Vísir - 02.01.1970, Page 5
VISIR . Föstudagur 2. janúar 1970
5
rassinn á Rússum og mega
varla viti halda, ef þeir ímynda
sér, að við séum að fjarlægj-
ast áhrifasvæöi hins rauða of-
beldis.
NOKKUR TUmSTOKK
TjCtta var árið, þegar 200 ár
voru liðin frá fæöingu Nap
oleons, 30 ár frá því Hitler hóf
sfðari heimsstyrjöldina með inn
rás í Pðlland og 20 ár frá því
kommúnistar töku völd í Kína.
Þetta var árið, þegar Paul Mc-
Carthney dó og lýsti því yfir
á blaðamannafundi, aö hann
væri alis ekki á lífi, enginn
gæti vitað það betur en hann
sjálfur.
Þetta var árið, þegar hrært
var upp f grautarpotti og allt
virtist vera ein kös og hræri-
grautur.
Þetta var árið þegar heimur-
inn tapaðí siðustu miklu leið-
togunum, sem gátu hrifið múg-
km og beint sálum milljónanna
lítast á blikuna og sortnaði fyr-
ir augum. Nú var þessum full-
trúa gamla timans nóg boðið
og hann spyrnti við broddum.
Hann neitaði að afsala sér ein-
ræði yfir kirkjunni á sama tírna
og aörir einræðisherrar við Mið-
jarðarhaf voru að leika sér r.ð
því að kvelja fanga í Búbúlínas-
stræti með gamalkunnum að-
ferðum kaþólska rannsóknar-
réttarins og þeir voru þó það
fremri siðferðispostular en páf-
inn, að þeir bönnuðu stuttu pils
in.
Italskir þingmenn létu þó
ekki meira á sig fá hina nýju
siðavendni páfans en svo að
þeir samþykktu lög um að leyfa
hjónaskilnaði. Vatikanið ætlaði
TKegar Ríkarður Nixon tók
viö völdum í Vosington,
mátti lika segja, að Bandaríkja-
menn væru aö taka undir sig
pólitískt tunglstökk. Þeir höfðu
kosið hann án þess að vita nokk
uð fyrir víst, hvað hann eigin-
lega vildi og við valdatöku sína
var hann enn ófáanlegur til að
segja nokkuð ákveðið hvaða ráö
um hann ætlaði að beita, ann-
að en það að hann bað um að
fá að vera í friði að hugleiða
málin og leysa vandann eftir
sínu eigin höfði. Hann fékk að
visu þennan frið, en það er tæp
ast hægt að segja að hann sé
kominn aftur til jarðar úr sínu
persónulega tunglstökki. En aft
ur er friðurinn úti, mánaðarleg-
ar móratóríum-göngur eru hafn
ar meö óhugnanlegum dauða-
að einu markL De Gaulle ákvað
sjálfur að hverfa á braut og
kasta sér fyrir ætternisstapa, og
vænlegasta foringjaefni heims-
ins Teddy Kennedy eyðilagði
sig með því að aka fyrir Stap-
ann á Sjappakviddikk-eyju.
Eina stórmenni aldarinnar,
sem mann rámar í að hafj raun
verulega dáið á árinu var Hó
Sjí-mín, en sterkur orðrómur
komst á kreik um það, að Mao
Tse-túng væri líka sálaöur, og
túlkaði sú frétt e. t. v. bezt þá
þörf sem heimur í upplausn hef
ur fyrir það að láta gömlu
skröggana hverfa, svo að nýr
tími fái loksins að taka við.
Camtímamaðurinn er ófær um
að meta sögulegt gildi at-
burðanna meðan þeir eru að
líða fram hjá. Hann heyrir þá
eins og einstakar nótur, en veit
ekki, hvernig melódían er. Og
alltaf geymir samtíminn í
skauti sér algerlega duldar for
sendur óþekktra stórviðburöa,
sem eiga eftir að gerast á kom-
andi öldum, eins og barnið sem
lagt var í jötu, og annað barn,
sem fæddist í Ajaccio fyrir 200
árum. Á sl. ári voru liðin 80 ár
frá fæðingu Hitlers og á næsta
ári verður de Gaulle áttræður,
ef hann lifir, en situr einmana í
garðinum í Colombey. Og þann-
ig héldu þessi óþekktu böm á-
fram að fæðast í endalausum
bunum á árinu 1969, efniviður
í nýjar og nýjar kynslóðir.
Hver leggur út í það að ætla
sér að skynja melódíuna út úr
síðastliðnu ári, hver ætlar sér
að skilja tilganginn út úr öllu
þessu kaosi? Hver getur sagt,
hvort heimurinn hefur gengið
til góðs götuna fram eftir veg,
og hver veit yfirhöfuð, hvað er
fram á þessum vegi? Það virðist
hafa verið einkenni ársins, að
það skorti glæsta foringja og há-
leit markmið.
Að vísu tókst mannkyninu að
senda einn af sínum til tungls-
ins, stórbrotið afrek í sjálfu sér,
en þó ekkert markmið, þar sem
það var miklu fremur fyrsta
sporið á óþekktri nýrri öld.
emskis virði í sjálfu sér, nema
því sé fv.Igt eftir og eitthvert
okkur óskiljanlegt tímabil him-
ingeímsins hefjist í veraldarsög-
tnroi.
Tjessi tunglferð verður sjálf-
krafa tákn hins Iiöna árs.
Maðwr hefur það á tilfinning-
unni, að hún marki einhver
stór þáttaskil í mannkynssög-
unni og veit þó ekkert fyrir
víst. En það má líka segja að
hún og þessi óvissa og óskilj-
anleiki kringum hana túlki um
leið líf þjóðanna á jörðu niðri
og atburðina á hinum alþjóð-
lega vettvangi. I öllum hræri-
grautnum má sjá óteljandi helj-
arstökk, já hreinustu tungl-
stökk, menn og heilar og hálf-
ar þjóðir stökkva af dirfsku og
krafti, en þau vita eiginlega
ekkert, hvert þau eru að
stökkva.
Franska þjóðin tók eitt tungl
stökkið, þegar hún losaði sig
við gamla Gaulle. Það þurfti
ekki svo litla dirfsku til Menn
héldu, að sól og stjörnur myndu
sortna og jörðin hætta að snú-
ast, — og samt snýst hún enn.
Austur á Indlandi hafa þeir
verið hvað fjörugastir að
taka tunglstökkin og enginn
veit enn, hvar það lendir. Kven-
garpurinn Indira þjóðnýtir út-
lenda banka og tryggingafélög
og þó hún sé forsætisráðherra
landsins, taka flokksbræður
hennar sig til og reka hana úr
hennar eigin flokki og þó held
ur hún áfram að regera með
harðri hendi. Hver getur nú
sagt um það, hvort Indverjar
eru að ganga götuna fram eftir
veg. Og þó er fátt stórbrotnara
og þýöingarmeira fyrir framtíð
mannkynsins en þessir atburðir
austur á Indlandi. Á maöur að
harma þá upplausn sem þetta
veldur og óttast borgarastyrjöld
með blóðfljótum, eða á maður
að fagna þeim framförum sem
fylgja snaggaralegum aðgerðum
frúarinnar og dást að því, hvern
ig hún treystist til að ruska dug
lega upp í hinu ægilega aftur-
haldssama og úrelta stéttaþjóð
félagi. Eru aðgerðir hennar
kannski eina vonin um að
lækna einhver stærstu mein
mannkynsins.
T>áfinn Páll tók ekki lítið helj-
1 arstökk, hátt upp yfir
tunglið, þegar hann fyrirskipaði
nunnunum að taka upp „stuttu"
tízkuna og fara að brosa með
sexappíl í staðinn fyrir að vera
alltaf með þennan drúldna sorg
arsvip. Er. eftir það heljarstökk,
þegar hann fór að sjá þessa ít-
urvöxnu kálfa og lærleggi alit
i kringum sig, hætti honum að
að springa af vandlætingu þeg
ar þingmennirnir tóku þetta
ítalska tunglstökk. En voru þeir
að ganga götuna fram, þegar
maður virðir fyrir sér afleiöing
arnar, pólitískan klofning,
stjórnleysi og hreinustu ógnar-
öld í landinu.
^jjálfir höfum við íslendingar
k tekið okkar tunglstökk á ár-
inu með þvi að samþykkja inn-
göngu í EFTA. Efalaust munu
fáir eða engir þingmenn, sem
réttu upp höndina, — ef að lík-
um lætur, vita fyrir víst, hvað
þeir voru að samþykkja. Einn
ráðherrann okkar sagði, að það
þýddi ekkert að gera áætlun um
hlutverk okkar í EFTA, því að
það myndi koma í ljós, að allt
færi öðruvísi en ætlað er, og
það er mikið rétt. Það er bjána
legt að ætla sér að gera áætlun
um það, hvað hver jurt í garðin
um skuli bera mörg blóm. Lát-
um heldur hundrað blómin
blómgast eftir eigin þörfum og
lífskrafti, þá getum við vonað.
að garðurinn verði frjósamur
og litskrúðugur. Auðvitað þarf
dirfsku og áræði til, en það
væri lika glapræði á hinn bóg-
inn að eihangra sig og viður-
kenna ekki sinn evrópska upp-
runa, evrópska hugmyndagrund
völl og menningartengsl og
evrópska verzlunarmarkað, sem
hlýtur að verða sá frjósami
garður, sem við eigum og vilj-
um rækta blómin okkar í. Hitt
er svo lítið að marka, sem
kommúnistarnir segja um
EFTA, þeirra sjónarmið eru
eins og venjulega annarleg, þeir
þurfa alltaf að vera að sleikia
söng og um leið og hinar skelfi
legu fregnir af hrvöjuverkunum
í Mæ Læ skella yfir, þá hætta
menn að skilja til fulls, hvers
kyns hrærigrautur hið banda-
ríska þjóðfélag er, með svört-
um hlébörðum og glæpamafíu,
með þöglum meirihluta, sem
þykist vera góðborgarar, þar
sem þeir vilja sitja í friði að-
gerðalausir heima með fjöl-
skyldu sinni og loka augum og
eyrum fyrir öllum staðreynd-
um hins óhugnanlega mannlífs
og hins vegar með hávaðasöm
um minni hluta, sem hamast og
lætur öllum illum látum, svo
að manni liggur við að örvænta,
hvort allt stefni í ógöngur og
ósköp, hvort mannkynið sé að
sökkva í eiturlyfjaneyzlu,
hvort pilsin ætli að halda áfram
að hækka og fólkið að fækka
klæðum, þar til allir verða orðn
ir allsberir og farnir að lifa á
strætum stórborganna eins og
dýrin í skóginum. Hvort endar
þetta allt í einu ræðislegu hippía
líferni þar sem morð á Sharon
Tate verða daglegur viðburður?
Hver er þar á leiðinni fram um
veg? Ef maður þykist hafa verið
frjálslyndur og langar til að
vera réttsýnn áfram, hvaöa
stefnu á maöur þá að taka, á það
allt að gufa upp í kynóra-
stefnu nútímans, að opin-
bera æxlunarfærin og verður
allri afgangsorku mannkynsins
eytt í klámmyndir og hórdóm?
^llt eru þetta tóm tunglstökk
og við vitum fjarri því
hvar þetta lendir. En þó býður
mönnum í grun, að einhver
dýpri tilgangur kunni að leyn-
ast undir niðri, og að það sé
stefnt að einhverju öðru en að
leysa allar mannlegar tilfinning-
ar upp í atlsherjar hórdóms-
æði. Á yfirborðinu ber mest á
siðspillingu alls konar en und
ir niðri er verið að leysa fjötra
og maður greinir i gegnum allt
kaosið einhvern dulinn vilja til
að reisa hið mannlega viö í til
finningalausum tækniheimi.
Ef til vill er kjarni þess sem
nú er að gerast, að unga kynslóö
in, sem fæddist að afstaðinni
heimsstyrjöld er að koma fram á
sviðið. Hún horfir á geröir
hinna eldri og er ekki hrifin af
endalausum styrjöldum og blóð-
böðu.rn í hvers konar mynd, og
hún virðist fyrst og frenrst vera
andvíg ismum og öðrum , stærð
fræðiformúlum til að stjóma
heiminum, Því er hún djarfari
og ósamstæðari en sú gamla,
og hún viðurkennir ekki sömu
gildi. Hún furðar sig til dæmis
á því vestur í Bandaríkjunum,
að ráðamennimir skuli halda
þjóðina sem stórveldi og dreifa
f járgjöfum um allan heim á sama
tíma og ömurleg fátækt og ó-
teljandi óleyst vandamál bíða
heima.
TTg svo er það síöasta og
kannski þýðingarmesta
tunglstökkið, sem Vestur Þjóö-
verjar tóku á síðasta ári, þegar
Willv Brandt tók við stjórnar-
forustu og einkennileg og áber
andi ný stefna var tekin upp í
alþjóðamálum þar í landi. Við
vitum ekki hvaða áhrif þessi
nýja stefna kann að hafa, þar
sem Vestur-Þjóðverjar rétta sína
vináttu og sáttahönd austur
yfir járntjaldið, þrátt fyrir öll
þau ósköp sem á undan em
gengin, þrátt fyrir nýafstaðna
skelfingaratburði í Tékkóslóvak
íu. Hvort sem það er Brandt
sjálfur éða hinn glæfralegi
Walther Scheel utanríkisráð-
herra sem ráða þessari nýju
stefnu, þá veit víst hvomgur
þeirra, hverjar afleiðingarnar
kunna aö veröa. Mun þeim tak-
ast aö bræöa hjarta valdhafa i
Kreml eða erverið að stofna allri
tilveru vestrænna þjóða í hættu
með of miklum undanslætti og
uppgjöf? Erum við of auðtrúa
og of andvaralausir? Bíður ein
hver skelfileg hætta handan við
hornið, þar sem austrænir of-
beldismenn freista þess með eld
flaugaregni og atómhernaði að
hrifsa til sín yfirráð yfir heimin-
um með skjótu kænskubragði? Er
það ekki andvaraleysi meðan
þessar ógnir vofa yfir aö leyfa
'sér allt þetta frjálsræði og tungl
stökk og samtakaleysi í öllum
áttum? Höfum við efni á þvi
að missa á sama ári de Gaulle og
komast aö raun um það, að
Bandaríkjamenn eru ekki færir
um að standa í stöðu sinn; sem
stórveldi heimsins. Þannig horf
um við inn í komandi ár, ekki
með neinum spádómum heldur
með spurningum og efa.
Þorsteinn Thorarensen.
Opit iiía daga
Sinu 8437C
Aðgangsevru Ki. 14—19
kr. 35 trl. 19.30—23.00
ía. 45 Sunnud. Ki. 10—18
kr 35 tí. 19.30—23.0f
kr. 45.0C
16 miöai kt 100 00
!(. niðar kr 500.00
Ath. Atsláttarkortin gilda'
allc daga jafnt.
Skautaleiga kr 30.00
Skautaskerping kr 55.00
Iþrótt fyrir alla ijölskyld-
una.
a