Vísir - 02.01.1970, Page 3

Vísir - 02.01.1970, Page 3
VlSIR . Föstudagur 2. janúar 1970 3 Bálkösturinn logar glatt í baksýn og pabbi og mamma horfa hreykin á stóra drenginn sinn, sem óhræddur tendrar fjögur stjörnublys í einu. Litli bróðir stendur fast upp við pabba og mömmu, var greinilega lítið gefið um alla þessa loga. Allt fer það fram með „kurt og pí“ Ofan af Skólavörðuhæðinni var gott útsýni yfir borgina og þá marglitu og björtu flugelda, er á miðnætti gamlárskvölds flugu um dökkan næturhimin. Helv ... gengur annars illa að kveikja í því. Skyldi það annars ýla nokkuð! virðast þeir hugsa guttarnir, sem bjástra þama við ýlublysið sitt. /~kg nú hafa menn kysst út gamla árið og inn það nýja, með hlaðinn hugann af góðum áformum og heitstrengingum um bót ©g betrun annó 1970, sem er líka einkar fallegt ártal, og þvi verðugt stórra afreka og átaka. Til að undirstrika allar góðar hugsanir síðasta dag hvers árs er gjarnan farið út á gamlárs- kvöld, skotið og sprengt, hver sem betur getur. Kveikt er í helj arstórum bálköstum, sem árris- ulir og ólatir strákar, og ein- staka valkyrjur að auki, hafa safnað í alls kyns dótaríi, sem líklegt er að logi vel. Allt þetta ,,brambolt“, fer samt fram með hinni mestu „kurt“ og „pí“ og sú var tíðin, þegar pempíulegar ungmeyjar þorðu vart niður í mið- bæ, af hræðslu við vælandi kínverja, sem hrekkjóttir stráka lómar skutu á eftir þeim. Þessi kvikindi þutu á eftir þeim með óhugnanlegum hraða, virtust jafnvel hafa mennsk augu, að minnsta kosti þýddi lítið aö forða sér, þessi skaðræðiskvik- indi fundu ungpíurnar ætíð og fóru þá stundum dýrindis silki sokkar og tjullkjóll fyrir lítið. En nú eru góöir menn búnir að banna kínverja á Islandi, enda engir hrekkjalómar til lengur, heldur einungis „séntilmenn“, sem vita að flest er vænlegra til árangurs til að vinna hylli ungr ar stúlku, en að leitast við að sprengja hana í loft upp með púðurkerlingum á gamlárs- kvöld.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.