Mosfellsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 4

Mosfellsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 4
Tónlistarskólinn í nýlt hnsnæði Þann 5. maí síðastliðinn var nýtt húsnæði að Háholti 14 tekið í notkun við hátíðlega athöfn f'yrir Tónlistar- skóla Mosfellsbæjar. I gegnum árin hefur Tónlistarskólinn haft afnot af Brúarlandi en það var farið að vera til trafala fyrir starfsemi skólans svo að bæjarstjóm ákvað að færa skólann um set. Við opnunarveislu héldu helstu stjómmálamenn bæjarins ræður ásamt bæjarstjóra og skólastjóranum. Séra Jón Þorsteinsson var á staðnum og vígði hann bygginguna. Mosfellsbær á ekki bygginguna heldur mun bærinn leigja hana til 15 ára og þess ber að geta að þetta húsnæði Tónlistarskólans er aðeins til bráðabirgða. Ungir nemendur ásamt kennara sínum taka lagið á opnunarhátíðinni. & Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Flugumýri 32, Mosfellsbæ Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 21. mars 2000 var samþykkt að tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Flugmýri 32, Mosfellsbæ, verði kynnt í samræmi við 1. mgr 26 gr. skipulags- og byggingalaga, nr 73/1997, með síðari breytingum. Breyting fellst í því að byggingarreitur lóðar nr. 32 færist til um 4 m til suðurs og til austurs. Engin stækkun verður á byggingarreit lóðarinnar við þessa tilfærslu. Tillagan verða til sýnis á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2 í afgreiðslunni á fyrstu hæð, frá 26. maí til 23. júní n.k. Athugasemdir ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipulagsnefnd Mosfellsbæjar fyrir 7. júlí n.k. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frest, teljast samþykkir tilögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ Mosfellsbæ 17.05.2000 Tryggvi Jónsson, bæjarverkfræðingur. Frá opmm sýningarinnar, f.v. Jóhann Sigurjónsson, bœjarstjóri, Guðrún Hannesdóttir mynd- listarkona og Marta Hildur Richter forstöðumaður bókasafiisins. Fallegri s>n- ingu að ljúka • Nú um mánaðamótin lýkur mynd- listarsýningu Guðrúnar Hannesdóttur í Bókasafni Mosfellsbæjar. Sýningin var formlega opnuð 14. apríl í viku bókarinnar. Guðrún er bókasafnsfræðingur að mennt. Hún hefur einnig lagt stund á listasögu og sótt nokkur myndlistar- námskeið. A sýningunni eru myndir úr fjórum af þeim sex bamabókum sem hún hefur myndskreytt. Þetta eru gull- fallegar vatnslitamyndir og hefur fjöl- di þeira selst á sýningunni. Guðrún hefur sjálf samið eina af þessum bók- um - Sagan af skessunni sem leiddist. Þrjár bókanna eru vísnasöfn sem hún hefur myndskreytt og ein er þjóðsaga. Bókin Risinn þjófótti og skyrfjallið eftir Sigrúnu Helgadóttur hlaut Is- lensku bamabókaverðlaunin 1996. Guðrún hefur sýnt myndir sýnar hérlendis og erlendis og hlotið viður- kenningar. Myndimar á sýningunni em til sölu svo og aðrar myndir úr bókum hennar. Bókasafn Mosfellsbæjar er á 2. hæð í Kjama. Afgreiðslutími er mánudaga lil fimmtudaga 13:00 - 20:oo og föstu- daga 13:00 - 18:00. Lokað á laugar- dögum í sumar. Sloliiiin Samlaka hand- verksfólks í Mosfellshæ Dagana28. apríl lil I. maí 2000, var haldin sýning í Laugardalshöllinni undir yfirskriftinni „Handverk og ferðaþjónusta.“ Hópur handverks- fólks úr Mosfellsbæ tók þátt í sýning- unni í annað sinn og nú með tilstyrk Atvinnuþróunarsjóðs Mosfellsbæjar. Vakti bæjarbásinn mikla athygli sýn- ingargesta og ekki síst heimamanna, sem fjölmenntu á sýninguna. Ákveðið hefur verið í framhaldi af þessu að stofna Samtök handverks- fólks í Mosfellsbæ og em allir sem áhuga hafa hvattir til að koma á stofn- fund sem haldinn verður þann 30. maí n.k. á Draumakaffi. O MosfellsblaðlA

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.