Vísir - 10.01.1970, Page 6

Vísir - 10.01.1970, Page 6
V í SIR . Laugardagur 10. janúar 1970. cTlíenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um útvarp: Sesar Borgia og allt það J~kddur Bjömsson hefur kyn- lega mikinn áhuga á Borgia- fólkinu, Alexandri páfa, Sesari og þeim. Fyrir einum fimm-sex árum lék Gríma þrjá einþátt- unga Odds í Tjamarbæ, og þar á meðal var einn, Köngurlóin, sem einmitt fjallaði um páfa þennan og böm hans. Ég heyrði ekki betur en í útvarpsleik sín- um á fimmtudagskvöld, Brúð kaup furstans f Femara, væri Oddur að tilreiða upp á nýtt orða far og hugmyndaforöa úr sínum foma einþáttungi, — og breytti engu þó nöfnum væri nú Íítil- lega vikið við og páfinn gamli hafður fyrir smákóng. Þessi ráðabreytni virtist reyndar á- stæðulaus: væri ekki kiókara að hafa páfann, sem margir kann- ast að nafninu til við, kyrr- an á sínum stað? Varla mundi þaö styggja nokkurn mann? En þetta var víst skýrt í hinum einkennilega formála fyrir leikn um sem torvelt var að heyra hvort ætti að taka fyrir spaug eða alvöru. Hvað sem þessu líð- ur var Brúökaupiö á fimmtu- daginn sýnu fjölskrúöugra leik- verk, kátlegra og kostulegra, en Köngurlóin foröum. Eins og flest sem Oddur Björnsson skrifar, alltént það sem hann gerir bezt, var Brúðkaup furstans í Fernara gagnger farsaleikur. En Oddur laðast einatt að rómantískum efnum og hugmyndum, kunnug- legum skáldskaparminnum, til að leika sér að þeim og tilreiða þau eftir sínum hætti Þetta kann að skýra áhuga hans á renis- sansi og Borgia-fólkinu sem leikurinn lýsti í gríðarlega klúrri og grófgerðrj mynd. Þor- steinn 0. Stephensen fór nú með hlutverk Alexanders smá kóngs eða páfa, sem Haraldur Bjömsson lék fyrrum í Tjamar- bæ, af einkennilegum blendingi af sibemsku og grárri elli, og Erlingur Gíslason var hinn grá- lyndi heimsmaður, Sesar sonur hans. Þeir feðgar tíðka það að gifta Lúsíu dóttur og systur sína hverjum höfðingja af öörum til að myrða þá síöan og sölsa und ir sig eigur þeirra. Næsta kandi dat, kúafurstanum frá Fernara, lýsti Jón Sigurbjörnsson heldur en ekki hrikaiega, en veizlugest ir voru annars hver þursinn upp af öðrum og sitthvað kátlegt í orðafarl þeirra. Nema helzt skáldið vin Lúsíu, sem Harald G. Haraldsson. Þvl miður var full-öröugt að nema söngva hans til að greina hver hugur fylgdi hlutverkinu. Brúðkaup furstans f Femara er útvarpsleikur með tónlist eft- ir Leif Þórarinsson, þeir Oddur hafa sem kunnugt er áður unnið saman að leikverkum með góð- um árangri. Um tónverk Leifs kann ég ekki að dæma nema mér þótti það áheyrilegt og fara leiknum vel, og vissulega var það verulegur þáttur leiks ins. Vel fór t.a.m. að láta Lúsíu, Krístínu Önnu Þórarinsdóttur, lýsa drápinu á sínum nývígða ektamaka í „ballöðu". En í út- varpsleik veröur brýnna en. nokkrú sinni að örð og tónlist haldist fast í hendur, hvort haldi öðru fram, og söngvar verða þar að vera órofa þáttur í atburðarás, framvindu leiks, ekkj einasta útflúr á honum. Á hvort tveggja þótti mér skorta í leik þeirra Odds og Leifs, viö leikstjóm Sveins Ein- arssonar, og varð það til þess að efnj hans fór á meiri dreif við eina áheyrn en æskilegt hefði verið. Leikurinn vakti og kraföist eftirtektar og vafalaust er þar fleira sem gleggra yrði við að heyra hann öðru sinni, þetta er satt aö seg.ia meira en sagt verður um flest fslenzk út- varpsleikrit. Seinna um kvöldiö las kona kvæöi eftir Einar Benediktsson. Er það virkilega svo að hver sem er geti óskað að flytja hvaða efnj sem er í útvarpiö? Og fengið það? Bifvélavirkjar — Vélvirkjar Óska eftir aö ráða nokkra bifvélavirkja eða vélvirkja Uppl. í síma 18365 og 33924. DÍESEL-verkr Við stjórnpúltið: Bohdan Wodiczko Stefán Edelstein skrifar um tónlist: ur dái Cinfóníuhljómsveit Islands virð ist vöknuð úr því dái, sem hún hefur legið f allt síðan f haust. Á tónleikunum sl. fimmtudag fengum við að heyra, hvers hún er megnug — undir góðri for- ystu Bohdan Wodiczko. Ekkj svo að skilja, að fráfar- andj stjómandi, Alfred Walter, hafi ekki gert margt gott. Þaö væri ósanngjamt að halda því fram. Hann fór mjög vel af stað sl. haust, en smátt og smátt missti hann „spennuna", og hljómsveitin fór að deyja í hönd unum á honum. Á seinustu tón- leikum fyrir áramót virtist hún beinlínis Iiggja í andarslitrunum, Við getum því verið Bohdan Wodiczko þakklát fyrir að hafa blásið nýjum lffsanda í hljóm- sveitina. en hann hefur þegar sannað, eftir margra ára starf hér, að hann slakar hvergi á „spennunni“ og gerir ýtrastu kröfur til sín og hljóöfæraleik- aranna. Efnisskrá þessara tónleika var vel samansett, nema aö byrjun- árverkið, Geigy Festival Con- certo eftir Liebermann, var af- skaplega ómerkilegt. Lieber- mann hefur samiö betri tónlist, og þótt þetta „Festival" eigi að vera létt og fyndið, þá saman stendur fyndnin óneitanlega af einhliða bröndurum. Þaö var leiðinlegt, aö hinn á- gæti slagverksleikari Reynir Sigurðsson fékk ekki tækifæri til að sýna getu sína sem skyldi, tónskáldiö lét hann tromma sleitulaust sama hljóðfallið. Þar næst heyrðum við flautu konsert K 314 eftir Mozart meö Robert Aitken sem einleikara. Aitken átti að leika flautukon- sert eftir Carl Nielsen, en af ein hverjum ástæðum var því breytt á síðustu stundu. Robert Aitken er sannkallaður töframaöur á sitt hljóðfæri, hvort sem hann Ieikur samtíma tónlist eða eldrj tónlist. Túlkun hans á Mozart var frábær, tónn inn léttur og grannur (hefði sennilega verið fyllri í almenni- legum hljómleikasal) og öll spilamennska einkar fáguð, fyrir utan það að vera fullkomlega ör ugg. Undirleikur hljómsveitarinnar var e.t.v. ekki alltaf nægilega mjúkur en hann nálgaðist samt það að vera Mozart, og í sfðasta þættj var hann aö mínum dómi góður Mozart (þetta er merk framför á stuttum tíma!). Samleikur einleikara og hljóm sveitar var mjög góöur, sérstak lega í síöasta þætti. Lokaverk kvöldsins var sin- fónía nr. 5 eftir Sjostakovitsj. Wodiczko hefur oft áður sýnt, að hans sterkasta hlið er nútím- inn. Á fjórum æfingum (sem er í raun og vera of stuttur tfmi fyrir þetta erfiöa verk) hefur honum tekizt að móta þetta verk þannig, að Sinfóníuhljóm- sveit Islands getur verið hreyk- in af frammistöðu sinni. 5. sinfónía Sjostakovitsj er glæsilegt verk, sem hrífur flesta áheyrendur. Verkið er frábær- lega „instrumenterað" frá tón- skáldsins hendi. Reyndar finnst mér ýmislegt f verkinu, sérstak- lega í 1. og 2. þætti, feta í fót- spor síörómantisma, einna helzt Mahlers, án þess þó að búa yfir innileik Mahlers. Það er „úthverft" verk. í 2. þætti kemur þetta e.t.v. bezt í ljós, einnig þaö að fjórar æfingar era helzt til lítiö, þessj þáttur tókst einna sízt f flutningi. En 1. og sfðasti þáttur voru sérstaklega vel spilaöir, og má þaö vera dauöur maður, sem ekki var rifinn upp úr sæti sínu við þennan flutning. Öflugt klapp og bravóhróp sýndu að tónleikagestir kunna vel að meta tónlist 20. aldarinn- ar. 1 þessu klappi fólust einnig orðin: Velkominn aftur, Wodicz ko. SYNING-SYNING-SYNING-SYNING-SYNING NÝJAR GERÐIR AF RUNTALOFNUM ÁSAMT ELDRI GERÐUM. SÝNING I BYGGINGAÞJÓNUSTUNNI, LAUGAVEGI 26. OP/Ð ALLA VIRKA DAGA KL 13-22 OPIÐ LAUGARD. OG SUNNUD. KL. 13-19 GJÖRIÐ SVO VEL AÐ LITA INN

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.