Vísir - 07.01.1970, Blaðsíða 3
VISIR . Miðvikudagur 7. janúar 1970.
3
7 V :
. .
.
■ •: • .
Eigendaskipti aö frysti-
húsi á Ólafsvík
@ Kirkjusandur hf. á Ólafsvík
hefur selt hraöfrystihús sitt i
Ólafsvík ásamt öðrum eign-
um þar til HraÖfrystihússins
Hólavalla hf., en þaö félag var
stofnaö 1 því skyni aö annast
rekstur frystihúss á staönum.
Hólavellir hafa þegar hafiö starf
semi sína.
Blankir ballgestir
• Eftir rúmlega árslanga
reynslu virðist mega draga þá
ályktun af rekstri Tónabæjar,
félagsheimilis yngri og eldri
borgara Reykjavikur að félags-
lega sé hún mjög góö, — en
fjárhagurinn er í molum að sögn
Geirs Hallgrímssonar, borgar-
stjóra. Um 60 þúsund gestir
sóttu húsið fyrsta starfsáriö og
hefur komið í ljós aö ungling-
amir eiga yfirleitt ekki peninga
nema fyrir aögangseyri og einni
gosflösku. Jafnvel hefur borið á
því að þeir skipti á milli sín
innihaldi flöskunnar. Mörg
kvöld kom í ljós að aðeiös hafði
veriö keypt fyrir 10 krónur að
meðaltali á gest.
Eitt hænufet á dag!
• Nú er sólin farin að hækka
á lofti, — þaö er sagt að þaö
sé eitt hænufet á dag og sann-
arlega munu menn verða varir
viö, aö hænufet þetta lengir dag
inn í báða enda og fyrr en var-
ir er komið vor. Og vonandi er
hægt að reikna með sólríkara
sumri en því, sem við fengum
hér sunnanlands í fyrra. 1 von
um þaö setjum viö þessa mynd
meö til aö minna menn á hvem
ig sumar getur verið. Þessa
mynd tók Lennart Carlén á Ba-
hama þar sem Loftleiðir hafa
talsvert umleikis. Stúlkan vinn
ur hjá Loftleiöum (Air Bahama)
og er sænsk flugfreyja og reynir
hér klifurtækni í pálmatrjánum.
64 létust. — 83 bjargað
• Alls biðu 64 bana á síöasta
ári í ýmsum slysum á Islandi, —
en 83 voru hrifnir úr greipum
dauðans. Eru þessar tölur fengn
ar frá Slysavarnafélagi íslands
nú um áramótin.
Þúsund króna skuld —
uppboð á fasteigninni
• Lögtaksaögeröum fylgir
jafnan talsvert umstang. Lög-
lærðir menn þurfa að eyöa dýr-
mætum tíma sínum til aö inn
heimta það, sem lánardrottni
ber. Ekki em þó feitir bitar alls
staðar, t.d. má sjá í síðasta Lög-
birtingarblaði uppboöstilkynn-
ingu vegna skuldar að upphæö
970 krónur og 30 aurar, en
þessu fylgja raunar vextir og
kostnaður.
Heiðraðir fyrir
snyrtimennsku
• Fegrunamefnd Reykjavikur
borgar hefur starfað að margvfs
legum málum á nýliðnu ári,
gekkst t.d. fyrir fegrunarviku og
teiknisamkeppni í skölum borg
arinnar. Mörgum einstaklingum
og fyTÍrtækjum var skrifað og
farið fram á úrbætur í mörgu
sem nefndin taldi að betur
mætti fara. Öllum slíkum beiðn
um var vel tekið og jafnan lag-
fært það sem beðið var um. Nú
fyrir áramótin heiöraöi nefndin
fimm verzlanir fyrir jafnbeztar
gluggaskreytingar: Parlsartízk-
una, Silla og Valda, Austur-
stræti, Rímu, Skartgripaverzl.
Guðlaugs Magnússonar og Ol-
ympíu. Þá fengu 4 fyrirtæki
verölaun fyrir snyrtilegan frá-
gang lóöa: Opal, Vifilfelí (Coca
Cola), Osta og smjörsalan og
Gefjun Snorrabraut (þar eru og
til húsa ÁTVR, Kjöt og græn-
meti og Dráttarvélar).
Átti sjálfur hugmyndina
að skrifborðinu
0 Það er mikils virði fyrir
þá, sem við skrifborð starfa,
að borðin séu að öllu leyti þann
ig gerð aö gott sé að starfa við
þau. Ein tégund skrifborða kann
að passa fyrir einn en ekki ann
an. Einar Ölafur Sveinsson, for-
stööumaður Handritastofnunar-
innar fékk smlðaö fyrir sig ný-
stárlegt skrifborð, sem hann átti
sjálfur hugmyndina að, og sést
hann á myndinni sitja við borð
sitt. Á boröinu er skrifplata, en
sé henni lyft, þá er þar ágæt-
asta ritvélarborð undir, en rit-
vélar þurfa að sitja lægra en á
skrifborösplötu svo vel sé. E.t.v.
er þarna góö hugmynd fyrir
framtakssama húsgagnafram-
leiðendur?
Ef eg
ætti miiijón
Biddi baddi baddi
Ekki bara draumur í leikhúsi.
Vinningsmiði í happdrætti SÍBS
getur breytt draumnum í'
gleðilegan veruleika. íbúð, bíil.
ferðalag. Vandalaust að koma
vinningnum í lóg.
Hæsti vinningur í happ-
drætti SÍBS er ein milljón
króna.