Vísir - 07.01.1970, Page 10

Vísir - 07.01.1970, Page 10
w V í S I R . Miövikudagur 7. janúar 1970. íGötn Skoöanakönnun ákvarðar fyrsta framboðslistann Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi stilla upp lista sinum 1 Orðuregn dundi ' enn yfir Enn dundi yfir um þessi ára- I mót orðuregn, eins og svo oft1 áöur um árarnót. Ágaetismenn 1 ' fengu orðu, en voru þeir nokkru , betri en fjöldi annarra í svip- ’ I aðri stöðu og á svipuðum starfs aldri? Sem betur fer eru marg-1 ir ágaetismenn til meðal þjóð- l I arinnar, en kannski of fáir sem ’ I skara eiginlega fram úr. Eða er gert raunverulega nægilega 1 mikið til að sæma þá einungis þessari Fálkaoröu, sem unnið hafa til viðurkenningar? Eða er orðum stráð nánast af handa- hófi meðal embættismanna og vildarvina, svo framarlega, sem viðkomandi hefur ekki gert neina alvarlega skömm af sér í starfi? Gallinn við veitingu Fálka- orðunnar er sá, að of margir miðlungsmenn eru heiðraðir með henni, en of fáir raunveru lega framúrskarandi einstakl- ingar. Þaö verður að vanda bet ur þann hóp manna eða kvenna, sem nýtur slíkrar viðurkenning ar, og ef það reynist ekki vera ’uðvelt í framkvæmd, ætti skilyrðislaust að hætta sliku tildfi. Oröu eða viðurkenningar ætti ekki að sæma aðra en þá, sem tvíniælalaust hafa sýnt hæfni, ástundun eða aðrar framúrskar andi eiginleika umfram það I sem venjulegt má teljast. Þótt einhver hafi verið skammlaus í starfi, þá á það eitt ekki að nægja til viðurkenningar, því það er einungis það sem hverj- um borgara ætti að vera skylt starfi til að halda því. Það er til dæmis athyglis- , vert, hve fáir einstaklingar úr atvinnuvegunum hafi hlotið náð 1 hjá þeim sem velja eða mæla i með oröuþegum. Embættismenn I og opinberir starfskraftar eru í miklum meirihluta. Einnig þeir sem gæta þess að vinna í fé- I lagsstarfi alls konar, þeir verða I tiltölulega auðveldlega orðu- þegar umfram þá, sem vinna 1 störf sín í kyrrþey eða hafa hægar um sig og eru ekki haldn : ir þelm hégóma að halda sig í ' sviðsljósinu. Þannig má ætla, ' að mat á Fálkaorðu-þegum sé i ekki næi’íilega ígrundað, þaul- l hugsað og ekki nógu djúpt kaf að eftir hinum góðu eiginleik- um, sem ættu að vera skilyrðis I lausir verðleikar hvers þess þegns, sem aðnjótandi á að veröa Fálkaorðu hverju sinni. Eins og nú er, þá er ekki ann að að sjá en Fálkaorðan sé ! handahófspjatt tildursamrar og hégómlegrar þjóðar, eða að minnsta kosti þess bluta þjóð- arinnar, sem gengst upp við tildrið. Þrándur í Götu. Karl B. Guðmundsson, viöskiptafræðineur. ■ Sigurgeir Sigurðsson, sveitarstjóri. HÚSEIGENDUR Við önnumst hvers konar við- gerðir á húsþökum. Erum um- boðsmenn fyrir heimsþekkt þéttiefni á steinsteypu. Ábyrgð á vinnu og efni. Leitið tilboða í síma 40258. Verktakafélagið AÐSTOÐ SF. • Vilja almemira kjósenda var fylgt í uppstillingu fyrsta fram boðslista, sem birtur hefur verið fyrir bæjar- og sveitastjórnarkosn ingarnar í vor. Þetta er framboös listi Sjálfstæðismanna á Seltjamar nesi, þar sem skoðanakönnun var gerð meðal 800 hreppsbúa, en um 1100 manns munu vera þar á kjör skrá. Kjörgögn voru send út til allra þeirra, sem reiknað er með að gætu verið stuðningsmenn Sjálf stæðisflokksins, en ekki voru send út kjörgögn til þeirra, sem eru yfirlýstir stuðningsmenn ann- arra stjórnmálaflokka. Skipað var í 5 efstu sætin al- gjörlega eftir skoðanakönnuninni, nema hvað Snæbjörn Ásgeirsson, iðnrekandi, sem hefði átt aö vera í öðru sæti samkvæmt skoöana- könnuni”,-.i óskaði eftir því að vera settur aftarlega á listann. Röð fram bjöðenda í fimm ' efstu sætin er ekki aígjörlega samkvæmt niður- stöðu könnunarinnar, en því sem næst, enda var tilgangurinn með skoðanakönnuninni sá, að hún yrði höfð til hliðsjónar fyrir upp- stillin.'!arnefnd. — Niðurröðun í 5. til 10. sæti er einnig að mestu leyti samkvæmt skoðanakönnun- inni. Þátttaka í skoðanakönnuninni varð mjög mikil, en þetta mun vera í fyrsta sinn á Islandi, sem svo víðtæk skoðanakönnun er not- uð vi(J uppstilling á framboðs- lista. Stefán Ágústsson gerði grein fyrir uppstillingunni á fundi Sjálf- stæðismanna. i Framboöslistinn er þannig skip j aður: 1. Karl B. Guömundsson, við- skiptafræðingur Sæbraut 5. 2. Kristinn P. Michelsen, verzl- Kristinn P. Michelsen, verzlunarmaður. Magnús Erlendsson, fulltrúi. Jón Gunnlaugsson. læknir. unarmaður, Unnarbraut 30. 3. Sigurgeir Sigurðsson, sveitar- stjóri, Miðbraut 29. 4. Magnús Erlendsson, fulltrúi, Melabraut 47. 5. Jón Gunnlaugsson læknir, Skólabraut 61. 6. Guðrún Einarsdóttir, frú, hár- greiðslukona, Lindarbraut 14. 7. Páll Guðmundsson, verkstjóri, Unnarbraut 6. 8. Sigurður Sigurðsson, hrl., Melabraut 34. 9. Snæbjörn Ásgeirsson, iðnrek- andi, Lindarbraut 29. 10. Ásgeir M. Ásgeirsson, fyrrv. skipstjóri, Unnarbraut 4. Fulltrúar til sýslunefndar Kjós- arsýslu: Aðalmaöur: Karl B. Guðmunds- son, viöskiptafræðingur. Varamaöur: Sigurgeir Sigurðsson sveit.arstjóri. DAG I I i kvöld! SKEMMTISTAÐiR ® Þórscafé. Nýju dansarnir kvöld Sextett Jóns Sig. og Stefár leika. Æskulýðsráð Reykjavíkur. Op ið hús í kvöld kl. 8 — 11.30 fyrii 16 ára og eldri. FUNDIR • Hvitabandið. Fundur veröu haldinn að Hallveigarstöðum kvöld kl. 8.30. Ath. breyttan funt ardag. Kvenfélag Kópavogs. Peysufat; dagur félagsins verður fimmtu dagskvöldið 15. jan. kl. 8.30 í fé lagsheimilinu, unpi. — Stjómin. SQFNIN Ásgrímssafn Bergstaðastræti 7 er opið sunnudaga, þriðjudaga op fimmtudaga frá kl. 1.30—i. Listasafn Einars Jónssonar e- í næsta skiptið sem þú rök- ræðir við Vemer um það hvor . ."‘"■'"‘'"1" “"TrJ'"' ykkar skuli fylgja mér heim, þá skaltu ekki standa svona ná- lægt sundlauginni! Tæknjbókasafn IMSI, Sklpholt 37, 3. hæö, er opiö aila virkt daga I. 13—19 nema langardagí mm • DAG Norðaustan kaldi smáél á miðum. Kl. 3 var hvöss norðanátt á Norð austurlandi en annars staöar norðankaldi eða stinningskaldi. — Frost yfirleitt 10—11 stig. ANDLAT AtvinnuBeysið heSdur meiru en í fyrru ■ 2542 voru skráöir atvinnu- lausir á landinu um áramót- in, en höföu verið 2049 hinn 1. desember. Fjölgaði því atvinnu- leysingjum í mánuðinum um 493. í kaupstöðunum hækkaði talan úr 1479 í 1630, í stórum kauptúnum úr 74 í 103, en mest var aukningin í minni kauptúnum eða úr 496 í 809. Félagsmálaráðuneytið gekkst fyr ir könnun atvinnuleysis fyrir einu ári, en þá aðeins í bæjum og stór- um kauptúnum (yfir 1000 íbúa). Þá var fjöldi avinnuleysingja á þess- stöðum 1340, en er nú 1733 sam- kvaemt ofansögðu. Eru því 393 fleiri atvinnulausir en I fyrra á þessum st'JSum. Atvinnuleysið í bæjunum' var sem hér segir: Reykjavík 483 (515 fyrir mánuði), Akureyri 276 (224), Siglufjörður 208 (241), Hafnarfjörð ur 149 (97), Sauðárkrókur 131 (101), Ölafsfjörður 110 (69), Húsavík 105 (77), Neskaupsstaður 59 (87), Kópavogur 47 (40), Seyðisfjörður 43 (4), Isafjöröur 8 (5), Keflavík 8 (13), Akranes 3 (6), Vestmanna- eyiar 0 (0). Atvinnuleysiö hefur vaxiö mest í þorpunum. Til dæmis eru nú 74 atvinnulausir á Fáskrúðsfirði á móti 61, Stokkseyri 43 (4), Þor- lákshöfn 53 (12), Bíldudalur 44 (17), Hólmayík 36 (0), Grundar- fjörður 51 (32), Skagaströnd 56 (55), Blönduós 27 (3), Hrísey 49 (31), Vopnafjöröur 39 (0). Algert atvinnuleysi er á Þórshöfn, eða 84, og Raufarhöfn, eða 60. Guðrún Sigríður Hákonardóttir Nesvegi 37, andaðist 30. des ’69 85 ára að aldri. Hún verður jarð sungin frá Fossvogskirkju kl. 13.30 á morgun. Jóhanna Viktoria Þorsteinsd., Bó staðarhlíð 66, andaðist 31. des. ’69 73 ára að aldri. Hún verður jarð sungin frá Fossvogskirkju kl. lí á morgun. Svanberg Gunnar Hólm, Hvassa leiti 16, andaöist 1. jan. ’70, 17 ár. að aldri. Hann verður jarösunginr frá Fossvogskirkju á morgun kl. 10.30. Ölafur Auðunsson, trésmiöur I.angholtsvegi 85, andaðist 31. des ’69, 87 ára að aldri. Hann verðu: jarðsunginn frá Dómkirkjurmi morgun kl. 13.30. NOTAÐIR BILAR Skoda 1000 MBS árg. ’68 Skoda 1000 MB De Luxe árg. ’67 Skoda 1000 MB. árg. ’66 Skoda 1202 árg. ’64 Skoda Octavia árg. ’62 Skoda Oktavia árg. ’60

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.