Vísir - 07.01.1970, Qupperneq 9
V f SIR . Miðvikudagur 7. janúar 1970.
q
■ Jólagullkálfurinn
Og þá er maraþondansinum í
kringum jólagullkálfinn loksins
að verða lokið í þetta sinn og
vil ég næstum því segja guði sé
lof.
En hvemig stendur á öllu
þessu og hvers vegna erum við
að barma okkur hver ræöur
þessu nema við sjálf? Enginn
neyðir manninn.
En hvernig væri þá að á
þessu yrði ofurlítil breyting
þannig, að allt þyrftj ekki að
fara á annan endann, þó að jól
séu haldin einu sinni á ári?
En það er nú meinið að þetta
er alls ekki eins auðvelt og ætla
mætti. Til þess að róttæk breyt-
ing veröi á jólahaldinu þarf
hvorki meira né minna en hugar-
farsbreytingu hjá öllum þorra
almennings.
Nú eru áramót og þá er venju-
legast tími fyrirheita og mikilla
átaka í hugum vorum og því
ekki að breyta hugsanagangin-
um um jólahaldið.
Ég vil til að byrja með skora
á húsmæður að taka sig saman,
og vera einu sinni samtaka. því
að hver vildi ekki losna við eitt-
hvað af bakstrinum og skúring-
unum fyrir jólin. Og hvers vegna
ætlast allir til að alltaf sé þrí-
réttaður matseðill á jólunum.
Hugleiðið bara allt uppvaskið?
Það eiga sko ekki allar upp-
þvottavélar!
Þreytt kona.
Akureyringur símar
Mikið þarf að skamma sjón-
varpið, önnur eins ófreskja hefur
ekki komið inn á mitt heim-
ili. Eðlilega er fólk forvitið í
þetta fyrst í stað og svo er það
líka fyrirhafnarlítil skemmtun að
geta setið í bíó öll kvöld í stof-
unni hjá sér. Þetta væri nú gott
og blessaö ef eitthvaö væri til
hlutanna vandað. — En hvað sjá.
um viö. Uppistaðan í dagskránni
eru útlendar afþreyingarmyndir,
sem bióin myndu meira að
segja skammast sín fyrir að
sýna, ýmist angurværar vellu-
vælumyndir ellegar þá massa-
pródúktsjón af dúkkulísum eins
og þessum dýrlingi og álíka. Af
íslenzku efni er helzt flutt
lúðrablástur og bítlagaul, elleg-
ar þá sinfóníusveitarmenn
dubba sig upp og leika klassik,
sem maður nýtur miklu betur
af plötum. — Og fyrir þetta er
allt menningarlíf í dreifbýlinu
að leggjast niður. Þeir litlu til-
burðir sem hafðir voru í frammi
i þá áttina hafa nú svo gjör-
samlega fjarað út, að það er
ekki einu sinni hægt þótt líf
liggj við að finna fjórða mann
í bridge eftir að kvölda tekur.
— Nei, það væri alveg nóg að
hafa þetta tvisvar í viku og
reyna þá að vanda dagskrána
eitthvað meira.
X
HRINGIÐ í
SÍMA1-16-60
KL13-15
T.
I
Ekki allt gull sem glóir
— segir Sviþjóbartrésmiður — / mesta lagi
fimmti hluti launarma i vasann, jbegar gj'óld
og kosinabur hefur verið greiddur
□ Það er ekki allt gull, sem glóir, a. m. k. finnst
íslenzku iðnaðar- og verkamönnunum í Sví-
þjóð það ekki öllum. Einn þeirra, Steingrímur Sig-
urjónsson, trésmiður hjá Skaanska Sementgjute-
riet. skýrði Vísi frá kjörum þeim, sem íslenzku iðn-
aðarmennirnir hafa 'í Svíþjóð, en hann var heima
í jólafríi. — Það segir ekki nema hluta sögunnar,
þó að ég hafi það sem svarar 50 þúsund krónum
á mánuði, sagði Steingrímur.
jY/i'eð ákvæðistilleggi ná launin
h]á mér um 2.800 krónum
sænskum á mánuði, sem sannar
lega þættu góð laun hér, en það
verður ekki mikið eftir, þegar
skattar, gjöld og uppihalds-
kostnaður hefur verið greiddur.
— Skatturinn gleypir þegar 27
— 35% af laununum hjá útlend-
ingum, en hluti þess kann að
verða endurgreiddur við ársupp
gjör.
Hjá mér fara aðeins 150 kr.
sænskar : húsaleigu, en ég var
svo heppinn að fá inni í mjög
góðum og vönduðum verka-
mannabústöðum. Maturinn kost
ar u. þ. b. 8 — 900 kr. á mánuöi
hjá einhleypum og um 50 kr.
fara til fagfélagsins. Um 200 kr.
fara á mánuði í ferðir, en farið
hjá strætisvögnum kostar
hvorki meira né minna en um
18 kr. íslenzkar.
Þegar ajlt betta hefur veriö
dregið frá laununum, veröa ekki
eftir nema 6—700 kr. sænskar,
eða 10—12.000 kr., en það verð
ur að halda vel á til þess að
þessar krónur fari ekki í súginn
einnig. Allt í Svíþjóð kostar
sinn pening.
Það er enginn vafi á þvi, að
langflestir iðnaðarmennirnir í
Sviþjóð koma heim um leið og
eitthvað léttist yfir byggingar-
iðnaðinum hér heima. Mér er t.
d. kunnugt um þaö, að margir
þeir, ■—i hafa fjölskyldu sína
með sér berjast í bökkum, en
það er óneitanleg staðreynd, að
mesti kosturinn við vinnuna i
Svíþjóð er að menn geta alltaf
verið öruggir um atvinnuna.
Menn hafa það ekki hangandi
yfir sér að missa atvinnuna um
næstu áramót, næstu mánaða-
mót eða jafnvel í næstu viku.
Atvinnuöryggið er eitt það mik-
ilvægasta sem dregur menn til
Svíþjóðar.
Það er vert að geta þess, að
mikill hópur íslendinga hefur
komið út í atvinnuleit án þess
að hafa meðferðis öll mikils-
verð gögn eða jafnvel fé til að
lifa af fyrsfu einn til tvo mán-
uðina.
Menn fá ekki nema hluta kaups
ins greiddan eftir fyrsta mán
uðinn, fullnaðaruppgjör fá
menn ekki fyrr en eftir tvo mán
uði, þegar vinna manna í ákvæð
isvinnu hefur verið mæld upp.
Þá koma menn án þess að
hafa meðferðis vottorð frá fag-
félagi hér heima, vottorð um bú
staðaskipti frá Manntalsskrif-
stofu, vottorð um fjölskylduað-
stæður frá Hagstofu og flutn-
ingsvottorð frá sjúkrasamlagi.
— Allt þetta verður að vera í
lagi áður en menn halda utan í
atvinnuleit auk þess sem óneit-
anlega er skynsamlegra að vera
búinn að tryggja sér vinnuna
áður en siglt er utan.
p,g hef hitt nokkra menn sem
hafa komið út svona allslaus
ir, án vinnu og nauðsynlegra
skjala og er mikið bardús við
að aðstoða þá. Þar er það þó
aðallega skortur á skjölum, sem
veldur erfiðleikum, því hvernig
getur t. d. sænskur atvinnurek-
andi vitað að þessir menn hafi
í raun og veru fagréttindi, þó
að þeir væru allir af vilja gerð-
ir til að trúa þessum mönn-
um.
Ég tel það enga himnasælu
að vinna þarna f Svíþjóð, þó að
ég neiti þvi ekki, að þessi
reynsla geti verið til mikils
góös. Þannig er t.d. eftirtektar-
vert, hvernig Svíar vinna á allt
annan hátt en gerist hjá okk-
ur. Þeir virðast vera harðari
vinnumenn en við og er unnið
jafnt og þétt með stuttum hlé-
um allan daginn, en vinnudag-
urinn er einnig miklu styttri. í
Sviþjóð má enginn vinna leng-
ur en til kl. 3.15 á daginn, en
menn mega hins vegar ekki yfir
gefa vinnustað fyrr en klukkan
3.30. Þessi stundarfjórðungur er
ætlaður til að ganga frá sjálfum
sér. Þvo sér og skipta um föt.
enda þekkist það ekki í Svíþjóö,
að menn séu að flækjast á milli
í drullugallanum.
Þetta veitir vinnustéttunum
miklu meiri reisn en hér gerist,
þar sem flækzt er um í skítug-
um vinnugallanum allan daginn
frá morgni til kvölds.
"l^innubrögð Sví.a eru t.d. að þvi
’ leyti frábrugöin okkar að
menn eru ekki að ragast í öllu.
í byggingarvinnu eru þama t.
d. sérstakir menn, sem gera
ekki annað en glerja, þ. e. setja
gler í glugga allan daginn. Þá
þarf hver trésmiður ekki að
vera að glugga f teikningar til
að kanna, hvað hann á að gera
næst, heldur sér sérstakur verk-
stjóri um það og hann bér jafn-
framt ábyrgð á því að verkið
sé rétt unnið. Þetta hefur auð-
vitað sína galla t.d. þann, að
venjulegur iðnaðarmaður skilur
yfirléitt ekki haus né sporð á
vinnuteikningum, sem þó eru
yfirleitt mjög góðar. — Kostur-
inn er kannski hinsvegar sá, að
menn geta einbeitt sér að sínum
sérstöku verkefnum án truflana
eða sérstakrar umhugsunar.
Vinnubrögðin verða því betri
þar sem m-in vinna jafnt )g
þétt, en ekki f skorpum eins og
gerist svo oft hér á íslandi.
Þá virðist mér vera nokkuð
annað viöhorf ráðandi til starfs-
fólks. öryggissjónarmið ganga
fyrir öllu. Enginn fær að vinna,
þar sem nokkur hætta gæti ver-
ið á ferðum án öryggishjálms
og atvinnurekandinn leggur til
skófatnaö og hlffðarföt. — Allt
Wur þetta heppi’ áhrif á af-
köst manna. þannig að útgjöld
vinnuveitandans skila sér áreið-
anlega.
ítew
Hvernig gekk á fætur í
kuldanum í morgun?
Það varð vist mörgum ónota
lega við, þegar þeir vöknuðu í
morgun og litu út um hélaðar
rúðumar. Eflaust hafa margir
leyft sér aö lúra ofboðlítið léng-
ur. Vísismenn voru á ferli í
morgun um níu-leytið og spurðu
vegfarendur, hvernig þeim hefði
gengiö að koma sér fram úr í
kuldanum.
Þórdís Sigurðardóttir, Kenn-
araskólanemi: Það gekk hálfilla
og það var ósköp ónotalegt að
koma út í kuldann.
Stefán Jónsson, mjólkurbíl-
stjóri: Það gekk ekkert illa. Ég
vaknaði klukkan hálfsex og
þurfti að ræsa tvo bíla. Þeir ruku
í gang.
Ástmar Ólafsson, auglýsinga-
teiknari: Mjög vel eins og venju-
lega — en mikið dj.... er hann
kaldur.
Hermann Alfreðsson, blaða-
strákur 11 ára: Ég vaknaöi hálf-
átta og gekk bara vel að komast
fram úr, en það er anzi kalt aö
bera út í svona frosti
María Jónsdóttir, símastúlka
á Vikunni: Ég var dálítiö löt.
Venjulega vakna ég klukkan
átta. en núna kom ég mér ekki
fram úr fyrr en hátfníu — vit-
andi af kuldanum úti.