Vísir - 02.01.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 02.01.1970, Blaðsíða 16
Föstudagur 2. janúar 1970. Sæmdir fáika- orðunni í gær 9 Forseti íslands sæmdi í gær nfu íslendinga heiðursmerki hinnar íslenzku fálkaorðu. Þeir eru: Steindór Steindórsson, skóia- meistari, stórriddarakrossi fyrir embættisstörf. Brynjólfur Sveins- son, fyrrv. vfirkennari, riddara- krossi fyrir störf að skólamálum. Einar Jónsson, aðalverkstjóri, ridd- arakrossi, fyrir störf í Ríkisprent^ smiðjunni. Jón Sigurðsson, hafn- sögumaður, Vestmannaeyjum, ridd- arakrossi, fyrir hafnsögumanns- störf. Kjartan J. Jóhannsson, hér- aðslæknir, riddarakrossi, fyrir emb- ættisstörf. Magnús Már Lárusson, háskólarektor, riddarakrossi fyrir 10. síöa ^ rj) f ■ » Tekinn úr umíerð með náls- bindi eitt fata Gamlárskvöld v'iðast tiltölulega rólegt, en erill mikill hjá lögreglunni 0 Gamlárskvöld fór víðast hvar vel fram, þótt lögregla ætti sums staðar annríkt vegna ölv unar borgara, eins og jafnan hefur loðað við síðasta kvöld ársins, en hvergi kom til neinna ó- spekta og hvergi nema í Reykjavík varð slys á mönnum. Þrátt fyrir að fátt fólk væri á ferli í miðbænum í Reykjavík, hafði lögregian töluverðan eril af útköllum fólks sem taldj sig þurfa aöstoö vegna hrekkja- stráka, sem beröu á glugga, eða ölvaðra manna, sem spilitu heim ilishelginni, en oft enduðu þau ýtköll með því, að allt var fall- ið í kyrrð og ró_ þegar lögregl- an kom á staðinn, og hún beð in afsökunar á ómakinu. Dansleikir voru haldnir í öll- um samkomuhúsum borgaijinnar og fóru víðast vel fram, þótt ölvun væri töluverð, eins og jafnan fyrr. Samt voru ekki teknir fleiri-ölvaðir menruúr-um, ferð, heldur eri ^tyncjum & föfetu dagskvöldum, í Hafnarfirði voru engir dans leikir og kvöldið leið með róleg maður tekinn úr umferö fyrir ölvun á almannafæri. Nokkur ölvun var í Keflavík, og nokkrir teknir úr umferð, en dansleikur var haldinn í Ung- mennafélagshúsinu og fór vel fram. Enginn óhöpp urðu og hvergi kom til eninna óspekta, ef frá eru taldar ryskingar tveggja eða þriggja manna. í Kópavogi stóð lögreglan nokkra^ ökumenn aö akstri und- ir áhrifum áfengis, en ölvun var þar nokkur eins og annars stað ar og all margir teknir úr um- ferð. Hlaðnir höfðu verið 12 bál kestir sem brenndir voru um kvöldið og safnaðist fólk um brennumar, en þar fór allt vel fram og engin meiðsli urðu á fólki, - Í^Vestmannaeyjum var dans- leikúr í Ijpllinni, og fór hann vel fram, en nokkur ölvun var þar og voru 5 eða 6 menn tekn- ir úr umferð vegna ölvunar og sjV . í'* ' i v . Á Akureyri voru þrír dansleik ir haldnir, sem fóru fram. árekstralaust, og þött tölu verðrar ölvunar gætti þar, eins og annars staðar, voru ekki nema 4 menn teknir úr umferð vegna þess. Einn þeirra fannst á rölti í bænum um nótt ina með hálsbindi eitt fata, og hafði hann það snyrtilega hnýtt um hálsinn. Fátt var þar um kínverjasprengingar, eins og í fyrra, en þeim mun hressilegri flugeldaskothríð kvaddi gamla árið. Göturnar á Selfossi nálega tæmdust af ungmennum, þegar unglingasamkoma Æskulýðsráðs hófst kl. 8 á gamlárskvöld, og sást síðan varla nokkur sála á ferii, fyrr en um miönætti, þeg- ar kveikt var f 5 bálköstum, sem fólk safnaðist um. Selfoss- lögreglan annaöist gæzlu á 6 dansleikjum í sýsiunni og voru aðeins tveir eða þrír menn tekn ir úr umferð vegna ölvunar. Um kvöldmatarleytið drógu einhverjir unglingar á Selfossi gamla bílgrind út á miðja ak- brautina á Eyrarvegi, en þar hagar svo til, að gatan er ilia lýst, enda var bíl skömmu á eft- ir ekið á þennan vegartálma, og uröu miklar skemmdir á bílnum, en ökumann sakaði ekki. ; .fc¥ÆSJA~KONAN FÆR RiTHÖFUNDAVERÐLAUN Karamellunum rigndi [• Stærsta ball ársis fer fram á ári hverju í Laugardalshöllinni. Al’ *■ þriöjudagskvöid skemmtu sér nokkur hundruö unglingar á þessum "■ ■I stóra dansleik, og utan dyra biðu fjölmargir í voninni um að fá aö*« komast í glcöina innan dyra, en fengu fæstir. Ástæðan? Allmargir"" I* voru of ungir til að fá slíkt, og einnig vegna þess að gjörsamlega.* [> var uppselt á fagnaðinn. Margt var brallað á þessari fjörugu skemmtj* un. Hér létu menn t. d. rigna fieiri kílóum af karamcllum yfir dans- "• ■* gólfið. Margir hættu twistinu og beygðu sig eftir sælgætinu, ení •“ héldu sfðan áfram dansinum. «[[ .V.VV.V.’.V.V.'.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.’.'.V.V.V/.’.V.V.V Menningin ekki á undanhaldi — segir forseti Islands / áramótaræðu sinni „Ég get ekki séð, að íslenzk menning sé á neinu undanhaldi, nema síður væri. Og ég sé ekki betur en f landinu sé ung kyn- slóð, sem sé til alls annars lfk- leg en að afrækja menningar- arfleifð íslendinga“. Þannig mælti forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, i áramótaræðu sinni. Hann kvað viðtækt samstarf þjóða vera í örum vexti og ekki fara fram hjá garði neins. I þeim straumi hiytu Islendingar að keppa að; því að halda lífskjörum sam- bærilegum'við þáu, sem, .nágrarinar vorir rijóta og hajda þjöðmenningu- okkar og sjálfstæði til fulls. Forseti kvað þróun byggðanna í landinu sannarlega vera eitt af sjálfstæðismálum þjóöarinnar. — Taldi hann undanhaid byggöanna nú hafa runnið sitt skeið og já- kvætt viðnám hafið. Bændabyggðir mundu sennilega ekki dragast mik- ið saman úr þessu, en kaupstaðir og sjávarþorp eflast. Margir hefðu einnig oröiö til þess að hvetja þjóð ina til að vaka yfir landinu og vernda það fvrir spjöllum af mann- anna hendi og eyðandi öflum þess sjálfs. Vættir landsins muni enn halda verndarhendi sinni yfir byggð um sínum og fólkinu í landinu. Forseti lauk máli sínu með því að vitna i orö dr. Guðmundar Finn- bogasonar fyrir hálfri öld: ,,Mark- mið vort verður að vera það að haga lífi voru í öllum atriðum þannig, að þjóðin eflist sem bezt af landinu og landið af þjóöinni, en mennir.gin af hvoru tveggja“. Þrír rithöfundar fengu verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins að þessu sinni. Verölaunin voru af- hent í húsakynnum Þjóðminja- safnsins á gamlársdag að vanda. Formaður sjóðsins, Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor gat þess við það tækifæri að það væri ekki vonum fyrr að kona hlyti jaessi verðlaun, en Jaköbíná Sigurðardótt ir húsfreyja í Garöi í Mývatnssveit er fyrsta konan, sem verðlaun hlýt- ur úr sjóðnum. Auk hennar hlutu Endurheímtu skigrið í nýársgjöf ÞaS væri lygi tóm, ef ég færi að gizka á hvað þetta kostar, sagði Kristinn Guðbrandsson forstjóri Björgunar h.f. um björgun Hal- kíons af Meðallandssandi. Það kostar áreiðanlega mikið, en þó ekkert á við þaö sem skipið kostar, sagði hann. Halkíon rann hindrunarlítið út af sandinum, eftir aðbúið var að losa um hann, en björgunarskipiö Ægir dró hann út. Jarðýtur ýttu á eftir honum fyrsta spölinn. Klukk an hálf ellefu var skipið laust af sandinum. Síöan virtist það ekki koma mikið við grynningamar, sem ná um tvær mílur út frá strönd inni þarna í Skarösfjöru og þó var nærri því smæsti straumur. Halki- on sigldi síðan ásamt varðskipinu til Eyja og eflaust hefðu Vestmanna eyingar ekki getað fengið betri ný- ársgjöf. Skipið var ekkert skaddaö, á skrokknum, að minnsta kosti, eftir vistina þar á sandinum, en búizt var við að yfirfara þyrfti tæki þess. Þaö var ekki fyrr en í þriöju tilraun, sem björgunin tókst. Streng var fyrst komið yfir í varð skipið þann 29 en harin slitnaði tvisvar. Mikill viðbúnaður var við haföur austur á sandinum við björgunarstarfið. Þar voru fimmtán menn aö verkj með tvær jarðýtur. i vélskóflur og trukka. verðlaunin Óskar Aðalsteinn Guð- jónsson, vitavörður á Galtarvita og Einar Bragi. Þetta er í1 fjórtánda sinn, sem verðlaun eru veitt úr sjóðnum, en hann var stofnaður 28. desember 1956. Nema verðlaunin í þetta sinn 50 þúsund krónum á hvern. Sjóð- urinn nemur nú hálfri milljón rúm- lega. Tekjustofnar hans eru þrír, vextir, framlag ríkisútvarpsins og fyrnd höfundarlaun, eða laun fyrir það efni ríkisútvarpsins, sem ekki hafa fundizt höfundar að og nemur sú upphæð óvenju miklu nú, eða 85 þúsundum. Alls hafa 25 skáld og rithöfundar hlotið verðlaun úr sjóðnum. Andrés Björnsson útvarpsstjóri óskar Einari Braga til hamingju með verðlaunin á gamlársdag. „Bjartara yfir en fyrir ári44 sagði forsætisráðherra i áramótaræðunni ,,Nú er miklu bjartara yfir en væru stundarerfiöleikar. Nú hefð var fyrir ári síðan“. Svo fórust dr. Bjarna Benediktssyni, for- sætisráðherra, orð í útvarps- og sjónvarpsræöu sinni á gamlárs- kvöld. Síðar mælti hann: „Við höfum oft orðið að bíða lags, en þegar íágið ’ kefnur, þá verða sem fle-tir að leggjast á árar, svo að skriöur komist á bátinn.“ Forsætisráðherra lagði áherzlu á, aö núverandi erfiðleikar um við komizt í gegn um þá að miklu leyti, en áríðandi væri, að grundvöllurinn yrði ekki rofinn, sem tekizt hefði að Ieggja á síðasta ári. Hinir miklu erfiðleikar hefðu sannað, að fleiri stoöum þyrfti að renna undir efnahag okkar. Væru nú vonir til, að það tæk- ist með inngöngu í EFTA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.