Vísir - 19.01.1970, Qupperneq 3
k
VTSI R . IVKnudagur W. janúar 1970.
3
Hallur Símonarson skrifar um ensku knattspyrnuna:
Southampton skoraði sigur-
markið ísíðasta upphlaupiau
— og Everton missti jbó forustuna i 1. deildinni L deild.
^ Loksins eftir árangurslausa bið í fjóra mánuði og reyndar
hálfum betur virtust aðdáendur „dýrlinganna“ í Sout-
hampton geta fagnað sigri í deildakeppninni og það gegn efsta
liðinu, Everton. Aðeins fjórar mínútur voru til leiksloka og Sout-
hampton hafði forustu með marki, sem Mike Channon skoraði á
74 mín. „Oh, when the Saints“, hljómaði um allan völlinn — en
skyndilega sló dauðaþögn á fjöldann. Vörn Iiðsins riðlaðist —
vinstri útherji Everton, John Morrissey fékk knöttinn og lék
á tvo vamarleikmenn og skoraði óverjandi fyrir Eric, jöfnunar-
mark Everton. Leikurinn hófst að nýju, en það var engin stemmn-
ing lengur á áhorfendapöllunum. Áhorfendur voru sem lamaðir
— hinn sæti sigur virtist horfinn út í veður og vind, og enn eitt
'jafnteflið blasti við. Mínútumar liðu, tvær og þrjár og leikmenn
Everton sóttu og reyndu að færa sér í nyt þetta óvænta mark —
en skyndilega breytti Southampton vöm í sókn. Hvað var að ske?
— Nýi leikmaðurinn frá Reading, Roy Jenkins (70 þús. sterlings-
' pund) lék með miklum hraða upp hægri kantinn, fram hjá enska
' landsliðsbakverðinum, Keith Newton, og gaf vel fyrir markið.
. Og þar var „dýrlingur dagsins“ Mike Channon og hann stökk
hærra en allir aðrir og skallaði knöttinn í mark, óverjandi fyrir
Gordon West. Það mátti ekki tæpara standa — rétt á eftir flaut-
aði dómarinn leikinn af. En 141 sólarhrings blð var lokið — Sout-
' hampton hafði unnið sinn fyrsta sigur í deildakeppninni sfðan
27. ágúst.
Og áhorfendur voru fljótir að
taka gleði sína aftur — gleði, sem
ríkti langt fram á nótt í hafnar-
borginni frægu á suðurströnd Eng-
lands, þótt frægðarljóminn verði
aldrei hinn sami og áður, eftir að
„drottningar hafsins", Mary og
Elizabet skildu þaðan úr höfn f síð-
asta sinn. En „The Saints" eru þó
'að rétta við fölnaða frægð borgar-
■ innar og það eru aðeins fjögur ár
síöan Southampt. eignaðist í fyrsta
skipti lið í 1. deild. Árangur liösins
var það góður s.l. vor, að Sout-
hampton var eitt af fjórum liöum
•Englands í borgakeppni Evrópu —
og vakti þar verðskuldaöa aöiygli,
þar tH gæfan sneri enn einu sinni
baki við liöinu á keppnist ímab ilinu,
og það féíl út eftir tvo jafntefhs-
leiki við Newcastle. Mörk á útivelli
gilda tvöfalt, og Newcastle skoraöi
eitt mark í Southampton, rétt fyrir
leikslok.
Leikurinn í Southampton var
dæmigeröur fyrir ensku knattspym
una, einmitt þetta atriði, sem er
svo heillandi. Efsta liðið tapaði fyr-
ir „botnliði“, og tapið var ekki til-
viljun, þvi Southampton var betra
liðið. Mike Channon hefði vel getað
komiö í veg fyrir angist áhorfenda
lokamínútumar, því hann fór illa
. meö tvö opin tækifæri í fyrri hálf-
leik, þótt hann bætti það vel upp
f hinum síðari. Hjá Everton vantaði
Alan Ball, sem er í keppnisbanni,
og ótrúlegt hvað lið getur breytzt
við fjarveru eins manns. Að vísu
lék Colin Harway, enskur landsliðs-
maður, f hans stað — fyrsti leikur
hans í rúma tvo mánuði vegna
■ augnsjúkdóms — en fyllti ekki sæti
Balls. Það vantaði þann neista, sem
Ball tendrar svo oft f leik liðsins.
Við þetta óvænta tap Everton
skauzt Leeds í annaö skipti á
keppnistímabilinu upp í efsta sæt-
ið. Leeds var efst nokkra daga um
miðjan desember — og nú er eftir
að vita hvort Everton getur komið
í veg fyrir sigur Leeds, önnur liö
gera það ekki. Leeds sigraöi Cov-
entry 3—1, en það var ekki léttur
sigur og Coventry sýndi aö liöið
er að veröa eitt hið bezta á Eng-
landi. Vörn Leeds átti oft í miklum
brösum með sókndjarfa framherja
Coventry— en Garry Sprake átti
enn einn stórleikinn í marki Leeds
og varði allt, nema sjálfsmark fé-
laga síns Poul Madeley. 1 hálfleik
var staöan 2—0 og skoruðu Alan
Clarke og Jackie Charlton mörk
Leeds. Charlton lék ekki síðari hálf
leikinn vegna meiðsla — og eftir
sjálfsmark Madeley varö leikurinn
aftur mjög „opinn“. En 10 mfn.
fyrir leikslok tryggði Clarke sigur
Leeds — en þrátt fyrir tvö mörk
átti Clarke slakan leik. En við
skulum nú líta á úrslitin á laugar-
dag;
Mike Channon —
dýrlingur dagsnis
Arsenal—Chelsea 0—3
C. Palace—Nottm. For. 1—1
Derby—Sheff. Wed. 1—0
Ipswich—Bumley 0—1
Leeds—Coventtry 3—1
Liverpool—W.B.A 1—1
Manch. City—Stoke 0—1
Southampton—Everton 2—1
Sunderland—Tottenham 2—1
West Ham—Manch. Utd. 0—0
Wolves—Newcastle 1—1
Það er lftill glæsibragur á leik
Arsenal, og leikmenn liðsins voru
nánast eins og skemmtiatriði fvrir
Chelsea, nema markvörðurinn Bob
Wilson, sem var „maður leiksins"
og bjargaði liöi sínu frá miklu verra
tapi. En þetta var lfka þriðji leikur
Arsenal á fimm dögum — og þrátt
fyrir sigur gegn franska liðinu Rou-
en f borgakeppni Evrópu, veröur
þó tapleikurinn gegn Blackpool f
bikarkeppninni ensku sár, sem
seint grær. Og ekki var leikurinn
gegn Chelsea smyrsl á það sár,
heSdur eins og brennisteinn, þvi
Chelsea sigraði einnig f fyrri leikn-
um meö 3—0. Það hafa orðið mikil
hlutverkaskipti f knattspymu Lund
únaborgar — og Arsenal ekki unn-
ið keppni f 17 ár. John Hollings
skoraði eina mark Chelsea f fyrri
hálfleik, en f þeim síöari skoruðu
Ian Hutchinson og Tommy Bald-
win.
Liverpool, sem tapað hafði sfö-
ustu heimaleikjum sfnum, „átti“ all
an leikinn gegn WBA, en komst þó
í taphættu. WBA var með 8—9
menn í vöm, en náði svo af og til
snöggum upphlaupum. Og á 66.
mfn. skoraði Tony Brown fyrir
WBA úr einu slfku — og eftir það
var sókn Liverpool örvæntingar-
full, en bakverðinum Chris Lawler
tókst þó að jafna.
Nýtt áhorfendamet var sett í
West Ham, eða rúmlega 41 þúsund
svo Manch. Utd. trekkir þótt Ge-
orge Best sé ekki með. Þetta var
frábær leikur, þótt svo ekkert mark
væri skorað og eftir leikinn sagði
framkvæmdastjóri West Ham, Ron
Greenwood, að það hefði verið synd
ef annaðhvort liðið hefði tapað.
Einna mesta athygli vakti Clyde
Best hjá West Ham, og liðið hefur
sannarlega verið heppiö meö þenn-
an 18 ára svertingja frá Bermuda,
sem hafði ekki séð snjó fyrr en
hann kom tii Englands f fyrra!
Honum er spáð miklum frama i
ensku knattspymunni, og var nærri
því að skora, en Carlo Sartori
bjargaði á marklínu fyrir United.
Leiknum var Iýst f BBC og sagði
þulurinn, að það væri furðulegt,
að þessi lið skuli ekki blanda sér í
keppnina um efstu sætin, jafn glæsi
lega knattspyrnu og þau leika.
Sunderland er nú í fyrsta skipti
á leiktímabilinu ekki f fallsæti, og
sigraði Tottenham í annan sinn í
vetur. Willy Hughes og Gordon
Harris skoruðu gegn Tottenham, er
lék án tveggja sinna beztu manna,
Pat Jennings og Mike England. En
Sheff. Wed, er enn neðst og tap-
aði fyrir Derby, þrátt fyrir að liðið
hefði verðskuldaö sigur. John O’-
Hare skoraði sigurmark Derby rétt
fyrir leikslok — og til marks um
óheppni Sheffield má geta þess, að
Steve Downes tókst aö spvrna yfir
næstum á marklfnu, þegar miklu
léttara var að skora. Manch. City
Staðan í 1. deild er nú þannig:
Leeds 29 17 10 2 62-27 44
Everton 28 20 3 5 51-26 43'
Chelsea 28 13 10 5 46-31 36
Liverpooi 27 13 9 5 49-30 35
Derby 29 14 5 10 38-26 33,
Volves 28 10 11 7 41-33 33
Stoke 28 12 9 7 40-35 33
Manch. Utd. 28 10 11 7 40-38 31
Manch. City 28 11 8 9 41-30 30,
Coventry 26 12 6 8 36-28 30.
Newcastle 27 11 6 10 32 23 28
Arsenal 28 7 14 8 32-33 28.
Tottenham 28 11 6 11 36-40 28.
Nott Forr. 28 7 14 7 36-41 28.
W.B.A. 27 9 6 12 34-36 24,
West Ham 29 8 8 13 34-43 24
Burnley 28 6 10 12 31-43 22.
Ipswich 29 6 7 16 27-49 19
South’pton 28 3 12 12 34-49 18,
Sunderland 28 4 9 15 19-48 17 .
C. Palace 28 3 10 15 25-51 16 .
Sheff. Wed. 27 4 6 17 24-48 14 ,
1 2. deild er Sheff. Utd. aftur ■
komið í fyrsta sætið, en annað i
Yorkshirelið stendur þó langbezt \
að vígi, Huddersfield Town. Orslit \
í 2. deild urðu þessi: \
Aston Villa—Portsmouth 3—5
Blackburn—Watford 1—0
Blackpool—Middlesbro 1—1
Bolton—Huddersfield 1—1
Bristol City—Millvall 1—1
Carlisle—Birminghom 4—3
Charlton—Hull City 1—4
Leichester—Swindon 0—2
Oxford—Norwich 1—0
Q.P.R.—Cardiff 2—1
Sheff. Utd.—Preston 2—0
Efstu og neðstu lið f deildinni
eru nú þessi:
29 15
26 14
28 15
27 14
28 14
5
7
5
6
6
9 54-25 35 ;
5 44-27 35 ;
8 39-31 35 ■
7 45-27 34 I
8 49-36 34 I
Cardiff
Q.PJL
Clyde Best —
spáð miklum frama.
Preston 27 7
Watford 28 6
Aston Villa 26 4
7 13 29-38 21 /
7 15 30-36 19 ,'
9 13 22-41 17 )
tapaði enn einu sinni og hefur nú
ekki unniö leik í deildakeppninni
sfðan um miðjan nóvember. Liðið
lék þó sæmilega gegn Stoke, en leik
menn þess virtust þó vera meö
hugann við bikarleikinn næsta laug
ardag gegn Manch. Utd. — og Gord
on Banks í marki Stoke var þeim
einnig erfiður. Tvívegis bjargaði
Banks á ótrúlegan hátt frá Oakes
og Lee — og Conroy skoraöi svo
sigurmark Stoke á 76. mínútu.
í 3. deild tapaði Luton f fjórða ,
sinn í röð — og við það komst
Lundúnaliöið Orient í efsta sæti ;
með 34 stig. Luton hefur 33 og ‘
Barnsley og Reading 33. í 4. deild ;
er Chesterfield efst með 36 stig, ,
Port Val hefur 35, Wrexham 34 og
Brentford og Swansea 33. — Á
Skotlandi sigraði Celtic Hibernian ’
f Edinborg 2—1 og keppnin þar ,
stendur nú aðeins milli Celtic og
Rangers. Celtic hefur 36 stig, Rang- '
ers 34 og Hibernian 29. — hsfm. !
Akureyri vann
13:6 í bæja-
keppninni
— Gerðu út um leikinn i fyrsta kvarteli
með 7:1, en leikurinn jafn úr jbvi
• Eftir að hafa komizt í 7:1 gegn
Reykvíkingum f fyrsta kvartili bæja
keppninnar í Skautahöllinni . á
laugardagskvöldlð voru úrslit ráðin.
— Akureyri gat vart tapað úr því.
Hins vegar gerðist leikurinn mun
skemmtilegri eftir því sem á leið.
Leikurinn var jafn úr þessu og
lauk svo, að Akureyri fór með sig-
ur af hólmi, skoraði 13 mörk gegn
6. Eru þau úrslit mun betri en oft-
ast áður.
Reykvíkingar hafa nú fengið fasta
æfingatíma f fyrsta sinn í höllinni
og gera sér vonir um að ná upp
nægilega góöu llði innan skarems
til að sigra Akureyringa. Akureyr-
ingar hafa haftgóðaaðstöðuívetur
ágætan ís utanhúss, og magnið ó-
takmarkað að því er frétzt hefur.