Vísir


Vísir - 07.01.1970, Qupperneq 5

Vísir - 07.01.1970, Qupperneq 5
VÍSIR . Miðvikudagur 7. janúar 1970. 5 Áratugurinn 1960- 70 merkilegur áfangi í þróunarsögu mannsins Sókn mannsins út i geiminn verður ekki stöðvuð. Tjegar nokkrir góðborgarar voru að því spurðir í út- varpi og sjónvarpi á dögun- ura, hvað þeir álitu merkilegast af þv{ sem gerzt hafði á liðnu ári, þvf sem endaði þann 31. des. 1969. svöruðu þeir flestir viðstöðulaust, að það væri fyrsta tunglför bandarfsku geim faranna. Ekki er þó jafnvíst, að þeir hinir sömu hafi allir gert sér grein fyrir því, hve sá ára- tugur, sem var á enda áður nefndan dag, er merkilegur í því tilliti. Þegar hann hófst, hafði engin mannleg vera kom- ið út fyrir gufuhvolf jarðar en þegar honum lauk höfðu alls 45 geimfarar — 24 bandarískir og 21 sovézkur — farið 37 leið- angra út í geiminn, og höfðu þeir skemmstu staðið í stundar- fjórðung en þeir lengstu næst- um hálfan mánuð. Þar af voru 22 leiðangrar farnir í bandarísk- um geimförum, en 15 í sovézk- um. Það var hinn frægi sovézki geimfari, Yuri Gagarin höfuðs- maður, sem fór hinn fyrsta leið angur með Vostok I., þann 12. apríl. 1961, var fari hans skot- ið á braut umhverfis jörðu og stóð leiðangur hans í 108 mín- útur. Bandaríkjamenn reyndust síðbúnari, þeir sendu sitt fyrsta mannaða far út í geiminn þann 5. maf sama ár, með Alan B. Shephard sjóliðsforingja innan borös, en þó ekki á braut um- hverfis jörðu. og ekki tók leið- angurinn nema stundarfjórðung. Enda þótt Sovét-menn heföu forystuna í geimsiglingum enn um skeið, sóttu Bandaríkjamenn •fast á. og svo fór að það kom í þeirra hlut að ljúka þeim merki lega áfanga áratugsins með hinu glæsilegasta afreki, þegar þeir sendu fyrsta mannaða geimfarið til tunglsins og náðu því og á- höfn þess aftur til jarðar heilu og höldnu í júlí, 1969. Kannski er þaö ekki ómerkilegra afrek í sjáífu sér, að þeir gerðu annan lelðangur til tunglsins í nóvem- ber sama ár sem ekki tókst síð- ur. og sönnuðu þar með. að öll sú mikla tækni sem slík afrek byggjast á, er þegar orðin svo fullkomin og örugg, að þar er ekkert undir hendingu eða heppni komið. Telja þeir, sem gerst þekkja þá tækni. að tungl faranum sé mun minni hætta búin í slíkum ferðum en f um- feröinni á götum stórborganna á jörðu niðri. Séu geimleiðangrar Banda- ríkjamanna reiknaðir í klukku- stundum, miðað við hvern þátt takanda, kemur í ljós að þeir hafa dvalizt samtals 5830 stund ir úti í geimnum þennan fyrsta áratug geimaldar, en það sam svarar því, að einn maður dveldi þar rúmlega átta mán- uði. Það er táknrænt fyrir hina miklu sókn Bandaríkjamanna á þessu sviöi undir lok áratugs- ins, að meira en helmingur af þessum geimdvalar-klukkustund um eöa 3840, kemur á sfðustu fimmtán mánuðina, eða sex \ þriggja manna leiðangra með geimförum, sem skotið var á loft með Appolo-eldflaugum. Siðustu þrettán mánuði ára- tugsins voru mönnuð, bandarísk geimför í fullar 200 klukku- stundir á sporbraut umhverfis tunglið, en það sannar bezt hve sú þróun hefur reynzt gífurlega ör og stórfengleg, sem hófst fyrir tæpum tíu árum, eða þeg- ar Yuri Gagarin komst á braut umhverfis jörðu í Vostok I. og geimöld hófst, þann 12. apríl, 1961. Allmargir vísindamenn hafa Iátið í ljösi það álit, að sá at- buröur og fyrsta tunglför Banda ríkjamanna, tákni straumhvörf í þróunarsögu mannkynsins. Sumir kveða jafnvel svo sterkt að orði, að þeir tákni straum- hvörf ■' sögu alls lffs á jörðu, að sínu Ieyti engu ómerkilegri en þegar fyrstu Iffverurnar létu sér ekkj nægja það umhverfi, sem hafði fóstrað þær frá upp- hafi, hafdjúpin, en leituðu í land þar sem þeirra beið nýtt þróun- arskeið í nýju umhverfi. Svipað hafi gerzt, þegar Gagarin kvaddi um stundarsakir það um hverfi, sem þróunarsaga mann- kynsins haföi verið bundin þang aö til, og það hafi því einungis veriö rökrétt áframhald þessa nýja þróunarskeiös, sem þá var hafið, þegar fyrstu mennirnir stigu fæti á annan hnött en þann, sem þá hafði fóstrað. Hvaö sem því líður, þá er eitt víst — sókn mannsins út í geim inn verður ekki stöðvuð héðan af. Hver þróunin á því sviði verð ur þann áratug, sem hófst 1. janúar 1970, er örðugt að spá, ekki sízt þegar tillit er tekið til þess hve stórstíg hún varð þann áratug, sem þá var á enda. Bandaríkjaménn, sem tekið hafa þar forustuna — að minnsta kosti í bili — hafa þegar í undir búningi marga leiðangra til tunglsins strax á þessu ári, jafn vel að senda þangað menn til lengci dvalar. Hvað þeir í Sovét ríkjunum hyggjast fyrir. er ekki vitað að svo stöddu. Sumir telja að það sé um að ræða kyrr- stöðu á sviði geimferða, en þaö er harla ólíklega að hún reyn- ist nema tímabundin, Þeir hafa áöur haft þann háttinn á að láta sem fæst uppskátt um geimleið angraáætlanir sínar en heldur kosið að koma á óvart, og ótrú- legt ér það að þeir, sem nú fara þar með völd, uni þvi til Iengdar aö teljast þar eftirbátar Bandaríkjamanna, jafnvel þótt þeir hafi í mörg horn að lita á jörðu niðri. Sókn mannsins út f geiminn verður ekki stöðvuð nema eitt komi til — ragnarök á jörðu niðri. Þótt undarlegt megi virð- ast er sá möguleikj hugsanleg- ur, að einmitt geimaldartæknin geti átt sinn þátt í þeim ragna- rökum, ef til þeirra kemur. Sú tæknj er þegar komin á það stig, að það er hægur nærri — að minnsta kosti fyrir Sovét- menn og Bandaríkjamenn, að koma tröllauknum kjamorku- sprengjum á braut umhverfis jörðu og beita þeim af ýtrustu nákvæmni sem gereyðingar- vopnum hvar og hvenær, sem þeir teldu henta. Á þessum möguleika . er þó aðeins tæpt, enginn viröist bora að hugsa þá hugsun til enda .. LEIGANsf^ Vinnuvélar iil leigu Litlar Steypuhrœrivélar Múrhamrar m. borum og fleygum Rafknúnir Steinborar Vatnsdœlur (rafmagn, benzín ) Jarövegsþjöppur Rafsuðutœki Víbratorar Stauraborar Slípirokkar Hitablásarar HÖFDATU

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.