárib 1969: Nýr og hressarí andblær ea fátt stórafreka enn % Enn eitt viðburða- ríkt íþróttaár er liðið í Landsliðið kom víða við ... aldanna skaut, árið 1969 var sannarlega viðburða ríkt á mörgum svið- um, enda þótt ekki væri margt um viðburði, sem skera sig svo mjög úr í neinu tilliti. Yfirleitt má segja, að talsverð vakning hafi verið með- al íþróttamanna, meiri áhugi á því að gera vel, meiri vilji til að láta verkin tala. Ég held að það líf, sem Albert Guðmundsson blés í knattspyrn una og æfingar knattspvrnu- manna í hitteðfyrravetur, hafi einnig verkaö á aðrar íþrótta- greinar. Ósjálfrátt grípur áhug- inn um sig í röðum annarra i- þróttamanna. Knattspyrnumenn okkar státa ekki af sérstökum árangri á knattspyrnusviöinu s.l. ár. — Landsleikimir gengu ekki eins í haginn og ráð hafði verið fyrir gert, — en varla var von til þess að nein sigurganga hæfist þeg ar fyrsta sumarið. Eflaust mun landsliðið eiga eftir að fá riku lega uppskeru síðar fyrir þann áhuga og dugnað, sem það hef- ur sýnt nú í meira en ár við erf- iöar æfingar við erfið skilyrði. Enginn vafi er á, að knatt- spyrnuforustan meö Albert Guð mundsson sem odamann er á réttri braut. Knattspyrnan hér heima fyrir fór vel fram, leik- menn voru greinilega harðari og ákveðnari en um langt skeið, en mikiö vantar enn upp á aö knatt leikni öll sér i lagi. Þess er skylt að geta hér, að rigningartíðin s.l. sumar fór tnjög illa með knatt spymuna okkar og veröur að taka það með í reikninginn. Handknattleikurinn er stöð- ugt okkar bezta grein, hvernig sem á því stendur. Líklega er þessi íþróttagrein eitthvaö auð lærðari fyrir íþróttamenn okkar fyrir einhverjar sakir. Á- nægjulegt var að sjá landsliðið eiga í höggi við marga beztu flokka Evrópu, bæði landslið og félagslið. Tékkar, heimsmeistar arnir frá HM í Svíþjóð unnu tvívegis naumlega í Laugardal. Finnst mér það til marks um styrkleika handknattleiksins hér að áhorfendur fóru beinlínis aö horfa á þá leiki til að sjá sitt lið sigra heimsmeistarana. Sigur íslands í undankeppni HM yfir Austurríki hér heima var á- nægjulegur og vonandi forboði góðra tíðinda frá Frakklandi í marz n.k., þegar íslenzka liðið leikur leiki sína í riðlinum í HM. Körfuknattleik fleygir fram hér á iandi, og má minnast á marga góða leiki, sem allt of fáir sáu, því miður. Vandamál þessarar íþróttar virðist ekki vera útbreiöslan, heldur þaö aö leikir í körfuknattleik viröast ekki ná vinsældum áhorfenda. Oft fara leikir fram í 1. deild fyrir svo til tómum stæðum. — Þetta hlýtur að bitna á leikmönn um, sem missa móðinn. Sama er um frjálsíþróttirnar að segja, þar sjást áhorfendur mjög ógjarnan. í sumar gerðist fátt stórtíöinda nema hvað Er- lendur Valdimarsson viröist sannarlega vera að komast í - Fimleikar, — ný keppnisgrein á íslandi. Vetrarknattspyman var eitt merkasta nýmæliö. „form". Hann setti met bæöi í kringlukasti og sleggjukasti. — Erlendur er án efa sá frjáls- íþróttamaöurinn, sem bezt verð- ur fylgzt með í sumar. Ánægju leg tíðindi fengu frjálsiþrótta- menn nú síöla árs. Þeir fá innan skamms stórkostlega aðstöðu I mannvirkjum Laugardalsvallar- ins fyrir innanhússæfingar sín- ar. Er ekki ótrúlegt aö þarna eigi frjálsíþróttamenn eftir að byggja upp grein sína, sem sann ast sagna er í ömurlegum rúst- um, því alltaf er miðað við „gullöildina" fyrir hálfum öðr- um áratug eða svo. Sundmenn okkar unnu á- nægjulegan sigur í landskeppni gegn Dönum ytra. Þetta var hörkuspennandi keppni og sig- ur okkar var mjög óvæntur og vannst með sigri í boðsundi, sem Danir höfðu fvrirfram reiknaö sér sigur í. Ánægjulegt var að fylgjast með mörgum nýjum eða nýtil- komnum íþróttagreinum á ár- inu. Lyftingaíþróttin er að rísa upp sem keppnisíþrótt fyrir al- vöru, fimleikamenn héldu meist aramót eftir langan dásvefn, — og sannarlega fengu þeir nóg af áhorfendunum. Þá viröist Ss- knattleikur ætla að ryðja sér til rúms með tilkomu Skautahallar innar í Reykjavík. íþróttimar í heild sinni voru hressilegar, eins og vera ber. — Fjárhagur íþróttahreyfingarinn- ar hefur alltaf verið þröngur eins og hjá fleiri, og verður það líklega alltaf, enda nóg við það fé að gera, sem aflast, sama hvort það er mikiö eða lítiö. Þaö var því ánægjulegt fram tak að upphefja getraunastarf- semi £ landinu. Þess er skemmst að minnast að starfsemin hefur gengiö mjög að óskum, miklum mun betur en nokkurn óraöi fyr- ir i upphafi. Hafa mörg félögin hreinlega fengið stóran hluta rekstrar- fjárins með því að selja get- raunamiða, en sölulaun til félag- anna eru fjórðungur af and- virði getraunaseðils, eða 6,25. í heild má segja að árið 1969 hafði boöað nýja sókn á íþrótta sviöinu, a.m.k. fannst mér allur andinn yfir vötnunum bera þaö með sér og vonandi að þar sé ekki um missýn aö ræða. —jbp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.