Mosfellsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 5

Mosfellsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 5
Sjálfstæðisfélag Mosfellsbæjar undirbjó og hélt borgarafund um samgöngumál í Hlégarði mánudag- inn 3. apríl s.l. Þar mættu þingmenn kjördæmisins Sigríður Jóhannesdóttir, Hjálmar Ámason og Sigríð- ur Anna Þórðardóttir og samgönguráðherra, fulltrúi Vegagerðar og fleiri þingmenn, Guðmundur Hall- varðsson frá Reykjavík, Þorgerður Gunnarsdóttir frá Reykjanesi og Jón Bjamason frá Norðurlandi vestra. Fjöldi fólks mætti á fundinn svo undrum sætti, en þó vantaði nokkra áhugalausa bæjarfulltrúa. Fram kom á fundinum að Vesturlandsvegurinn væri undir miklu álagi og stórhættulegur og fulltrúi Vegagerðar- innar staðfesti það. I kynningu Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra kom fram að tvöföldun Vestur- landsvegar væri ekki á dagskrá fyrr en eftir 2010 miðað við gildandi vegaáætlun. Fundurinn var ein- huga um að þingmönnum bæri að leggja fram meira fé til Vesturlandsvegar, gífurleg umferð er um veginn og hann hefur ætíð verið slysagildra þegar eitthvað ber út af, eða hálka og vindur sameinast. Þingmenn sem mættir voru tóku allir undir að tvö- falda þyrfti Vesturlandsveginn hið fyrsta, til að draga slysum og dauðsföllum. Samgönguráðherra fór varlega í sakimar, lofaði engu en taldi brýnt að laga þyrfti ástandið. Jónas Snæbjörnsson skýrði hrein- skilnislega viðhorf Vegagerðarinnar, að vegurinn væri að bresta í flutningsgetu og slysin of mörg. F.v. við borð, alþingismennimir Sigríður Jóhannesdóttir, Hjálmar Ámason og Sigríður Anna Þórðardóttir. Við rœðupúlt, Hákon Björnsson, oddviti Sjálfstœðismanna í Mosfellsbœ. Þar nœst sitja Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, Jónas Snœbjömsson, fulltrúi Vegagerðarinnar og Pétur U. Fenger, fundarstjóri. Þingmenn sem sátu fyrir svömm lýstu yfir að Vestur- landsvegur hlyti að fá forgang á vegaáætlun, sem nú væri í endurskoðun. Sigríður Anna Þórðardóttir, alþingismaður Mos- fellinga skýrði frá því, að hún hefði beitt öllum kröft- um sínum að fjármögnun til tvöföldunar vegarins og hún berðist áfram að því marki. 1 dag er ljóst að fjármagn til vegamála á Islandi hefur stórhækkað, eða um 9 milljarða króna og er það vel. Þessi borgarafundur sjálfstæðismannanna í Mosfellsbæ var að mörgu leyti vendipunktur, kallaði saman marga aðila sem vom orðnir sammála, bæði fólkið og þingmenn og framkallaði aðgerðir í vega- málum. í einu héraðsfréttablaðanna í Mosfellsbæ var gert lítið úr Haraldi Sverrissyni vegna skrifa hans um samgöngumál. Að gera lítið úr þeim, sem staifa og vilja vel er óþurftarverk. Skattlagning gegn> um Hitaveituna Hitaveitan Mosfellsbæjar selur ár- lega heitt vatn til íbúa bæjarins fyrir um 86 milljónir króna. Hagnaður af Hitaveitunni er um 36 milljónir króna og er hagnaðurinn færður í bæjarsjóð og notaður til reksturs. Því má segja með réttu að íbúar Mosfellsbæjar séu skattlagðir gegnum Hitaveituna og fcmur sú skattlagning um 20.000 kr á ari. Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar vorið 1998 var því lofað af hálfu G- listans að verð á heitu vatni yrði lækk- að. Þegar núverandi minnihlutinn í bæjarstjóm fór að spyrja um efndir að loknum kosningum fengust þau svör að endurskoða þyrfti reikningshalds- aðferðir Hitaveitunnar þar sem af- Iíomu hetm undir vor Kristján bóndi á Grjóteyri í Kjós endurheimti um miðjan ntaí tvær kindur sem gengið hafa úti í vetur. Kindumar vom í góðu ásigkomu- lagi og var önnur nýborin við heim- komuna og var hún einlembd. Hin var sett á hús eina nótt og bai' hún daginn eftir tveimur lömbum og var þá sett samstundis út. Kristján taldi að kindumar hlytu að hafa verið upp á Svínadal, en merkilegt er þó hversu ásigkomulag þeirra var gott miðað við veturinn í vetur. skriftir veitumannvirkja væru van- metnar. Á fundi bæjarráðs sem haldinn var í byrjun marsmánaðar lagði bæjarstjóri til að eignir Hitaveitu og Vatnsveitu yrðu endurmetnar og uppfærðar í árs- reikninga um 767 milljónir króna „þannig að afkoma þeiria sýni sem réttasta mynd hvað varðar eignir þeir- ra og afskriftir þeim tengdarí*. Fulltrúi minnihlutans í bæjarráði talaði gegn tillögunni þar sem yfirlýstur tilgangur hennar var að endurvekja afskrifta- stofn hjá veitunum og að afskrifa öðm sinni þegar afskrifaðar eignir. Þetta þýðir að í raun var verið að láta við- skiptavini Hitaveitunnar greiða stofn- kostnað hennar tvisvar. Tillagan var því augljóslega sett fram í þeim til- gangi að halda uppi verði á heitu vatni og viðhalda og jafnvel auka skattlagn- ingu á bæjarbúa. Við þessari and- spymu minnihlutans í bæjanáði kom fram tillaga frá meirihlutanum um að leita umsagnar endurskoðanda bæjar- ins á málinu og var sú tillaga sam- þykkt. Á fundi bæjarráðs þann 18 apr- íl s.l. var umsögn endurskoðandans lögð fram. Fulltrúar meirihlutans lögðu þá fram tillögu um að tillaga bæjarstjórans um endurmat á eignum veitnanna í reikningum bæjarins yrði felld. Var sú tillaga samþykkt sam- hljóða. Segja má að með þessu hafi meirihlutinn fellt sína eigin tillögu. Fyrirframgreiðsla - íbúð óskast til leigu Handknattleiksdeild UMFA óskar eftir íbúð á leigu sem fyrst, til loka apríl 2001. Leigutímabilið greiðist fyrirfram. Upplýsingar í símum 8960131 og 8617188. KLETTt Fullkomnustu grindarréttinga- og maelitækí sem völ er á hér á landi RETTINGAR BÍLAMÁLUN ISli Flugumýri 20 270 Mosfellsbæ Sími: 566 8200-566 8201 Fax: 566 8202 Netfang: nybil@centrum.is VV' 25 ára Moslcllsblaðið Q

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.