Vísir - 07.01.1970, Page 15
V1SIR . Miðvikudagur 7. janúar 1970.
15
TAPAÐ —
Kvenúr tapaðist á gamlárskvöld.
Finnandi vinsamlega hringi í síma
35598.
Sá sem fékk afhentan svartan
rykfrakka í misgripum í Glaumbæ
á gamlárskvöld, er vinsamlega beð
inn að skila honum á skrifstofu
Glaumhæjar og taka sinn frakka.
Á Þorláksmessu töpuðust nýir
kvenskór í kassa,' brúnir að Jit,
frá Skólavörðustíg að Drafnarstíg,
sennilega £ leigubíl. Finnandi vin-
saml. hringi í síma 25776.
Lafandi gull-eyrnalokkur með I Rautt kvenhjól hvarf frá Flóka-
perlu tapaðist á nýársdagskvöld á götu 53 þann 22. des. s.l. Uppl.
Hótel Sögu eða þaðan að Kvist-1 óskast I síma 15254.
haga. Finnandi vinsaml. hringi í |
síma 17368.
mm
MÁLASKÓLINN MÍMIR
Lifandi tungumálakennsla. Enska, danska, þýzka, franska,
spánska, ítalska, norska, sænska, rússneska, íslenzka fyrir
útlendinga. Innritun kl. 1—7 e. h. Símar 10004 og 11109.
ÞJONUSTA
Húsbyggjendur — tréverk — tilboð
Framleiöum eldhúsinnréttingar, svefnhérbergisskápa o.fl.
Höfum allar tegundir harðplasts. Harðvið: álm, eik, tekk,
palisander. Teiknum og leiðbeinum um tilhögun. Gerum
fast verötilboð. Greiöslufrestur. Uppl. á verkstæðinu. —
Hringbraut 121 III hæð og i sfma 22594 eftir kl. 7.
Glerþjónustan Hátúni 4a, sími 12880
Einfalt og tvöfalt gler. Setjum í gler. Fagmenn. Góð
þjónusta.
HUSBYGGJENDUR HUSEIGENDUR
Getum bætt við okkur hvers konar smíði, svo sem
mótasmíði, breytingum á eldri húsum, endurnýjun á
gluggum og gleri, lánum vinnupalla til verksins ef þarf.
Látið faglærða menn annast verkið fyrir yður. Símar
83462 og 14968.
Radíóþjónusta Bjarna, Síðumúla 7, sími
83433
Önnumst viögerðir á útvörpum og sjónvörpum. Leggjum
sérstaka áherzlu á bifreiöaviðtæki og allt sem þeim við
kemur.
HUSAÞJÓNUSTAN SÍMI 19989
Tökum að okkur fast viöhald á fjölbýlishúsum, hótelum
og öðrum smærri húsum hér í Reykjavík og nágrenni.
Límum saman og setjum í tvöfalt gler, þéttum sprungur
og rennur, járnklæðum hús, brjótum niður og lagfærum
steyptar rennur, flísar, mosaik og margt fleira. Vanir og
vandvirkir menn. Kjörorö okkar: Viðskiptavinir ánægðir.
Húsaþjónustan. Sími 19989,
Glertækni hf. Ingólfsstræti 4, sími 26395.
Ný þjónusta. Framleiðum, tvöfalt einangrunargler og sjá-
um um ísetningar og einnig breytingar á gluggum og við-
hald á húsum, skiptum um jám og þök o.m.fl. Afborgunar-
skilmálar. Vanir menn. Glertækni h.f. Ingólfsstræti 4, sími
26395 Heimasímar 38569 og 81571.
R AFTÆK J A VINNU STOF AN
Sæviðarsundi 86. Simi 30593. — Gerum við þvottavélar,
eldavélar, hrærivélar og hvers konar raftæki. Einnig
nýlagnir og breytingar á gömlum tögnum. — Haraldur
Guömundsson lögg. rafverktaki. Sfmi 30593.
---- " ■ —1 ------ ' -
HUSAVIÐGERÐIR — 21696.
Tökum að okkur viðgerðir á húsum úti sem inni. Setjum
í einfalt og tvöfalt gler. Skiptum um og lögum þök,
einnig þéttum við sprungur og steyptar rennur. Otvegum
allt efni. Upplýsingar í síma 21696.
Klæðum og geram upp
W BOLSTRUN1 bólstrað húsgögn.
Dugguvogi 23. sími 15581.
Fljótt og vel unnið. Komum meö áklæðissýnishom. Ger-
um kostnaðaráætlun ef óskað er. Sækjum — sendum.
ER LAUST EÐA STÍLFAÐ?
Festi laus hreinlætistæki. Þétti krana og WC-kassa. —
Hreinsa stífluð frárennslisrör með lofti og hverfibörkum.
Geri viö og legg ný frárennsli. Set niður brunna. — Alls
konar viðgerðir og breytingar. Þjónusta allan sólarhring-
inn Simi 25692. Hreiðar Ásmundsson.
GLUGGA OG DYRAÞÉTTINGAR
Tökum að okkur að þétta opnanlega glugga, útihurðir og
svalahurðir með „Slottslisten" innfræstum varanlegum
þéttilistum, nær 100% þétting gegn vatni, ryki og drag-
súg. Ólafur Kr. Sigurösson og Co. Simi 83215 frá kl. 9—12
f.h. og eftir kl. 19 e.h.
ER STÍFLAÐ?
Fjarlægi stiflur úr vöskum, baðkerum, WC rörum og
niöurföllum. Nota til þess loftþrýstitæki, rafmagnssnigla
og fleiri áhöld. Þétti krana set niður brunna, geri við biluð
rör og m. fl. Vanir menn. Valur Helgason. Simi 13647 og
33075. Geymið auglýsinguna.
ÁHALDALEIGAN
SÍMl 13728 LEIGIR YÐUR múrhamra meö borum og fleyg
um, víbratora fyrir steypu, vatnsdælur, steypuhrærivél-
ar, hitablásara, borvélar, slípirokka, rafsuöuvélar. Sent og
sótt ef óskað er. — Áhaldaleigan Skaftafelli við Nesveg,
SeltjarnamesL Flytur isskápa og pianó. Sími 13728.
Plasthúðun — húsgagnamálun
Piasthúöa og mála húsgögn, bæöi gömul og ný og lausar
innréttingar. Látið plasthúða eða mála gömlu húsgögnin
og gera þau sem ný. Fljótleg og vönduð vinna, sann-
gjamt verð. Húsgagnamálun, Barónsstíg UA bakhús. —
Simi 19840. — Geymið auglýsinguna.
HEIMILISTÆKJAVIÐGERÐIR
Gerum við allar tegundir heimilistækja Kitchen Aid, Hob-
art, Westinghouse, Neff. Mótorvindingar og raflagnir.
Sækjum sendum. Fljót og góö þjónusta. Rafvélaverkstæði
Eyjólfs og Halldórs. Hringbraut 99. Sími 25070.
Vélritun — f jölritun. Þórann H. Felixdóttir
Tökum að okkftr alls konar vélritun og f jölritun. Kennum
einnig á rafmagnsritvélar. Áherzla lögö á vandaöa vinnu
og fljóta afgreiðslu. — Vélritun — Fjölritun s.f., Granda-
garöi 7, slmi 21719.
BIFREIÐAVIÐGERÐIR
ALSPRAUTUM OG BLETTUM BÍLA
úr hinum heimsþekktu VIEDULUX-bflalökkum. Bíllinn
fær háan varanlegan gljáa. Bflasprautun Kópavogshálsi.
Sími 40677.
BÍLASTILLING DUGGUVOGI 17
Kænuvogsmegin. Bifreiðaeigendur. Framkvæmum mótor-
stillingar, ljósastillingar, hjólastillingar og balanceringar
fyrir allar gerðir bifreiða. Sími 83422.
BÍLASKOÐUN & STILLING
Skúlagöto 32.
HJOLASTILLINGAR
MÚTOBSTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR
LátiS stilla i tíma.
Fljót og örugg þjónusta.
13-10 0
1.
■ Hinn endurskipulagöi Áttundi
her Breta beiö þess í stöðv-
um sinum, sem lágu frá Miðjarð-
arhafi, vestur af E1 Alamein og
suður undir hið ófæra iægöar-
drag Qattara, að láta tii skarar
skríða. Tíu herfylki á sextiu mílna
víglínu. Og Rommel hershöfðingi.
beið þess með Afríkuher sinn og
Eyöimerkur-herfylkið ítalska, að
brezki herinn hæfi árásina.
Þrem vikum áður hafði Romm-
el gert síðustu örvæntingartilraun
sína í þvi skyni að brjótast í gegn
til Alexandríu, Kairó og að Suez
skurðinum. Hann hafði ruðzt
fram hjá lítt vörðum framstöðv
um Áttunda hersins, sótt fram í
þeim tilgangi að rjúfa samgöngu-
leiðir Breta, taka steinolíubirgðir
þeirra, skera á hina mikilvægu
lífæö, Súezskurðinn, og opna
þannig leiðina fyrir sókn inn í Suð
ur-Rússland síðar meir.
Skriðdrekasveitir og stórskota-
lið Montgomerys höfðu gert
þessa leiítursókn að engu og
Afríkuherinn hafði neyðzt til að
hörfa til baka, látið mikið af skrið
drekum sínum og brynvörðum
herþílum og eytt miklu af hinum
dýrmætu olíubirgðum sínum til
einskis.
Varðsveitir beggja aðila höfðu
sig mjög í frammi á hinni mjóu
eyðimerkurræmu, sem skildi her-
ina að, háðu skærubardaga, geröu
skyndiáhiaup á framvarðastöðv-
amar, tóku fanga og reyndu að
afla sér allra þeirra upplýsinga,
sem gefið gátu vísbendingu um
hvað fjandmennimir hugðust fyr-
ir. Af hálfu Bretanna gerðu vél-
væddar framvarðasveitir og
njósnasveitir fífldjarfar árásir á
eyðimerkurflugvelli Rommels,
bæði SAS-sveitir og aörir skæru
liðaflokkar, sem fæstir þekktu
deili á annars staðar en f Mið-
Austurlöndum. Þessar sveitir
sóttu oft fram til eyðimerkur-
stöðva, sem lágu mörg hundmð
mílur á bak við víglinur Þjóö-
verja, og þaö verður að segjast
eins og er, að það var öliu oftar
sem þessir ofurhugar týndust og
biðu ósigur, en að fífldirfska
þeirra bæri tilætlaðan árangur.
FYRSTI KAFLI.
Jeppinn nálgaðist úr suðri,
þvert yfir evöimörkina. Honum
var ekið hratt yfir torfærur og
vegleysur, af aurspeldunum var
ekkert eftir oröiö nema vírtengsl
in og brotin útblásturspípan háði
vonlausa hávaöakeppni viö við-'
tækiö, sem stillt var eins hátt og
miskunti
frekast var unnt. Það var kven-
mannsrödd sem söng „Lili Marl-
ene“ á þýzku. Stynjandi undir-
leikur og harður framburður text
ans barst frá jeppanum út yfir
auðn Vestur-eyðimerkurinnar,
unz tómið gleypti hvort tveggja
— tómið, sem umlukti kúlnatætt
an jeppann og þá tvo, sem í hon-
um sátu.
Leech, ökumaðurinn, sat álútur
kreppti hnúana fast að stýrinu
og hvessti augun í móðuna og ryk
fokið upp af sandinum. Hvarmarn
ir voru rauðir og þrútnir, en aug
un veittu skerandi sólarbirtunni
hart viðnám, hárið var gulgrátt og
sorfið áf sandfokinu og eitt flóka
beði, sprungnar varimar þurrar
og herptar að tanngörðum og
gerðu það að verkum að svip-
brigðin voru undarlega sundur-
þykk — annars vegar óbilandi
harkan og þrákelknin í baráttunni
við umhverfið, hins vegar óþæg-
indin, sársaukinn og þreytan, sem
ljósast sagði til sín, þegar tungu
broddurinn bæröist um þurrar
sprungurnar. Þýzka liðsforingja-
húfan, sem hann bar á þann hátt
sem var í tízku hjá Afríkuhemum
var í fyllsta samræmi við ökutæk
ið sem hann stjórnaöi.
Hann horfði enn sem áður
hvössum augum út yfir eyöimörk
ina fram undan, þegar hann á-
varpaöi unga manninum í sætinu
við hlið sér.
„Þú ert svo sannarlega ó-
skemmtilegur ferðafélagi, lags-
maður“, sagði hann. „Satt bezt
að segja, þá þekki ég enga mann
gerð, sem ég vil síður eiga sam-
leið með, en náunga eins og þig.“
Hann leit snöggvast til hliöar,
hló hrjúfum, háum hlátri, þegar
hann virti fyrir sér marmarahvíta
EFTIR ZENO
ásjónu dauða, brezka liösforingj-.
ans, sem sat stirönaður í fram-
sætinu... *
Leech hvessti augun aftur í \
móðuna fram undan. Hleypti
brúnum. Innan skamms var hann ‘
kominn á leiðarenda. Hann hló ,
enn hátt og hryssingslega. Það
varð aldrei á allt kosið.
Hann breytti skyndilega um ■
svip. Háöslegt glottið stirönaöi í
hörkulegri grettu. Fjærst fram
undan á eyðimörkinni hafði hann ;
komiö auga á fyrstu merkin um .
stríðsmenninguna. Hann ók enn,
án þess að 'breyta um stefnu 1
vegna þess, sem hann hafði séð, ,
tileinkaði sér nákvæmlega öll at-
riði þess án þess að draga úr
hraðanum.
Hann sleppti annarri hend-
inni af stýrinu, þreif af sér þýzku
liðsforingjahúfuna og fleygði
henni aftur fyrir sig, þar sem hún
hafnaði mjúklega hjáftðrum þýzk
um minjagripum — þýzku leiðar-
merki, splunkunýjum hersjón-
auka, þýzkum plötuspilara og all
mörgum hljómplötum. Hann brá
hendinn; síðan undir sæti sitt,
dró fram brezka liðsforingjahúfu
setti hana á sig og dró skyggnið
langt niöur eins og varðmaður.